Alþýðublaðið - 06.01.1990, Qupperneq 6
6
- *
Laugardagur 6. jan. 1990
minna í sumum málaflokkum þeg-
ar verkefnin eru ærin.
En auðvitað er það alrangt að ég
hafi ekki haft áhrif á ýmsa mála-
flokka sem þessi ríkisstjórn hefur
fengist við, þó svo að auðvitað séu
mest áberandi út á við þeir mála-
flokkar sem ég fer með í félags-
málaráðuneytinu."
Húsbréfakerfið
— Húsbréfakerfiö var samþykkl
ú Alþingi í vor og lók gildi um
miöjan nóvember. Hvernig metur
þú þú reynslu sem þegar er fengin
uf því?
„Spádómar þeirra sem töldu að
þegar húsbréfakerfið tæki gildi, að
þá myndi allt yfirfyllast af húsbréf-
um og að þetta kerfi myndi koll-
varpast í upphafi, hafa ekki ræst.
Þetta nýja kerfi hefur farið hægt af
stað og ég tel að það sé einmitt
mjög farsælt. Skýringin er m.a. að
það nær einungis til mjög tak-
markaðs hóps núna, bara til þeirra
sem voru komnir í biöröðina fyrir
15. mars í fyrra. Þá nær það ekki
ennþá til nýbygginga. í alla staði
hefur þetta kerfi gengið eftir eins
og ég trúði að það myndi gera þeg-
ar það var samþykkt á Alþingi s.l.
vor.“
— Paö gekk ekki alveg þraula-
laust aö koma húsbréfakerfinu í
gegn á Alþingi og þú haföir I hól-
unum um aö segja af þér. Síöan
náöist samkomulag vid Kvenna-
lislann um framgang málsins.
Uröu einhverjar þœr breytinga á
frumvarpinu í meöförum þingsins
frá því aö þú lagdir þad fram sem
skiplu verulegu máli um fram-
kvœmd þess til hins belra eöa
verra?
„Þær breytingar voru í raun
mjög veigalitlar, þannig að þær
spilitu ekkert fyrir kerfinu sem
slíku. Þær gerðu að visu það að
verkum að það nær ekki til ný-
bygginga strax en þetta er kerfi
sem við eigum eftir að búa við um
langa framtíð."
— Nú hefur húsbréfakerfiö fariö
rólega afslaö. Telur þú þaö benda
til aö um falska eftirspurn hufi ver-
iö aö rœöu í gamla húsnœöiskerf-
inu?
„Húsbréfakerfið er allt öðru vísi
kerfi og þar þarftu ekki að fara í
neina biðröð. Þú gerir bara þín
viðskipti með húsbréf um leiö og
þú hefur ákveöiö að fara út í hús-
næðiskaup. I hinu kerfinu var fólk
að tryggja sig ef það skyldi hugs-
anlega einhvern tímann á næstu
þremur til fimm árum ætla sér að
fara út í íbúðarkaup eða íbúðar-
skipti. Þá var eins gott að koma
sér í röðina. Þarna voru auðvitað
margir í rööinni sem þurftu ekkert
á því að halda og tóku upp pláss
frá hinum sem raunverulega
höfðu þörf fyrir að komast að.
Nú er líka miklu nákvæmari og
ítarlegri ráðgjöf en í gamla kerf-
inu. Fólki er leiðbeint mjög ná-
kvæmlega og gerð grein fyrir
greiðslubyrði og greiðslugetu.
Þannig leiðir þetta kerfi til miklu
meiri fyrirhyggju við íbúðarkaup
og gerir það að verkum að fólk á
ekki að þurfa að standa frammi
fyrir miklum greiðsluerfiðleikum
eins og það hefur gert á undan-
förnum árum.
Þá verðu þörfin fyrir skamm-
tímalán ekki eins mikil en einmitt
þau hafa verið að stórum hluta or-
sökin fyrir þeim greiðsluerfiðleik-
um sem fólk hefur lenf í. Ég hygg
að við sjáum fram á nýja tíma í
húsnæðismálum."
