Alþýðublaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 1
Dómsmálaráduneytid og ríkisstjórnin: DOMSTOLARIUTVEGS- BANKAHÚSIÐ Úttekt langt komin. Ríkið með forkaupsrétt. Fasteigna- matsuerð ná um 182 milljónir króna. Dómsmálaráduneytið er þessa dagana með til skoðunar þann mögu- leika að Ctvegsbanka- húsið við Lækjartorg verði keypt og það nýtt undir starfsemi Saka- dóms, Borgardóms og þess hluta Borgarfógeta- embættisins sem fer nú með dómsmál. Athugun þessi er í tengslum við hin nýju lög um aðskiln- að dómsvalds og um- boðsvalds í héraði og hefur sérstök úttekt á húsnæðinu farið fram. Ef af verður yrði við Lækjartorgið sérstakt dómshús sem opna myndi formlega 1992. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins kom þessi hugmynd fljótlega upp á yf- irborðið eftir að samningur ríkisins um sölu á Útvegs- banka var undirritaður í júní síðastliðnum. Aður hafði dómsmálaráðuneytið fengið úthlutaða lóö undir dómshús í nýja miðbæn- um, en eftir því sem best verður séð er það talinn ■betri kostur að kaupa Út- vegsbankahúsið undir dómshús. Fyrir liggur að of- angreindir dómstólar búa við mikinn húsnæðisskort. Ekki mun vera lengur inn í myndinni að kaupa húsiö undir starfsemi Stjórnar- ráðsins. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins er mál þetta mjög langt komið og nánast í höfn. 1 kaupsamn- ingnum áðurnefnda er ákvæði um forkaupsrétt ríkisins á þeim fasteignum Útvegsbankans sem ís- landsbanki kemur ekki til með aö nýta sér og á það ákvæöi fyrst og fremst við Útvegsbankahúsið við Lækjartorg. I desember síðastliðnum var fasteignamat hússins viö Lækjartorg um 98 millj- ónir króna og mat lóöar- innar samtals um 82 millj- ónir og yrði kaupverðiö þá míðað viö janúarverölag byggingarvísitölu um 182 milljónir króna. Þetta er tal- ið of gott verð til aö ríkiö sleppi forkaupsrétti sínum, en gildistími hans er út þetta ár. Ákvæði þetta réði um leið úrslitum í samnin- gaumleitununum á sínum tíma gagnvart þeim sem á móti samningnum voru. Félagsmálaráðherra heimsótti Stokkseyri og Eyrarbakka: Rikið veiti 75 milliénum i byggingu siévarnnrgarða Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heim- sótti í gær Stokkseyri og Eyrarbakka, sem illa urðu úti í ofsaveðrinu um dag- inn. I dag mun ráðherra Tjamargöiuhúsin fíutt Tvö gömul hús í næsta nágrenni við Alþingi og sem sett hafa svip á bæinn eru að hverfa á braut á næstunni. Þetta eru græna húsið Tjarnargata 5 og rauðahúsið Tjarnargata 3c. Hvað græna húsið áhrærir annaðist Innkaupastof nun nýverið útboö á því og var hæstbjöðandi Siguröur Ör- lygsson myndlistarmaður. Hann mun flytja húsið í Skerjafjörðinn. Rauða húsið verður að lík- indum flutt i Árbæjarsafn, en þó mun borgarráð ihuga hvort staður finnist fyrir þaö í miðbæn- um. Á meðfylgjandi mynd E.OI. sést hvar unnið er við að losa græna húsið frá undirstöðum þess. leggja fyrir ríkisstjórnina beiðni um aðstoð frá hreppsnefnd Stokkseyrar til að byggja upp nýja sjó- varnargarða, enda Ijóst að Viðlagasjóður bætir það tjón ekki. Búast má við svipaðri beiðni frá Eyrar- bakka. Að sögn Jóhönnu veröur að hennar mati aö aðstoða báða bæina, ekki verður hjá |)ví komist að veita fjármun- um í það verkefni. ,,Stað- reyndin er sú að eftir hrun sjóvarnargarðanna standa báðir þessir bæir berir fyrir ágangi sjávar og væri mikiil ábyrgðarhluti aö bregðast ekki viö því. Um leið liggur það fyrir að þau fyrirtæki á Stokkseyri sem urðu fyrir miklu tjóni treysta sér vart í uppbyggingu meðan engir sjóvarnargarðar eru til varn- ar. Það liggur fyrir að byggja þurfi 700—800 metra garöa á hvorum staö