Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 4
4 VIDHORF Þriðjudagur 29. maí 1990 MÞÍÐUBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið STYRK STAÐA ALÞÝDUFLOKKSINS r Urslit sveitarstjórnarkosninganna sýna og sanna trausta stööu jafnað- armanna um land allt. Fylgi Alþýðuflokksins er orðið stöðugra og meira en áður. Hinn mikli sigur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði þar sem flokkur- inn bætir stöðu sína um tæp 13 prósent og fær sjötta mann kjörinn stað- festir bæði persónulegan sigur Guðmundar Árna Stefánssonar bæjar- stjóra og hina sterku málefnalegu stöðu jafnaðarmanna í Hafnarfirði og á Reykjanesi. Alþýðublaðið hefur áður undirstrikað í forystugreinum blaðsins, að Hafnarfjörður er fyrirmyndarbær íslenskra bæjarfélaga; lík- an að samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem þörfum íbúa er sinnt. Hafnfirðingar kunna greinilega vel að meta stefnumál og áherslur Al- þýðuflokksins og hafa sýnt það með atkvæði sínu. Eftir stórsigur Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði er bær jafnaðarstefnunnar orðinn enn veiga- meiri en fyrr sem vagga og vegvísir aöþví þjóðfélagi sem jafnaðarmenn vilja byggja upp á íslandi. Hinn mikli sigur Alþýðuflokksins í sveitarstjórnarkosningunum 1986 stendur að mestu óbreyttur eftir kosningarnar um helgina. Sums staðar eflist Alþýðuflokkurinn, eins og í Hafnarfirði, Akranesi, Patreksfirði og i Vestmannaeyjum. Alþýðuflokkurinn stendur að mestu af sér storminn í Reykjaneskjördæmi öllu: enn stærstur í Keflavík og óbreytt fulltrúatala í Kópavogi verður að teljast meiriháttar kosningasigur. Á landsvísu eflist Alþýðuflokkurinn frá alþingiskosningunum og fær nú um 17%. r Utkoma Alþýöuflokksins er einnig góð þar sem flokkurinn bauð fram á sameiginlegum listum. Markverðasta tilraunin var í Reykjavík þar sem Alþýðuflokkurinnátti frumkvæðiðað Nýjum vettvangi. Með tvo borgar- fulltrúa er Nýr vettvangur orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í höfuðborginni, grundvallaður á stefnumálum lýðræðislegra jafnaðar- manna. Hinn persónulegi stórsigur Davíðs Oddssonar borgarstjóra er athyglisverður í Ijósi misjafns árangurs Sjálfstæðisflokksins um land allt, og gerir stöðu núverandi formanns flokksins enn óbærilegri en fyrr. Hrun Kvennalista og Alþýðubandalagsins er athyglisvert. Spurt er eðli- lega, hvort Kvennalistinn sé í fjörbrotum og útkoma Alþýðubandalags- ins hlýtur að kalla á afdrífaríkt uppgjör í flokknum þar sem formanns- staða Ólafs Ragnars Grímssonar verður óneitanlega til umfjöllunar. Minnkandi fylgi þessara tveggja flokka er ennfremur hvatning til Al- þýðuflokksins og íslenskra jafnaðarmanna að stefna á nýja sigra undir merkjum frjálslyndrar umbótastefnu. RADDIR BAK VID FRÉTTIRNAR Nýju fuisnœdislögin taka gildi 1. júní: Mesta kjarabót síðarí tima EFTIR: SÆMUND GUÐVINSSON Pað er svo sannarlega gleöiefni aö loks skuli skuldaböl húsbyggj- enda og íbúöakaupenda vera aö breytast í þaö aö vera manneskju- legt afborgunarkerfi jafnframt því aö þeir sem ekki liafa efni á íbúða- kaupum verða ekki ofurseldir duttlungum hins almenna leigu- markaöar. Meö nýjum lögum um breytingar á húsnæðislánakerfinu er hin nánast fortakslausa sjálfs- eignarstefna í íbúöarmálum á und- anhaldi en hún hefur rústaö fjár- hag þúsunda heimila á undanförn- um árum meö skelfilegum afleið- ingum í mörgum tilvikum. Sú breytta stefna sem hin nýju lög marka er einhver sú mesta