Alþýðublaðið - 14.03.1990, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 14. mars 1990
MWMBUimi
Ármúli 36 Sími 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Blaðaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið.
FULLVELDI LITHAENS
OG UMBÓTASTEFNAN
Þing Litháens samþykkti í atkvæðagreiðslu síðastliðinn sunnu-
dag að lýsa landið sjálfstætt og fullvalda ríki. Þessi þingsamþykkt
er sögulegur vendipunktur í sögu Litháens og Sovétríkjanna.
Ekkert lýðveldi hefur áður sagt skilið við ríkjasambandið. Nafni
Litháens hefur ennfremur verið breytt og Vytautas Landsbergis
kjörinn forseti sem ekki er félagi í kommúnistaflokknum. Þetta
hefur heldur aldrei áður gerst í sögu Sovétríkjanna.
Spurningin sem flestir spyrja sig þessa stundina er: Mun Moskva
þola þessa sjálfstæðisyfirlýsingu? Ef Gorbatsjov og forysta
kommúnistaflokksins kyngir sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens og
samþykkir hið nýja fullvalda ríki, er hætt við að það verði upphaf-
ið að þjóðernisbyltingunni í Sovétríkjunum. Stutt gæti orðið í að
hin Eystrasaltslöndin, Lettland og Eistland, fylgdu fordæmi Lit-
háa og síðan koll af kolli. Ríkjasambandið Sovétríkin myndi að öll-
um líkindum liðast í sundur og leysast upp. Fyrstu viðbrögð frá
Moskvu benda til ráðaleysis, enda úr vöndu að ráða hjá Sovét-
leiðtoganum. Gorbatsjov á í miklum erfiðleikum að viðurkenna
sjálfstæði Litháa vegna hættu á víðtækum áhrifum um allt ríkja-
sambandið. Á hinn bóginn hefur umbótastefna Gorbatsjovs
stutt og ýtt undir frelsis — og lýðræðisþróun sem hlaut fyrr eða
síðar að ná til óska og vilja einstakra lýðvelda um fullveldi og
sjálfstæði.
Ráðaleysið í Moskvu er einkennandi fyrir þá sjálfheldu sem um-
bótastefna Gorbatsjovs er komin í. Gorbatsjov hefur sýnt bæði
hugrekki og hreinskilni með því að viðurkenna gjaldþrot hins len-
íníska kommúnisma. Umbótastefnan — perestrojkan — er hins
vegar ekki sú galdraformúla sem leysir lenínismann af hólmi, ein-
faldlega vegna þess að perestrojkan er ekki nógu róttæk í eðli
sínu. Gorbatsjov vill koma á lýðræðislegum breytingum, efla
ákvörðunarrétt og völd fólksins, styrkja framleiðslukerfið og
koma á heilbrigðum neytendamarkaði. Umbótastefnan fer gegn
kúgun þjóða með hervaldi, berst fyrir afvopnun og friði. Gorbat-
sjov hefur verið verulega ágengt í utanríkismálum. Stefna hans
hefur aukið afvopnun og minnkað spennu milli stórveldanna.
Gorbatsjov hefur leyst þjóðir Austur- og Mið-Evrópu úr álögum
stalínismans. Hins vegar hefur umbótastefnan ekki skilað árangri
heima fyrir, hvorki í efnahagsmálum né almennum kjörum fólks.
Hvers vegna?
Svarið við þessari spurningu felst einfaldlega í þeirri staðreynd
að Gorbatsjov hefur ekki verið viljugur að taka skrefið til fulls.
Hann lofar lýðræðislegum breytingum en er ekki reiðubúinn að
sleppa kerfi einræðisins sem tryggir honum óskorin völd. Þannig
er það dæmigert, að Gorbatsjov hefur barist fyrir stjórnarskrár-
breytingum sem samþykktar voru í gær þar sem einræði komm-
únistaflokksins er afnumið og brautin rudd fyrir fjölflokkakerfi, en
samtímis eru völd forsetans aukin að því marki að hann verður
nánast einræðisherra. Hvernig mun Gorbatsjov nota hið nýja for-
setaembætti sitt gagnvart Litháen? Hvernig mun hinn nýi forseti
taka í boð Litháens um viðræður við Sovétríkin um sambands-
slitin?
Gorbatsjov hefur ekki hróflað við hagkerfi Sovétríkjanna sem
slíku og lýðveldin búa enn við áætlunarbúskap. Markaðskerfinu
hefur ekki verið hleypt að í umbótastefnunni, neytendamarkaði
ekki sinnt og landið býr við helsjúkt framleiðslu — og efnahags-
kerfi. Skrifræðisvaldið er enn gríðarlegt og Rauði herinn hvilir
sem skuggi yfir hinu pólitíska lífi umbótastefnunnar sem þrátt
fyrir stefnuleysi er þó að reyna að koma veikum fótum undir lýð-
ræðið í fyrsta skipti frá byltingunni 1917.