og er áætlaö að það kosti um 75 milljónir króna aö koma því brýnasta í verk, en eitthvað á annað hundrað milljónir í þaö heila." Jóhanna sagði það athygl- isvert að það kostar um það bil helmingi lægri upphæð að byggja upp garðana en sem nemur því tjóni sem óveðriö olli, að ætlaö sé. Á fjárlögum eru aðeins veittar 2,5 milljónir króna á hvorn stað til sjóvarnargaröa. ASÍ og BSRB: Alger sam- staða um markmiðin Vilja tryggja kaup- mátt og keyra nidur raunuexti í komandi kjarasamningum Alger samstaða ríkir milli BSRB og ASÍ um grundvallaratriði kom- andi kjarasamninga. Þessi samtök vilja bæði stefna að því að tryggja kaup- máttinn, lækka raunvexti og vilja auk þess fá ein- hverjar tryggingar fyrir því að það sem um verður samið, standist út samn- ingstímabilið. Fulltrúar ASÍ og BSRB áttu tveggja og hálfrar klukku- stundar fund í gær og að sögn Ögmundar Jónassonar ríkti algert samkomulag um þessi megingatriði. „Markmiöið er aö tryggja kaupmáttinn, keyra niður vextina og fá ein- hverja tryggingu fyrir því að það sem samið verður um, standist." Vaðrandi það hvort þetta væri leiðin að þeirri „núll- lausn" sem mest hefur verið rætt um aö undanförnu, sagðist Ögmundur ekki skilja livað um væri verið að tala í því sambandi. „Núll er auð- vitað það sama og ekki neitt," sagði hann. „Við erum hins vegar að tala um að treysta kaupmátt og keyra niður raunvexti. Það er meira en ekki neitt og þess vegna ekki nein „núll-lausn." Við erum að tala um kjarabætur." Ögmundur sagði ennfrem- ur að á fundi launþegasam- takanna i gær hefðu menn rætt um það með hvaða hætti hugsanleg samvinna gæti orðið milli þessara samtaka í sambandi við kjarasamn- itiga, en ekki hefði verið tek- in nein ákvörðun um það. Sverrir Hermannsson ásakar formann bankaráös Landsbankans: „Eyjólfur fer með ósamtindi11 Vona að Sverrir átti sig á þvíað svona vinnubrögð ganga ekki, segir Eyjólfur K. Sigurjónsson. Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri hefur sent frá sér greinargerð í tilefni af viðtali við Eyjólf K. Sigurjónsson formann bankaráðs Landsbankans í Morgunblaðinu á þriðju- dag. Sakar Sverrir Her- mannsson Eyjólf um að fara með ósannindi og fara eftir villigötum. Sverrir segir í fyrsta lagi rangt hjá Eyjólfi að Sverrir hafi gert kaupsamning við forstjóra SÍS 1. september síð- astliðinn, aðeins hafi verið undirrituð viljayfirlýsing með ýmsum fyrirvörum. í öðru lagi að Eyjólfur sé á villigöt- um þegar hann segir nýjan samning raunhæfari en samningur sá er Sverrir gerði. í þriðja lagi að ósatt sé og aldrei fallist á að SÍS og kaupfélögin yrðu í óbreyttum viðskiptum skilyrðislaust til 15 ára. Og í fjórða lagi að það sé misskilningur hjá Eyjólfi að samið hafi verið um að starfsfólk Samvinnubankans réðist til Landsbankans. Sverrir segir „vandséð hver úrslit þessa máls verða eftir þau vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið af hálfu stjórn- valda og sendisveina þeirra. Það á nefnilega eftir að koma í Ijós hvort Landsbankinn hef- ir yfirleitt nokkurn samning á hendi." Eyjólfur K. Sigurjónsson bankaráðsformaður sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að það sem hann hefði sagt við Morgunblaðið stæði. „Að öðru leyti vil ég lítið um málið segja. Ég ætla ekki að standa í blaðadeilum við starfsfólk Landsbankans. Það hefur aldrei tíðkast í Lands- bankanum að fjalla opinber- lega um viðskiptavini bank- ans eða innri mál hans. Þetta eru ný vinnubrögð sem fram koma hjá Sverri í þessu máli og ég vona að hann átti sig á því að slík vinnubrögð ganga ekki."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.