Óréttmæt gagnrýni______________
— Nú var Húsnœöisslofnun
hurölegu gagnrýnd á síöasl ári
vegna úlhlulunnar hennar á lári-
um til bygginga félagslegra íbúöa.
Var þaö réttmœt gagnrýni?
„Nei, alls ekki, vegna þess að
sjaldan hefur farið jafn mikið fjár-
magn til félagslegra íbúð úti á
landi og á síðustu tveimur árum.
Til marks um það nefni ég að á ár-
unum 1988 og 1989 voru veitt lán
til byggingar 1250 félagslegra
íbuða en á næstu fjórum árum á
undan var úthlutað til rúmlega
1100 íbúða. Þarna hefur því orðið
veruleg aukning og það er í fyrsta
skipti á þessu ári að þriðjungur af
útlánum húsnæðiskerfisins fer til
félagslegra íbúða og verulegur
hluti af þeim hefur farið út á land.
T.d. stærsti hlutinn af kaupleigu-
íbúðunum."
— Nú starfa kaupleigukerfiö og
verkamannabústaöakerfiö hliö
viö hliö. Er rétt aö vera meö tvö
kerfi í gangi eöa ber aö sameina
þau í eitt?
„Ég tel að ef vilji er fyrir hendi
þá sé ekkert auðveldara en að
sameina þessi tvö kerfi. Allir kost-
irnir sem eru í verkamannabú-
staðakerfinu og reyndar líka í bú-
setakerfinu má finna í kaupleigu-
kerfinu, auk þess sem kaupleigu-
kerfið býður upp á ýmsa aðra og
nýja möguleika fyrir sveitarfélög
og einstaklinga.
Það er núna í gangi endurskoð-
un á félagslega kerfinu, verið að
reyna að einfalda kerfið og gera
það skilvirkara. Væntanlega mun
nefnd skila áliti mjög fljótlega um
þetta mál og ég stefni að þvi að
geta lagt fram frumvarp um það á
þessu þingi. Ég tel að það opnist
möguleikar til þess að stórefla fé-
lagsíbúðakerfiö með upptöku hús-
bréfakerfisins.
Húsnæðismói aldraðra
— Hvaö meö húsnœöismál aldr-
aöra?
„Nýlega fékk ég skýrslu um hús-
næðismál aldraðra frá nefnd sem
hefur verið að vinna sérstaklega'
að því máli fyrir mig. Þar kom
mjög margt athyglisvert í Ijós. Fyr-;
ir liggur að öldruðum mun fjölga
mjög á næstu árum og þeim fækka
hlutfallslega sem eru úti á vinnu-
markaðinum. Við búum við ýmis
vandmál hvað varðar húsnæðis-
mál aldraöra. í skýrslunni koma
fram tillögur um ýmsar úrbætur
sem ég tel mjög athuglisverðar.
Þar er m.a. bent á að húsbréfakerf-
ið og kaupleigukerfið séu mjög
góðir kostir fyrir aldraða.
Það er staðreynd að 78% aldr-
aðra eða 65 ára og eldri eiga mikl-
ar skuldlausar eða skuldlitlar eign-
ir. Það er talið að sá hópur eigi um
100 milljarða í fasteignum og öðr-
um eignum. Á næstu 20 árum er
reiknað með að þeir sem eru nú á
aldrinum 40—50 ára erfi þessa
mörgu milljarða. Talið er að fjöldi
þeirra íbúða sem munu ganga í arf
á þessum tíma séu 2300 talsins. Ég
tel að við eigum að gera áætlun
um byggingar og framkvæmdir í
þágu aldraðra, þar sem fólk getur
fjármagnað sjálft, aðra og hent-
ugri húsnæðiskosti en verið hefur.
