Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 6. mars 1990 MÞYÐVBllÐIÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 75 kr. eintakið. BÆNARGJORÐ UM SIÐSPILLINGU Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður hæstaréttardómari. Um stöðuna sóttu þrír lögmenn auk Hjartar. Ekki verður annað séð en Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra hafi skipað hæfan mann í starfið og fylgt eðlilegum reglum og kröfum um menntun, starfsreynslu og hæfni í slíkt ábyrgðarstarf. Dómsmálaráðherra sem er auk þess varaformaður Borgara- flokksíns hefði undir venjulegum kringumstæðum átt að upp- skera hól flokks síns fyrir vönduð embættisstörf. Það undarlega gerist hins vegar, að stjórn Borgaraflokksins á Reykjanesi hefur lýst yfir vantrausti á dómsmálaráðherra í kjölfar skipunarinnar og krafist þess að miðstjórn flokksins komi þegar saman. Flokks- stjórnin á Reykjanesi telur nefnilega að dómsmálaráðherra hefði átt að skipa einn umsækjandann vegna þess að sá er flokksbund- inn borgaraflokksmaður og hefur haft ýmis ábyrgðarstörf fyrir flokkinn. Með öðrum orðum er forysta Borgaraflokksins að fara fram á, að pólitísk spilling eigi ekki aðeins að viðgangast við skip- an í æðstu embættisstöður dómsvaldsins, heldur beinlínis að hafa forgang. Þessi afstaða borgaraflokksmanna er ekki aðeins þeim og flokknum til mikils álitshnekkis heldur skipar hinum nýja flokki á bekk úreltra og siðlausra viðhorfa í pólitík. Sem betur fer féll dómsmálaráðherra ekki í þessa gryfju. JAFNAÐARSTEFNAN FRAMTÍÐ EVRÓPU Hrun kommúnismans í Evrópu vekur upp margar spurningar í hugum fólks. Hvað tekur við? Hvert höldum við? Hvers konar þjóðfélag viljum við byggja? Svörin verða að sjálfsögðu eitthvað misjöfn eins og gengur. Alþjóðleg skoðanakönnun franska blaðs- ins Libération gefur þó vísbendingu um hvað Evrópubúar eru að hugsa í þessum efnum. Samkvæmt henni myndi meirihluti íbúa Evrópu kjósa sér að búa í þjóðfélagi byggðu í anda jafnaðarstefn- unnar. Könnunin náði til sjö ríkja í Vestur- og Austur-Evrópu og Sovétríkjanna. Jafnframt kom fram í könnuninni að Evrópubúar hafna hreinni auðvaldshyggju. Það er athyglisvert með hliðsjón af þeim fögnuði hægri manna með fall kommúnismans í Aust- ur-Evrópu að þjóðir Evrópu horfa ekki til íhaldsaflanna í heimin- um sem eru og hafa verið undir forystu Reagans og Thatcher. Þó ekki beri að efa að allir frelsisunnandi menn fagni þeirri þróun sem átt hefur sér stað í Austur-Evrópu er Ijóst að Evrópubúar leita sér ekki fyrirmyndar til Bandaríkjanna um hvernig þjóðfélag skuli byggja. I könnuninni kemur einnig fram að Sovétmenn eru þeir einu sem trúa á nýjan, breyttan og betri kommúnisma. Einstaka menn hér á landi virðast enn deila þeirri skoðun með sovétmönnum og neita enn að viðurkenna algjört skipbrot kommúnismans. Hafa þeir átt erfitt með að gera upp við fortíð sína þó þeir afneiti tengslum við gömlu kommúnistaríkin. Sumir hafa gerst svo ringlaðir í þessu ölduróti að fara að tala um að íslenskir jafnaðar- menn þurfi einnig að gera upp við sína fortíð. Það er regin fyrra. Jafnaðarmenn hafa sjálfsagt aldrei staðið styrkari fótum og nú þegar þjóðir eru að losna undan kúgun og einræði