Alþýðublaðið - 29.05.1990, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1990, Síða 7
Þriðjudagur 29. maí 1990 7 INÆSTAFTASTA SIÐANl DAGFBNNUR Fílamaðurinn rúllar yfír Soffíu frænku Þróunarlöndin eyða æ meiru til hernaðar Þróunarlöndin eyða æ meiri fjármunum til hermála á kostn- að annarra verkefna eins og heilbrigðis- og menntamála. Þetta kemur fram í nýútkom- inni skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjall- ar um málefni þriðja heimsins. Útgjöld til hermála í fátæku löndunum jukust þrisvar sinnum hraðar en i þeim iðnvæddu á síð- ustu iiO árum. í skýrslunni kemur einnig fram að það eru átta sinn- um fleiri hermenn en læknar í þró- unarlöndunum og greinilegt sé að fátækt landanna virðist ekki hafa nein áhrif á hernaðaruppbygging- una. Kenneth Watts, einn starfs- manna nefndarinnar, segir ekki rétt að mæla þróunina í þessum löndum einungis út frá aukningu |)jóðarframleiðslunnar, heldur þurfi einnig að taka mið af meðal- aldri, lestrarkunnáttu og kaup- mætti fólksins. Lönd með hlutfalls- lega háa þjóðarframleiðslu á mann þurfa ekki endilega að vera á hærra þróunarstigi, hvað mann- lif snertir, en þau sem hafa lægri þjóðarframleiðslu á mann. Fjárfesting í lestrarkunnáttu kvenna skilaði sér ríkulega í minni fólksfjölgun (en fólksfjölgun er eitt mesta vandamál þriðja heimsins), minni barnadauða og lægra hlut- falli barna sem féll út úr skólum. Dæmdur úr leik ítalskur ólátamaður hefur verið dæmdur til að haida sig á mottunni meðan heimsmeist- arakeppnin fer frain í heima- landi hans. Maður þessi heitir Claudio Pian- ura, er 22 ára, og hefur margsinnis verið tekinn fastur fyrir þátttöku í fjöldaóeirðum sem sprottið liafa upp í kringum knattspyrnuleiki. Dómstóll í Genóa hefur lagt blátt bann við því að Claudio hitti fleiri en þrjár manneskjur í einu, hvort sem er í einkalífi eða á opinberum uppákomum. Auk þessa er honum stranglega bannað að tala um knattspyrnu við nokkurn lifandi mann meðan keppnin stendur yf- ir, eða frá 8. júní til 8. júli. Baggio vill hitta Dalai Lama Hinn geysilega mikli undirbún- ingur undir HM kemur trúlega í veg fyrir að dýrasti knattspyrnu- maður heims fái að hitta trúarleið- toga sinn. Roberto Baggio sem Ju- ventus keypti á um 780 milljónir ísl.kr. hefur lýst yfir miklutn áhuga á að hitta Dalai Lama sem er nú á ferðalagi um Ítalíu, en Baggio er Búddatrúar. ítalska landsliðið er nú í æfingabúðum rétt fyrir utan borgina Flórens og ólíklegt þykir að Baggio fái frí til að hitta Lama. Baggio sefur einn í herbergi í æf- ingabúðunum að eigin ósk enda líkar honum einvera vel. Þar les hann bækur um heimspeki Búdda og iðkar hugleiðslu. Bankieða happdrætti? Danski bankinn Unibank A/S hefur ákveðið að fara nýja leið til að fá sparifjáreigendur til að leggja fé inn á bankann. Þeir sem það gera taka sjálf- krafa þátt í happdrætti þar sem hæsti vinningurinn er milljón danskar krónur eða rúmlega 9 milljónir ísi.kr. „Þetta er nýr bónus sem bankinn býður tii að laða að nýja kúnna. Við er- um mjög bjartsýnir á að þessi aðferð muni draga háar summ- ur að bankanum mjög fijót- lega“, segir Torben Nordquist, aðstoðarbankastjórí Unibank. Eins og fyrr sagði er fyrsti vinn- ingurinn 1 milljón d.kr. en vænt- anlegur sparandi verður að leggja inn 500 d.kr. eða um 4500 Ísí.kr. til að fá númer í happdrættinu. Spar- andinn fær svo eitt númer að auki fyrir hverjar HKI d.kr. sem hann sparar í viðbót. Auk þess að eiga von í vinningi fásparifjáreigendur greidda 4% vexti á ári af innstæð- unni. Skapari Prúðuleikaranna allur Tveir af fjórum valdamestu mönnum heims voru að koma saman til funda um framtíð mannkynsins. Samt sem áður var það ekki sú frétt sent bandaríska sjónvarpsstöðin ABC byrjaði fréttatíma sinn á, heldur fóru fyrstu fimm mínút- ur þáttarins í að