Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 26. maí 1968. TIMINN SKYNDIKÖNNUN HAFÍSNEFNDAR LOKIÐ AÐ MESTU ÁSTANDID ER VlDA SIÆMT OG FJARHAGSORDULEIKAR MIKLIR FB-Reykjavík, laagardag. — Það hefur komið fram í blöðinn, og jafnvel annars staðar að hafísnefndin svonefnda, hafi ekki verið á eitt sátt um starfs- svið sitt, þ.e. a. s. um afskipti hennar af þeim vandamálum, sem nú steðja að, sagði Stefán Valgeirsson, alþm., einn af nefndar mönnum, þegar blaðið sneri sér til hans og hað hann að segia hver niðurstaða skyndikönnunar nefndarinnar á ástandinu í heild væri. — Ég vil þó benda á, hélt Stefán áfram, — að þegar þingsálykt- unartillagan var samþykkt á þingi í vetur var hún afgreidd með sér- stðkum hraða og þurfti afbrigða við. Tillagan fór í gegn um þingið á einum degi, og nefndin var svo kosin á næsta fundi í sameinuðu þingi. Á þessu var meðal annars auðséð, að það var álit þeirra, sem til- löguna fluttu og þingforseta einnig, að hefja þyrfti störf strax, annars hefðu þessi vinnubrögð ekki verið viðhöfð. —> Skyndikönnun hefur nú far- ið fram á ástandinu. Einn staður er mjög illa settur með kjarnfóð- nr, þ. e. Borgarfjörður eystri. Varðiskipið Óðinn komst inn á Borgarfjörð eystri í morgun með 20 tonn af fóðurvörum og einnig tók skipið tvö og hálft tonn af ýmsum varningi úr Bliki. —• Engin kjarnfóður eru í verzl unum á Egilsstöðum og Reyðar- firði, en bændur munu eiga eitt- hvað enn, og reyna að miðla milli sín eftir föngum. Skip er væntan- legt til Austurlands með kjarnfóð- ur á mánudagsnótt, en þá er að vita, hvort það kemst inn á ein- hvem fjarðanna. Varðskip mun rey.na að aðstoða skipið en takist ekki að koma því inn á firði, er í rá'ði að Óðinn eða jafnvel vita- skipið Árvakur reyni að flytja kj'arnfóðrið til hafna. — Vegir eru víða mjög illfær- ir, en nú er byrjað að gera við Odd'sskarð. Blikur komst inn á Neskaupstað og varðskipið Óðinn fór þangað með 100 ton.n af olíu, en olíulítið var þar orðið. Á Breiðdalsvík er olíulaust, en á nokkrum stöðum á Austurlandi og sömuleiðis á Norðausturlandi, t. d. Bakkafirði og Raufarhöfn má gera ráð fyrir, að olíulaust verði orðið um bvitasunnu. — Ef batinn heldur áfram má segja, að vonir séu til, að flestir bændur komist af með það hey, sem þeir hafa, ef litið er á heild- ina. En kólni hins vegar aftúr verða horfurnar ískyggilegar á Austur og Norðausturlandi og auk þess í Skagafirði, Húnavatns- sýslu og Strandasýslu. Eiginlega er það aðeins Eyjafjörður og Suður-Þingeyjarsýsla, sem bezt standa, hvað heybirgðir snertir. Á Blönduósi er lítill fóðurbætir. Komist skip þangað ekki fljótlcga yrði að reyna að flytja fóðurbæt- in.n að sunnan, en þá er þess ?.ð gæta, að vegakerfið er ekici gott I O'g viðast hvar eru þungatakinark anir í gildi. Gætu því orðið nokkr- ir erfiðleikar á að kom'a eins miklu af fóðurbæti út á land. — Úr flestum harðindasveituo- um koma fréttir af miklum fjár- hagsörðugleikum. Mestur hluti af- urða ársins fer f að koma búsmal anum fram úr, og verður lítið orð ið eftir til kaupa á áburði og framfleyta heimilunum. Menn hafa miklar áhyggjur af þessum málum, enda hefur hafísnefndin sérstaklega undirstrikað það, að einmitt á þessu sviði væri mikill- ar hjálpar þörf. — Atvinnuástand er sums stað- ar á Noröur- og Austurlandi ákaf lega Slæmt og er þá sérstaklega að nefna Raufarhöfn og Seyðis- fj'örð og ennfremur Þórshöfn og Húsaví'k, sagði Stefán að lokum. 3 KRISTJAN KARLSSON SEXTUGUR Sextugur er á morgun 27. maí Kristján Karlsson, erindreki Stétt- arsamband'S bænda, áður skóla- stjóri á Hólum í Hjaltadal. Krist- ján er fæddur á Landamóti í Súður-Þingeyjarsýslu, sonur hjón- anna Karls Amgrímssonar, bónda þar og Karitasar Sigurðardóttur. Eftir nám á Laugum og Hvann- cyri lauk hann cand. agr. prófi við Landbúnaðarháskólann í Kaup- man.nahöfn 1933. Tveimur árum síðar varð liann skólastjóri bænda skólans á Hólum og gegndi því starfi til 1961. