Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 12
ALÞYÐUBLAÐIÐ PRESSAN FAX 82019 MHimitmiiii Laugardagur 24. mars 1990 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRN O 681866-83320 Vestfirdingar vilja allt til vinna ad fá göng: Aukagjaldið kostar sama og Mogginn - 67 daga Vestfirðingar geta, sé það talinn nauðsynlegur þáttur í að flýta jarðganga- gerð, fallist á að innheimt verði sérstakt aukagjald af bensíni og brennsluolíu á ðkutæki og vinnuvélar á svæðinu. Þetta er nefni- lega samþykkt Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. Telur stjórn sambandsins að eigendur ðkutækja muni í reynd spara þrátt fyrir sérsköttun, eldsneyt- isnotkun minnki, að ekki sé talað um slit á bílum og tækjum. Vestfirðingar hafa gert sín heimadæmi og segja sem svo að munurinn á því að greiða slíkt gjald yrði ekki mikill. Reikna þeir með 6000 km akstri á ári og 12 lítra eyðslu á hverja 100 kílómetra. Sá ökutækiseigandi þyrfti að greiða 2.250 krónur aukalega í sérstakan bensínskatt, — sama og fyrir 67 daga áskrift að Mogganum. Hallgríms- kirkja matstaður Hallgrímskirkja tekst á við nýtt hlut- verk nk. fimmtudag þegar þar verður boðið upp á opinn matarfund í hliðarsal. Miðaustur- lenskur matur er uppi- staðan en á matseðlin- um eru m.a. pítur, fala- fel o.fl. Þetta er vænt- anlega nýlunda í kirkj- um landsins en þar hef- ur hingað til mestan part verið boðið upp á messuvín og oblátur. Það er vinafélagið ís- land-ísrael sem fyrirhug- ar að standa fyrir þessum fagnaði í kirkjunni og í fréttatilkynningu frá fé- laginu segir að félags- menn og gestir séu vel- komnir, því fleiri — því skemmtilegra, stendur þar. VEÐRIÐ í DAG Allhvöss norölæg eða norðvestlæg átt um mest- allt and og snjókoma eða éljagangur um norðanvert landiö, en úrkomulítið syðra. Gert er ráð fyrir að um hádegisbilið bari að lægja og undir kvöld má búast við að vindur snúist til suðlægrar áttar. Frost verður á bilinu 2—8 stig. Fimm mánaöa greiðslustödvun Eldeyjar að Ijúka: Vantar 30 millj- ónir I nýtt hlutafé Almennur hluthafa- fundur í útgerðarfélag- inu Eldey á Suðurnesjum sem haldinn verður í dag, gerir sennilegast út um það hvort félagið heldur áfram starfsemi sinni eða lýsir yfir gjald- þroti. Á morgun, sunnu- dag, lýkur 5 mánaða greiðslustöðvun félags- ins og undanfama mán- uði hafa forsvarsmenn þess leitað með logandi Ijósi að nýju hlutafé svo hægt væri að halda fé- laginu gangandi. For- svarsmenn félagsins telja að 30 milljónir vanti upp í nýju hlutafé svo At- vinnutryggingasjóður komi útgerðinni til að- stoðar. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið aflaði sér hjá Eldey í gær hefur Atvinnutryggingasjóður gefið vilyrði um að koma félaginu til aðstoðar að uppfylltum vissum skilyrð- um. Fyrst og fremst því að eigið fé verði aukið en enn- fremur að félagið yrði rekið með það í huga að alltaf fá- ist hæsta verð fyrir aflann. Sem fyrr segir hafa for- svarsmenn Eldeyjar leitað logandi ljósi að nýju hlutafé á undangengnum mánuð- um. Örn Traustason hjá Eldey sagði menn ekki gera sér alveg grein fyrir því hvort það fé sem þurfi myndi nást en sagði aö hlutafjársöfnunin hefði gengið framar öllum von- um. Það kemur í Ijós á hlut- hafafundinum í dag og þar með ræðst framtíð fyrir- tækisins. Eldey var stofnsett 1987 til að verða einskonar sam- einingarafl í útgerð á Suður- nesjum, eigendur félagsins eru fjölmargir og markmið- ið í upphafi var að félagið keypti skip sem annars þyrfti að selja frá Suður- nesjum svo svæðið missti ekki kvóta. Vegna ónógrar fyrirgreiðslu komst félagið aldrei á þann skrið sem þurfti og hefur barist í bökkum