Tíminn - 09.06.1968, Side 8

Tíminn - 09.06.1968, Side 8
Aifrv#'. t JJ' ,y)\r)-f/*?‘y-í'*'Pi 'MftV v v TÍMINN Nú líður að lokum sýningarinnar íslendingar og hafið, effir þvi sem forráðamenn segja, þótt fullkomin ástæða væri til þess að framlengja sýninguna, einkum til þess að erlendir blaðamenn, sem hingað munu streyma bráðlega, geti séð hana. En Reykvíkingar og aðrir, sem tækifseri hafa til, ættu ekki að láta hjá líða að sjá þessa merkilegu sýningu. Menn og málofni 8_______________________ Kosningabaráttan fyrir ári síðan Um þessar mundir er liðið rúmt ár síðan kosningar fóru fram til Aiþingis. Því er ekki úr vegi að það sé rifjað upp, sem flokkarnir héldu fram þá, og það borið saman við þá reynslu, er síðan hefur fengizt. Þannig getur fengizt mikils- verður dómur um það traust, sem máiflutningur flokkanna verðskuldar. Framsóknarmenn héldu því fram í kosningabaráttunni, að þnátt fyrir góðæri undanfar- inna ára, byggðu atvinnuveg- irnir á hinum veikasta grund- velli. Verðstöðvunarlögin, sem þá giltu, gætu ekki staðist nema rétt fram yfir kosningar, og þá myndi koma í ljós, að annáðhvort yrði að gera vdð- tækar efnahagsráðstafanir eða að láta atvinnuvegina stöðvast. Þetta sýndi, að efnahagsstefn- an lægi við röng og því yrði að taka upp nýja efnahags- stefnu, sem Framsóknarflokk- urinn beitti sér fyrir. „Barlómsáróður Framsóknar“ Stjórnarflokkarnir svöruðu þessum áróðri Framsóknar- flokksins á þann veg, að hann málaði ástand efnahagsliðanna allt of dökkum litum. Afkoma atvi’nnuveganna væri engan veg inn slik og hann vildi vera láta, enda þótt fldkkurinn byggði málflutning sinn fyrst og fremst á vitnisburði tals- manna atvinnuveganna sjálfra. Framsóknarflokkurinn „sér ekkert annað en erfiðleika og öfug!þróun“, sagði Alþýðublað- ið. Mbl sagði, að „Framsóknar- menn hefðu klifað sí og æ á því, að atvinnuvegimir ættu við mikla erfiðleika að búa og þar væri allt á niðurleið. Sérstak- iega hefðu þessum svartsýnis- áróðri verið beint gegn land- búnaði og iðnaði og einnig nú síðustu mánúði gegn sjávarút- vegi“ (Mbl. 10. maí). Á þessu var hamrað dag eftir dag í stjórnarblöðum. Framsóknar- flokkurinn var stimplaður í- haldsflokkur fyrir að benda á erfiðleika hjá atvinnuvegunum. Hvað eftir annað komst Mbl svo að orði, að málflutningur Framsóknarflokksins væri ekki annað en „svartsýnis- og barl- ómsáróður.“ Sagan um Þorstein Til þess að gera þennan áróð ur um ,,barlóm“ Framsóknar- manna sem áhrifamestan, bjuggu áróðursmeistarar Sjálf- stæðisflokksins til söguna um Þorstein á Vatnsleysu. Ein út- gáfa hennar var á þessa leið (Mbl. 12. maí): „Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, formaður Búnað- arfélags íslands, sagði flokks- mönnum sínum til syndanna á flokksþingi Framsóknar í marz sl. Þorsteinn á Vatnsleysu mót- mælti sífelldum áróðri Fram- sóknarflokksins um, að allt væri á niðurleið í landbúnaðin- um, og sagði, að þessi áróður hefði þegar haft hin verstu á- hrif fyrir landbúnaðinn og m.a. valdið því, að jarðir hefðu ekki byggzt, búið væri að sverta þennan atvinnuveg svo, með stanzlausum barlómi, að menn vildu ekki leggja fyrir sig bú- skap. Fyrir þessi ummæli m.a. var Þorsteinn á Vatnsleysu felld ur úr miðstjórn Framsóknar- flokksins." Þessi saga var endurtekin milli 20—30 sinnum í Mbl fyr- ir kosningarnar