Tíminn - 08.06.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1968, Blaðsíða 14
14 TIMINN LAUGARDAGUR 8. júnf 1968. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, — breytingar, uppsetningu á hreinlætistækjum o.fl, Guðmundur Sigurðsson, pfpulagningameistari, Grandavegi 39. Sími 18717 í Þ R Ö T T I R Framhald af bls. 13. verkum, að tilraunaliðið fór að berjast. Þjóðverjarnir höfðu skor áð 2:0 og bœði mörkin mátti skrifa á Sigurð Dagsson í mark- inu. Hann var illa á verði, þeg- ar fyrra markið kom, eina markið í fyrri hálfleik. Og á 2. mínútu í síðari hálflei'k reyndi hann mis hepnnað út'hlaup, sem kostaði mark. Fyrsta márk tilraunaliðsins kom úr víti á 13. mín. s. h. Þá hafði Eyleifi verið brugðið. Reyn ir skoraði örugglega. Og á 25. mínútu var dæmd hendi á Þjóð- verjana. Og aftur skoraði Reynir örugglega, 2:2. Áður hefur verið lýst, hvernig sigurmarkið var skorað. Þegar á allt er litið, má segja, að tilraun landsliðsnefndar hafi bæði tekizt vel og illa. Auðvit'áð er ekki nógu hagstætt, að ísl. lið ið skyldi ekki byrja að berjast alvarlega fyrr en það hafði feng- ið kjaftshögg frá Þjóðverjunum. En hitt er staðreynd, að liðið sýndi, að þuð getur barizt — og féngið mikið út úr leik sínum, ef því er að skipta. Af einstökum leikmönnum voru Halldór Björns- ‘son, Eyleifur Hafsteinsson — tengiliðirnir — sterkastir, ásamt Vikbori Heigasyni frá Vestmanna- eyjum. Það var mikill baráttuvilji í Halldóri, en ötaðsetningar hans voru ekki nógu góðar. Hefðu þær verið betri, hefði hann komið eon betur frá leiknum. Af framlínu- leikmönnunum var Reynir virk- as?tur. Hims vegar voru akureyrsku sóknarmennirnir, Kári og Skúli, slappir. Það er eims og þessir tveir annars ágætu leikmenn séu alltaf betri með Akureyrar-liðinu en úrvalsliðum. Urn þýzka liðið skal ekki fjiolyrt frekar, liðið lék hvorki góða né skemmtilega knattspyrmu. —alf. í Þ R Ó T T I R Framhald af bls. 13. in í úrslitaaleik en loka- keppnin þá var háð á Spáni. Áður en úrslitaleikurinn hefst í kvöld leika England og Sovétríkin um þriðja sæt ið í keppninni, á sama velli — en eins og áður hefur ver ið sagt frá hér á síðunni komust þessi fiögur lönd í lokakeppnina. ítalir komust í úrslit, þar sem heppnin lék við þá þegar hlutkesti þeirra kom upp, eftir jafn teflisleik við Sovétríkin, en Júgóslavar sigruðu Englend inga 1-0, þótt svo heims- meistararhir væru miklu meira í sókn nær allan leik inn. ISAL Framhald af bls. 1. félagið svofellda yfirlýsingu: „íslenzka álfélagið h.f. lýs- Ir því yfir, að það viðurkennir Verkakvennafélagið Framtíð- ina og Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði, sem samn- ingsaðila nm kaup og kjör ófag lærðs verkafólks (annarra en skrifstofufólks), er hjá ISAL kann að starfa. Ennfremur lýsir íslenzka ál- fclagið yfir því, að félagar framangreindra verkalýðsfé- laga hafa forgangsrétt til allr- ar vinnu verkafólks hjá ISAL í samræmi við 1. gr. hinna almcnnu samninga verkalýðsfé laganna