Alþýðublaðið - 14.03.1990, Page 8
f m ini iíihi iii
Miövikudagur 14. mars 1990
Hafnfirdingar vilja nýtt áluer:
Breytt staðsetning álvers
gæti stefnt málinu í voða
— segir íályktun bœjarstjórnar ogAl-
þýðuflokksins í Hafnarfirði
Guömundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri i Hafnarfirði býöur (frá hægri) Max Roker, forstjóra
Hoogovens, Paui Drack, aðalforstjóra Álumax og Bond Evans, aðstoöarforstjóra Alumax vel-
komna.
Hafnfirðingar virðast
nokkuð uggandi um sinn
hag vegna þeirrar um-
ræðu sem nú á sér stað
um að væntanlegt álver
kunni að koma til með að
rísa við Eyjafjörð eða
annars staðar utan
Straumsvíkur eins og
gengið hefur verið út
frá. Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar samþykkti í gær
samhljóða svohljóðandi
ályktun:
„Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar telur, nú sem fyrr,
að besti valkostur fyrir
byggingu nýs álvers sé i
Straumsvík. Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar telur að eng-
ar forsendur fyrir byggingu
nýs álvers í Straumsvík hafi
breyst, sem geri nauösyn á
víðtækri skoðun annarra
valkosta varðandi staðsetn-
ingu. Bæjaryfirvöld í Hafn-
arfiröi hafa tekiö þátt í við-
ræðum og samningum viö
Atlantal-hópinn á umliðn-
um árum í tíö þriggja ríkis-
stjórna og málið gengið vel
fram. Allar forsendur fyrir
skjótum samningum og að
framkvæmdir gætu hafist
mjög fljótlega í Straumsvík
eru fyrir hendi.
Bæjarstjórnin gengur út
frá því að afstaða íslenskra
stjórnvalda nú, sé í sam-
ræmi við stefnu síðustu
þriggja ríkisstjórna. Það á
engu að breyta í þessum
efnum þótt nýr samstarfs-
aöili komi inn í Atlan-
tal-hópinn á síðustu stigum
málsins. Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar mun ganga fast
fram í því að fyrri yfirlýs-
ingar um málið standi og
mun ekki láta sitt eftir
liggja að sem allra fyrst ná-
ist viðunandi samningar
fyrir hönd íslensku þjóðar-
innar um byggingu nýs ál-
vers í Straumsvík."
Alyktun svipaðs efnis var
samþykkt á fjölmennum
fundi bæjarmálaráös Al-
þýðuflokksins í Hafnarfirði
á mánudagskvöld
sem hljóðar svo:
„Fundur bæjarmálaráðs
Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði telur engar forsendur
til breyttrar ákvöröunar
um staðsetningu nýs álvers
í Straumsvík.
Fundurinn minnir á lang-
an og ítarlegan undirbún-
ing vegna nýs álvers í
Straumsvík, þar sem bæjar-
yfirvöld í Hafnarfiröi, undir
forystu Alþýðuflokksins,
hafa lagt framgangi máls-
ins lið í samningum við
hina erlendu aðila í Atlan-
tal-hópnum og íslensk
stjórnvöld.
Fundur bæjarmálaráðs-
ins gengur út frá því að iðn-
aðarráðherra, ríkisstjórnin
og Alþingi hviki hvergi frá
fyrri ákvörðunum um stað-
setningu, þannig að sem
allra fyrst náist samningar
um byggingu nýs álvers í
Straumsvík. Breytt stað-
setning gæti tafið málið um
ófyrirséðan tíma og hrein-
lega stefnt byggingu nýs ál-
vers í voða."
Islendingar flykkjast í sólina:
Páskaferðireru
nær uppseldar
Aukningin allt að 10% miðað við síð-
asta ár
Mikil sala hefur verið i
sólariandaferðum á und-
angengnum vikum sam-
kvæmt þeim heimildum
sem Alþýðublaðið aflaði
sér í gær. Akaflega gott
iiljóð var í því fólki sem
rætt var við á ferðaskrif-
stofunum og nú lætur
nærri að allar páskaferðir
til sólarlanda séu uppseld-
ar, bókanir miklar á vor-
ferðum og mörg dæmi
þess að ferðir í sumar séu
þegar upppantaðar.
