Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 6. mars 1990 Vinningstölur laugardaginn 3. mars ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 9 279.600 2. 4 104.315 3. 4af 5 256 2.946 4. 3af 5 4.405 399 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.465.431 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Morguntrimm Athugið, okkur vantar blaðbera víðsvegar um borg- ina. Þeir sem hafa áhuga á því að fá sér morgunrölt, vin- samlegast hafið samband við afgreiðslu blaðsins í síma 681866 milli kl. 9.00—17.00. Alþýöublaðiö/Pressan. Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps verður haldinn þriðjudag 6. mars næstkomandi kl. 20.30, að Goðatúni 2. Dagskra: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Gestur fundarins verður Rannveig Guðmunds- dóttir alþingismaður. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Alþýðuflokkurinn hlustar Málstofa um stefnuskrármál verður haldin þriðjudaginn 6. mars nk. í Félagsmiðstöð jafn- aðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Hópstjóri er Gísli Ágúst Gunn- laugsson. Mætum öll og höfum bein áhrif á stefnu flokks- ins! Frœösla og leidsögn fyrir útlendinga á Islandi: Tæplega tiu þúsundir búsettir ú islandi — fæddir erlendis Danfríöur Skarphéöinsdóttir, þingmaöur Kuennalista, segir stööu austur- lenskra kvenna hér á landi í mörgu ábótavant. „Á allra síðustu árum hefur æ oftar komið í ljós að erlendar konur sem giftast íslendingum virðast að ýmsu ieyti verr settar en karlar hvað varðar það að tengjast og aðlagast íslensku þjóðfélagi. Einkum er þetta erf- itt fyrir konur sem eru upprunn- ar í þjóðfélögum þar sem staða konunnar og viðhorf til kvenna er gjöróiíkt því sem gerist hér á landi," kom fram hjá Danfríði Skarphéðinsdóttur á Alþingi í gær. Danfríður mælti fyrir þingsálykt- un sem felur ríkisstjórninni að sjá um að útlendingar, sem taka sér bú- setu á íslandi, hljóti skipulega fræðslu og leiðsögn sem miði að því að auðvelda þeim að takast á við daglegt líf í íslensku umhverfi. Fræðslan skal einkum beinast að kennslu í íslensku, fræðslu um rétt- indi og skyldur íslenskra þegna, ís- lenskt þjóðfélag og stofnanir þess og fræðsla um sögu landsins og staðhætti, íslenska menningu og þjóðlíf. Þá benti Danfríður á að 1. des. sl. bjuggu tæplega 5.000 erlendir ríkis- borgarar á íslandi og er þá starfsfólk erlendra sendiráða ekki talið með. Á sama tíma voru tæplega 9.473 (3,7% af íbúafjölda hér á landi) manns búsettir á íslandi sem eru fæddir erlendis. Þessi tala hefur hækkað mikið á undanförnum ár- um, var 1.631 (1,1%) árið 1950, 3.873 (2,2%) árið 1960 og 5.984 (2,6%) árið 1980. Þess ber að gæta að nokkur hluti þessa hóps eru börn íslenskra foreldra sem búið hafa er- lendis um skeið. Annars beindi Danfríður sjónum sínum aðallega að þeim hópi kvenna sem hingað hefur flutt frá Tælandi og Filipseyjum. Nokkuð hefur verið um það að íslenskir karl- menn hafi sótt sér kvonfang þang- að. Þessar konur eru oft á tíðum svo gott sem mállausar bæði á íslenska og enska tungu og eru sér lítt kunn- ar um réttarstöðu sína. Þá kom fram hjá Danfríði að henni væri kunnugt um að Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefði sett á fót óformlega nefnd vegna þessara mála. Feguröarsamkeppni Austurlands: Gestir veðurtepptir ú fjórða sólarhring Hríðarbylur og síðar snjóflóð seinkuðu fólki sem verið hafði viðstatt fegurðarsamkeppni Austurlands í Neskaupstað um þrjá til fjóra daga. Sumir sátu um kyrrt á Hótel Egilsbúð í Nes- kaupstað en aðrir komust til Eskifjarðar eða Reyðarfjarðar og sátu síðan fastir þar. Fegurðarsamkeppni Austurlands var haldin í Neskaupstað laugar- dagskvöldið 24. íebrúar. Á sunnu- daginn skall á stórhríðarbyiur og snjóflóðin sem féllu í Norðfirði, rétt innan Neskaupstaðar og á Fagradal, seinkuðu för fólksins enn frekar. Þrennt varð eftir í Neskaupstað á sunnudaginn en aðrir komust ýmist til Eskifjarðar eða Reyðarfjarðar. Það dugði þó skammt þótt snjó- flóðin í Norðfirði og Oddsskarðið væru að baki, því snjóflóð féll einnig í Fagradal, en um hann liggur vegur- inn frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Ekki tókst að ryðja veginn um Fagradal fyrr en á miðvikudag og m.a. mun hluti dómnefndarinnar hafa komist með flugi til Reykjavík- ur á miðvikudagskvöldið. Samkvæmt upplýsingum sem Al- þýðublaðið aflaði sér fyrir austan tóku ferðalangarnir þessum töfum með mesta jafnaðargeði og notuðu tímann til að taka sér góða hvíld frá erli hversdagslífisins. /--------------------\ Ferðu stundum á hausinn? árlega í hálkuslysum Á mannbroddum, ísklóm eða negldt.rn skóhlífum ertu „sve&kaldur/köld“. Heímsæktu skósmiðinn! Alþýðuflokksfélag Seltjarnarness Aöalfundur félagsins veröur haldinn fimmtudag- inn 8. mars nk. kl. 20.30 í sal tónlistarskólans i Safnahúsi Seltjarnarness, gengið inn frá Skóla- braut. Dagskrar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarstjórnarkosningar í vor. 3. Önnur mál. Guöfinnur Sigurvinsson. Guömundur Oddsson. Jóna Ósk Guðjónsdóttir. Jón Sigurösson. Gestir fundarins veröa: Guöfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri Keflavíkur, Guömundur Oddsson, for- seti bæjarstjórnar Kópavogs, Jóna Ósk Guðjóns- dóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjaröar, Jón Sig- urösson, viðskipta- og iðnaöarráöherra kemur á fundinn. Stuöningsmenn Alþýðuflokksins eru hvattir til aö mæta vel og stundvíslega. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.