ÖNNUR SJONARMIÐ
SVAVAR Gestsson menntamálaráé-
herra hefur upplýst að hönnunar-
kostnaður á Þjóðleikhúsinu sé kom-
inn upp í 50 milljónir króna. Ljósrit-
unarkostnaöur af hönnunarteikn-
ingunum nemur um hálfri milljón.
Menn hafa nú tjáð sig opinberlega
fyrir minni sakir en þetta.
Aöstoðarritstjóri Tímans getur
heldur ekki stillt sig og spyr í grein-
arstúfi í blaði sínu í gær, hver fjárinn
sé eiginlega á seyði.
Oddur skrifar:
„Menntamálaráðherra sagði á
þingi, en þar skrökva menn
aidrei, að um erfitt mál væri að
ræða, en hönnuðir eru oft í ein-
okrunaraðstöðu, hver á sínu
sviði og byggju yfir þekkingu
sem þeir selja dýrt. Annars við-
urkenndi ráðherrann að hann
væri ekki miklu nær um reikn-
inga hönnuða, en Asgeir Hannes
og aðrir sem leituðu svara við
þeirri spurningu hvern fjandann
er eiginlega verið að borga?
Svoköiluð hönnun á breytingu
á sætaskipan í áhorfendasal er
ekkert einangrað fyrirbæri þeg-
ar einhverjir dularfullir „sér-
fræðingar" eru að skrifa reikn-
inga sem umboðsmenn skatt-
borgara greiða. Milljónir og
milljónatugir fara athugasemda-
laust úr meira og minna opin-
berum sjóðum í svona hít.
300 miiljónir voru borgaðar í
hönnunar- og undirbúnings-
kostnað verksmiðju sem aldrei
var byggð, og engin þarf að segja
svo mikið um „afsakið“ við þá
sem sjá sjóðum fyrir fjármagni.“
Nokkuð mikið til í þessu.
HÖNNUÐIR er nýtt tækniorö sem
er einkar nýtilegt þegar komast á of-
an í kjötkatlana.
Aðstoðarritstjóri Tímans hefur
ákveðna skoðun á hönnuðum:
„Hönnuðir eru rneð allt á
Þetta eru orð að sönnu. Nú má hins vegar spyrja hvað landbúnaðarmafíunni
þyki um svona skrif í málgagnið sitt?
þurru því þeir fá reikninga sína
yfirleitt borgaða áður en verkið
hefst og eitthvað er til af fjár-
magni til framkvæmda. Þeir sem
sinna síðari verkhlutum sitja svo
á hakanum þegar aurinn er bú-
inn og eignast t.d. steypustöðv-
arnar þannig mikið af fullharðn-
aðri steypu.
Ráðherrar og aðrir þeir sem
borgarar þess lands trúa fyrir
sjóðum sínum segjast stundum
varnarlausir gagnvart fjárpynd
eins og þeirri sem menntamála-
ráðherra varð að svara fyrir í
sambandi við hönnunarkostnað.
Sérfræðingar með einokunar-
aðstöðu hafa sem sagt frítt spil í
þjóðfélaginu og taka það sem
þeim sýnist úr opinberum sjóð-
um.
Þetta er ekki mannboruleg sd-
staða. Ef hönnuðir og Ijósritarar
koma sér upp einhvers konar
einokunaraðstöðu til að hafa hið
opinbera að féþúfu er enginn
vandi að koma í veg fyrir slíkt og
rjúfa einokunina, eða láta alls
ekki vinna þau verk sem okrarar
þurfa að stinga sínum gráðugu
krumlum í.
Þjóðleikhúsið er t.d. fyrir
löngu búið að hanna og þarf ekki
að ausa meiri peningum í það.
Ráðherrar ættu helst aldrei að
þurfa að viðurkenna á Alþingi
að þeir skilji ekki í hvað þeir eru
að eyða peningum þjóðarinnar,
eins og t.d. í óskilgreindan hönn-
unarkostnað.