allt frá stofnun. Eldey gerir út sem stend- ur tvo báta á línu, Eldeyj- ar-Boða og Eldeyjar-Hjalta og samkvæmt upplýsing- um Arnctf Traustasonar hjá Eldey, hefur gengið mjög vel hjá þeim það sem af er þessu ári, aflaverðmæti þeirra upp úr sjó er nærri 50 milljónir á tveimur fyrstu mánuðum ársins. Bátarnir hafa lagt upp hjá Fiskmarkaði Suðurlands og selt svo afla erlendis einnig. Landsbanlcinn gerði það gott Þeir Landsbankamenn mega vel við niðurstöðu síðasta rekstrarárs una, — bankinn skilaði 223.4 milljón króna hagnaði það ár, og stórbætti stöðuna frá árinu á undan, þegar varð 117 milljón króna hagnaður. Aðrar tölur hjá Landsbank- anum eru viðlíka glæsilegar, — heildareignir upp á 81,4 milljarða, sem er 24,1% aukning milli ára. Eigið fé var 5.032 milljónir króna. Á myndinni má sjá Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra stað- festa ársreikning bankans með undirskrift sinni. Lengst til vinstri á myndinni er bankaráðsformaðurinn, Eyj- ólfur K. Sigurjónsson, þá Jón Sigurðsson, Björn Friðfinns- son og Friðrik Sophusson. Alþingi fékk adgengibúnad fyrir fatlaöa ad gjöf: Hvar er gjöfin niðurkomin? Lesandi einn hafði sam- band við blaðið vegna mynd- ar og fréttar um slæmt að- gengi fatlaðra í Alþingishús- inu. Hann sagði að í raun væri til búnaður hjá Alþingi til að auðvelda fötluðu fólki að komast upp hina háu stiga hússins. „Það var SÍBS sem gaf stofnuninni eins konar skrið- dreka, — tæki á beltum, sem notað er af fötluðu fólki til að komast upp stiga. Þessi bún- aður var afhentur forseta sameinaðs þings og skrif- stofustjóra þingsins með pomp og prakt fyrir nokkrum árum," sagði lesandinn. Þeir SÍBS-menn höfðu þá að orði að nú væri hlutum snúið við, áður hefðu þeir oft leitað til þingsins um styrki til starfseminnar, — nú kæmu þeir færandi hendi. Var vel tekið í það og boðið til kaffi- drykkju. En núna nokkrum árum seinna er þessi skriðdreki Al- þingis líklega gleymdur og núverandi húsbændur vita líklega ekki að þessi búnaður er í eigu þingsins. Hvernig væri að dusta rykið af hon- um? ÍSLAND Hitastig í nokkrum iandshlutum kl. 12 í dag Fólk „Talið er víst að þetta verði það fyrsta sem Hall- dór þarf að bakka með,“ segir í Sjómannablaðinu. Þar er verið að ræða um bann Halldórs Ásgríms- sonar við útflutningi á hausuðum og flöttum fiski. Segir blaðið að til þessa hafi Halidór staðið allt af sér, enda sé hann þrautseigur og þrár með afbrigðum. „Sumir kalla hann síðasta „Bjart í Sum- arhúsum" sem eftir er í- pólítíkinni," segir blaðið. ★ Löggan á Sauðárkróki er á kafi í pólitík lesum við í Feyki. Spyr blaðið í góð- ■ látlegum tón hvort lög- regluríki sé í uppsiglingu. Birgir Hreinsson er í 3. sæti hjá krötum, Svein- björn nokkur er talinn lík- legur kandídat hjá íhald- inu og síðan er sagt að þeir Björn Mikk og Gud- mundur Páls séu sagðir berjast um sæti ofarlega hjá Framsókn. Semsagt pólitík hjá pólitíinu!! ★ Framarar fagna því 21. apríl að nú eru liðin 50 ár síðan félagið tók að iðka þjóðarsportið, handknatt- ieik. Á þessari hálfu öld hafa þúsundir Framara kastað tuðrunni sín á milli og í mark andstæðing- anna. Án efa munu marg- ir þeirra mæta í félags- heimili Fram við Safa- mýri í afmælishófið og rifja upp gamlar minning- ar. ★ „Staðreyndin er sú að sá sem býður óeðlilega lágt í verk kemst upp með að skila lélegu verki. Það er ekki leiðin til að byggja upp íslenskan iðnað," seg- ir Hreinn Frímcmnsson verkfræðingur hjá Hita- veitu Reykjavíkur í viðtali við blaðið Iðnaðurinn. í blaðinu er verktakastarf- semi landsins tekin til sér- stakrar meðferðar. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.