Á árinu 1988 stofnaði ég nýjan
lánaflokk til hagsbóta fyrir aldr-
aða þar sem m.a. er v^itt skamm-
tímalán til fimm ára til að auð-
velda fólki að komast í þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða. Þannig þurftu
aldraðir ekki að selja sína eign fyrr
en þjónustuíbúöirnar voru tilbúnar
Þennan lánaflokk þarf að stórefla
og bankakerfið verður líka að
koma meira inn í myndina til aö
auðvelda öldruðum að skipta um
búsetuform eða minnka við sig á
efri árum. Þannig getur hinn aldr-
aöi einnig losað um fjármagn og
haft meira að segja um hvernig því
er ráöstafað, jafnframt betri mögu-
leika á þægilegu ævikvöldi."
— Þú hefur stundum staöiö í
stríöi viö stjórn Húsnœöisstofnun-
ar, t.d. Iwaö varöar vexti. Telur þú
aö hún hafi tafiö fyrir framgangi
mála sem þú hefur veriö uö berj-
ast fyrir?
„Já, það er enginn vafi. Bæði
lenti ég í erfiöleikum hvað varðar
húsbréfakerfið og kaupleigukerf-
ið, við a.m.k. hluta Húsnæðis-
málastjórnar. Staðreyndin er sú að
Húsnæðisstofnun og stjórn henn-
ar hafa óeðlilega mikil völd að
mínu mati. Ráðherra ber ábyrgð á
þessum málaflokki en hefur í
reynd lítið að segja um fjármála-
stjórn þessarar stofnunar. Ég er að
láta kanna stjórnunarlega stöðu
húsnæðisstofnunar og frumvarp
um það mun verða tilbúið í þess-
um mánuði. Bæði verður skoðuð
staða og verksvið Húsnæðisstofn-
unarinnar sjálfrar og stjórnar
hennar."
Fjárhagsábyrgð________________
á einni hendi
— Nú um áramótin tók gildi ný
verkaskipting milli ríkisins og
sveitarfélaganna. Hverju breytir
hún?
„Þetta mál hefur verið i deigl-
unni í 15—20 ár. Ég er mjög
ánægð með að þetta mál skuli
loksins vera komið í höfn. Þaö
mun skipta sköpum fyrir ýmis
sveitarfélög í þessu landi. Bæði
verkaskiptingin og nýir og breyttir
tekjustofnar. Þessi nýja tilhögun
mun jafna aðstöðu sveitarfélaga.
Þau framlög sem hingað til hafa
farið til jöínunar milli sveitarfé-
laganna eru i reynd fimmfölduð
með þessum breytingum.
Sveitarfélögunum er fengið auk-
iö ákvörðunarvald um nýtingu
ýmissa tekjustofna og gerð eru
miklu skýrari skil á verkefnum rík-
isins og sveitarfélaganna, þannig
að saman fari framkvæmd og fjár-
hagsleg ábyrgð. Það tel ég veru-
legan ávinning. Rikið tekur á sig
stóran hluta hvað varðar heil-
brigðismál ýmiss konar, sjúkra-
tryggingar og rekstur heilsu-
gæslustöðva. Skólamálin fara aft-
ur á móti í auknum mæli yfir til
sveitarfélaganna ásamt dagvistar-
málum, íþróttamálum og félags-
heimilum svo eitthvað sé nefnt.
Nú þegar fjárhagsleg ábyrgð á
þessum málum er á einni hendi
held ég að skynsamlegar verði
staðið að framkvæmdum. Færri
verkefni tekin fyrir í einu og þeim
fyrr lokið."
Slæmur fjárhagur
sveitarfélaga
— Rætt hefur veriö um aö fjár-
liagsstaöa ýmissu sveitarfélaga sé
mjög slæm. Er þaö tilfelliö?
— „Fjárhagsstaða margra
sveitafélaga er mjög slæm um
þessar mundir og ég hef af henni
verulegar áhyggjur. Ég get ekki
hugsað þá hugsun til enda ef ekki
heföi komið til staðgreiðsla skatta,
verkaskipting og breyttir tekju-
stofnar sem styrkja raunverulega
fjárhag sveitarfélaganna. Raun-
hækkun útsvarstekna sveitarfé-
laganna milli áranna 1987 og 1988
ineð upptöku staðgreiðslu skatta
var i raun 14—16% og breyttir
tekjustofnar og verkaskipting
mun verulega bæta fjárhag sveit-
arfélaganna.