Oftar mætti spyrja af fúlustu
alvöru um samspil embættis-
manna, kaupsýslumanna og
annarra þeirra sem skrifa reikn-
inga á opinbera sjóði í krafti ein-
okunar, eða telja að minnsta
kosti ráðherrum trú um að þeir
einir búi yfir sérfræði sem rétt-
lætt getur sjálftöku á opinberu
fé.“
DAGATAL
Pallamafían lœtur til skarar
skríöa
Nemendur Stýrimannaskólans
fjölmenntu í flotgöllum á þing-
palla í vikunni. Þetta þótti mér
merkileg frétt. í fyrstu hélt ég aö
gusugangurinn í Halldóri Blöndal
og hinum stjórnarandstæðingun-
um væri orðinn slíkur aö ekki
væri mætandi á þingpalla nema
vera vel búinn. Eitt andartak
læddist sú hugsun að mér að nem-
endurnir vildu sýna stjórnmála-
mönnum hvernig ætti að halda sér
á floti í pólitíkinni.
En að lokum fattaði ég fréttina:
Nemendur Stýrimannaskólans
voru að mótmæla virðisauka-
skatti sem lagður hefur veriö á
flotgalla.
Virðisaukaskatturinn hefur vakið
ýmsar tilfinningar í brjóstum
manna. Sjómönnum finnst til að
mynda dálítið spælandi að þurfa
að borga virðisaukaskatt af líf-
björgunarbúningum meðan Ólaf-
ur Ragnar ákveður á sama tíma að
laxveiðin sé undanþegin sama
virðisaukaskatti. Þessum rökum
sjómanna eru náttúrlega allir
hugsandi menn sammála nema
Ólafur Ragnar. Kannski að fjár-
málaráðherra haldi að sjómenn
eigi að borga ríflegar upphæðir af
björgunarbúningum vegna ,,mik-
illa tekjuöflunarmöguleika" eins
og fjármálaráðherra sviðsetti leyf-
isgjaldahækkunina á unga lækna.
En samkvæmt skoðanakönnun-
um er eini maðurinn sem þarf
virkilega á pólitískum flotgalla
eða björgunarbúningi að halda,
einmitt Olafur Ragnar. En það er
önnur saga.
En ég ætlaði nú ekki að þrasa um
virðisaukaskattinn. Ég ætlaði að
skrifa um alla þessa þrýstihópa
sem standa á þingpöllunum eða
fyrir framan Alþingi með einhver
skjöl og afhenda einhverjum ráð-
herrum, gott ef ekki forsætisráð-
herra sjálfum.
Pallamafíuna svonefndu.
Það er nefnilega orðin tíska að.
þramma niður á Alþingi og trufla
háæruverðuga þingmenn við lög-
gjafastörf með einhverjum skark-
ala.
Ég nefni hér bara nokkur dæmi.
Kafarar hafa mætt í kafarabún-
ingum á þingpalla til að mótmæla
virðisaukaskatti á loftdælur.
Dýrauppstopparar mættu með
uppstoppuö dýr og kröfuspjöld á
Austurvelli til aö mótmæla lúxus-
skatti á hálm.
Fjósamenn mættu í klofstígvél-
um og afhentu forseta sameinaðs
Alþingis mótmælaskjal gegn virð-
isaukaskatti á skóflur.
Bifvélavirkjar ataðir smurolíu
með skiptilykla fjölmenntu á
áheyrendapöllum Alþingis til að
mótmæla fyrirhuguðum aðflutn-
ingsgjöldum á kúplingar.
Flugmenn fjölmenntu á þing-
palla með svörtu kassana í fanginu
til að mótmæla tillögum um að
leggja niður Fríhöfnina.
Flugfreyjur fjölmenntu með
matarbakka og mínívínflöskur á
Alþingi til aö mótmæla slæmum
gæðum á sokkabuxum.
Af meiru er að taka.
Veðurfræðingar fjölmenntu á
þingpöllum með veðurkort til að
mótmæla óhagstæðri norðanátt.
Stýrimenn fjölmenntu á áheyr-
endapalla Alþingis með kompása
til að mótmæla auknum framlög-
um til vegamála.
Rútubílstjórar og flutningabíl-
stjórar fjölmenntu á Alþingi til að
mótmæla auknum ríkisframlög-
um til Ríkisskips.
Nemendur í grunnskóla fjöl-
menntu fyrir framan Alþingishús-
ið til að mótmæla nýju grunn-
skólafrumvarpi.
Háskólastúdentar með stúd-
entshúfur fjölmenntu á Alþingi til
að mótmæla gömlu grunnskóla-
lögunum.
Fyrrum aðstoðarmenn ráðherra
fjölmenntu á þingpöllum í galla-
buxum til að mótmæla ótryggri at-
vinnu.
í raun fjölmenna allir þjóðfélags-
hópar á Alþingi nema þingmenn-
irnir sjálfir. Þeir sjást aðeins stöku
sinnum í þingsal.