Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 1
Þjóðleik-
I + • 35C
flytur
Stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins verður lokað mánu-
daginn 7. mars. „Starfsem-
inni verður þó haldið
áfram, bæði í Iðnó og í ein-
um af nýju sölum Háskóla-
bíós,“ sagði Signý Páls-
dóttir, leikhúsritari í sam-
tali við blaðið.
Ráðgert er að frumsýna
Nýja revíu eftir þá spaug-
stofumenn í Háskólabíói í
aprílmánuði. Þá verður sýn-
ingum á Endurbyggingu eftir
Havel einnig haldið áfram
þar en að sögn Signýjar hefur
verið mjög góð aðsókn að
leikriti tékkneska forsetans til
þessa.
Á föstudagskvöld var leik-
ritið Stefnumót frumsýnt á
stóra sviðinu. í þvi verki leiða
saman hesta sína reyndustu
leikarar Þjóðleikhússins og
ungir leikstjórar í verkum er-
lendara nútímahöfunda. Síð-
asta sýningin í óbreyttu Þjóð-
leikhúsi var einmitt önnur
sýning Stefnumóts, en sýn-
ingum verður síðan fram
haldið í Iðnó eftir 20. mars.
Gert er ráð fyrir að húsið
opni að nýju um næstu jól.
Umstarfsemi Þjóðleikhússins
á næsta leikári sagði Signý:
„Starfseminni verður haldið
áfram næsta haust utan húss-
ins en hvaða verk verða tekin
til sýningar og hvar þau
verða sýnd á eftir að koma í
Ijós."
Tueir studnings-
manna íslenska liös-
ins í Zlin:
Rændir öll-
um salernis-
pappírnum
að heiman!
Frú Andri'si Wturssyni, Alþýdublud-
id. /irutislaua:
Tékkóslóvakía er al-
mennt séð afskaplega frið-
sælt og elskulegt land, og
án efa lausara við glæpa-
starfsemi en flest önnur
iönd Evrópu.
Tveir úr stuðningsmanna-
liði íslenska landsliðsins hér
hafa þó aðra sögu að segja.
Þeir höfðu undirbúið ferð
sína hingað af kostgæfni, —
m.a. birgðu þeir sig upp af
mjúkum margra laga salern-
ispappír, enda hafa gengið
sögur um slæma framleiðslu,
og beinlínis særandi, á þess-
um bráðnauðsynlega pappír í
löndum A-Evrópu.
Um helgina gerðist það svo
að pappírsbirgðirnar að
heiman voru horfnar af hót-
elherberginu, hið dularfyllsta
mál, — en nóg af hinum aust-
urevrópska var að finna á sal-
erninu. Sá pappír er reyndar
hreint ekkert svo slæmur!
áhrif á gróður -
spillt grunnvatni
Salt sem halkueyding á götur:
Slæm
getur
— segir ígreinargerö sem unnin hefur
verið á vegum Kópavogsbœjar
Notkun salts á götur
hefur slæm áhrif á gróð-
ur, samsetningu jarð-
vegs og getur hugsan-
lega spillt grunnvatni.
Þessar niðurstöður
koma fram í greinargerð
sem unnið hefur verið að
á vegum Kópavogsbæjar.
„Gróðri stafar hætta af
ágangi salts og flestar trjá-
tegundir i görðum þola það
mjög illa," sagði Einar E.
Sæmundsen, garðyrkju-
stjóri hjá Kópavogsbæ í
samtali við blaðið. Hann
benti einnig á að þegar salt-
ið skolast niður í jaröveg-
inn breytti það samsetn-
ingu hans. Slikar breyting-
ar geta haft slæm áhrif á
plöntur. Þá taldi Einar
möguleika á að það salt
sem kæmist með þessum
hætti niður í jarðveginn
gæti komist í grunnvatn.
I greinargerðinni kemur
einnig fram að götur sem
hafa verið saltaðar geta
vakið falska öryggistilfinn-
ingu. „Ökumönnum hættir
til að keyra hraðar en vara
sig ekki á þeim hálkublett-
um sem geta leynst á göt-
um þrátt fyrir að þær hafi
verið saltaðar," sagði Einar.