kjara- böt sem um getur á síöari tímum til alls almennings. Svivirðileg svik fyrri ára bótt dauöarefsing tíðkist ekki hérlendis þegar afbrotamenn eiga í hlut hefur þaö þótt í góöu lagi aö kveöa upp dauöadóma yfir fjár- hag fólks sem hefur ekki annaö sér til saka unniö en reyna aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö, eftir þeim leikreglutn sem gilt hafa í þeim efnum. I þágu baráttunnar gegn veröbólgu hefur þótt viö hæfi aö láta launþega dingla i skuldaslagnum til bjargar þjóöar- hag aö þvi manni skilst. Síöustu tíu árin hafa æ fleiri íbúðareigendur horft upp á síminnkandi eignaraö- ild sína þrátt fyrir stöðugt hækk- andi greiðslur til lánadrottna. Þeg- ar þröun launa og skulda var að- skilin meö þeim afleiðingum aö skuldir margfölduöust í krafti láns- kjaravísitölu og vaxta óháö launa- þróun var um aö ræöa einhver sví- viröilegustu svik við launþega sem um getur hér á landi. Þessar snilldaraðgerðir áttu víst aö kveða veröbólguna í kútinn í hvelli. Allir vita hvernig þaö fór. Hins vegar má segja aö ríkiö hafi reynt aö bæta fyrir svikin með þvi aö veita greiðsluerfiðleikalán til aö lengja í snörunni þó ekki væri annaö. Margir húsbyggjendur hafa hins vegar veriö komnir i þær ógöngur aö þeir gátu ekki fengiö slík lán og því misst allt sitt í klær peningastofnana. Þvingunarstefnan aflögð Hafi einhver ráðherra núver- andi ríkisstjórnar ástæðu til aö fara í fundarferö um landiö og skýra frá verkum sínum í þágu al- mennings þá er þaö Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra. Fjálglegar ræður fjármálaráð- herra vítt og breitt um landið þess efnis aö einhvers staðar megi finna þyngri skattabyröar en hér á landi hafa ekkert upp á sig í eyrum almennings. Sá skattur sem öflun húsnæðis hefur haft í för meö sér er öllum sköttum þyngri og óbæri- legri því hann hefur verið þeirri náttúru gæddur að hann hefur si- fellt hækkað eftir því sem meira hefur veriö greitt. Meö tilkomu valfrelsis í húsnæö- ismálum er fólki ekki lengur stillt upp viö vegg og öskrað aö því skipuninni: peningana eöa lífiö. Þeir sem hafa næga peninga geta aö sjálfsögöu byggt sér miklar vill- ur eftir sem áöur. Hinir eiga um ýmsa kosti aö velja. Þeir geta byggt eöa keypt sér húsnæöi meö lánum frá húsnæðiskerfinu í sam- ræmi viö efnahag og greiðslugetu. Framboð á félagslegum íbúöum gerir fólki kleift aö kaupa með leigurétti eöa búseturétti. Aö vísu hafa félagslegar íbúðir verið kost- ur áratugum saman en sá kostur alltof takmarkaöur á allan bátt meðan sjálfseignarstefnan þótti hin eina rétta sem hún kannski var fyrir allan fjöldann hér áður fyrr. Enn sem komið er sækja miklu fleiri um félagslegar íbúðir en hægt er að sinna og sýnir þaö best þörfina. Þetta á hins vegar eftir aö breytast og meira jafnvægi aö komast á. Það er ekki pláss hér til aö gera nákvæma grein fyrir þeirri gjör- breytingu sem nýju lögin hafa í för með sér en raunar væri fyllsta ástæöa til að dreifa ítarlegum upp- lýsingum um þessi mál inn á öll heimili í landinu nú þegar lögin taka gildi þann 1. júní næstkom- andi. Með þeim er stefnt að því marki að þriðjungur af árlegri íbúöaþörf landsmanna veröi fé- lagslegar íbúðir þar sem hægt verði að fá 90% aö láni úr húsnæö- iskeríinu. Þá þyrfti eflaust einnig aö kynna húsbréfakerfið enn frek- ar þar sem margir virðast eiga erf- itt með aö átta sig á því þó það sé í sjálfu sér einfalt. Forðad frá snörunni Sumir hafa tekið þaö óstinnt upp, að