Alþýðublaðið - 09.03.1990, Síða 8
MMOUBLOID
Föstudagur 9. mars 1990
Jón Sigurdsson idnadarrádherra í viötali viö ALÞÝÐUBLAÐIÐ um nýtt áluer á íslandi:
STAÐSETNINGIN ER
EKKIAÐALATRIÐIÐ
— heldur aö ákvöröun veröi tekin ogsamningar náist um ^ : .l // ; í
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra i skoðunarferð hjá ÍSAL
ásamt Christian Roth forstjóra.
„Staðsetning nýs ál-
vers er að vissu leyti
mjög mikilvægt mál en
það er ekki aðalmálið í
álmálinu. Aðalatriði
þess máls er að ákvörð-
un verði tekin, samning-
ar náist um að á íslandi
rísi nýtt álver til þess að
breikka undirstöðu út-
flutningsstarfsemi okk-
ar og tryggja atvinnu í
landinu. Það er hags-
munamál okkar alira,“
sagði Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra í sam-
tali við Alþýðublaðið í
gær.
„Staðsetning er mál sem
ég tel að verði að ráðast í
samningum milli aðila,
þetta er mjög mikilvægt
samningsatriði og þar mun
enginn einn aðili ráða för.
Staðsetningin á að ráðast aí
arðsemi og hagkvæmni en
það verður líka að líta til
umhverfissjónarmiða og
æskilegrar þróunar búsetu
í landinu. Það er að vísu
ekki alveg samkomulag um
hvað það sé," sagði Jón.
Ráðherra kvaðst vilja
vekja athygli á því að tals-
menn fyrirtækjanna, sér-
staklega þess hollenska og
þess ameríska hafa sagt að
það fylgi því ýmsir kostir
að vera í nábýli við annað
álfyrirtæki með samstarfi
ogsamnýtingu í mannvirkj-
um í huga, — en að því fylgi
líka ókostir, í sambandi við
vinnumarkaðinn og meng-
unarmálin, hvor ber
ábyrgð á þeirri mengun
sem starfsemin veldur.
Þegar forstjórar þessara
stóru álíyrirtækja koma
hingað um helgina þá er
það fyrst og fremst að ná
samkomulagi um ásetning
aö Ijúka samningum. Jón
Sigurðsson sagði að stefnt
væri aö því að undirrita yf-
irlýsingu um þaö mál í byrj-
un næstu viku. En þeir
munu líka í leiðinni kynna
sér með heimsókn þá staði
sem til greina koma helst,
Reykjanes, Eyjafjörð, Reyð-
arfjörð, ef veður aðstæður
leyfa.
„Fjárfesting sem kannski
nemur níuhundruð milljón-
um Bandaríkjadollara, 55
milljörðum króna, — hún
er ekki sett niður á ein-
hvern stað sem þeim er
sagt að setja hana niður á.
Ég tel það fullkomlega eðli-
legt og reyndar nauðsyn-
legt að þeir sem eiga að
taka ábyrgð á framkvæmd
og rekstri taki þátt í þeirri
veigamiklu ákvörðun,"
sagði Jón Sigurðsson.
Næst betri friður á þingi
og í Ríkisstjórn um álver í
Eyjafirði?
„Þaö er náttúrlega vel
þekkt að landsbyggöin á
marga málsvara á Alþingi.
Eins og sjá má af orðaskipt-
um innan stjórnarandstöð-
unnar eru skiptar skoðanir
í Sjálfstæðisflokknum svo
ég nefni dæmi. Ég held að
það sé nú þannig í öllum
flokkum. Ég viðurkenni
það náttúrlega sem eina af
staðreyndum lífsins að
þannig er það, — en ég
þreytist ekki á að minna á
að það er ekki kjarni máls-
ins. Kjarni málsins er að
okkur auðnist að fá samn-
inga um nýtt álver sem
borgi fyrir nýjar virkjanir,
stækki útflutningssviðið og
tryggi atvinnu bæði á fram-
kvæmdastigi og eftir að
rekstur hefst. Það er þörf á
því í íslenskum þjóðarbú-
skap og þar mega lands-
hlutadeilur engu um ráða,"
sagði ráðherrann að lok-
um.
Prófkjör í
Borgarnesi
Átta manns taka þátt í
opnu prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Borgarnesi um
helgina. Kosið verður í
Svarfhóli við Gunnlaugs-
götu á laugardag og
sunnudag frá kl. 14 til 18.
Eftirtaldir verða í kjöri:
Bjarni Steinarsson, málara-
meistari, Bjarni Kristinn Þor-
steinsson, Eyjólfur Geirsson.
bókari, Jóhanna Lára Óttars-
dóttir, skrifstofumaður,
Margrét Sigurþórsdóttir,
verslunarmaður, Sigurður
Már Einarsson, fiskifræðing-
ur, Sæunn Jónsdóttir, versl-
unarmaður og Valgeir lng-
ólfsson, vélamaður.