tilkynna iát leikbrúðugerðarmannsins Jim Hensons. Það iýsir Henson vei að starfsregla sú sem hann setti handritshöfundum sínum var þessi: Einfalt er gott. Margar þær brúður sem Henson skapaði hafa sem greypst inn í vit- und milljóna manna á líkan hátt og teiknimyndapersónur Walt Disneys, Mikki Mús og Andrés Ond. Prúðuleikararnir eru þekktasta sköpunarverk Hensons og ,,ka- rakterar" eins og Kermit froskur, fröken Svinka, og Fossi björn eru Konan mín er Kvennalistakona en kaus Sigurjón í þetta skipti var og með það alveg á hreinu á föstu- dagskvöldið að Davið myndi missa borgina. — Missa borgina? spurði ég hissa. Sérðu ekki hvað hann ber af þessu liði? Við sátum fyrir framan skjáinn þar sem Davíð velti andstæðing- unum til og frá. — Það kýs enginn mann sem er allur plástraður í framan, and- mælti konan. — Menn kjósa Davíð þótt hann yrði rúllaður í sárabindi eins og múmía, svaraöi ég. Nokkru síðar kom konan með aðra ósmekklega athugasemd: —■ Borgarstjórinn er orðinn eins og fílamaðurinn i framan. — Hvað áttu við? sagði ég hneykslaður. — Hann er ailur afskræmdur með þessa plástra, svo hefur hann fitnað, svaraði hún. Þá er nú ein- hver munur aö horfa á hana Elínu okkar eða hann Sigurjón okkar. vel þekkt á flestum heimilum enda er talið að allt að 285 milljón- ir manna i um 100 þjóðlöndum hafi horft á þættina. í upphafi höfðu stóru banda- rísku sjónvarpsstöðvarnar lítinn áhuga á verkum Hensons svo hann sneri sér til Bretlands með þessa litlu vini sína í farteskinu. i'ar uröu þeir fljótlega mjög vin- sælir og þá var áhugi peninga- mannanna veslanhafs vakinn. .lim Henson tókst að gæð;i hrúð- ur sínar miklu lífi og einhvern veg- inn var eitthvaö ótrúlega manil- legt við þær allar. Þegar Kermit söng It's not easy to be green, sem gæti útlagst; Það er ekki grín að vera grænn, mátti kenna mann- lega sorg sem allir þekkja úr eigin lífi Roger Law, sem er einn af fram- leiðendum hinna mjög svo vin- sælu þátta „Splitting Image" eða Spéspegils eins og þeir voru kall- aðir, haföi þetta aö segja um .lim svo huggulegur ogslank í gráu föt- unum sínum meö rauða slipsiö og hálsklútinn í brjóstvasanum. — Alþýðusnobbari, svaraði ég snúöugt. — Meira að segja Olína er stór- sæt í kvöld, sagði konan. — Hún er eins og Soffía frænka, sagði ég. Hún kannski beldur að hún sé að bjóða sig fram í starf Ba- stíans bæjarfógeta! — Þú ert bara fyndinn í kvöld, sagöi konan og fór fram í eldliús. Og það fór auðvitað með sjón- varpssendinguna eins og ég hafði spáð: Davíð rúllaði yfir liðið. þeg- ar við fórum í rúmið sagði ég við konuna: — Davíð mun rúlla yfir þetta vinstra lið. Svo kom kosninganóttin. F.g var svo þreyttur eftir störf min að ég sofnaði áður en fyrstu tölur komu. Konan vakti mig næsta morgun með rjúkandi kaffi og vöflum. — Það er aldeilis, sagði ég. Hvað er á seyði? — Sigurjón okkar komst inn og Henson: Hann var svo snjall brúöuleikhúsmaður að við tókum ekki eftir því aö fröken Svínka deplaði aldrei auga. Bestu eftirmælin fékk Jim Hen- son þó trúlega frá finnn ára stelpu sem varð hissa þegar hún sá mynd af vini sínum Kermit á forsiðum heimsblaða fullorðna fólksins. Þegar hún spurði hverju jætta sætti var henni svaraö |)ví til að maöurinn sem bjó Kermit til va'ri látinn. „Er Kermit þá líka dáinn?", spurði sú stutta og mátti keitna óróleika í röddinni." Þegar henni var tjáð að svo væri ekki sagði hún með sannfæringu sem börnum einum er gefin. „Nú þá er þetta allt i lagi." Þetta svar hefði Jim Henson trú- lega verið að skapi. Froskurinn Kermit, sem búinn var til úr grænu lérefti og hafði vakiö með okkur gleði og sorg. mun lifa áfram þódauðlegur skap- ari hans safnist til feðra sinna. Elín líka, svaraði konan hress í rómnum. — En Davíð og Olína? spurði ég. — Fílamaðurinn rúllaði yfir Soffíu