Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Miðvikudagur 30. maí 1990 MÞYDUBLMII Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Flákon Flákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Flinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið TRAUST RÍKISSTJÖRN r Urslit sveitarstjórnarkosninganna eru mönnum enn ofarlega í huga. Stórsigur Davíðs Oddssonar borgarstjóra í Reykjavík hefur víða verið túlkaður sem sigurför sjálfstæðismanna um land allt og gefið tilefni til vanhugsaðra skýringa á stöðu ríkisstjórnarinnar. Eins og fram kom í ítarlegri fréttaskýringu í Alþýðublaðinu í gær, er fylgi sjálfstæðismanna mun stopulla á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Sú staðreynd, að jafnaðarmenn stóðust alla ásókn sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, Kópavogi og í Keflavík, veikir enn víg- stöðu Sjálfstæðisflokksins. Sterk og jöfn staða Alþýðuflokksins sem samkvæmt úrslitum sveitarstjórnarkosninganna er næststærsti stjórnmálaflokkurinn, leiðir ennfremur hugann að því, hvort Alþýðu- flokkurinn sé að verða sameinað afl jafnaðarmanna gegn íhaldsöfl- unum og þar með kominn vísir að tveggja flokka kerfi á íslandi. Af- hroð Alþýðubandalagsins, innri styrjaldir og bág málefnastaða flokksins, bendir einnig til þessarar þróunar. Framsóknarflokkurinn virðist enn halda vígstöðu sinni víða um land þrátt fyrir gjaldþrota stöðu SÍS en athyglisvert er, að flokkurinn missir mikið fylgi í kjör- dæmiformannsinsá Reykjanesi semóneitanlega veikirstöðu Fram- sóknarflokksins. Ef metin er staða ríkisstjórnarinnar í Ijósi kosningaúrslitanna um helgina, bendir allt til þess að staða hennar sé sterk. Tveir stjórnar- flokkanna, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, halda fylgi sínu og bæta við þaö. Alþýðubandalagið missir hins vegar mikið fylgi og uppgjörið í flokknum í kjölfar kosninganna gæti reynst afdrifaríkt fyr- ir ríkisstjómina. Á hitt ber einnig að líta, að staða stjórnarandstöðu- flokkanna hefur versnað ef á heildina er litið. Sjálfstæðisflokkurinn eflist í Reykjavík vegna persónuvinsælda borgarstjóra og afkasta- getu flokksvélarinnar í höfuðborginni. Fylgi sjálfstæðismanna á landsbyggðinni er hins vegar mjög sveiflukennt, sennilega ekki síst vegna neikvæðrar stefnu gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem bjargað hafa landsbyggðinni frá hruni og gjaldþroti. Hinn stjórnar- andstöðuflokkurinn, Kvennalistinn, þurrkast nær út og gerir stjórn- arandstöðuna enn veikari. Þar við bætast hinar jákvæðu fréttir af batnandi og stöðugum efnahag, minnkandi verðbólgu og lægri vöxtum. Að samanlögðu er því Ijóst, að staða ríkisstjórnarinnar er ekki aðeins mjög góð, heldur styrkist frá degi til dags. RADDIR MIN SKOÐUN PBRSÓNUD ÝRKUN EDA KÆRLEIKUR Kosninganóttin breyttist í dag. Kjósendur, eins og við heitum til loka kjörfunda, misvel haldnir. Þeir sem voru á dansleik prinsanna orðnir Ösku- buskur á ný. Prinsarnir munu ekki bjóða Öskubuskum fyrr en dregur að Alþingiskosningum. Þá verður á ný slegiö upp balli og duflað og daöraö þar til nær dregur mið- nætti og hallarhliðin skella í lás. Tveir prinsar voru óumdeild- ir sigurvegarar í þessum kosningum, Davíð og Guð- mundur Arni. Þeir mættu í sjón- varpssal og voru spurðir af hverju þeir hefðu sigrað. Þeir svöruðu kurteislega og voru þægilegir, enda engin þörf á stóryrðum eða háðskum athugasemdum. Barátt- unni var lokið og dansgólfið autt, aðeins pappírssnyfsi fuku til og frá en brátt yrði sópað, prinsarnir gætu byrjaö að stjórna á ný og dansgestir aö mestu gleymdir. F'jölmiðlar gerðu að venju heil- mikið úr þessu og mætti halda að vökunætur í beinni, séu fyrir fjöl- miölana sjálfa. Övenju margir kunningjar mínir sögöust ekki nenna að fylgjast með talningu, væru sprengsaddir af öllu kosn- ingakjaftæðinu. Fjölmiðlarnir liafa góða fagmenn í sinni þjón- ustu, þeir gerðu þessa nótt sæmi- lega spennandi og tókst að soga marga með. Þegar efstu menn list- anna mættu á umræðufundi, fannst mér ósamræmi í tíma. Full- trúar hinna ósýnilegu