Skuldastaða nokkurra sveitarfé-
laga hefur veriö til sérstakrar
skoðunar. í einstaka tilfellum
nema nettóskuldir sveitarfélaga
tvöföldum árstekjum þess og fjár-
magnskostnaður í sumum tilfell-
um 40—50% af tekjum viðkom-
andi sveitarfélaga eða um helm-
ingur tekna þeirra fer til greiðslu
fjármagnskostnaðar. Slíkt gengur
ekki og eru mál nokkurra sveitar-
félaga til sérstakrar skoðunar hjá
ráöuneytinu."
Deilur um dagvistun
— Þú og menntumálaráöherra
hafiö deilt um forræöi dagvistun-
urmálu. Nú lieyrir sá málaflokkur
undir sveitarfélögin. Þurf ríkiö
eitthvaö aö koma þur nærri?
„Það var skoöun þeirrar nefnd-
ar sem fjallaði um þetta mál og
fulltrúa stjórnarflokkanna allra
nema eins að dagvistarmál skyldu
heyra undir félagsmálaráöuneyt-
ið. Undir það hef ég tekið og tel
eðlilegt að þar sem sveitarfélögin
fara alfarið með þessi mál og bera
bæði fjárhagslega og faglega
ábyrgð á þessum, þá sé rétt að þau
heyri undir ráðuneyti sveitarfé-
laga.
Ánnars harma ég hvernig þessi
umræða hefur orðið því um er að
ræða að frumvarp um félagsþjón-
ustu sveitarfélaga sem hefur enn
ekki fengið að fara fyrir þingið
þrátt fyrir að það hafi veriö tilbúið
í október vegna þessa deilna. Um-
ræðan hefur bara snúist um þenn-
an eina þátt. Þó er um að ræða
löggjöf sem tekur við af fram-
færslulöggjöfinni sem raunveru-
lega tók einugis til fjárhagsaðstoð-
ar við fólk en þetta nýja frumvarp
tekur til allra þátta félagslegrar
jrjónustu. Hér er um að ræða
merka löggjöf eða fyrsta vísi að
raunverulegri félagsmálalöggjöf.
Ég vona að á þessu máli megi
finna lausn. Ég hef þegar lagt fram
ákveðnar tillögur þess efnis. Þær
ganga út á að faglegi og uppeldis-
legi þátturinn heyri undir mennta-
málaráðuneytið en að öðru leyti
verði yfirumsjón þessa málaflokks
undir félagsmálráðuneytinu. Ég
trúi því ekki að það verði flokkar
sem kenna sig við félagshýggju
sem bregði fæti fyrir að þetta mál
fái framgang vegna deilna um einn
litinn þátt í þessu frumvarpi."
— Ýmis vandamál hafa komiö
upp vegna tilfærslu starfa frá
sveitarfélögum til rikisins vegna
breyttrar verkaskiptingar. Hafa
þau mál fengiö viöunandi lausn?
„Það er raunverulega angi af því
vandamáli sem launakerfið í
þessu þjóðfélagi er. Það er mjög
mikið launamisrétti í okkar þjóð-
félagi og það birtist í mörgum
myndum. M.a. eins og komið hef-
ur fram að fólk sem vinnur sömu
störf og er í mismunandi stéttarfé-
lögum hefur mjög mishá laun.
Slíkt misrétti verður varla liðið til
lengdar."
Virðisaukaskatturinn og
sveitarfélögin
— Er ríkiö aö auka skattheimtu
sína á sveitarfélögin meö gildis-
töku viröisaukaskattsins?
„Það eru mjög misjafnar tölur
uppi um það hvaða áhrif þetta hef-
ur á skattbyrði sveitarfélaga. Það
voru veittar ýmsar undanþágur
gagnvart sveitarfélögum i með-
ferð málsins á þingi og með reglu-
gerðum frá fjármálaráðuneytinu.
