Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 26. maí 1968. TIMINN 7 [-------WilÉiS----------------------- Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framifcvæmdastjóri: Kristján Benedifctsson, Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þofsteinsson. E\illtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Banfcastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán. innanlands — í lausasÖlu kr. 7.00 eiint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Samtaka nú Klukkan sex í morgun gekk hægri umferð í gildi á fslandi. Þetta er ein mesta umbylting, sem orðið hefur hér á landi í daglegum háttum manna. Henni hefur verið hrundið í framkvæmd á undra skömmum tíma. Eðlilega hafa fjölmargir haft áhyggjur af þessari miklu breytingu, og talið að hún yki stórlega slysahættuna í umferðinni. Mestur hluti þess áróðurs, sem rekinn hefur verið að undanförnu hefur einmitt beinzt að þvi að brýna fyrir fólki að fara varlega í umferðinni eftir breytinguna. Máltækið segir, að hægara sé um að tala en í að komast. Nú þegar sjálf framkvæmdin er hafin, veltur það fyrst og fremst á fólkinu sjálfu, hvernig til tekst, en ekki hefur skort röska fræðslustarfsemi að undanförnu. Um hinn efnislega undirbúning gegnir því miður öðru máli. Þar ræður ekki hugur og hönd ökumanna, heldur vegakerfi, sem utan þéttbýlissvæða er víða þann- ig háttað, að gæta þarf ýtrustu varúðar. Vegamál okkar hafa ekki fylgt þeirri almennu framþróun, sem orðið hefur í þeim efnum hjá öðrum þjóðum. Við búum enn við mjóa malarvegi, örðugar blindhæðir og slæman ræsabúnað, sem gerir umferðarbreytinguna erfiðari en t.d. hjá Svíum. Samt verða menn að vera bjartsýnir. ís- lenzkir ökumenn eru vanir erfiðum aðstæðum. Þessar aðstæður hafa gert þá að betri ökumönnum en almennt gerist, og það er einmitt þessi mikla hæfni sem verður nú notadrýgzt, þegar út í breytinguna er komið. Allir þurfa að vera samtaka um að gæta fyllstu varúð ar fyrstu vikur og mánuði eftir breytinguna. Hvað sókn- ina fyrir örygginu snertir, er ekki enn nema hálf sögð sagan. Rétt er í því efni að minna á samþykkt aðalfundar Samvinnutrygginga, þar sem m.a. er skorað á dómsmála- ráðherra og rfkisstjórnina að lýsa þvi yfir nú þegar, að haldið verði áfram eftirliti og áróðri vegna umferðar- innar. Fræðslustarf gerir takmarkað gagn, ef því er ekki fylgt eftir með öflugu aðhaldi löggæzlunnar. Því skiptir lögreglueftirlitið svo miklu. Hægri umferð á íslandi er orðin staðreynd. Hver einasti vegfarandi verður með hegðun sinni að berjast gegn því af öllum mætti að hún valdi tjóni á lífi og limum samferðamanna. Með það í huga skulum við halda út í þessa nýju umferð, allir sem einn, og sýna sjálfum okkur og umheiminum, að við erum samtaka þegar á reynir. Sjómannadagurinn Þótt H-breytingin setji svip sinn á daginn í dag, munu menn ekki gleyma sjómönnum, en þetta er einnig dagur þeirra. Sjaldan verður það ljósara en þegar erfið- leikar steðja að, hve ríkan þátt þeir eiga í afkomu þjóð- arinnar. En það er ekki nóg að minnast þeirra og þakka þeim fyrir hin mikilvægu störf þeirra, heldur ber að láta viðurkenninguna sjást 1 verki. Því miður fengu sjómenn ekki þá kveðju frá ríkisstjórn og Alþingi, þegar útflutningsgjaldið á saltsíldina var hækkað á sama tíma og Norðmenn verðuppbæta þessa framleiðslu. Tíminn óskar sjómannastéttinni allra heilla og væntir þess að hún eigi eftir að njóta þeirrar viðurkenningar er henni ber. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Hvernig eiga Bandaríkjamenn að haga friðarviðræðunum i París? Álit kunnugra stjórnmiálamanna í Frakklandi Johnson forseti og dóttursonur hans DEiGlÐ hefir í augum uppi alla tíð að París væri hent- ugasti staðurinn til undirbún- ingsviðræðna um friðarsamn- inga í Vietnam, ef ekki yrði úr að þær færu fram einhvers staðar í Asíu. Þetta stafar efcki einungis af því, að allir virfcir aðilar að styrjöldinni hafi þar einhvers fconar sendi- sveit eða umjbo'ðsmenn. Það stafar heldur efcki fyrst og fremst af því, að Frakkar hafa opinberiega og opinskátt tekið afsitöðu gegn Bandaríkjamönn um í Vietnam, enda þ6tt að þeir séu og verði áfram banda menn þeirra. Eftirtektarverð- asta og eðlilegasta ástæðan til þess að velja París sem fundarstað er, að hvergi amn- ars staðar — bókstaflega hver.gi — fyrirfinnast jiafn margir einstaklingar, sem hafa reynslu af málefnum Indlókína og búa