frænku, sagði konan. Svo fór hún að taka til. Cinn mcé kaffínu Sölumaður í dýrabúð: — Þessi páfagaukur er mjög kristinn. Ef þú togar i vinstri löppina á honum fer hann með Daviðssálmana. Ef þú togar í þá hægri, fer hann með trúar- játninguna. Viðskiptavinurinn: — En ef ég dreg í báðar lappirnar i einu? Páfagaukurinn: — Þá dett ég á stélið! KROSSGÁTAN 38. Lárrett: 1 þorskur, 5 rök, 6 nöld- ur, 7 umdæmisstafir, 8 fuglinn, 10 átt, 11 þreytu, 12 gubbar, 13 nabbinn. Lóðrett: 1 skafa, 2 guðir, 3 fæddi, 4 losnar, 7 hrottar, 7 flókin, 9 vonda, 12 pípa. Lausn á síðustu krossgátu: Lárrett: 1 slást, 5 seil, 5 tin, 7 an, 8 undrun, 10 la, 11 áðu, 12 áður, 13 asnar. Lóörett: 1 seina, 2 lind, 3 ál, 4 tunnur, 5 stunda, 7 auðar, 9 ráða, 12 ás. DAGSKRABN SjénvarpiA 17.50 Syrpan 1R20 Litlir lögreglu- menn 1&50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær 19.20 Heim i hreiðrið 19.50 Abbott og Costello 20.00 Frétt- ir og veður 20.30 Fjör i Frans 20.55 Lýöræði í ýmsum löndum 21.50 Nýj- asta tækni og vísindi 22.05 Holskefla (2) 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Santa Barbara 17.30 Krakka- sport 17.45 Einherjinn 18.05 Dýralif í Afríku 18.30 Eðaltónar 19.19 19.19 20.30 A la Carte. Skúli Hansen 21.00 Leikhúsfjölskyldan (5) 22.00 Forboð- in ást 22.50 fiska 23.20 John og Mary. Aðalhlutverk Dustin Hoffman og Mia Farrow 00.50 Dagskrárlok. Ui 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 I morgunsárið 09.00 Fréttir 094)3 Litli barnatiminn: Dagfinnur dýralæknir 09.20 Trimm og teygjur með Halldóru Björnsdóttur 09.30 Landpósturinn — Frá Vestfjörðum 10.00 Fréttir 10.03 Neytendapunktar 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tið. Hermann Ragnar Stefánsson 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: Ég um mig frá mér til mín 14.00 Fréttir 14.03 Eftirlætis- lögin 15.00 Fréttir 15.03 Kristján átt- undi og endurreisn Alþingis 15.45 Neytendapunktar 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veður- fregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tón- list 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöld- fréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kvik- sjá 20.00 Ævintýri — Þetta vil ég heyra 20.15 Tónskáldatími 21.00 Sjó- mannslif 21.30 Útvarpssagan 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veður- fregnir. Orð kvöldsins 22.30 Leikrit vikunnar: Vesalings skáldið eftir Franz Zaver Kroetz 23.15 Djassþátt- ur 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturút- varp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morgunfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Gagn og gaman 12.00 Fréttayf- irlit 12.20 Hádegisfréttir 14.03 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 184)3 Þjóöar- sálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.30 Gullskifan 21.00 Rokk og nýbylgja 22.07 Landið og miðin 23.10 Fyrirmyndarfólk 00.101 háttinn 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Hallgrímur Thorsteinsson 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Már Björnsson 12.00 Hádegisfréttir 12.15 í mat með Palla 12.15 Valdís Gunn- arsdóttir 15.00 Ágúst Héðinsson 17.00 Kvöldfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Ólafur Már Björnsson 22.00 Haraldur Gíslason 02.00 Frey- móður T. Sigurðsson. Stjarnnn 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Snorri Sturluson 13.00 Ólöf Marin Úlfars- dóttir 17.00 Á bakinu með Bjarna 19.00 Upphitun 20.00 Listapoppið 22.00 Kristófer Helgason 01.00 Björn Sigurðsson. AAalstöðin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn tími til 13.00 LMeð bros á vör 16.00 í dag i kvöld 19.20 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Á yfirborðinu 24.00 Næturtónar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.