Tíminn - 08.06.1968, Page 7
LAUGARDAGUR 8. júní 1968.
TÍMINN
■M mMHMHMM
ir undir þessum kringumstæð-
um.
Fjölskyldurnar dreifa sér
á skákirnar og þarna stendur
svo húsbóndinn með þumalfing
urna í beltisólinni og horfir hýr
um augum á konuna, sem er
farin að taka lit á vetrarbleika
vanga og krakkana sem ólmast
í moldinni drullugir uppfyrir
haus og ákaflega hamingjusam
ir. Svo er farið að reka spýtu
niður í beðin og passað að rað
irnar séu þráðbeinar og bilið
hnífjafnt og áður en varir eru
þau farin að bogra hvort að
öðru yfir beðið, blessuð hjónin.
Ég sá ekki betur en einn
kartöflubóndinn væri að
stinga niður fagurgrænum
kartöflugrösum. Þetta athæfi
fannst mér svo skrítið, að ég
spurði manninn hvort hann
væri þangað kominn á helgum
degi til að spotta náttúruöflin,
eða hrvort hann væri þar frem
ur til að taka upp kartöflur,
en að setja þær niður!
Hann brosti ljútfmannlega
og sagðist hafa plantað nokkr
um kartöflum í mjólkurhyrnur
snemma í vor, en þar spryttu
þær mjög vel. Síðan kæmi
hann með grösin og plantaði
þeim út á venjulegum niðitr-
setningartima og fengi nýjar
kartöflur mánuði fyrr fyrir
bragðið.
Hver sagði ljótt um mjólkur
hyrnurnar?
En eftir á að hyggja: Er
þá bara ekkii ennþá betra að
sá kartöflum í fernurnar?
Og síðasta degi vinstri um-
ferðar á íslandi er tekið að
halla. Skuggarnir teygja sig
yfir akurinn og fólkið tínist á
brott. Suirðir hafa eflaust lokið
við að láta niður í garðinn
sinn, en aðrir þurfa líklega
að koma uppeftir aftur á
morgun.
En lfklegast er mest um að
vera í gróðrarstöðvunum.
Eins og kunnugt er rekur
Skógræktarfélag Reykjaivíkur
gróðrar- og uppeldisstöð í
Fossvogi. Þar er mikið um að
vera á vori hverju. Sé tekið
tillit til hinna miklu bygginga
framkvæma síðustu árin
þarf engan að undra hina
miklu aðsókn.
Við náðum í Einar Sæmund
sen skógarvörð og forstöðu-
mati n stöðvarinnar, þegar
hann var nýkominn úr Vífils-
slaðalhlíð, þar sem hann leið-
beindi Kennaraskólanemum í
gróðursetningu. Þessi fræðsla
er fa.stur liður á hverju vori
og þáttur í vettvangsfræðslu
í náttúrufræði. Eftir helgina
(s.l. þriðjudag) átti hann svo
von á 200 u.nglingum á vegum
Æskulýðsráðs til að taka til
hendinni í slöðinni.
Einar sagði að mikið væri
um að vera í-stöðinni á hverju
vori, en þar hafa verið aldar
up um 300.000 trjóplöntur ár-
lega og í ár verða þær eitt-
hvað á lljórða hundrað þúsund
/
Og það er sama hvert litið
ér í borginni og utan hennar,
Alls staðar standa vorannir
yfir. Á Ægissíðunni var mað-
ur að máia girðingarvegg með
rúllu. Skammt þaðan voru
t.vær konur að dedúa við garð.
Önnur rakaði saman rusli, en
hin ók þvi í hjólbörum að
ruslatunnunum og í Gríms-
staðavörinni var maður að
mála bátinn sinn og annar hjá
honum sat. •
JOHNS-MANVILLE
Glerullareinangrun
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerullareínangrun-
ma með álpappanum
Enda eitt oezta etnangrunar-
efnið og tafnframt það
langódýrasta
Þér greiðið alika fyrir 4“
t-M gleruil og 2Li frauð-
plasteinangrun og fáið auk
þess álpappir meðl
Sendum um tand allt —
a-fnvel flugfragt borgar slg.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 — Stmi 10600
Akureyn: Glerárgötu 26.
Simi 21344.
ir. Plöntum þesisum e-r síðan
dreift um alliar jarðir og þriðji
hluti þeirra eru garðplöntur.
Eitt a,f þekn vandamálum,
sem stöðin verður að kljást
við á hverju vori e-r sú árátta
stráka að kveikja í sinu um-
hverfis hana. Þ?rf að sjálf-
sögðu ekki að brýna fyrir
þeirn hve hættulegt athæfi
þetta er og hve ófyrirsjáanleg
ar afleiðingar það getur haft
Ekki aðeins fyrir stöðina. held
ur einnig fyrir hreiðurfugia
og annan þann nytjagróður,
sem kann að vaxa utan girði.ng
arinnar.
Hið ágæta griðlánd Rej'kvák
inga, Heiðmörk, ,v»r opnað al-
menningi um síðustu he-lgi. Að
sögn Einars er umgengni þar
yfirleitt góð. Þó er kvörtunar-
efrri hve menn aka þar frjáls-
lega um á jeppum, eða upp um
hlíðar og út um grundir, þar
sent engir vegir eru. Þótt jepp
arnir séu að sj'álfsögðu mikil
fyrinmyndarlæki í vegleysum,
er samt til þess ætlast að þeir
haldi sig á vegunum í Ileið-
mörk. S'á hvimléiði aksturs-
máti, sem að firaman er getið,
gelur hæglega valdið spjöilum
og eyðileggingu á viðkvæmufn
gróðri, græðlingum t.d.
Til marks um aðsóknina að
Ileiðmörkinni, er þess að geta
að í fyrra var talið þar inn.
Reyndust gestir vera 80—90
þúsund talsins, eða fleiri en
allit* Reykvíkingar. Þó er þess
að gæta, að sama fólkið hefur
að sjálfsögðu komið oftar en
einu sinni og oftar en tvisvar.
Og þrátt fyrir að veður eru
gengin til suðurs með skýa-
fari og ri'gningaskúrum verður
haldið áfram að rækta lóðir
Reykvíkinga, klæða liandið ilm
andi birki og hvílmála garð-
veggi, og þessu verður haldið
áfram næstu vor að öllu áfalla>
lausu.
Ég sagði þrátt fyrir þetta
veður, eni vilanlega er þet.ta
einmitt bezla og hagstæðasta
tíðarfarið til allskyns ræktun
ar og þar með skulum-, við
slíta þessu hjali og sjá til
hvort ekki gengiur allt eins og
í sögu. Ef svo verður okki,
er það efni í aðra groin.
Stundum er bakinu ofboðiö við ka
Laugavegi 38,
&
Skólavörðustíg 13
MARILU
P e y s u r
fallegar,
vandaðar.
Póstsendum