Alþýðublaðið - 30.03.1990, Side 1

Alþýðublaðið - 30.03.1990, Side 1
Mistök í tölvuskráningu veldur forrádamönnum sveitarfélaga höfuöverk: Þurfa að skila aftur hluta af staðgreiðslufé Hugarheimur valdsmanns af gamla skólanum ,,Ef einhver embættismað- ur er ósammála mér, lýsi ég því fyrst yfir að hann sé asni. Síðan kalla ég málflutning hans fúkyrðaflaum. Að lok- um legg ég starfið hans niður, rek hann heim og múra upp i dyrnar á skrifstofunni hans. Svo má hugleiða hvort ég læt hleypa úr dekkjunum á bíln- um hans." Þannig er upphaf- ið á grein Guðmundar Einars- sonar um valdahroka og hug- arheim valdsmanns af gamla skólanum. Hann beinir spjót- um sínum að Svavari Gests- syni menntamálaráðherra. Bls. 5. Mistök urðu í tölvu- skráningu hjá Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkurborgar þeg- ar skiptiprósenta út- svars til sveitafélaga var reiknuð út. Afleiðingin er sú að nú skulda flest sveitarfélög utan höfuð- borgarsvæðisins ríkis- sjóði það sem ofgreitt var. „Ljóst er að þetta mun koma illa við þau sveitarfé- lög sem gert hafa ráð fyrir meiri tekjum en þeim í raun bar,“ sagði Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga í samtali við Alþýðu- blaðið í gærkvöldi. Mistökin komu í Ijós fyrir síðustu áramót að sögn Garðars. Talið er að segul- bönd sem innihéldu upp- lýsingar um staðgreiðslu- hlutfall launa hafi með ein- hverjum hætti misfarist þannig að þessar upplýs- ingar komust aldrei inn i reiknikerfi tölvanna. Skipti- prósenta sem reiknuð er sem hlutfall af staðgreiðslu launa varð því röng og greiðslur til sveitarfélaga samkvæmt henni einnig. Samkvæmt upplýsingum Garðars voru það aðallega sveitarfélög á Stór-Reykja- víkursvæðinu sem báru skarðan hlut frá borði með- an sveitarfélög utan þess fengu meira en þeim í raun bar. Hann sagði það mjög misháar upphæðir sem hér væri um að ræða en vissu- lega kæmi þetta illa við þau sveitarfélög sem vegna þessara mistaka hefðu of- metið tekjustofna sína. Garðar gat ekki svarað því frekar hver ætti hér sök en sagði eðlilegt að grennslast frekar um hvernig þessi mistök hefðu orðið. Jón Þór Þórhallsson, for- stjóri Skýrr, sagðist ekki vita til þess að nein slík mis- tök hefðu átt sér stað, en vildi þó ekki neita þeim al- farið að svo stöddu. Hann sagði hins vegar eðlilegt að rannsaka hvað hæft væri í þessum ásökunum því mis- tök sem þessi gætu hafa orðið hvar sem er í kerfinu. Utanríkisrádherra um afstööu íslands og annarra ríkja til fullveldisyfirlýsingar Litháens: Viðurkenning gæti iellt Gorbatsjov „Þeir sem setja á oddinn kröfuna um formlega við- urkenningu Litháens, de jure og de facto, eru vin- samlegast beðnir um að hugieiða eftirfarandi: Að hvaða gagni kæmi hún fyr- ir Litháa á þessu augna- bliki? Til hvers myndi hún leiða?” sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrikis- ráðherra í ræðu sinni á Al- þingi í gær um málefni Lit- háens. Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur ásamt nokkrum sjálfstæðis- mönnum og Inga Birni Al- bertssyni lagt fram þings- ályktunartillögu þess efnis að ísland viðurkenni þegar í stað fullveldi Litháens. Utanríkisráðherra sem flutti skýrslu sína á Alþingi í gær fjallaði m.a. ítarlega um mál- efni Litháens. Um formlega viðurkenningu íslands á Lit- háen sagði utanríkisráð- herra: Það er ekki launungarmál að af hálfu bandarískra stjórnvalda er litið svo á að með formlegri viðurkenn- ingu nú liti það svo út, sem forseti Sovétrikjanna hefði orðið að láta undan siga fyrir þrýstingi frá Bandaríkjunum eða Atlantshafsbandalaginu. Við núverandi kringumstæð- ur biði það heim hættunni á að Gorbatsjov yrði