nú fær fólk ekki lengur lán frá Húsnæðisstofnun nema þaö sýni fram á aö þaö geti staöiö und- ir greiðslum vegna íbúðakaupa og jafnframt haft í sig og á. Fram til þessa hafa menn stokkið út í án þess aö vera vissir um aö ná landi enda um fátt annaö aö ræða. Nú hefur veriö tekiö fyrir þetta af hálfu Húsnæðisstofnunar og er það sjálfsagt og eölilegt og raunar þakkarvert. I því efnahagsbrjál- æði sem hér hefur ríkt hefur þaö reynst flestum ofviða aö gera raunhæfar áætlanir um fjárhags- skuldbindingar fram í tímann upp á eigin spýtur. Meö því aö hafa vald til að hafa vit fyrir fólki í þess- um efnum þegar íbúöakaup eru annars vegar er Húsnæöisstofnun í raun aö taka upp þau vinnubrögö sem árum saman hafa tiökast hjá bönkum og öðrum peningastofn- unum erlendis. Þar hefur þótt ástæöulaust aö aðstoða almenn- ing viö aö fremja fjárhagslegt sjálfsvíg. Ekki hafa lífeyrissjóðirn- ir með sín okurlán til sjóðfélaga séö ástæöu til að þjóna hagsmun- um eigenda sinna meö þessum hætti. Fnda forráöamenn sjóð- anna alltof uppteknir viö dansinn kringum verðbréfin til aö tryggja völd sín og áhrif i kauphöllunum. Við skulum líka gera okkur grein fyrir því, aö breytingin á hús- næðiskerfinu er ekki síst nauðsyn- leg vegna þess aö ekki er fyrirsjá- anlegt aö biliö milli ríkra og fá- tækra hérlendis muni minnka næstu árin. Þvert á móti bendir margt til þess að það muni halda áfram að breikka. Nýir valkostir i húsnæöismálum eru því sú kjara- bót sem kemur sér best i þeim heimi sem byggir í síauknum mæli á svokallaðri frjálsri samkeppni þar sem sá lifir sem framleiöir mest með sem minnstum kostn- aði. Og hingaö til hafa launin veriö talin aðalkostnaðarliður fram- leiðslunnar. Hvernig lýst þér á dagskrá Listahátíöar? Axel Gomez, 22 ára verslunar- maður: „Ég held að það sé eiginlega ekki neitt sem heillar mig á þessari listahátíð. Það er þá kannski helst þessi franska hljómsveit sem vek- uráhuga minn. Helst heföi ég vilj- að fá einhverja rokkgrúppu. Eg fer og hlusta á Bob Dylan ef hann kemur." Kristbjörg Þórarinsdóttir, 29 ára mamma: „Ég hef því miður ekki fylgst neitt með þessari Listahátíð og geri ekki ráð fyrirað fara á neitt af þeim atriðum sem boðið er uppá. Helst hefði ég viljað fá einhverja popptónleika. Dylan er góður og ég fer að hlusta á hann ef hann kemur. Ég hefði viljað fá einhverja sem öruggt er að koma aldrei, t.d. Rolling Stones eða Bowie." Guörún Alfreðsdóttir, hár- greiðsludama á tvítugsaldri: „Ég er ekki búin að kynna mér hvað er í boði en ef mér lýst á eitt- hvað þá fer ég. Helst heföi ég viij- að fá Dire Straits, Simply Red eða Madonnu." Gunnar Ásgeirsson, 72 ára: „Ég hef ekki hugsað neitt út í það. Ég verð ekkert í bænum á meðan Listahátíð stendur yfir og hef því ekki verið í neinum hug- leiðingum varðandi þau atriði sem eru þar í boði. Þó verð ég að segja að Vínardrengjakórinn er yndis- legur." Svavar Gestsson, 45 ára mennta- málaráðherra: „Að mörgu leyti vel en ég held að það þurfi að endurskipuleggja allt fyrirkomulag hátíðarinnar. T.d. er hugmynd að leggja áherslu á ís- lenska listamenn annaö árið en þá erlendu hitt. Það er þó margt mjög merkilegt á þessari Listahátíð Sem dæmi má nefna San Francisco ballettinn, Vínardrengjakórinn, sovéskan djass, myndlistarsýningu Andre Masson, tónlistarhópinn Les Ne- gresses Vertes, Salif Keita og margt fleira sem of langt mál væri upp að telja."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.