Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 2
2 fmiiiiiíifinii Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskrifiarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. FIKNIEFNA- VANDINN OG RÁÐALEYSI YFIRVALDA Fregnir af vaxandi fíkniefna- neyslu barna og unglinga á skólaaldri virðist hafa komið foreldrum og yfirvöldum í opna skjöldu. Nú hafa fulltrúar frá Reykjavíkurborg, læknum, Fellahelli, lögreglu, félagsmála- ráðuneyti, menntamálaráðu- neyti og trúarsamtökum komið saman til að raeða fíknaefna- vandann. Samkvæmt fréttum eru helstu niðurstöður af þeim fundi þær, að óánægja sé með að fíkniefnasalar gangi lausir vegna seinvirkni réttarkerfis. Þessi máttlausa niðurstaða und- irstrikar enn einu sinni skiln- ingsleysi yfirvalda og stofnana gagnvart vandanum og innsigl- ar ráðaleysið í þessum málum. Alþýðublaðið benti margsinnis á það í leiðurum að fíkniefna- vandinn er ekki einangrað fyrir- bæri, heldur hluti af stærra vandamáli. Þegar bjórumræðan stóð sem hæst benti Alþýðu- blaðið margsinnis á, að reynsla erlendra þjóða af áfengu öli væri sú, að bjórdrykkjan bættist ofan á áfengisneysluna sem fyrir er í þjóðfélaginu. Blaðið ítrekaði einnig þá staðreynd, að bjórinn ylli því að böm og unglingar hæfu drykkju áfengra drykkja fyrr og að víðtæk áfengisneysla óþroskaðra unglinga og barna væri oft fyrsti liðurinn í fíkni- efnanotkun. í kjölfar bjórs kæmi sterkir drykkir, hassnotkun, am- fetamín, kókaín og jafnvel her- óín. Nú er það tölfræðilega sannað að heildardrykkja ís- lendinga hefur stóraukist frá því að bruggun og sala á áfengu öli var leyfð fyrir ári. Alþýðublaðið líkt og fjöldi annarra sem deildu umgetinni skoðun, hafði rétt fyr- ir sér í þessu máli. Ug nú eru áfengis- og fíkni- efnavandamál unglinga og barna farin að segja til sín. Of- beldi og árásir á götum borgar- innar. Stórfelld fíkniefnaneysla í grunnskólum jafnt sem fram- haldsskólum. Fræðslustofnanir og yfirvöld reyna að klóra í bakkann með því að benda á fíkniefnasalana og gangrýna fréttaflutning fjölmiðla! Kjarni málsins er, að með bjórnum og frelsi almennings að drekka áfengt öl, var nýju, auðfengnu og aðgengilegu fíkniefni beint að börnum og unglingum. Að sjálfsögðu er ekki einungis hægt að skella skuldinni á bjór- inn. Þarna koma einnig almenn- ar aðstæður í þjóðfélaginu til sögunnar. Linnulaus vinnu- þrælkun, einkum þeirra sem reyna að velta Sysifos — steini skuldanna upp bratta vaxta- brekkuna, upplausn fjölskyldna, Laugardagur 24. mars 1990 vaxandi ofbeldi í sjónvarpi og kvikmyndahúsum, hnignandi tilfinning fyrir tungu og þjóð- menningu í hinni „ameríkanís- eruðu” verstöð sem nefnist ís- land: Allar þessar aðstæður bjóða upp á litlar varnir þegar flóðalda fíkniefna skellur á þjóð- félaginu. Og skjóiminnst eru börnin og unglingarnir sem hraktir hafa verið að heiman og fá uppeldi sitt í leiktækjasölun- um, á bíóhúsunum eða fyrir framan myndbandaofbeldið á skjánum. Bjórinn opnaði fíkni- efnaleiðina að þessum ung- mennum. Abyrgð stjórnvalda er mikil í þessum málum. Skilningsleysið og ábyrgðarleysið hefur verið al- gjört og er það enn. Allir stinga hausnum í sandinn og enginn virðist sjá þessi mál í samhengi. Það er einblínt á einstaka