Alþýðublaðið - 06.01.1990, Page 5

Alþýðublaðið - 06.01.1990, Page 5
Laugardagur 6. jan. 1990 5 Jóhanna Sigurdardóttir félagsmálaráöherra og varaformadur Alþýðuflokksins: Flokkurinn verður að leggja meiri þunga á félagshyggju 9 Töluvert vantar é að éherslur Alþýðuflokksins séu réttar. & Taka verður af festu é lífeyrismélum. • Húsnæðisstofnun hefur óeðlilega mikil völd. • Hef áhyggjur af slæmri fjárhagsstöðu sveitar- félaga. „Húsnæðisstofnun og stjórn hennar hafa völdin en ráðherrann ber ábyrgðina á þessum málaflokki en hef- ur í reynd lítið að segja um t.d. fjármálastjórn þessarar stofnunar. Ég er að láta kanna stjórnunarlega stöðu húsnæðisstofnunar og frumvarp um það efni mun verða tilbúið i þessum mánuði," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir m.a. í viðtali við Alþýðublaðið. „Bæði verð- ur skoðuð staða og verksvið Húsnæðisstof nunarinnar sjálfrar og stjórnar hennar." — Hvernig lídur þér í núuerandi sljórnarsamslarfi? „Samstarfið í þessari ríkisstjórn hefur tekist prýðilega. Það er auð- vitað í öllum ríkisstjórnum átök um ýmis málefni, sérstaklega þeg- ar það eru margir flokkar sem að henni standa. Það er alveg Ijóst að þessi ríkisstjórn hefur þurft að tak- ast á við mörg erfið viðfangsefni. Henni hefur þrátt fyrir allt tekist að koma í veg fyrir stöðvun at- vinnulífsins. Hefði hún ekki gripið til ýmissa ráðstafana eins og að koma á fót Atvinnutryggingar- sjóði og Hlutafjársjóði þá hefðum við búið við mun meira atvinnu- leysi og fleiri fyrirtæki hefðu oröið gjaldþrota en raunin hefur orðið á. Þessi ríkisstjórn hefur einnig lagfært rekstrargrundvöll útgerð- ar og fiskvinnslu m.a. með því að lækka raungengi og stuðla að lækkun vaxta. Eg held að þessari ríkisstjórn hafi um margt tekist mjög vel og þrátt fyrir mjög erfiö- ar aöstæður hefur einnig tekist aö gera átak á ýmsum sviðum félags- mála.“ — Nú hefur Atþýdufiokkurinn fengid heldur slæ'ma útreid úr skodanakönnunum uö undan- förnu. Kunnt þú einhverju skýr- ingu ú því? ..Ráðherrar flokksins hafa feng- ist við mjög erfið viðfangsefni, bæði í þessari ríkisstjórn og ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar. Engu að síður hefur ráöherrum flokks- ins tekist að koma í höfn ýmsum stórmálum sem þjóðin mun búa lengi að. Má þar nefna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og á tekjustofnum sveitarfé- laga, húsnæðismálin bæði hús- bréfakerfið og kaupleiguíbúðirn- ar, endurskipulagning bankamála, aðskilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds, staðgreiðslukerfi skatta og uppstokkun á tekjuöfl- unarkerfi ríkisins. Það er þó Ijóst að Alþýðuflokkn- um hefur ekki tekist að koma nógu vel til skila til þjóðarinnar mikilvægi þessara mála. Annars finnst mér nokkuð hafa skort á að flokkurinn hafi fylgt nægilega eft- ir baráttumálum sínum og áhersl- ur okkar jafnaðarmanna í okkar stefnumálum verða að koma bet- ur i ljós en veriö hefur." Ráðherrar einangrast — Sumir telja ad þú einskordir þig nokkud mikiö viö þau múl sem undir þig og þitt ráöuneyti heyru. Er þaö rétt? ,,Nei, það er sko mesti misskiln- ingur. Þaö er rétt að líta til þess að undir félagsmálaráðuneytið heyra mjög margir málaflokkar. Þau ráðuneyti eru fá sem fara með jafn fjölbreytta málaflokka. Hér eru ekki bara á ferðinni húsnæðismál- in, heldur einnig sveitarstjórnar- mál, jafnréttismál, málefni fatl- aðra, byggingar- og skipulagsmál, starfsmenntun í atvinnulífinu svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru mjög stórir og miklir málaflokkar. Ég vil geta þess að ég hef lagt sérstaka áherslu á húsnæðismálin og gífur- leg vinna hefur farið í þau mál. Þaö er líka mál sem snertir hverja einustu fjölskyldu í landinu og ekki síður mikilvægt að vel sé á þeim haldið en t.d. efnahagsmál- unum. Það er auðvitað svo að ráð- herrar einangrast meira eða Sjá næstu siðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.