og Vinnuvcitendasam- bands fslands." (Fréttatilkynning frá samningsaðilum). SLÁTURFÉLAGIÐ Framhald af bls. 1. tekið tillit til sannanlegra út- gjalda og sérstaklega, að tekið hafi verið nægileg tillit í verð- lagningu afurðanna til frysti- geymsLu- og vaxtakostnaðar, ©n eins og kuinnugt er, verður að veita sauðfjiárafurðunum öHum viðtöku á haustin og þá er fram- ieiðendum greiddur mikill hluti afurðaverðsins, þó sala afurð- anna taki aTlt að eitt ár eftir mót- töku þeirra. Niðursuðuverksmiðja S.S. var rekin með lalsverðum halla á árinu 1967. Haustið 1966 óskaði félagið samþykkis Verð- lagsnefiidar til breytinga á verði framleiðs'luvara verksmiðj-umnar til S'amræmis við hækkað hráefnis verð frá því, sem verið hafði liaustið 1965. Verðákvörðun var dregin á langinn þar til lög nr. 86 1966 um verðstöðvun tóku gildi 15. nóvember 1966. Verðstöðv unarlögin voru í gildi til 31. októ- ber 1967 og al.lt það tímabil fékkst engim íagfæring á verði fram- leiðsluvara niðursuðuverksmiðj- unnar og eigi fyrr en snemma á þessu ári. 9á dráttur, sem varð á, eftir að verðstöðvunarlögin féllu úr gildi stafaði af þeim töf- um, sem urðu á '-verðlagningu lamd búnaðarafuirða haustið 1967. Ilinm 1. september 1967 var ákveðín hækkun á niðurgreiðslu á kinda- kjöt af framleiðslu ársins 1966. Þá þégar framkvæmdi Verðlags- nefnd mikla verðlækkun á kjöt- farsi, pylsum og bjúgum, og þrátt fyrir að mý kindakjötsframleiðsla kæmi á markaðinm um miðjan septembermánuð á mun hærra verði, var neitað um allar hækk- anir til samræmingar á hærra. kjötverði þar til 15. desemher. Haustið 1967 var slátrað í 8 sláturhúsum Sláturfélagsins alis 167.846 fjár og var það rúmlega 3.000 fjár fleira en árið 1966 og um 19.000 fjár fleira en 1965. Ekki tókst að greiða framleið- endum fullt verðlagsgrundvaí'lar- verð fyrir kimdakjöts- og gæru- fi'amleiðslu frá haustinu 1966 og var það sökum raingrar verðlagn- ingar á vaxta- og geymslukostn- aði kindakjöts og verðfalls á gæru mörkuðum, en engar útflutnings- uppbætur voru greiddar á gærur af framleiðslu ársins 1966, eins og gert var á gæruframleiðslu 1965, þar sem útflutnimgsbætur á landbúnaðarafurðir eru takmark- aðar lögum samkvæmt og voru að fu'Tlu nýttar. Slátrun stórgripa hélt áfram að aukast á s. 1. ári hjá Sláturfélag- inu. Þá var slátrað hjá félaginu 10.890 stórgripum. sem er 150 gripum fleira en ári'ð áður og 3.718 gripum fleira en 1965. Sér- staklega er mikil aukning í fram- leiðslu svínakjöts. Sláturfélagið starfrækti eins og áður niðursuðuverksmiðju og pylsugerð og séldu þessar deildir framleiðsluvarur fyrir 93 milljón- ir króna. Ullarverksmiðjan Fram- tíðin og sútunarverksmiðja S.S. sbörfuðu eins og áður og sölu- verðmæti sútaðra gæra og húða frá sútunarverksmiðjunni var 15 af hundraði meira en árið 1966. Matarbúðir S.S. seldu á árinu 1967 fyrir um 118 milljónir kr. í desembei-mánuði tók til starfa ný kjörbúð Sláturfélagsins i Báa- leiti yið Miklubraut í