þætti eða jafnvel einstaka menn, eins og fíkniefnasalana eða einstök fréttaskrif einstakra blaða- manna. Vandinn liggur ekki þar og enn síður lausnin. Bjórstríðið er tapað. Hins vegar verður að vinna stríðið um þjóðfélagið. Það verður að skapa þær að- stæður á íslandi að fólk geti séð sjálfu sér farborða og notið ör- yggis velferðarþjóðfélagsins með átta stunda vinnudegi. Þá höfum við tíma fyrir sjálf okkur og hvert annað — og einnig börnin okkar og þurfum ekki að vísa þeim á dyr og í faðm fíkni- efnanna. Klám og kvenfrelsi „Fahrenheit 451“ upp á nýtt Nú hafa íslenskar valkyrjur fet- að í fótspor kynsystra sinna er- lendis og skorið upp herör gegn klámi hvers konar. Nefnist hreyf- ing sú er stofnuð var til höfuðs sóðaskapnum „Konur gegn klárni". Niðurlæging Systurhreyfingar „Kvenna gegn klámi erlendis" skilgreina „klám" býsna vítt og telja hvers kyns myndir af berrössuðum kvenper- sónum klámfengnar. Klám ber að banna því það er niðurlægjandi fyrir konur segja valkyrjurnar. En samkvæmt þessari „rökvísi" ætti skilyrðislaust að banna sósíalísk- an áróður því hann er niðurlægj- andi fyrir atvinnurekendur! Ætíi það sé gaman að sitja undir því að vera kallaður/kölluð arðræningi og blóðsuga? Einnig ætti að banna hvers kyns hægriáróður því hann er augljóslega niðurlægjandi fyrir sósíalista. Auk þess vaknar sú spurning hver eigi að ákveða hvaða myndir eða textar eru niðurlægjandi fyrir konur og hverjar ekki. Það er ekki sjálf gefið að mynd af nakinni konu eða pari í samfarastellingum sé niðurlægjandi fyrir kvenkynið. Þess utan eru ekki næstum því ail- ar konur andsnúnar klámi, alla vega ekki þær sem taka þátt í klámmyndum eða kaupa klám- blöð. En slíkar konur eru kannski „kynsvikarar" og ekki álitshæfar, eða hvað? Því má ekki gleyma að stúlkur sem láta taka nektarmyndir af sér til birtingar gera það af fúsum og frjálsum vilja. Með því að banna slíkar myndbirtingar er einfald- lega verið að takmarka frelsi þess- ara kvenna en kvenréttindakonur telja að bann við klámi auki kven- frelsi. „Helsi er frelsi" segir Stóra Systir á rauðum leistum. En hvers vegna í dauðanum á frelsi kvenna til að ráða eigin líkama aðeins að ná til þeirra sem vilja fóstureyð- ingu en ekki til þeirra sem sýna á sér bossann? Þá kunna valkyrjur að segja að þessar stúlkukindur séu afvega- leiddar af karlveldinu. Þær hafi meðtekið þá hugmynd karlveldis- ins um konur að þær séu einungis kynverur. Þannig eru þessar glyðrur ekki sjálfráðar gerða sinna, gætu kvenréttindakonur sagt. En með slíkum rökum safna klámfjendur glóðum elds að eigin höfði því þá má efa að þeir séu sjálfráðir sinna gerða. Einhver gæti sagt að klámfjandskapur þeirra stafaði af því að þær séu innst inni hræddar við kynlíf eða hafi minnimáttarkennd gagnvart fegurðardísunum í „Playboy". „Sá sem vegur með sverði mun með sverði veginn verða." Mér dettur ekki í hug að gera kvenréttindakonum upp annar- legar hvatir og efast ekki eitt augnablik um heilindi þeirra. En það er ljóður á þeirra ráði að þær taka ekki tjáningafrelsið alvar- lega. Þær skilja ekki að í frjálsu samfélagi verðum við að þola ým- iss konar tjáningu sem okkur er meinilla við. „Ég fyrirlít skoðanir yðar en er reiðubúinn til að láta