Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 1
 STOFNAÐ Laugardagur 24. mars 1990 47. tbl. 71. árg. Byggdakosningarnar: „Brýnt að jatnaðarmenn og frjálslynd umbótaöfl sameinist" — segir Jóhanna Siguröardóttir, varaformaöur A Iþýöuflokksins „Það er brýnt að þau öfl sameinist sem vinna að umbótum í þágu jöfn- uðar í þjóðfélaginu og vinna gegn hægri öflun- um, „ segir Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmála- ráðherra og varaformað- ur Alþýðuflokksins um sameiginlegt framboð Nýs vettvangs og Al- þýðuflokksins i Reykja- vík. Jóhanna var flutnings- maður að ályktun um sam- starf jafnaðarmanna og frjálslyndra umbótaafla í komandi byggðakosning- um ásamt þeim Jóni Bald- vin Hannibalssyni utanrík- isráðherra og formanni Al- þýðuflokksins og Jóni Sig- urðssyni viðskiptaráð- herra. Áiyktunin var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum á flokksstjórn- arfundi Alþýðuflokksins þ. 17. mars sl. Ályktun flokksstjórnar- fundarins var eftirfarandi: „Flokksstjórn Alþýðu- flokksins býður velkomin til samstarfs þau samtök, Jóhanna: Umbótaöflin sameinist. félög og einstaklinga um land allt, sem lýst hafa vilja sínum til þess að taka þátt í samstarfi jafnaðarmanna og frjálslyndra umbótaafla í næstu byggðakosningum. Flokksstjórn þakkar þeim forystumönnum Alþýðu- flokksins um sveitarstjórn- armái, sem tekið hafa frum- kvæði um myndun nýs samstarfsvettvangs vegna komandi kosninga. Jafn- framt skorar flokksstjórnin á alla jafnaðarmenn að ieggja sig fram um að tryggja árangur A-listans og sameiginlegra fram- boðslista, sem Alþýðu- flokkurinn á aðild að í byggðakosningum í vor.‘ ,,Eg er mjög ánægð með þær undirtektir á flokks- stjórnarfundinum sem ályktunin fékk,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir við Alþýðublaðið. „Ég hef fundið mikinn áhuga fyrir því að jafnaðarmenn og frjálslynd umbótaöfl sam- einist í komandi borgar- og sveitarstjórnarkosningum' íslensk stjórnvöld skora á Sovétmenn: Hefjið viðræður við Litháen íslensk stjórnvöld hafa brugðist skjótt og afdrátt- arlaust við fregnum af vax- andi spennu í Litháen og skorað á sovésk að hefja þegar viðræður við stjórn- völd í Litháen. Það var Jón Sigurðsson, starfandi ut- anríkisráðherra sem kall- aði sendiherra Sovétríkj- anna á sinn fund í gær og afhenti honum orðsend- ingu frá Jóni Baldvin Hannibalssyni til Edvards Shevardnadzes, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Landsbergis, forsætisráð- herra Lithaugalands, var sent afrit af orðsendingunni sem er svohljóðandi: „Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda skora ég á sovésk stjórnvöld að hefja þegar við- ræður við fulltrúa réttkjör- inna stjórnvalda í LithaUga- landi, án fyrirfram skilyrða. Þvingunaraðgerðir af hálfu Sovétríkjanna í málefnum Lithaugalands myndu í einu vetfangi spilla þeim björtu vonum, sem umbótaáætlun Gorbasjovs forseta hefur vak- ið, um varanlegan frið og ör- yggi í samskiptum þjóða í okkar heimshluta' Spennan eykst í Litháen: Tveimur bandariskum sendi- róðsmönnum visað úr landi Sovétmenn loka landinu fyrir erlendum fréttamönnum. Mikil spenna ríkir milli nú milli Moskvu og Litháens. Sovésk yfirvöld lögðu í gær bann við ferðum er- lendra fréttamanna til Lit- háens „vegna ástandsins í landinu“ og heimildir herma að erlendir frétta- menn í landinu munu verða beðnir að yfirgefa landið. Sovétherinn er í viðbragðs- stöðu í iandinu og frestur sá að renna út sem Gorbatsjov gaf Litháum til að skila inn öllum vopnum. Ástandið í landinu minnir mjög á hefð- bundinn formála að sovéskri innrás en einnig er talið að aðgerðir Moskvu séu liður í hörðu taugastríði gegn Lithá- um. Atburðirnir í Litháen hafa aukið á spennu.na milli austurs og vesturs, ekki síst eftir að tveimur bcuidarískum sendiráðsmönnum var vísað úr Litháen í gær af sovéskum yfirvöldum. Bandarísk yfir- völd hafa mótmælt brottvikn- ingu sendiráðsmannanna harðlega. Bush Bandaríkjaforseti sagði í Washington DC í gær, að valdbeiting eða innrás Sovétmanna í Litháen myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og beindi þeim tilmælum til beggja aðila að semja um friðsamlega lausn deilunnar milli Moskvu og Litháen eftir að Litháar lýstu yfir sjálfstæði og fullveldi landsins 11. mars si. Þessi unga stúlka var stödd í Blómavali þegar okkur bar þar að garði og hún tók því vel að láta taka mynd af sér í blómahafinu. Tilefni myndatökunnar er raunar að finna á bls. 5 þar sem fjallað er um vorverkin í gluggunum, umhirðu blómanna, en nú er txl. rétti tíminn til að umpotta. Jan Guillou á íslandi Sænski blaðamaðurinn sem var dæmdur í fangelsi fyrir frétt og skrifar nú spennusögur sem seljast eins og heitar lummur. Bls 9 Hver er hann eiginlega? Sigurður Helgason umdeildur stjórnar- formaður Flugleiða hf. Bls 3 Sameinað Þýskaland Hvernig gerisl það?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.