Reykjavik. Hin nýja verzlum er þegar orðin langs'öluhæsta verzlun félagsins og hefur reksturinn gengið vel. Á fundumum urðu allmiklar um ræður um verðlagsmál og afurða- sö'lumál og ítrekuðu fundirnir fyrri samþykktir sínar um verð- lagsmál la-nd'húnaðarins. Á aðalfundi hafði Helgi Har- aldsson, Hrafnkelsstöðum, lokið kjörtíma sínum í stjórn, en hamn .var endurkosinn í félagsstjórnina 8og aðrir í stjór.n eru Pétu-r Otte- sen, fyrrv. alþm., for.maður, Gísli Andrésson, Hálsi, Sigurður Tómas son, Barkarstöðum, og Siggeir Láruss'om, Kirkjubæj arklaus'tr.i. HRINGSKYRFI Framhald af bls. 1. vart á nokkrum nautgripum á bænum. Hefur verið ákveðið að girða bæinn af og einangra gripina til að byrja með, en frekari ráðsliafanir hafa ekki verið ákveðnar ennþá. Lækning var reynd á naut- gripum í Eyjafirði, sem tekið höfðu veikina, en sauð'fé og hestar á viðkomandi bæjuim voru skorin niður. Nú munu ekki sjást merki veikinnar á gripum nema á einum bæ, og er það á D'vergstöðum, en þar varð hennar síðast vart. KENNEDY Framhald af bls. 1. Iþúsund manns á klukkutíma gengu í allan dag hjá kistu Kenn- edys og bi'ðröðim fyrír utan kirkj una lengdist stöðugt eftir því sem leið á dagimm. Margir felldu tár, iþegar þeir gengu hjá líkbörun- um, þar sem kistan stóð. f kirkj- una kom fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, þeldökkir sem hvít- ir, ungir og gamlir, ríkir og fá- tækir, frá mörgum þjóðlöndum. Sérstaka athygli vakti þó. hvað margir negrar voru í röðum þeirra, sem vottuðu Kenmedy virðin-gu sín^ í dag. Ættimgjar og ýmsir n'ánustu vina Kennedyfj'ölskyldunnar skipt ust á um að standa heiðursvörð við viðhafnarbörurinar, en á þeim hvílir einföld mahogny-kista me'ð jarðneskum leifum Roberts Kernm- edys. Eftir að allir meðlimir Kenn- edy-fjölskyldiunnar höfðu yfirgef- ið dómkirkjuna í gær.kvöldi, vakti Edward Kennedy eirnn yfir kistu bróöur síns, stóð hanm syrgjamdi alla nóttina milli altaris og kist- unnar með sálmabók og blóma- krans í höndum sér. Með'al heið- urs'Varðanina í dag vora tveir elztu synir Roberts, Joseph 15 ára að aldri og Robert yngri að- eims 14 ára, em hann studdi sig álútU'V og yfirkominn af sorg við kistu f’oður síns þann hálftima, sem hann stóð heiðunsvöirð'. Þegar Limdsay borgarstjóri í New York kom til þómkirkjunnar síðdegis lagði hann hendurnar um axlir Ethel Kemnedy, ekkju hins látna, og sagði lágt: „Guð blessi þig“. Að öllum Líkindum verður ekk- ert lát á fólksstraumnum til St. Patriks dómkirkjunmar unz henni verður lokað kl. 2 í nótt. Aðeins tólf tímum eftir Tát Ro- berts Kennedys samiþykkti full- trúadeild Bandarikj’aþim'gs lög, sem banna sendingar skotvopna gegn póstkröfu milli fyikja í Bamdáríkjunum. Hin nýja laga- setning nœr þó ekki til riffla. Strax eftir atkvæðagreiðsluna i fulltrúadeildinni beindi Johnson þeim tiTmæium til þingsins, að enn stramgar eftirlit með vopna- sölu yrði tekið upp. Þessi tilmæli komu fram í bréfi til forseta heggja deilda í