Prófkjörið er opið Borgnes-
ingum, 18 ára og eldri, sem
verða 18 ára fyrir 26. maí
1990.
Starfsmenn Stigamóta fyrir utan skrifstofu ráögjafamiðstööv-
arinnar, taliö frá vinstri: Hólmfríöur Jónsdóttir, Ragna Guð-
brandsdóttir, Ragnheiöur M. Guömundsdóttir, Guörún Jóns-
dóttir, Sigurjóna Kristinsdóttir, Jenný Anna Baldursdóttir og
Guðrún Tuliníus.
STÍGAMÓT -
konur rísa gegn
kynferðisáreitni
STÍGAMÓT, miðstöð
samtaka kvenna gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi tóku
formlega til starfa í gær 8.
mars á baráttudegi
kvenna. Miðstöðinni er
ætlað að veita konum og
börnum sem hafa orðið
fyrir kynferðislegu of-
beldi ráðgjöf og fræðslu.
Forsvarmenn miðstöðvar-
innar segja aðgerðaleysi
stjórnvalda en jafnframt
mikla þörf á stuðningi við
konur og börn sem verða fyr-
ir kynferðislegri áreitni hafa
verið kveikjuna að stofnun
Stígamóta. Aö miðstöðinni
standa fjórir hópar, Barna-
hópur kvennaathvarfsins,
Kvennaráðgjöfin, Ráðgjafar-
hópur um nauðgunarmál og
Vinnuhópur gegn sifjaspell-
um.
Skrifstofa Stígamóta að
Vesturgötu 3 og er opin virka
daga milli klukkan 12 og 19.
Tekið verður á móti símtölum
allan sólarhringinn hvaðan-
æva af Undinu í síma
91-626868 og 91-626878.
ÍSLAND
Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag
Hitastig
iborgum
Evrópu
kl. 12
i gær
að íslenskum
tima.
Fólk
Skattstjórar þurfa ekkert
endilega að vera óvinsæl-
ir. Alla vega virðist Olaíur
Helgi Kjartansson, skatt-
stjóri á Isafirði ekki þurfa
að kvarta. Hann var um
daginn kjörin „rússneskri
kosningu" segir í Vest-
firska fréttabladinu,
hlaut96,6% atkvæða í
prófkjöri flokksins . . .
★
Ottarr Möller, fyrrum for-
stjóri Eimskips hefur látið
af formennsku í fulltrúa-
ráði St. Jósefsspítala í
Landakoti. Hann situr
áfram í yfirstjórn stofnun-
arinnar. Hinn nýi formað-
ur er Haruldur Olafsson,
dósent. Hjúkrunaríor-
stjóraskipti eru framund-
an í Landakoti, Gudrún
Marteinsdóttir lætur af
störfum að eigin ósk l.
maí n.k. en við henni tek-
ur Rakel Vatdimarsdóttir,
hjúkrunarframkvæmda-
stjóri. Þá hefur Ólafur
Órn Arnarson verið end-
urráðinn yfirlæknir spít-
alans frá síðustu áramót-
um til næstu fimm ára, en
starfinu hefur hann gegnt
í lOár. . .
★
Bæjarstjóri Bolungarvík-
ur, Ólafur Kristjánsson,
var á dögunum sakaöur
um pólitíska fyrir-
greiðslu. Hann lét vinna
verk sem bæjarráð hafði
hafnað að láta vinna. Er
stjórinn nú sakaður um
að hygla pólitískum sam-
herja, Vidi Benediktssyni.
Verkið sem unnið var er
smávægileg fylling við
fyrirtæki Víðis, verk sem
talið var að þyrfti aö
vinna fyrr eða síðar. Ekki
virðist þetta dýr fram-
kvæmd samkvæmt Bœj-
arins besta á ísafirði, —
framkvæmd rétt rúmlega
100 þúsund krónur. ..
★
Hvorki fleiri né færri en
46 manns höfðu hug á
starfi markaðsstjóra
Ferðamálaráðs Islands.
Sá sem ráðinn var af sam-
gönguráðherra, er Magn-
ús Oddsson, en hann hef-
ur starfað síðasta áratug-
inn fyrir Arnarflug, nú
síðast sem yfirmaður Evr-
ópudeildar félagsins.
Magnús starfaði lengi
sem kennari, lengst af við
Hagaskóla í Reykjavík.
Hann hefur átt sæti í
Ferðamálaráði frá 1984
og þekkir því vel til verka
hjá stofnuninni. . .