Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 24.. mars 1990 Borðar þú nógu góðan mat? Heilbrigðisráöheria boðar fólki nú bætt og breytt mataræði. Er þetta gert í fyrstunni með útgáfu bæklings í samvinnu við Mann- eldisráð sem sendur er í fyrstu til starfsfólks heilbrigðisstétta. Kynningarátakið er unnið samkvæmt þingsályktun á síðasta ári um opinbera manneldis- og neyslustefnu. í gærdag var Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, ásamt fylgdarliði, í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og kynnti átakið fyrir starfsfólki þar. Myndin var tekin við það tækifæri. A-mynd Magnús. Forval Alþýdubandalagsins: Birtingarmaður á listanum Einn Birtingarmaður er á forvalslista Aiþýðu- bandalagsins, sem birtur var í gær. Þetta er Gunn- laugur Júlíusson, hag- fræðingur Stéttarsam- bands bænda, sem nú er reyndar í leyfi frá störfum og meðan hann sinnir ákveðnum verkefnum fyr- ir landbúnaðarráðuneyt- ið. Sjálfur segist bann þó ekki hafa í hyggju að segja skilið við Birtingu. Gunnlaugur sagðist í sam- tali við Alþýðublaðið í gær hvorki „heiðnari né kristnari en áður" og hvorki bæri að túlka veru sína á framboðs- listanum þannig að hann hygðist segja skilið við Birt- ingu eða að um væri að ræða skipulega aðgerð Birtingar til að halda sambandinu við Al- þýðubandalagið. Gunnlaugur sagði að það væri grundvall- armunur á því hvort menn ættu aðild að félagi á borð við Birtingu eða hvort menn væru að yfirgefa flokkinn. Það vekur einnig athygli að a.m.k. tvær kvennanna á for- valslistanum eru ekki í Al- þýðubandaiaginu. Þetta eru þær Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfi og Soffía Sigurð- ardóttir húsmóðir. RAÐAUGLÝSINGAR Frá menntamálaráöuneytinu Lausar stöður viö grunnskóla í Reykjanesumdæmi. Umsóknarfrestur til 20. apríl. Stöður grunnskólakennara viö: Grunnskóla Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar, Bessastaöahrepps, Grindavíkur, Miöneshrepps, Gerðahrepps og Vatnsleysustrandarhrepps. Stööur grunnskólakennara við: Grunnskóla Hafnarfjarðar, meðal kennslugreina raungreinar Grunnskóla Mosfellsbæjar, meðal kennslugreina hand- og myndmennt Grunnskóla Kjalarneshrepps, meðal kennslugreina íþróttir Grunnskóla Keflavíkur, meðal kennslugreina hand- og myndmennt, íþróttir, sérkennsla, erlend mál og íslenska Grunnskóla Njarðvíkur, meðal kennslugreina myndmennt og tónmennt. Fræðsiustjóri Reykjanesumdæmis IIAGVI8 T BAIIIVA Forstaða dagheimilis/leikskóla Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns við dagheimilið/leikskólann Grandaborg lausa til um- sóknar. Fóstrumenntun ,áskilin. Umsóknarfrestur er til 20. apríl næstkomandi. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og deildarstjóri fagdeildar dag- vistar barna í síma 27277. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR SiAumúla 39 — 108 Reykjavík — Sími 678500 Félagsráðgjaf i óskast nú þegar í 50% starf á hverfaskrifstofu fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir Anni G. Haugen í síma 625500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur ertil 1. apríl næstkomandi. STUÐNINGSMENN ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR Baráttufundur fyrir Ólínu Þorvarðardóttur í fyrsta sæti, verður haldinn í félagsmiðstöð jafnaðar- manna að Hverfisgötu 8—10, laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Ávarp: Ólína Þorvarðardóttir Stuðningsmenn ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa starf svæðisrafveitustjóra á Norðurlandi vestra með aðsetri á Blönduósi laust til umsóknar. Próf í rafmagnstæknifræði, rafmagnsverkfræði eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Starfið veitist frá 1. júlí 1990. Umsóknir berist til Rafmagnsveitna ríkisins, Lauga- vegi 118, 105 Reykjavík fyrir 18. apríl 1990. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 1181105 Reykjavík. Utboð .Flokfe . ;# tarfið Bæjarmálaráð Alþýðuflokks Hafnarfjarðar Fundur verður haldinn mánudaginn 26. mars, kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Allir velkomnir Stjórnin Opinn fundur SUJ verður þriðjudaginn 27. mars, kl. 20.30 í Hafnarfirði, Félagsmiðstöð jafnaðarmanna við Strandgötu. Stjórnin Kratakaffi verður haldið þriðjudaginn 27. mars n.k. kl. 20.30. að Hverfisgötu 8—10. Gestur kvöldsins verður Birgir Dýrfjörð, formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Norðurlandsvegur, Uppsalir-Kjálkavegur 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegakafla 4,1 km, magn 145.000m3. Verki skal lokið 15.10.1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík, (aðalgjaldkera), og á Sauðárkróki frá og með 26.03.199Q Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 09.04.1990. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.