þinginu. í bréf- inu kallar .Tohnson hin nýju lög „útþynnt áfbrigði" af því frum- varpi um vopnakaupaeftirlit, sem hamrn lagði fyrir þingið í upphafi. Lögin, sem samþvkkt voru í fulltrúadeildinni á fimmtudag, hafa áður verið samþykkt í öld- ungadeildinni, en ganga nú til forsetans til undirrit.unar og stað- festimgar. Ekki er talið fullvíst, að Johmson fáist til þess að staðfesta þau, þar eð hann leggur mikla áherzlu á að knýja fram viðun- 'andi ríkiseftirlit með vopnakaup- um þegar í stað. í seinni tíð hefur sífellt borið meir á því í bandarískum blaða- Skrifum, að krafizt væri einhvers konar eftirlits með vopnasöTu. 'Lagaákvæði um vopnaeftirlit eru breytileg frá ríki til ríkis, sums slaðar er eftirlitið allstramgt, en það hefur aTltaf verið auðvelt að fá sendar skammby.ssur gegn póst kröf.u frá öðru ríki, þar sem laga- 'ákvæði hafa ekki verið eins ströng. Og iþrátt fyrir hin nýju Hög er mönmum enn í lóf'a lagið að kaupa sér riffil á þenrnan hátt. Sú staðreymd, að enn skuli vera hægt að senda riffla í pósti milli ríkj.a sýnir, að þingið hefur séð sig tiTneytt að taka tiTlit til kröftugra mótmæla hins volduga ibandaríska skotmainnafélags og til allra þeirra, sem álíta það að mega náða yfir skotvoipnum ófrá- víkjainleg réttindi bandarískra fooTgara, sem eigi sér stað í stjórn arskránni. KJARVAL Framhald af bls. 16 Listamannask'álinn, sem orð- imn er næsta hrörlegur, var fyrir þetta tækifæri veggfóðr- aður með teppum til að mynd- irnar mytu sín betur. Ragnar Jónsson formaðuir sýningar- nefndai- tjáði fréttamönmum á fundi í dag, að Kjarval hefði látið svo ummælt, að lista- mannaskálimn væri bezti sýning arskáli í heimi. Allt um það væri þetta sennilega í síðasta sinn, sem verk KjarvaTs væru sýnd í þessum gamla skála, því að ætlunin væri að rífa hann inman mjög skamms. Framkvæmdir eru hafnar við mýja Listamannaskálann, en ekki er fyrirsjáanlegt, hvenær þeim lýk'Ur. Sýningin ntum sennilega standa út þennan mánuð, og er þess vænzt að sem flestir noti tækifærið og ‘sjái þessa „lang- beztu Kjarvalssýningu, sem sett hefur verið upp“, að því er Ragnar Jónsson segir. MORÐINGINN Framhald af bls. 1. arna sem kallaðir voru fyrir réttinn í dag var Jesus Per es, eldhússtarfsmaður í Am bassado'rhótelinu, þar sem morðið var framið, ásamt tveim þeirra sem særðust í skothriðinni, þeim Irwin Stoll og Iru GoTdstein. Hingað til hafa 16 vitni verið kölluð fyrir réttiar- rannsóknina, en í allþjiefur verið stefnt 24 aðilum til vitnaleiðslna. Meðal þeirra sem eftir eiga að bera vitni er hinn þeldökki tugþraut- arkappi Rafer Johnson, sem kastiaði sér yfir Sirhan og hélt honum föstum strax eftir skothríðina. Ríkissaksóknari Kaliforn- íuríkis, Evelle J. Yongor. upplýsti í dag, að yrði nið- urstaðan sú, að kviðdómin- um þættu sannanir næga-r, myndi Sirhan verða ákærð ur fyrir morð og morðtil- ræði við fimm menn aðra svo fljótt sem auðið væri. Saksóknarinn sagði, að reynt yrði að fá Sirhan ákærðan