líf- ið fyrir rétt yðar til að tjá þær" er Voltaire látinn segja í sögulegri skáldsögu. Þær skilja heldur ekki að bann við klámi er ekkert annað aukabiti handa hvers kyns glæpa- lýð sem myndi græða stórfé á að selja allra handa sóðaskap undir borði. Aðrar lausnir Kvenréttindakonur halda því franf að klám geri konur undir- gefnar og karlmenn að kvenhöt- urum þannig að það takmarki í reynd frelsi kvenna. En þá er sönn- unarbyrðin valkyrjanna, hvernig vita þær með öruggri vissu að klám hefur þessi áhrif? Við vitum að saga auglýsinganna er saga hinna misheppnuðu auglýsinga- herferða þannig að áhrifagirni mannskepnunncu- virðast einhver takmörk sett. Hvers vegna skyldi klám hafa örlagaríkari áhrif á at- ferli fólks en rándýrar auglýsinga- herferðir sem mislukkast? Og get- ur ekki hugsast að klám hafi mis- munandi áhrif á mismunandi ein- staklinga? Ofbeldiþrungin klám- mynd sem kann að gera einn að nauðgara gæti bjargað öðrum frá þeim meinlegu örlögum. Viðkom- andi gæti fengið svo hrikalega út- rás við að glápa á sorann að hann hreinsaðist af löngunum til að beita konur ofbeldi. Og jafnvel þótt gagnrýni kvenréttinda- kvenna á klám kunni að vera að einhverju leyti rétt er ekki þar með sagt að lausn þeirra sé sú rétta. Væri ekki sterkari leikur að beita sölumenn sorans þrýstingi með ýmsum hætti, t.d. mótmæla- stöðum og undirskriftasöfnunum í stað þess að heimta boð og bönn? Ef konur tækju sig saman um að versla ekki í búðum sem hafa klámblöð á boðstólum gætu þær aðgerðir neytt eigendurna til að hætta sölu sóðaskaparins. Slíkar baráttuaðferðir eru bæði sið- menntaðri og vænlegri til árang- urs en þær óhugnanlegu klámrita- brennur sem öfgakonur erlendis hafa staðið fyrir. Uppákomur af þessu tagi minna ekki eilítið á „af- reksverk" þýsku nasistanna sem trúðu því að aríar hugsi öðru vísi en gyðingar. Segja ekki femínistar að konur lifi í öðrum hugarheimi en karlar? Guðsblessunarlega eru til kvenréttindakonur sem trúa á mátt ókynbundinnar skynsemi. Væri ekki athugandi fyrir þær að reyna að sannfæra neytendur kláms með rökum, leiða þeim fyr- ir sjónir að neysla kláms sé af hinu illa? Það er alla vega ekki sjálfsagður hlutur að sýna myndir af allsberu kvenfólki hvar og hvenær sem er. Athugandi væri að banna sölu kláms yfir búðarborði og leyfa að- eins pöntunarsölu á þessari vöru. Þá fengju allir sitt, gömlu grað- naglarnir klámblöðin sín og kven- frelsiskonur gætu farið inn í bóka- búðir án þess að eiga á hættu að við þeim gíni myndir sem þeim finnst niðurlægja sig. Lokaorö Fyrir rúmum tuttugu árum gerði FrancoisTruffaut kvikmynd- ina Fahrenheit 451 eftir sam- nefndri sögu Rays Bradburys. Þar er lýst framtíðarríki sem hefur bannað allar bækur og lætur brenna hvar sem til þeirra næst. Ástæðan er sú að allir fundu eitt- hvað í einhverjum bókum sem særði þá eða niðurlægði. Blökku- menn vildu láta banna bækur sem lýstu þeim með neikvæðum hætti, íhaldsmenn vildu láta banna bæk- ur sem brutu í bága við almennt velsæmi o.s.frv. Einfaldasta lausn- in var náttúrlega allsherjar bóka- bann. Með stöðugum kröfum um boð og bönn færa rauðsokkur okkur skrefi nær slíku lögreglu- ríki. Stefán Snævarr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.