yfir sérþekkingu á þeim. í Paris er búsettur töluvert sitór hópur Vietnama og þar er að finna fulltrúa allra þelrra skoðana, sem hittast heima fyr- ir í Vietnam. í ríkisstjórn Frakfca eiga sæti bæði stjórn- málamenn og hermenn, sem búa yfir drjúgum hluta þein-ar þekkingar, sem Frakfcar hafia áunmið sér við stjórn austur þar í meira en hundxað ár. Alit táknar þetta, að umræð- urnar fara nú fram þar, sem þekkingu og reynslu er að finna, eða með öðrum orðum í því umhverfi, að raunveru- leg vitneskja verðUr trygging gegn einskærum áróðri. ÉG hefi hér í Fanís fengið tækifæri til að kynna mér, hverjum augum Frakkar líta á þær undirbúningsviðræður, sem nú eru nýhafnar. í því sambandi er rétt að telja fyrst fram, að Frakkar eru yfirleitt á því, að forseti Bandaríkj- anna hafi lagt inn á rétta braut í ræðu sinni 31. marz s.l. og sú leið liggi til friðar með fullum séma. Hann hafi fyrst og frernst gert rétt í því að taka frum- kvæðið.jsem hæfi öflugu og ó- sigrandi stórveldi, með þvi að ákveða takmörkun loftárás- a-nna án þess að fara að þrefa um, hvað fyrir þá takmörkun fengist. Frakkar segja, að mátt- urinn og veglyndið, sem felis', í þessari ákvörðun, hafi gert Bandarikjamönnum fært að taka hárrétta afstöðu, eða á- kveða af ráðnum hug að hafa forystu um samningaumleitd-n- ir. Frakkar segja ákvörðun forsetans sýna bæði afl og ör- læti í senn, og verði framhald- ið á sömu braut hljóti það : aufcnum mœli að setja svip sinn á viðbrögð Hanoímana. FRÖKKUM er fyllilega ljóst, að gerð friðarsamninga verö- ur bæði langvin-n og flókin, en þeir fullyrða, að ljós og afdráttarlaus ákvörðun Bandd ríkj-amanna um mikilvægasta atriði ágreiningsins ráði úrslit- um. ÞeitiJi er sú ákvörðun, að gefast ekki upp, sem er hern- aðarleg fjarstæða og alger ó- þarfi að auki, heldur að gera Ijósan og; afdráttarlausan þann tilgang Bandaríkjiamanna, að hverfa flá Suður-Vietnam í til- teknurn áföngum samkvæmt umsömdtim skilyr'ðum innan ákveðimsi, hóflega langs tíma. Frakknr þykjast þess nokfc- urn vegin-n vissir, að samning- ar um mauðsynlegar ráðstafan- ir séu hugsanlegri ef ráða- menn í Hanoi og Viet Oon-g séu í ríi-un og venu sannfærð- ir um, að þetta sé tilgangur okkar. ]Þeir gera sýnilega ráð fyrír að leggja sin-n skerf að tnörkum við að sannfæra full- trúa Hianoimanna um þetta, þegar v/ið erum í raun og sant leika bninir að taka ákvörðun okfcar. Engtm getur að vísu tekíð ábyrgð á stjórnmálasikipan í Suður-Viefcn.am um ófyrirsjáan lega fr,amtíð, en Frakkar eru þeirrar skoðunar, að tvö ríki verði í Vietnam alllengi, eða ef til viU í tíu til tuttugu ár. Þessi tvö ríki verði aðskilin en hvoirt öðru vinveitt, og haíi ef til vfll samband sín á milli. Frakksar eru einnig sannfærðr um, a’ó hernaðarárásir á Laos, Thailamd og Cambodíu hverfi úr sög;un-ni, þegar slíkur frið- ur verði fyrirsjáanlegur. Þess- ar árálsir séu hluti af styrjöld- inni, ien ekki um viðleitni ti', yfirrácia að ræða. FIUJÖKAR eru einnig sann- færðir um, að forustumenn Hanolmanna vilji vera óháðir Kí-nverjiuim emgu síður en Sai- gon-menn. Og þeir vísa frá sem hreinni fjarstæðu þeirri hugmynd, að á einhliða ákvö:5 un öflugasta veldis í heimi urr. að koma þessu í kring verði litið sem auðmýkjandi ósigur Bandaríkj amanna. Ég átti fyrir skömmu — að vísu ekki í París — tal við franskan mann, sem veit með vissu, hvernig styrjöldin í Alsír var leidd til lykta. Við gátum ekkert aðhafzt, sagði hann, þar til við hertum upp hugann og tókum úrslita- ákvörðunina, en hún var að semja um burtflutning hers okkar, en halda ekki áfram að berjast í það óendanlega. Þið verðið að taka sams konar á- kvörðun í Vietnam. Vera má, að þið hafið þegar gert það. Þið getið að vísu haldið kyrni fyrir í Suður-Vietnam . til ei- lífðarn-óns, en þið komið aldrei á friði og ykkur yrði ekkert ágengt. Éf þið ákveðið hins vegar að fara á burt, eins og við gerðum, komið þið af stað hreyfingu, sem eykur horf ur á friði og endurreisn. Og ykkur hefndst aldrei fyrir að gera það, sem er skynsam- legt. Þetta varpar einmitt skýru ljiósi á, hverju Frakkar telja okkur kleift að köma til leið ar í París. Þetta táknar, að við verðum að taka mikla og hreystilega ákvörðun, eins o-g mikilli og hugumsfcórri þjóð ber að gera. Horfurnar geta því engan veginn talizt þung- ar, þax sem heita má, að allt sé undir okkur sjálfum komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.