líta þær eink- um til þjóðskipulags sem jafnaðarmenn boða og hafa byggt upp víða á Vesturlöndum. Kjarni jafnaðarstefnunnar er sá sami og hann var fyrir fimmtíu árum þó svo að hinar pólitísku áherslur hafi breyst með nýjum og betri tímum. ONNUR SJONARMIÐ ELLERT Schram ritstjóri DV var í viðtali nýveriö í málgagni Borgara- flokksins, Borgaranum. Þar er Ellert spurður fram og aftur um flokka- kerfið, upplausn Sjálfstæðisflokks- ins og hugsanlegt ,,come-back“ í pólitíkinni. Lesum fyrst hvaö Ellert hefur að segja um uppstillingarlista íhalds- ins. Ellert er spurður hvort prófkjör- in hafi sungið sitt síðasta í Sjálfstæð- isflokknum: „Það held ég ekki. En þetta segir sína sögu um iægðina í kringum D-listann í dag. Þeir telja ástæðulaust að hafa próf- kjör og sennilega vegna þess að það sækist ekkert frambærilegt fólk eftir því að komast inn á list- ann og í borgarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þetta er eins og dauð stofnun hjá þeim og ekkert tekist á. Eins og menntað ein- veldi. Enda hefur stöðugt sótt í sama farið hjá flokknum síðasta áratuginn eða svo og frjálslynd- ið hefur verið á hröðu undan- haldi." ELLERT er einnig spurður að því hvort Friðrik Sophusson sé síðasti móíkaninn i frjálslynda hópi sjálf- stæðismanna: „Já. Breytingarnar, sem urðu á forystu flokksins á síðasta landsfundi, eru þannig eðlilegt framhald af því sem á undan er gengið síðustu árin. Það frjáls- lynda fólk, sem hefði að öllu jöfnu stutt Friðrik áfram í vara- formanninn, eða jafnvel í for- manninn, er að mestu hætt í Sjálfstæðisflokknum. Nú þegar Friðrik Sophusson er ekki leng- ur í forystu þá vantar alveg þetta svipmót sem gerði flokkinn að- laðandi í augum fjöldans. Það er farið. Hefði Borgaraflokkurinn haft meiri tíma til að undirbúa framboð sitt og fengið fleiri leið- toga frjálslyndra til liðs við sig hefði hann örugglega orðið stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í síðustu Alþingiskosningum.“ Ellert: Sjálfstæðisflokkurinn er dauð stofnun þar sem frjálslyndið er á hrööu undnahaldi. ELLERT er einnig óspar á aö punda á gömlu flokkana: „Þeir ríghalda í gamla póli- tíska löggjöf, sem þeir hafa tekið í arf mann fram af manni, svo langt sem elstu menn muna. Þannig passa þeir upp á gamla og úrelta byggðastefnu og kosn- ingalöggjöf. Halda uppi gömlu rándýru kerfi með niðurgreiðsl- um bæði í landbúnaði og í öðrum atvinnugreinum. Halda í hitt og halda í þetta. Passa upp á kerfið og um leið upp á sjálfa sig. Enn einn góðan veðurdag ryður nú- tíminn sér til rúms í íslenskri pólitík og þá verður gaman. Það er á hreinu.“ ELLERT er að lokum spurður hvort hann gefi kost á sér á nýjum fram- boðslista: „Og nú hlær Ellert upphátt og skellihlær. Hláturinn er smit- andi og komumaður tekur undir. Það er drepið á dyrnar og spurt um ritstjórann í símanum. Blaðaheimurinn lætur ekki að sér hæða og fólkið þarf sínar fréttir þótt ritstjórar spái í spil hluta úr degi. Hann grúfir sig yf- ir verkefni dagsins og kastar brosandi kveðju á komumann. Snýr stólnum í átt til dyra og seg- ir: Ég hef aldrei látið gott tæki- færi fram hjá mér fara.