felldur frá völdum og innan Sovétrikj- anna yrði um að ræða aftur- hvarf til fyrri stjórnarhátta; harðlínumenn og hernaðar- yfirvöld tækju við og freist- uðu þess að halda Sovétríkj- unum saman með vopna- valdi með öllum þeim afleið- ingum sem það hefði í för með sér. Ég spyr: Hverjum yrði það að gagni? Að hvaða gagni kæmi það Litháum? Hinum Eystrasaltsþjóðunun? Öðrum þeim þjóðum innan Sovét- ríkjanna sem ala í brjósti ósk- ir um aukið sjálfsforræði? Vonin um það að þeim verði að ósk sinni er því bundin að friðsamlegar lausnir finnist og að ekki komi til hernaðar- átaka. Þess vegna er það vit- urleg stefna að forðast í hví- vetna að magna árekstra en að halda uppi stöðugum þrýstingi á báða aðila í skjóli þess hvað í húfi er, um við- ræður, samninga, friðsamleg- ar lausnir," sagði utanrikis- ráðherra. SJÁ NÁNAR BAKSÍÐU: REYKJAVÍK, BORG ÞÍÐUNNAR. Framtíðarmaður skoðar nýja íþróttahúsið sitt Liðsmenn FH — Fimleikafélags Hafnarfjaröar, hafa löngum þótt einstaklega harðsnúnir í þjóðar- íþróttinni, handbolta. Þeir hafa þó ekki fyrr en nú átt eigið þak yfir höfuðið. Nú stendur það til bóta, þvi næstu daga hefja þeir störf i einhverju glæsilegasta íþrótta- húsi landsins. Strákurinn á mynd- inni er greinilega í „réttu félagi" og tilhlýðilega merktur því. Hann horfir i lotningu inn á nýja leik- vanginn þar sem merkir íþrótta- viðburðir eiga eftir aö fara fram. Kannski er hann einn af f ramtiðar- mönnum FH, hver veit? — A-mynd: E.ÓI. Vœntanlegt frumvarp ríkisstjórnarinnar um nýja stofnun — Lána- og ábyrgöa- stofnun ríkisins Stofnun sem mundi velta 120 milljörðum Fyrir Alþingi mun trú- lega koma fram ríkis- stjórnarfrumvarp á næstunni um að koma á laggirnar Lána- og ábyrgðastofnun ríkisins. Stofnuninni er ætlað að vera .vettvangur við- skipta með spariskír- teini ríkissjóðs og ríkis- víxla en hún mun einnig hafa með höndum allar erlendar lántökur ríkis- ins. Stofnunin mun að sögn koma til með að velta um 120 milljörðum króna árlega, sem sam- svarar tæplega einum og hálfum fjárlögum ís- lenska ríkisins. Að sögn Marðar Árna- sonar, upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins hef- ur ríkisstjórnin sett frum- varpið fram sem forgangs- mál og telur hann allar lík- ur á að það verði samþykkt af þingheimi. Heimildir Al- þýðublaðsins segja að lík- legur yfirmaður Lána- og ábyrgðarstofnunar ríkisins sé Sigurgeir Jónsson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðu- neytisins. Ráðgert er að hlutverk Lána- og ábyrgðastofnunar verði þríþætt. í fyrsta lagi er stofnuninni ætlað að halda utanum allar erlend- ar lántökur, það hlutverk er nú í höndum Seðlabanka, Fjármálaráðuneytisins og Fjárlaga- og hagsýslustofn- unar. Þá verður Ríkis- ábyrðasjóður einn hluti stofnunarinnar og mun sjá um ríkisábyrgðir á lánum. Þriðji þáttur í starfsemi Lána og ábyrgðastofnunar ríkisins er að vera vett- vangur spari- og ríkisvíxla- viðskipta. Þessari starfsemi hefur til þessa verið sinnt í samvinnu af Seðlabanka og fjármálaráðuneyti. Mörður sagði eðlilegt að starfsemin fengi sjálfstæði en heyrði ekki beint undir ráðuneytið því hér væri um að ræða viðskipti þar sem keppt er um markaðinn við banka og verðbréfafyrirtæki. „Markmiðið með Lána og ábyrgðastofnun er að auka hagræðingu með því að flytja undir einn hatt starfsemi sem áður hefur skipst milli fjármálaráðu- neytisins og ýmissa ríkis- stofnana," sagði Mörður. Hann sagði frumvarpið nú vera hjá þingflokkunum en taldi allar líkur á að það fengist samþykkt þar þó alltaf mætti reikna með að þingflokkarnir geri ein- hverjar breytingar á því.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.