fyrir morð að yfir lögðu ráði. en viðurlög við því í Kaliforníuríki eru dauðadómur eða lífstíðar- fangel’Si og fer það eftir því hvernig atkvœði kadð- dómsins falTa í lok mál- sóknar. Hann sagði einnig að hægt væri að tiTkj’mia Sirban ákæruna í fanga- klefa sínum vegna öryggis ráðstafana, en það myndi þó ekki koma í veg fyrir að fréttamenn fengju að fylgjast með atburðinum. Yonger kvað vera hægt að ljúka málsókn gegn Sirhan á 60 til 90 dögum. Með því að fyripskipa rétt arrannsókn með „stækkuð- um“ kviðdóm, eða 23 í stað 12, var komið í veg fyrir 'hinar venjulegu yfirheyrsl- hefðu krafizt nærveru Sir- hans, en það hefði, að sögn ur, sem óhjákvæmilega Yonger saksóknara, verið mjög óráðlegt, þar sem Tög- reglunni í Los Angeles hef- ur þegar borizt um tíu hót- anir um að drepa Sirhan. Sirhan er nú geymdur í Mannsfangelsinu í nánd við þinghúsið í Los Angeles og er öllum tiltækum öryggis ráðstöfunum beittt við gæzlu hans. MAÐUR KÆRÐUR Frarnhald al bls. 3. inn síðan fólki til gleðskapar í húsinu. Undir miorgun fóru flest ir gestanna úr samkvæmánu, en stúlkan varð eftir og ætlaði að bíða eftir bíl sem átti að sækja hana. Réðst maðurinn þá á hana og vildi koma fram vilja sínum. Meinaði hann stúlkunni að kom- ast út og elti hana um íbúðina í rúma klukkustund áður en henni tókst að komast út. Hafði hún fljótlega samiband við Tögregluna og kærði manninn fyrir árásina. K E A Framhald af bls. 16 af viðskiptum þeirra við lyfjabúð félagsims, Stjörnu-apótek, sem þeir sjálfir höfðu greitt. Úr Menningarsjóði félagisins hafði á árinu verið útbilutað kr. 125.000,00 til átta aðila, en tekjur sjóðsins voru 250 þús. króna fram lag samþykkt á aðalfundi í fyrra, auk vaxta. Á aðalfundinum nú var einnig samþykkt 250 þús. króna framla'g til sjóðsins. Á fundinum var samiþykkt eftir farandi ályktun: „Þar sem rekstrarlán til land- búnaðarins hafa ekki hækkað síð- astliðinn áratug, en rekstrarfjár- þörf bænda oig sölufyrirtækj a þeirra hefur farið ört vaxandi með hverju ári, skorar aðalfund- ur KEA 1968 á ríkisstjórnina að hlutast til um að rekstrarlánin verði hækkuð svo, að þau verði hlutíalTslega jafn há og þa.u voru 1958“. f stjórn féTagsins var endur- kjörinn til þriggja ára: Kristinn SigmU'ndsson, oddviti, Arnarhóli. Endurskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Guðmundur Eiðs- son, bóndi, Sörlatungu, og vara- endurskoðandi til tveggja ára Ármann DaTmiannsson, skógar- vörður, Akureyri. í stjórn Menn- ingarsjóðs til þriggja ára var end urkjörinn Bernharð Stefánsson, fyrrv. alþingismaður, Akureyri, og í stjórii Menningarsjóðs var kjörinn til eins árs Árni Krist- jánsson, menntaskólakennari, Ak- ureyri í stað Þórarins heitins Björnssomar ,skólameist.ara. Vara- maður í stjórn Menningarsjóðs var kjörinn Hólmfríður Jónsdótt- ir, menntaskólakennari, Akureyri í stað Árna Kristjánssonar. Fastráðið starfsfólk fé'lagsins í árslok var 521 talsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.