Stjórnvöld hafa samkvæmt lögun-
um víðtæka heimild til að undan-
þiggja sveitarfélög ýmsa þætti
virðisaukaskattsins. Við skulum
sjá til hvernig henni verður beitt."
— Sú gagnrýni kom fram hjá
fjármálaráöherra og fleirum á Al-
þingi, aö þegar þingiö samþykkti
lög um breytta tekju- og verka-
skiptingu hafi þaö ekki hugsaö
dæmiö til enda og hvernig fram-
kvæmdin ætti uö veru. Sagöi mál-
iö hafa veriö ufgreitt undir óeöli-
legum þrýstingi frá sveitarfélögun-
um. Er þaö rétt?
„Ég get alls ekki tekið undir
þetta með fjármálaráðherra. Ég
hygg að fá mál hafi verið lögð fram
eftir jafnrækilegan undirbúing og
þetta mál. Það sést á því að þetta
mál er búið að vera í undirbúningi
í mörg ár og á s.l. tveimur árum
hefur í mínu ráöuneyti verið lögð
ómæld vinna í þetta verkefni.
Að vísu heyrðu málaflokkarnir
sem verið var að færa á milli undir
mörg ráðuneyti. M.a. mennta-
málaráðuneytið og heilbrigðis-
ráðuneytið og það er ekkert óeðli-
legt við það að upp komi eitthvaö
sem þarf að lagfæra þegar svona
viðamikil kerfisbreyting og til-
færsla á sér stað."
Gerbreyttur jöfnunarsjóður
— Nú hefur Jöfnunarsjóöur
sveitarfélaga veriö harölega gagn-
rýndur fyrir uö gegnu ekki hlut-
verki síriu. Rík sveitarfélög eins og
Reykjavík t.d. voru aö fá úr honum
jafnvel meira en ýmis sveiturfélög
sem höllurn fæti starida. Veröur
breyting á þessu meö nýjum lög-
urn sjóösins?
„Það verður alveg grundvallar-
breyting á Jöfnunarsjóðnum. Sér-
staklega er varöar jöfnunarfram-
lögin sem fimmfaldast eins og ég
sagði áðan. Ef nýju lögin hefðu gilt
á síðasta ári heföu ekki 100 millj-
ónir farið til jöfnunarþáttarins
heldur 500 milljónir svo dæmi sé
tekið.
Hlutverk sjóðsins er m.a. aö
veita framlög sem fara til kostnað-
arsamra stofnframkvæmda hjá fá-
mennum sveitarfélögum. Þar er
um að ræða stofnkostnað vegna
grunnskóla, iþróttamannvirkja,
vatnsveitna, félagsheimila og dag-
heimila fyrir börn. Hins vegar eru
framlög til að aðstoða dreifbýlis-
sveitarfélög til að standa undir
auknum rekstrarkostnaði við
grunnskóla vegna breytinga á
verkaskiptingu rikis og sveitarfé-
laga. Síðan eru það framlög til að
bæta sveitarfélögum annan auk-
inn kostnað af sömu ástæðu. Svo
eru það jöfnunarframlög sem ég
tel mjög mikilvæg en þau eru til
sveitarfélaga sem hafa lægri skatt-
tekjur en önnur sambærileg sveit-
arfélög miðað við meðalnýtingu
tekjustofna. Þá verða þjónustu-
framlög til þeirra sveitarfélaga
sem ekki geta staðið
undir þeirri þjónustu, vegna
smæðar sinnar, sem sjálfsögð þyk-
ir.
Hér er um gjörbreytingu aö
ræða á hlutverki sjóðsins sem
styrkja mun verst stöddu sveitafé-
lögin í landinu."
Starfsmenntun gegn
atvinnuleysi
— Eru einhver ný mál á döfinni?