með tilheyr- andi skýringum um tilefnisiaus an barlóm Framsóknarflokks- ins. Mbl. hélt áfram að segja þessa Þorsteinssögu, þótt hann lýsti því yfir opinberlega, að hann hefði enga slíka ræðu haldið! Landsfundurinn sagði allt vera ílagi Jafnhliða þessum þaulskipu- lagða áróðri um barlóm Fram- sóknarmanna, , var efnahags- ástandinu lýst sem glæsilegustu Framfarir hefðu aldrei verið meiri og „viðreisnin“ hefði lagt öruggan grundvöll til að byggja á. Að vísu stöfuðu nokkrir erfið leikar af verðfalli, en þá þyrfti ekki að óttast. í stjómmálálykt un landsfundar Sjálfstæðis- flokksins sagði svo: „Þótt verðfall framleiðslxmn- ar kunnj að draga úr hagvexti um sinn, þá er efnahagur þjóð- arinnar nú svo traustur, að auð- ið á að vcra að forðast veru- leg efnahagsleg vandræði, ef skynsamlega er á málum hald- ið“. Mbl. hélt því ákaft fram, að með „viðreisninni“ hefði Sjálf- stæðisflokkurinn „lagt grund- völl að stórstígum framförum og öruggri þróun á sviði at- vinnu-, félags- og menningar- mála“ (7.5.). Forsætisráðherrann lofaði mönnum, er hann setti lands- fund Sjálfstæðisflokksins, „frelsi og framförum, bjartsýni og batnandi hag“, ef þeir að- eins veittu ríkisstjórninni braut argengi áfram. „Grunnur“Jóhanns Jóhann Hafstein vildi ekki vera eftirbátur forsætisráð- herrans í því að lýsa hinu fagra ástandi efnahagsmálanna. Hann sagði í landsfundarræðu sinni, að viðreisnin hefði heppnazt svo vel, að henni væri lokið. Hún væri búin að leysa efna- hagsmálin svo fullkomlega, að næsta ríkisstjórn þyrfti ekkert um þau að hugsa. Orðrétt sagði Jóhann á þessa leið: „Sú ríkisstjórn, sem með völd fer að alþingiskosningun- um loknum í júní í sumar, get- ur ekki haft það verkefni að reisa við fjárhag og efnahags- líf eða almenna þjóðfélagsþró- un. Verkefnið verður að byggja á þeim grundvelli, sem með viðrcisnarstefnunni hefur verið lagður.“ í framhaldi af þessu bjó Jó- hann til kjörorð Sjálfstæðis- flokksins: Framtíðin verður byggð á grunni viðreisnarinnar. Aðalloforð stjórn- arflokkanna Hvert var svo aðalloforð stjórnarflokkanna í kosninga- baráttunni? Það var í stytztu máli dregið saman í fyrsta lið stjórnmálaályktunar landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins, þegar hafin er upptalning á þvi, sem flokkurinn ætli að gera á kom- andi kjörtímabili. Þessi máls- liður hljóðaði svo: „1. Stefnt verði að víðtæku samkomulagi um verðlag og kaupgjald, er treysti gengi krón unnar og tryggi atvinnuvegun- um samkeppnisaðstöðu, en laun þegum batnandi kjör.“ Alþýðuflokkurinn lofaði þessu sama ekki síður mjög eindregið eða m.ö.o. traustari gjaldmiðli, samkeppnishæfni at vinnuveganna og bættum kjör- um launþega. Þá lofaði Sjálf- stæðisflokkurinn 10 ára áætl- un um eflingu atvinnuveganna auk margs konar áætlana ann- arra. „Án þess að ganga of nærri atvinnu- vegunum.