Helgi Daníelsson hjá Sam-
vinnuferðum/Landssýn
sagðist giska á að aukningin
hjá þeim miðað við sama
tíma á síðasta ári væri um
10%. Hann nefndi sem dæmi
um það að ferðaskrifstofan
hefði þurft að auka við far-
þegarými til Benidorm nú
um páskana frá því sem áætl-
að hefði verið. Sömu sögu er
að segja hjá Úrval/Útsýn,
Anna Guðný Aradóttir sagði
að ferðaskrifstofan hefði
þurft að bæta við tvisvar
sinnum rými á Costa del Sol
nú um páskana. Anna Guðný
sagði að erfitt væri að meta
nákvæmlega hversu mikil
aukning væri frá síöasta ári,
en nú þegar væri Úrval/Út-
sýn búin aö bóka milli 1.500
og 1.600 manns í sólarlanda-
ferðir.
Mjög mikið hefur þegar
verið bókað í ferðir í sumar
og eru nokkrar ferðir þegar
upppantaðar að sögn ferða-
skrifstofufólks, víða er orðið
þröngt einnig. Helst virðist
vera pláss í júní, enn sem
komið er en mikið hefur ver-
ið um bókanir í vorferðir í
maí og svo aftur í ágúst.
VEÐRIÐ
ÍDAG
Breytileg átt eda vestan
kaldi og slydduél. Á Norð-
uriandi vestanverðu má
búast við norðlægum
vindi, en á austanverðu
Norðurlandi verður vindur
vestlægur. Austanlands
léttir nokkuð til. Ennþá er
að hlýna austan til á land-
inu, en í dag fer að kólna,
fyrst á Vestfjörðum. Höf-
uðborgarsvæðið: Léttir til
í dag eftir slydduél nætur-
innar. Hiti 0—3 stig.
Ólafur Ragnarsson, fyrr-
um fréttamaður og nú
bókaútgefandi er metn-
aðarfullur í útgáfu sinni
og fer nýjar leiðir. Forlag
hans gefur út verk Hall-
dórs Laxness, — og er
byrjað að gefa út bækur
skáldsins í kiljuformi. Hér
gefst bókafólki gott tæki-
færi til að eignast góðar
bækur á lágu verði.
Fyrsta kilja Kiljans frá
Vöku/Helgafelli er
Heimsljós, sagan um Ólaf
Kárason Ljósuíking. Bók-
in er fallega gerö, prýdd
kápumynd Jóns Reyk-
dals, myndlistarmanns,
— 314 síður þar sem glímt
er við flestar grundvallar-
spurningar er varöa líf
mannsins á jörðinni, og
þaö á frábæran hátt.
★
Þóru Einarsdóttir í Hvera-
gerði hefur um áratuga
skeið starfaö að hjálpar-
starfi fyrir bágstadda Ind-
verja. Nýlega heimsótti
Þóru embættismaður frá
Indlandi, G.R. Srinivasan
að nafni og færði henni
þakkir landa sinna fyrir
frábært starf og mikla
ósérhlífni. Með stuöningi
indversku hjálparnefnd-
arinnar hér á landi hefur,
síöustu 2 árin verið rek-
inn verkmenntaskóli fyr-
ir ungar stúlkur í Madras.
Með stuðningi Kiwan-
is-fólks hér á landi tókst
að kosta 25 börn til við-
bótar ’í skóla. Alls eru
meira en 50 Indverjar á
framfæri indversku hjálp-
arnefndarinnar á íslandi.
Gott starf hjá Þóru!
★
Ólafur Arnarson, 26 ára,
sonur Arnar Clausen og
Gudrúnar Erlendsdótt-
ur, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri þing-
flokks Sjálfstæðismanna.
Tekur hann við af Sigur-
birni Magnússyni, sem fer
til starfa hjá lögmanns-
stofu Þórpar S. Gunnars-
sonar. Olafur Örn er
kunnuglegt andlit úr sjón-
varpinu þar sem hann
starfaði sem fréttamaður.
Einnig hefur hann unnið
sem blaðamaður hjá DV.
Sambýliskona Ólafs er
Sólveig Hreiöarsdóttir.