„Ég nefndi frumvarp til nýrra
skipulags- og byggingarlaga hér
að framan. Eins vil ég sérstaklega
nefna starfsmenntunarmál en þar
hefur ráðneytið farið inn á alveg
nýjar brautir. Það hefur ekki haft
með þessi mál að gera áður en á
undanförnum tveimur árum hefur
tekist að fá peninga til starfs-
menntunarmála hér í ráðuneyt-
inu. Nú er í undirbúningi löggjöf
um starfsmenntun sem væntan-
lega verður lögð fyrir þetta þing.
Hún á auka atvinnuöryggi launa-
fólks og gera því kleift aö takast á
við ný og breytt verkefni í kjölfar
nýrrar tækni. Það kom fram á ráö-
stefnu vinnumálaráðherra Evrópu
fyrir nokkrum mánuðum að
starfsmenntun er eitt helsta úr-
ræðið sem beitt er til að minnka
atvinnuleysið og til þess er variö
miklum fjármunum.
Þá vil ég nefna að mikið hefur
verið unnið að málefnum fatlaðra
í þessu ráðuneyti á síðustu árum.
Nú er verið að vinna að áætlun um
uppbygging framkvæmda í þágu
fatlaðra. Málið hefur verið undir-
búið mjög faglega þar sem gerð er
ítarlegt úttekt á þjónustuþörf fyrir
fatlaða á landinu. Á grundvelli
þessarar úttektar sem mun liggja
fyrir innan skamms verður undir-
búin framkvæmdaáætlun um upp-
byggingu á framkvæmdum og
þjónustu fyrir fatlaða á komandi
árum.
— Nú hefur þú veriö félagsrnál-
ráöherra í hálft þriöja ár. Ert þú
'sátt viö störf þín og þann fram-
gang mála sem þau hafa hlotiö
sem af er?
„Það er annarra að leggja mat á
mín störf. Ég vona þó að mér hafi
orðið eitthvað ágengt. Ég hef lagt
mesta áherslu á húsnæðismálin í
minni ráðherratíö. Það er einfald-
lega vegna þess að ég vil hafa
áhrif á það að fólk þurfi ekki að
eyða 15—20 bestu árum ævi sinn-
ar tij að koma sér þaki yfir höfuð-
ið. Ég vil breyta því. Til þess má
rekja upplausn margra heimila í
landinu. Ég vil koma hér upp
manneskjulegri húsnæöisstefnu
og ef mér tekst það og ef sú löggjöf
sem sett hefur verið i þessum mál-
um stuðlar að því, þá get ég veriö
sátt."
Meiri félagshyggju
— Alþýöuflokkurinn viröist í
nokkurri lægö núna. Hvaö telur
þú sem vuruformaöur flokksins
vænlegust aö geru til aö breytu
því?
„Við þurfum að fylgja betur eftir
okkar baráttumálum og stefnu
jafnaðarmanna. Gerum við þaö,
þá er ég sannfærö um að flokkur-
inn eykur fylgi sitt. Mér finnst tölu-
vert vanta á aö áherslur flokksins
séu réttar og mér finnst að viö
þurfum að leggja meiri þunga á fé-
lagshyggjuna i þessum flokki. Ef
við gerum það þá er ég óhrædd.
Við þurfum líka að virkja betur
hinn almenna flokksmann og gefa
honum meiri tækifæri á að taka
þátt í stefnumótun flokksins. Eins
þarf að koma betur til skila okkar
málefnum og ef það gengur eftir
þá er ég viss um að flokkurinn
kemur vel út úr kosningum.
Þá eru ýmis mál sem mér finnst
að flokkurinn verði að taka á af
miklu meiri festu. Ég nefni þar líf-
eyrismálin en þar tel ég að flokk-
urinn hafi ákveðnar skuldbinding-
ar gagnvart sínum kjósendum.
Það er veigamikill þáttur í að jafna
lífskjörin í landinu sem Alþýöu-
flokkurinn verður að leggja ríka
áherslu á,“ sagði Jóhanna Siðurð-
ardóttir félagsmálaráðherra aö
lokum.