Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 8
fmiHIIIINHII Þriðjudagur 6. mars 1990 Óánœgja meö Óla Þ. í Borgaraflokknum: „Hefur lengi kraumað undir" — segir varaformadur kjördœmisráds í Reykjanesi Töluverð óánægja virðist ríkja meðal Borg- araflokksmanna með dómsmálaráðherrann og varaformann flokks- ins, Óla Þ. Guðbjartsson. Þetta kemur fram í sam- tölum Alþýðublaðsins við Borgaraflokksmenn. Þeir telja Óla ekki hafa staðið sig sem skyldi og stöðuveiting hans í emb- ætti dómara hæstaréttar er það sem fyllir mælinn hjá óánægjuhópnum. Að sögn Halldórs Pálssonar varaformanns kjördæm- isráðs Borgaraflokksins býr margt undir þeirri ákvörðun kjördæmis- ráðsins að fara fram á fund í aðalstjórn flokks- ins til þess að ræða emb- „Þetta er vindur í vatns- glasi,“ segir dómsmála- ráðherra, Oli Þ. Guðbjarts- son, um gagnrýni flokks- manna sinna á veitingu stöðu í Hæstarétti Islands. „Það er alsiða að menn æski pólitískra stöðuveit- inga en fátíðara að ráð- herrar gangi ekki að slík- um kröfum,“ bætti dóms- málaráðherra við í samtali við Alþýðublaðið. Dómsmálaráðherra kann- aðist ekki við gagnrýni á önn- ur störf sín, sagði aðeins að menn greindi oft á og þá yrði að taka því. Hann sagðist hafa tekið Alþýðuflokkurinn í Vest- mannaeyjum efndi til skoðanakönnunar vegna væntanlegra bæjarstjórn- arkosninga um síðustu helgi. Er könnunin gerð til leiðbeiningar fyrir kjör- stjórn flokksins. Eftirtaldir sex urðu efstir í skoðanakönnuninni: Guðmundur Þ. B. Ólafsson, Kristjana Þorfinnsdóttir, Guð- ný Bjarnadóttir, Ágúst Bergs- son, Þuríður Guðjónsdóttir og Lárus Gunnólfsson. VEDRIÐ í DAG Vaxandi austanátt með snjokomu, fyrst sunnan til á landinu og dregur þá úr frostinu. Um frostmark sunnan en —7—8 stig fyrir Norðan og Austan. ættisveitinguna og fleiri mál tengd dómsmálaráð- herranum. „Það hefur kraumað lengi undir,“ segir Halldór Pálsson við Alþýðublaðið. Kjördæmisráð Borgara- flokksins i Reykjaneskjör- dæmi er ósátt viö stöðu- veitingu Óla Þ. Guðbjarts- sonar dómsmálaráðherra, en hann veitti nýlega Hirti Torfasyni stöðu hæstarétt- ardómara. Halldór Pálsson, varaformaður kjördæmis- ráðsins, segir að þeir séu ósáttir við margt af því sem Óli hafi gert eftir að hann varð ráðherra og kjördæm- isráðið telji að gengið hafi verið framhjá hæfari mönnum þegar ráðherr- ákvörðun um veitingu emb- ættis hæstaréttardómara að vel athuguðu máli en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hana. Þegar Óli Þ. Guðbjartsson var spurður um afstöðu flokksmanna sinna sagðist hann halda að þetta væri í hæsta lagi þrír menn sem stæðu að baki þeirri ósk að fá sérstakan fund um málið í að- alstjórn flokksins. Sá fundur hefur reyndar þegar verið boðaður út af öðrum málum í mánaðarlokin. „Þetta er eins og hver annar vindur í vatnsglasi," sagði ráðherrann við Alþýðublaðið. Kjörstjórn mun halda áfram að vinna að gerð lista 18 manna, sem lagður verður fram sem tillaga fyrir fulltrúa- ráð flokksins í Vestmannaeyj- um. Annar tveggja bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins, Þor- björn Pálsson, gefur ekki kost á sér í efstu sæti listans að þessu sinni. I Eyjum situr stjórn Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Bæjarfull- trúar eru 9 talsins. ann ákvað að veita Hirti stöðuna. Halldór Pálsson vill samt ekki kannast við að menn séu þar sérstak- lega að benda á umsækj- andann Jón Oddsson lög- mann, sem er í Borgara- flokknum. „Það var gengið fram hjá hæfum manni, öðrum en okkar manni," segir Halldór við Alþýðu- blaöið. Hann bendir enn- fremur á að sér virðist sem þarna hafi verið haldin í heiðri sú regla að halda pól- itísku valdajafnvægi innan hæstaréttar með því að skipa harðan Sjálfstæðis- mann í stað Magnúsar Thoroddsen. Það er aðalstjórn Borg- araflokksins sem velur ráð- herra og Halldór Pálsson „Leigubílstjórar hlógu alla helgina að mótmæla- aðgerðum sendiferðabíl- stjóra. Eg tel þær algjör- lega hafa misst marks,“ sagði Sæmundur Kr. Sig- urlaugsson, stöðvarstjóri á Hreyfli í samtali við