“ Þetta er nokkuð merkilegt svar miðað við þær fréttir PRESSUNNAR að Ellert hafi ekki útilokað að taka sæti á lista alþýðuflokksmanna og óháðra. DAGATAL Undarlegir kippir Undarlegar jarðhræringar á Laugaveginum urðu tilefni þess að ég hringdi í vin minn, jarðfræðing- inn. Jarðfræðingurinn var nýkom- inn úr mælingum í ráðhúsinu þar sem ýmislegir kippir hafa verið að undanförnu. A Eg spurði vin minn þegar í stað um kippina. — Já, þetta er mjög sérkenni- legt, sagði jarðfræðingurinn. Við höfum aö undanförnu verið kvaddir í alls konar hús vegna kippa þótt ekki hafi allt birst í fjöl- miðlum. Ég bað hann endilega að leysa frá skjóðunni. — Ég var nú til að mynda að koma úr ráðhúsbyggingunni nýju. Þar hafa verið miklir kippir í grunninum. — Er’ búið að fá niðurstöðu í málið? spuröi ég. — Nei, sagðj jarðfræðingurinn. En mælingarnar sýna reglulega kippi, svonefnd ofsaköst. Þetta gæti hugsanlega stafað af reglu- legum heimsóknum borgarstjóra á staðinn. Hann hefur ekki verið nógu ánægður með framkvæmda- hraðann að undanförnu. — Það er og, sagði ég. Jarðfræðingurinn hélt áfram að telja upp sérkennilega fyrirburði. — Nú og nýverið vorum við kvaddir upp á Krókháls þar sem miklir kippir voru í götunni. En það mál leystist fljótlega þegar í Ijós kom, að þarna voru sífelldir stjórnarfundir á Stöð 2. Jarðfræðingurinn dæsti. — Við erum sannarlega komnir inn á ný svið að undanförnu, sagði hann. Um daginn vorum við til að mynda kallaðir á vettvang niður við Austurvöll. Þar voru mjög ein- kennilegar jarðhræringar, óreglu- legar og með hnykkjum. Okkur tókst að leiða hræringarnar inn i Alþingishús og þá kom í Ijós að Halldór Blöndal hafði verið að fiytja maraþonræðu með tilheyr- andi banki í púltið. * Eg spurði hvort ekki væru sífellt ný jarðhræringasvæði að bætast við. — Ekki er hægt að neita því, sagði jarðfræðingurinn. Eins og Vatnsendalandið. Það er mjög vin- sælt í augnablikinu. Búnar að vera miklar hræringar á því svæði, þótt það liggi ekki á sprungunni. Fossvogsdalurinn er einnig dæmi um órólegt svæði. En senni- lega verður þar rólegra þegar búið er að bora gat í gegnum Kópavog- inn fyrir umferðina. Ég sagði að jarðfræðin væri margbrotin. — Satt segirðu, sagði vinur minn. En aldrei hafði mér þó dott- ið í hug að vera kallaður sem jarð- fræðingur á Norðurlandaþing. s Eg bað jarðfræðinginn að segja mér frá þeirri för. — Og það var svo sem ekkert merkilegt, sagði jarðfræðingur- inn. Ljósin fóru á Norðurlanda- þingi í Háskólabíói og þeim þótti vissara að kalla mig á vettvang vegna þess að menn voru hræddir um eldgos. — Eldgos? spurði ég gáttaður. — Já, sagði jarðfræðingurinn. Skandinavarnir höfðu lesið ein- hvers staðar, að gosið í Vest- mannaeyjum hafi byrjað með straumrofi. Þeir vildu jarðfræðing á staðinn til að gæta öryggis síns. — Og hvað gerðir þú? spurði ég. — Ekkert, sagði jarðfræðingur- inn. Ég fór í pontu og sagði að næsta gos yrði örugglega í Færeyj- um og þá urðu allir fegnir og sögðu að þarmeð yrði efnahag Færeyja bjargað, því þá hefðu allir ástæðu til að senda fjárhagsaðstoð til eyjanna. — Undarleg ræða, sagði ég. — Já, en það er henni að þakka að mér hefur verið boðið að vera efnahagsráðunautur Færeyja, sagði jarðfræðingurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.