“ í lokaumræðunum, sem fóru fram í útvarpinu 7. júní, eða fjörum dögum fyrir kosning- arnar, var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra seinasti ræðu- maður Sjálfstæðisflokksins. í ræðulokin fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Sjálfstæðismenn skilja jafnt nú sem áður, að heilbrigður atvinnurekstur er undirstaða velmegunar þjóðarinnar. Því verður ekki jafnað, sem ekki hefur verið safnað. En Sjálf- stæðismenn fylgja I verki kjör- orði sínu: Stétt með stétt. Þess vegna er okkur heiður að hafa, án þess að ganga of nærri at- vinnuvegunum, haft forustu um mestu lífskjarabætur, sem al- menningi á íslandi hafa hlotn- ast. Launþegar í öllum stéttum munu vissulega minnast þess við kjörborðin“. Hér heldur forsætisráðherr- ann því hiklaust fram, að staða atvinnuvega sé i góðu lagi, það hafi „ekki verið gengið of nærri atvinnuvegunum“ í trausti þess gætu menn kosið stjórnar- flokkana áfram. Þannig sigruðu diómarflokkarnir Það stutta yfirlit, sem hefur verið -ifjað upp hér á undan. sýnir nokkuð glöggt, hvernig stjórnarflokkarnir fóru að því að vinna kosningarnar. Þeir stimpluðu það barlóm einan, að atvinnuvegirnir ættu við nokkra teljandi erfiðleika að SUNNUDAGUR 9. júní 1968. etja. Að vísu væri verðfallið nokkurt áfall, en ætti ekki að valda verulegum erfiðleikum, ef rétt væri stjórnað. Með „við- reisninni" hefði verið lagður traustur grundvöllur að fram- förum og batnandi afkomu, bæði atvinnuvega og launafólks í framhaldi af þessu var því teflt fram sem höfuðloforði, að gjaldmiðillinn yrði treystur, at- vinnuvegunum tryggð sam- keppnisaðstaða og launþegum batnandi kjöri Með þessum áróðri og loforð um tókst stjórnarflokkunum að halda meirihlutanum, en þó með nokkru minni atkvæða- mun en áður. Gyllingarnar báru árangur Það verður að játa, eftir á, að barlómsáróður stjómarflokk anna gegn Framsóknarflokkn- um hefur borið einhvem ár- angur, alveg eins og 1946, þeg- ar haldið var uppi svipuðum málflutningi gegn Framsóknar- flokknum. Margir hafa lagt meiri trúnað á gyllingar stjórn- arflokkanna en aðvaranir Fram sóknarflokksins, jafnvel talið að varinir hans merki um íhalds- semi. Framsóknarflokkurinn lagði á það megináherzlu, að lýsa ástandinu eins og það kom honum fyrir sjónir og draga ekki upp glansmyndir af gulli og grænum skógum, þeg- ar honum virtust verulegir erf- iðleikar framundan. Slikt eitt samrýmist ábyrgum stjórnmála flokki. Það hjálpaði umræddum á- róðri stjórnarflokkanna, að sök um áhrifa góðærisins bjó mik- ill hluti þjóðarinnar enn við sæmileg kjör og lét því stjórn- ast af þeirri trú, að allt væri enn í bezta lagi. Stjórnarflokkarnir vissu betur Einhverjir kunna að afsaka kosningaáróður stjórnarflokk- anna með því, að þeir hafi ekkí séð fyrir óvænta erfiðleika, sem síðar hafi komið til sögunnar. Hið rétta er, að þeir erfiðleik- ar, sem hefur verið fengizt við undanfarið, voru allir eða nær allir komnir til sögunnar, þeg- ar kosningarnar fóru fram. Menn vissu þá um verðlækk- unina, sem var orðin á vissum útflutningsvörum. Meðalverð útflutningsins er fremur hærra en lægra nú en það var, þeg- ar kosningarnar fóru fram, svo að hér hafa ekki komið neinir nýir erfiðleikar til sögunnar. Menn vissu þá, að vetrarvertíð- in 1967 hafði orðið heldur léleg. Og horfurnar í sambandi við komandi síldarvertíð voru ekki taldar neitt sérstaklega góðar. Forustumenn stjórnarflokk- anna vissi; því vel, þegar kos- ið var í fyrra, að erfiðleikar voru framundan, Þeir vissu. að með verðstöðvuninni var aðeins tjaldað til einnar nætur. Þeir vissu betta einmitt manna bezt bví að þeir höfðu beztu gögn in í höndunum og öruggustu upplýsingarnar. En þeim var haldið leyndum fyrir almenn- ingi. Kjósendúm var sagt allt Framhald á bls. 16.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.