Alþýðublaðið - 24.03.1990, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 24. mars 1990 sem eldri kynslóðir hafa átt erfitt með að kyngja oft á tíðum. Hugmyndafræði fortíðarinnar hefur aídrei verið gerð upp til fullnustu, þýska þjóðin lifir enn með skugga fortíðarinnar á herð- unum og kemst ekki undan henni. Það er ekki bara nazisminn, held- ur og ekki síður kommúnisminn sem alið hefur upp stóran hluta þjóðarinnar og gert að verkum að sumir þýskir þegnar hafa búið við falskt atvinnuöryggi, enga sam- keppni, niðurgreiðslur á nauðsynj- um. Það getur orðið nokkuð harkalegt þegar þessu fólki verður harka samkeppnisheimsins ljós og um leið verður það að horfast í augu við algerlega nýjan sögu- skilning, væntanlega meira og minna kominn að vestan. Aust- ur-Þjóðverjar hafa til að mynda aldrei viljað viðurkenna sök á síð- ari heimsstyrjöldinni, hafa skýlt sér á bak við hlutverk kommún- ismans í sigrinum á nazismanum, Þeir eru mun styttra komnir í upp- gjörinu en Vestur-Þjóðverjar. í raun og veru rétt lagðir af stað. Efnahagslegur samruni_ Hvernig reisa menn efnahag Austur-Þýskalcinds við er spurning sem oft er spurt. Þýðir sú viðreisn ekki aukna skatta og mun almenn- ingur í Vestur-Þýskalandi sættast á það. Aðrir benda á að viðreisnin muni fyrst og fremst koma frá einkafjármagninu sem sér hag í því að dæla fé inn í Austur-Þýska- land og svo enn austar, til þess að búa til markað fyrir eigin vörur. í þessu tilliti eru Þjóðverjar í lykil- stöðu í Evrópu, þeir eru eina þjóð- in sem hefur fjárhagslegt bolmagn til að mæta þörfum sveltandi Aust- ur-Evrópubúa, þeir búa yfir gríð- arlegri tæknikunnáttu og þekk- ingu á framleiðslu vara sem eru notaðar í frum- og hverskyns nú- tíma þungaiðnað, vörur sem ger- valla Austur-Evrópu mun skorta á næstu árum. Ogsíðast en ekki síst hvað þetta varðar. Þýska sölu- og markáðsvélin er sú sterkasta í heimi, jafnvel Japanirnir standast þeim ekki snúning. Það sést glögg- lega þegar viðskiptajöfnuður stærstu og ríkustu þjóða heimsins er skoðaður. Hann er hvergi jafn hagstæður og hjá Þjóðverjum sem eru þekktir fyrir að flytja lítið inn og treysta mjög á eigin fram- leiðslu. Lifskjör Austur-Þjóðverja eru auðvitað langtum lakari en Vest- ur-Þjóðverja. Úrslitin í kosningun- um í Austur-Þýskalandi um síðustu helgi benda til þess að Aust- ur-Þjóðverjar sætti sig engan veg- inn við þetta ástand lengur. Þeir vilja njóta þeirra veraldlegu gæða sem Vesturlandabúar hafa notið um langan tíma. En hagvöxtur Vestur-Þjóðverja, sem talinn er geta orðið allt að 3% á ári á lOda áratugnum, grundvallast fyrst og fremst á markaðskerfi þar sem nýjasta tækni, gott skipulag og metnaður til að gera stöðugt betur er drifkrafturinn. Þetta eru Aust- ur-Þjóðverjum ný hugtök og þeirra hagkerfi er á brauðfótum, vörur þeirra ekki samkeppnishæf- ar, hvorki í verði né að gæðum. Þetta þurfa Vestur-Þjóðverjarnir að laga og það mun taka þá tíma Þjóðar- framleiðsla ó mann Bandaríkin $ 19.770 Japan $ 14.340 Sameinað Þýskaland $ 13.987 Sovétríkin $ 8.850 Sundkeppni á Ólympíuleikjunum í Seoul 1988. Aústur-þýska sunddrottn- ingin Kristin Otto 2. frá vinstri. Ef þýsku ríkin hefðu keppt undir einum fána i Seoul hefði landið hlotið flest verðlaun allra landa á leikjunum. Nú spyrja menn sig, tekst að viðhalda þessu eftir að ríkisstyrkir Austur-Þjóðverja til íþrótta, sem voru gífurlegir, leggjast af. og kosta fé. Oscar Lafontaine, kanslaraefni jafnaðarmanna hefur t.d. varað við afleiðingum þess ef austur-þýskum iðnaði verður hent útí almenna samkeppni; það muni einfaldlega þýða að hann bíði af- hroð, verði undir og fólk missi at- vinnu í stórum stíl. Hið stöðuga Þýska mark Hvað sem þessu öllu líður, hug- myndafræðilegu uppgjöri, fortíð- inni og því hvernig til tekst þegar raunverulega verður farið að spyrða saman þýsku ríkin, er ljóst að ef allt gengur að óskum verður til nýtt stórveldi í þjóðasamfélag- inu. Stórveldi sem byggir á sterk- um efnahag, miklu þjóðarstolti og metnaðarkennd. Stórveldi sem stendur sterkt á öllum sviðum mannlífsins, listum, menningu, íþróttum, skólakerfi o.s.frv. Hvern- ig það síðan kemur til með að að- lagast og hafa áhrif á hina evr- ópsku sameiningu, á efnahag ann- arra ríkja, eins og t.d. Bandaríkj- anna og samkeppnisstöðu Japana, verður að koma í ljós þegar fram í sækir. Wolf Bierman, hinn þekkti austur-þýski trúbador, sagði eftir kosningarnar í Austur-Þýskalandi að breyta ætti þjóðsöng Þjóðverja í D-Mark, D-Mark úber alles. Það a.m.k. ljóst að hið stönduga og óhagganlega D-Mark verður styrkasta stoðin undir hið nýja veldi í Evrópu og heiminum. Samt munu Þjóðverjar væntanlega enn um sinn stöðugt þurfa að sýna fram á að Þýskaiand nútímans er ekki það Þýskaland sem hóf síðari heimsstyrjöldina. Við hana losna þeir aldrei. Byggt á Newsweek og fleiru cngir tveir einstaklingar eru eins! í okkar augum er munurinn augljós. Viögerum okkur glögga grein fyrir því aö einstaklingar eru eins ólíkir og þeir eru margir. Og því er þörfin fyrir fjármálaþjónustu mjög mismunandi. Þetta er staöreynd sem starfsfólk íslandsbanka hefur aö leiöarljósi ísínu starfi. Islandsbanki mœtir því kröfum markaöar- ^ ins meö nýjungum og persónulegri þjónustu sem einkennist af þekkingu, vandvirkni og lipurö. Þess vegna njóta einstaklingar góös af þjónustu íslandsbanka. ISLANDSBANKI - í takt við nýja tíma. Vibskiptanet Islandsbanka: Fyrir utan þá 37 afgreiöslustabi sem íslandsbanki starfrœkir eru Verbbréfamarkabur íslandsbanka hf. og fjármögnunarfyrirtœkib Clitnir hf.dótturfyrirtæki bankans. Einnig er íslandsbanki eignarabili ab EurocardVisa, Fjárfestingarfélaginu og Féfangi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.