Alþýðublaðið - 30.03.1990, Side 6

Alþýðublaðið - 30.03.1990, Side 6
6 Föstudagur 30. mars 1990 RAÐAUGLÝSINGAR Tilkynning um gatnagerðargjöld í Reykjavík Að gefnu tilefni er vakin athygli á ákvæðum reglu- gerðar nr. 511, 1988 varðandi gatnagerðargjöld í Reykjavík og breytingu á þeim, sem verður 1. júlí 1990. Til 1. júlí nk. ber samkvæmt reglugerðinni að greiða hálft gatnagerðargjald af nýbyggingum og stækk- unum húsa á eignarlóðum og leigulóðum, sem borgarstjórn Reykjavíkur úthlutaði fyrir 4. maí 1984, nema sérstakir samningar leiði til annars. Grundvöllur gatnagerðargjalds er samþykkt bygg- ingarnefndar á teikningum og miðast ofangreint því við, að teikningaraf nýbyggingum eða stækkun húsa hafi verið samþykktar í byggingarnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júlí 1990. Eftir þann dag ber að greiða fullt gatnagerðargjald af byggingum á öllum lóðum í Reykjavík, sem ekki eru sérstaklega undan- þegnar með samningum eða á annan hátt. Athygli er vakin á því, að því fyrr, sem teikningar eru lagðar fyrir byggingarnefnd, er líklegra, að unnt verði að afgreiða þær fyrir 1. júlí nk. Borgarstjórinn í Reykjavík. C LANDSVIRKJUN Blönduvirkjun — útboð Menntamálaráðuneytið Lausar stöður Lausar eru nokkrar kennarastöður við grunnskóla Reykjavíkur. Meðal kennslugreina eru: tónmennt, heimilisfræði, sérkennsla og talkennsla. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis. Auglýsing frá Menntamála- ráði Islands um styrk- veitingar árið 1990 Menntamálaráð íslands veitir nokkra styrki úr Menningarsjóði til listamanna, sem hyggja á dvöl erlendis til að vinna að listgrein sinni. Til úthlutunar er alls kr. ein milljón. Umsóknum skulu fylgja nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir, sem ekki hafa hlotið sams komar styrk frá Menntamálaráði sl. fimm ár, ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráði ís- lands, Skálholtsstíg 7, 101 Reykjavík, fyrir 22. apríl 1990. Nauðsynlegt er, að kennitala umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Menningarsjóðs á Skálholtsstíg 7, Reykjavík. Menntamálaráð íslands. 35» TRYGGINGASTOFNUN Ml RIKISINS Floklc . * tarfið Alþýðuflokksfélag Borgarfjarðar Félagsfundur í Hótel Borgarnesi, efri sal, mánudag- inn 2. apríl 1990 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Framboðslistinn fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar. 2. Fjárhagsáætlun Borgarnesbæjar fyrir 1990 kynnt. 3. Önnur mál. Stjórnin. Al þýðuf lokksf élag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundurinn sem féll niður vegna veðurs, verður í Goðatúni 2, þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30. 'Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Laugardaginn 31. mars nk. verður félagsvist í fé- lagsmiðstöðinni að Hverfisgötu 8—10 kl. 14.00. Stjórnendur verða Emilía Samúelsdóttir og Bryn- dís Schram. Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu starfs- mannahúsa við Blönduvirkjun. Verkið felur í sér að byggja hús með herbergjum fyr- ir starfsfólk, mötuneyti, tómstundaaðstöðu og geymslum svo og hús fyrir stöðvarstjóra ásamt frá- gangi vega og lóða við húsin. Starfsmannahúsið verður steinsteypt bygging, tvær hæðir, kjallari og ris, og hús stöðvarstjóra, einnig steinsteypt, hæð og kjallari. Samanlögð stærð húsanna verður um 2600 m2 áð flatarmáli og 8300 m3 að rúmmáli. Lóðin er alls um 8000 m2, þar af slitlag vega og hellulögn um 2600 m2. Skal skila húsunum fullfrágengnum. Gert er ráð fyr- ir að þau verði steypt upp á þessu ári, en verkinu skal lokið að fullu seinni hluta næsta árs. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar að Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík frá og með föstudeginum 30. mars 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 5000 krónurfyrirfyrsta eintak, en 3000 krónur fyrir hvert eintak til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 27. apríl 1990, en þau verða opnuð sama dag klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 23. mars 1990 Landsvirkjun. F.h. Innkaupanefndar sjúkrastofnana o.fl. er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. Bleiur fyrir börn og fullorðna. 2. Undirlegg. 3. Dömubindi. 4. Fæðingabindi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, gegn greiðslu kr. 500,- Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 26. apríl 1990, í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPAST0H\1UI\1 RÍKISIIMS ________BORGARTUNI ■* '0f .../.VtK_ Breyttur afgreiðslutími Frá aprílmánuði 1990 verður afgreiðsla vor í Tryggvagötu 28 opin frá kl. 8.15 til 15.00 daglega. Tryggingastofnun ríkisins. ííæ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða reynds aðstoðarlæknis við Geðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1990. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 1990. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist yfirlækni deildarinnar, Sigmundi Sig- fússyni, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Viljum ráða í stöðu hjúkrunarfræðings á 10 rúma lyflækningaeiningu, sem opin er frá mánudegi til föstudags. Á einingunni fer fram hjúkrun sjúklinga með meltingafærasjúkdóma og annarra sem þurfa skamma innlögn. Um er að ræða 80% starf og er æskilegt að viðkom- andi geti hafið starf í byrjun apríl. Nánari upplýsingar gefur Sonja Sveinsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri. Laus er til umsóknar 50% staða læknaritara við Gjörgæsludeild. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A., Vigni Sveinssyni, fyrir 10. apríl nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Aktu eins og þú vilt aðaðriraki! ÖKUM EINS OG MENN! IUMFERÐAR RÁO Góð verðlaun í boði. Stjórnin. Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum heldur fund næstkomandi sunnudag 1. apríl, klukkan 16.00 í húsnæði sínu að Bárustíg 1. Fundarefni: Sveitarstjórnarkosningarnar. Starfið framundan. Önnur mál. Fjölmennum. Stjórnin. Vorfagnaður Laugardaginn 28. apríl, boða jafnaðarmenn í Kópa- vogi, til „hattaballs" í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, 1. hæð. Húsið opnar kl. 21.20. Miðnætursnarl. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta höfuð- skrautið. Vinir og stuðningsmenn velkomnir. Skemmtinefndin. „Égheld ég gangi heim“ Eftir einn -ei aki neinn yUMFERÐAR RÁO

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.