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og hefur síðan verið crindreki Stcttarsambands bænda. Kona Kristjáns er Sigrúu Ingólfsdóttir frá Fjósatungu. Kristjans verður minnzt í næstu íslendingaþáttum Tímans. „Þetta er smátt í sniðum ennþá” - segir Hjálmar Vilhjálmsson um síldina Ed-Reykj'aví'k, laugardag. Hjálmar YUhjálmsson, leiðang- ursstjóri um borð í Áma Frið- rifessyni, sagði í viðtali við Tím- ann í dag, að þeir hefðu enn sem komið er lóðað á fremur litla sfld. Að vísu hefðu þeir fundið torfu í gær, og svo aðra í nótt, en þetta væri allt saman smátt í sniðunum. Sjórinn er jafn kaldur eða jafnvel kaldari en í fyrra, og þær síldartorfur, sem lóðað hefur verið á, standa yfirleitt djúpt. — Þetta er allt saman frek- ar smátt í sniðunum, sagði Hj'álmar, — og enginn kraftur í þessu, a. m. k. ekki enn þá. — Þið hafið farið um stórt svæði? —> Já, við leituðum á svæð- inu frá 8. gráðu vestur og aust ur á 3. gráðu austur, og frá 63. gráöu norður á 68. gráðu. Það lóðaði talsvert þarna syðst, og þó sérstaklega austasf á þessu svæði. Haflþór var þarna norð- an til á svæðinu að austan verðu í lóðningu fyrir um viku síðan, og hann hélt að einhver síld væri í því. Annars er kol- munninn alltaf að angra mann hérna á þessum slóðum, og eins syðst á svæðinu. En svo lóðuðum við á torfu hér í gærmorgun 67.15 norður og 5,4 austur. Þetta er rúmlega 400 mílur austnorðaustur af ís- landi. —• Virtist torfan stefna til fslauds? Síldin hefur staðið mjög djúpt, og erfitt að átta sig á stefnu hennar. Mér hefur virzt stefnan vera norðvestur eftir, svona eftir því sem séð verður. En annars eru þetta fltlar torfur, 10—20 faðmar. Þótt þær hafi yfirleitt staðið djúpt þá urðum við varir við sild uppi í nótt, en hún dýpkaði fljúc- lega á sér. — Er sjórinn mjög kaidur? —• Hann er mjög kaldur. það er ekki komið í 5 stiga heitan sjó fyrr en komið cr austur að 0 gráðu. Þetta virðist svip.tð, eða jafnvel kaldara og í fyrra, — Viltu einhverju spá á grundvelli þessara fyrstu racm- sókna? — Ekki myndi ég vilja pað. En mér finnst þetta heldur ekki nógu stórt í sniðum til þess að vera ánægður með þctta. Eng- inn vafi er á þvi, að hér er síld, og það er dálítið af smá- torfum, en hún stcndur djúpt og það virðist sem sagt enginn kraftur vera á þessu enn þá. Hjálmar sagði, að sennilega myndi Árni Friðriksson vera í þessari ferð fram í fyrstu vik- una af júní. AUGLÝSINGASPJÖLD SETT Á LEIGUBÍLA FB-Reykj'avik, laugardag. Á H-daginn byrjar Lionsklúbb- urinn Ægir að kynna nýjar og mjög sérstæðar auglýsingar í sam starfi við leigubifreiðastjóra. Hef- ur klúbburinn flutt inn „Taxa‘‘- ljósaskilti, em á þau era festir tveir rammar fyrir auglýsinga- spjöld. fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í þessu samstarfi. Umferðar- nefnd Reykjavíkur hefur keypt Eh-amhalö 3 bLs 10 Almennurfund ur um flug- vallarmálin EJ-Reykjavík, laugardag. Á þriðjudaginn, 28. maí, verður að tilhlutan Flugmálafélags ís- lands haldinn aimennur umræðu- fundur um flugvallamál Reykja- víkur og höfuðborgarsvæðisins, en til grundvallar umræðunuim verð- ur aðallega álit nefndar þeirrar sem flugmálaráðherra skipaði 28. maí Í065 til að gera tillögur um framtiðarskipan flugvallarmaÍH Reykjavíkur. Nefnd þessi skilað’ áliti 18. maí 1967 og klofnaði málinu. Má því vænta fjörug.’a umræðna á fundinum, þvi að frurn mælendur verða talsmenn meiri- hluta og minnihluta nefndarmnar Talar Brynjólfur Ingólfsson, ráð j neytisstjóri, fyrir meirihlutann. e'. Framhald á 10. síðu Flytur erindi um forseta- Allur ágóði af auglýsingum þessum rennur til líknarstarfsemi og þá fyrst og fremst Sólheima. Skipt verður um aUiglýsingaspjöld á bifreiðunum vikulega og geta fyrirtæki fengið keypt minnst 50 og mest 200 sett af auglýsinga- spjöldum. Leigubifreiðastjórar hafa sýnt hugmynd þessan mikinn áhuga og góðan skilning. Hafa ýmsir látið í Ijós þakklæti sitt kosningarnar í Bandaríkjunum Á aðalfundi Islenzk-ameríska félagsins á miðvikudaginn kl. 20,30 mun Karl Rolvaag, ambassa- dor Bandaríkjanna á íslandi, flytja erindi um forsetakosningarn ar í Bandaríkjunum 1968. Rolvaag þekkir af eigin reynslu mjög vel ti.l þessara mála, hann er persónu- lega kunnugur bæði Eugene Mc Carthy og Hubert Humphrey, og hefur setið öll flokksþing demo- krata síðan 1948. Á eftir erindi Rolvaags verður sýnd kvikmynd frá flokksþingum beggja flokk- anna árið 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.