Þá myndast oft krapi og
slabb þar sem saltað hefur
verið sem getur reynst öku-
mönnum hættulegt.
Salt á götum stuðlar einn-
ig að auknu sliti malbik-
aðra gatna því þegar mal-
bikið er bert rífa naglar
negldardekkja upp göturn-
ar. Ryk og fíngerðar agnir
úr malbiki blandast saltinu
og þegar þornar til fýkur
þetta um og sest á gróður
og byggingar. Að sögn Ein-
ars er því orðin algeng sjón
að sjá byggingar við fjöl-
farnar umferðargötur út at-
aðar af þessum sökum.
Hárgreiðslukeppni
á heimsmælikvarða
Hárgreiðslukeppni sem
tímaritið Hár og fegurð
hefur gengist fyrir árlega
undanfarin ár, nýtur sívax-
andi vinsælda erlendis að
sögn Péturs Melsteð rit-
stjóra tímaritsins. Keppn-
in fór fram á sunnudaginn
á Hótel Islandi og var sam-
tals keppt í átta flokkum. Á
meðfylgjandi mynd má sjá
módel Jónheiðar Steinars-
dóttur sem hlaut fyrstu
verðlaun í keppni meist-
ara og sveina með frjálsri
aðferð (freestyle).
I nemaflokki í þessari grein
hlaut Þórdís Örlygsdóttir 1.
verðlaun. Þórdís vann einnig
i nemakeppni í tískulínu
morgundagsins. I keppni
meistara og sveina í þeirri
grein sigraði Guðrún Hrönn. í
herraklippingu með frjálsri
aðferð sigruðu Jón H. Guð-
mundsson í meistara- og
sveinaflokki og Harpa Hjálm-
týsdóttir í nemaflokki en hún
fékk einnig 1. verðlaun fyrir
herraklippingu samkvæmt
tiskulinu morgundagsins. 1
flokki meistara og sveina í
þeirri grein sigraði hins vegar
Heiður Óttarsdóttir.
Pétur Melsteð, forstööu-
maður keppninnar, kvað það
athyglisvert, hversu mikið af
útlendingum hefði beinlínis
gert sér ferð hingað til lands
til að fylgjast með keppninni.
Hann hafði einnig eftir blaða-
mönnum erlendra fagtíma-
rita á þessu sviði að þessi ís-
lenska keppni hefði þróast
upp í það standa hátt á heims-
mælikvarða. Þess má geta að
það mun ekki tekið út með
sældinni að vera módel í
keppni sem þessari. Módelin
þurfa að standa hreyfingar-
laus allt upp í klukkustund.
Fá utlendingar að bergja á islensku blávatni í náinni framtið?
íslenskt drykkjarvatn til útflutnings:
Vatnsveitustjóri
í söluferð til USA
Þóroddur Sigurðsson
vatnsveitustjóri er nú
staddur í Bandaríkjunum
þeirra erinda að huga að.
markaðsmöguleikum fyr-
ir íslenskt neysluvatn.
Vatnsveita Reykjavíkur
hefur sem kunnugt er tek-
ið höndum saman við Vífil-
fell og Hagkaup um að
selja íslenskt neysluvatn á
Bandaríkjamarkað.
Vatnsveitan hefur þegar
borað sérstaka holu vegna
þessa. Sú hola gefur, að sögn
Guðmundar Jónssonar hjá
Vatnsveitunni, af sér um 100
þúsund lítra ári. Borholan er
þrjúhundruð metra djúp og
fóðruð niður á ríflega 200
metra dýpi. Guðmundur
sagði að þetta ætti að tryggja
að ekki yrði um yfirborðs-
mengun að ræða í vatninu. Ef
af útflutningi verður mun
átöppun á plastflöskur fara
fram í Vifilfelli.
Þetta er ekki fyrsta tilraun-
in sem gerð er til að flytja út
íslenskt vatn. Þegar mun ein-
hver útflutningur vera á veg-
um KEA og Sólar hf. en þó
minna en menn vonuðust eft-
ir í upphafi.