blað- ið. Sæmundur sagði sendi- | ferðabílstjóra beina spjótum sínum að röngum aðilum og segir að þess vegna hafi kjördæmisráðið viljað fá fund í aðalstjórninni til að ræða þetta mál og önnur. Halldór Pálsson nefnir sem dæmi ákvörðunina um að velja þingmanninn Aðal- heiði Bjarnfreðsdóttur í bankaráð Búnaðarbank- ans: „Það gengur gegn samþykktum landsfundar, þar sem segir að þingmenn skuli ekki sitja í stjórnum peningastofnana. Það var atkvæðagreiðsla í þing- flokknum um málið og við vitum að Óli studdi þar Að- alheiði." Halldór nefnir einnig til að Óli Þ. hafi of lítið látið í sér heyra varðandi matar- skattsmálið, en það sé sagðist ekki sjá að vandi þeirra kæmi leigubílstjórum á nokkurn hátt við. „Það er alrangt að við stundum pakkaflutninga i miklum mæli. Þvert á móti hefur slíkum flutningum með leigubílum fækkað mjög mik- ið," sagði Sæmundur. Hann benti hins vegar á að leigubíl- stjórar hefðu flutt skjöl og mikilvægan póst síðan 1913 helsta stefnumál flokksins að afnema þann skatt. „Ég hef ekkert í þessum flokki að gera ef hann ekki berst fyrir afnámi skattsins," seg- ir Halldór. Ennfremur segir Halldór að andstætt for- manni flokksins, sem komi vikulega á fundi með Borg- araflokksmönnum í Reykjaneskjördæmi, hafi dómsmálaráðherrann aldr- ei látið sjá sig. „Borgara- flokkurinn starfar ekki eins og fjórflokkarnir sem tala aðeins við kjósendur fyrir kosningar. Við viljum vera í sambandi við okkar fólk. Ráðherrar flokksins eru ekki í neinum fílabeins- turni," sagði Halldór Páls- son. þannig að réttur leigubila til þess konar flutninga væri löngu viðurkenndur. „Sá vandi sem nú blasir við sendiferðabílstjórum er því að kenna að þeir hafa ekki hugsað fram í tímann. Þeir hafa aukið fjölda bíla frekar en hitt, þaö er því eðliiegt þegar að kreppir að minna verði um vinnu fyrir hvern þessara bíla." Fólk Thor Orlygsson — eða öllu heldur Þorvaldur Ör- lygsson, KA-maðurinn í herbúðum Nottingham Forest, bjargaði skinninu á dögunum með því að skora mark í sinum ellefta leik með liðinu, segir Sunday Mirror fyrir rúmri viku síðan. Að vísu er blað þetta ákaflega hæp- in heimild, en við látum þetta þó fljóta með: Brian Clough var sárt leikinn í leiknum gegn Chelsea af enska landsliðsbakverð- inum Tony Dorigo. Clo- ugh er sagður skaphund- ur hinn mesti og þoldi illa að sjá útreiðina sem Þor- valdur fékk. Gerir blaðið því skóna að hann hafi ætlað að taka Þorvald út af þriðja leikinn í röð, — en þá kom skallamarkið góða. Þorvaldur fékk að vera með áfram, — og lék einnig með liðinu á laug- ardaginn var.. . ★ Víða um land er rekin mikil leikstarfsemi. Og þrátt fyrir ófærð víða um land hafa æfingar gengið að óskum og leikritum vel fagnað af áhorfend- um. Á Siglufirði heyrum við að ekki hafi tekist eins vel til. Þar var Carmen Bontitz ráðin leikstjóri hjá leikfélaginu. Setja áttu upp Þrjá skálka. í upphafi æfinga kom í Ijós að skipta þurfti um einn leikarann. Þegar leikfé- lagið fór svo að leita að þriðja skálkinum kom í Ijós, sem menn þurftu ekki að undrast, — skálk- urinn fannst ekki í bæn- um, þótt leitað væri með logandi ljósi. Varð því að hætta við uppsetningu Skálkanna, en farið að vinna að kabarettsýn- ingu . . . ★ Það er ekki bara á við- skiptasviðinu sem menn eru að sameina. í frétta- bréfi MENOR-menningar- samtaka Norðlendinga lesum við að lokið sé að mestu sameiningu tveggja fornfrægra karla- kóra þeirra Akureyringa; Karlakórsins Geysis og Karlakórs Akureyrar. Stofnfundur kórs sem verður til úr þessum tveim verður líklega haldinn nú í mánuðinum. Sameiginlegar æfingar eru hafnar og taka 40—45 söngmenn þátt í þeim . . . Vindur í vatnsglasi Tveir bilstjórar kankast á, — allt í góöu — sendibill frá Sendibilastöð Kópavogs og Hreyfilsbíl. Á innfelldu myndinni þiggja ballgestir af Hótel íslandi ókeypis heimkeyrslu greiöabíls. A-myndir: E.ÓI. Sendibílstjórar budu ballgestum fría heimkeyrslu: Við hlógum alla helgina — segja forrádamenn leigubílstjóra Skoðanakönnun í Eyjum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.