flokka, Flokks mannsins og þeirra grænu, komust minna að en gammarnir. Hvaöa eðlisþáttur er það sem rekur menn til að sækjast eftir pólitískum frama og lenda í þess- um slag, þessu andlega tuski þar sem Ijót orð koma sem vandar- högg og menn kallast á um ósann- indi, rangtúlkanir og fals og sýna of oft mannfyrirlitningu og hörku? ✓ g er feginn að vera ekki þátttakandi í þessu. Lífið er nógu viðkvæmt þó að mað- ur lendi ekki i hanaslag stjórnmál- anna. En sú var tíð að stjórnmála- menn voru mér til áhuga. Þá var ég þingsveirm og fylgdist oft með ræðum þingmanna og hreifst með. Flestir voru þingmenn þess tíma orðhagir og fluttu mál sitt af glæsibrag. Eg var mjög ungur þá og vissi ekki alltaf um hvað menn- irnir voru að tala, en þeir kveiktu á hlust minni meö glæsimennsku sinni og útgeislun. Einar Olgeirsson vakti hvaö mesta undrun og aödáun með eld- móði og orðfimi og hve leiftur- hratt hann talaöi án þess að hugsa sig um tvisvar. Ólafur Thors, allur þyngri i fasi en fyndinn og rödd hans dimm og buldi við. Mér þótti vænt um Pál gamla Hermannsson, sem virtist stundum vera aö tala við sjálfan sig og flautaði ósamið lag á meðan hann hugsaöi ræöu sína áfram. Nafni hans Zóphan- iasson lét orðin stundum leika á sig en var skemmtilegur og röddin ógleymanleg. Hinn ungi Gunnar Thoroddsen var glæsilegur og virðulegur eins og enskur lord. Þá var ekki ræðupúlt í þingsöl- um, menn bara risu úr sætum og töluðu án aðstoðar hljóðnema. Þingskrifarar hraðfluttu orðin á pappír til geymdar. Aldrei man ég að auglýstir væru skemmtikraftar á stjórnmálafund- um. Nú eru stjórnmál flutt mönn- um í „stuttum ávörpum" en skemmtarar herma eftir þekktum stjórnmálamönnum, vinsælir leik- arar fara með gamanmál og popp- goð leika fyrir dansi. Áhugi al- mennings á pólitik fer minnkandi, en ekki heyrir maður stjórnmála- menn spá í þann raunveruleika. Helst að þeir sendi almenningi tóninn fyrir að viröa ekki hiö háa Alþingi. Daginn eftir kosninganótt var ég í skírnarveislu. Til- vonandi atkvæði hlaut nafn og grét ekki. En vandamál dagsins í dag bíða hans nema tak- ist að breyta þeim í blíðu. Það er vissulega vandratað i veröldinni. Kannski verður búið að leysa sorpvanda Reykvikinga um það leyti sem þessi drengur er vaxinn úr grasi og vonandi verður heim- urinn fallegri. Hjálpsemi verði sjálfsögð, virðing á báða bóga og orð látin laus með varúð. En í guðsbænum hættum persónu- dýrkun, metum heldur hvern ein- stakling hvort sem hann er heill eða heftur, ræktum lífið í litum svo það ilmi og veki gleði og vonir og verði óháð stefnuyfirlýsingum stjórnmálaflokka. Vonandi verðurallt miklu betra, þegar drengur stendur á þröskuldi manndómsára og litast um. Hver veit nema það verði mark takandi á flokkunum i landinu, að þeir vilji í raun hagsmuni heildarinnar. Dropateljarar á ströndinni við haf tímans fái rétta niðurstöðu í þeim kosningum sem raunveru- lega skipta máli; þegar kærleikur- inn skipar öll sæti listanna. Þar mega allir sigra dálítið. Jónas Jónasson skrífar Heldur þú aö búiö sé aö kueöa niöur veröbólgudrauginn? Hannes Jónsson, 67 ára eftir- launamaður: „Ég held að það sé vafasamt. Það er ekki komið alveg fram hvort svo sé, því miður. Verðlagið fer greinilega hækkandi og stöð- ugt verður minna úr peningunum í búðunum. Verðlagseftirlit Dags- brúnar og Verðlagseftirlitið hjálpar þó til að halda verðbólgunni í skefjum." Garðar í Herragarðinum: „Ég sé það nú að það sé ekki bú- ið að því, en það verður vonandi í bráð. Ef genginu verður haldið eðlilegu og innan vissra marka ætti verðbólgan að komast niður í eins stafs tölu. Þetta fer eftir að- haldi og hvort samkomulagið frá febrúar heldur. Atvinnuveitend- um er það eins mikið í mun og launþegum að það haldi." Kristjana Geirsdóttir, 34 ára verslunarstjóri: „Nei, alls ekki. Vörurnar hækka kannski ekki mikið en maður finn- ur mun. Dýrast af öllu í dag er að kaupa í matinn, skil hreinlega ekki hvernig fjölskyldur með 4 eða 5 börn hreinlega komast af. Ríkis- stjórnin hefur ekki staðið sig vel, það þarf að gera ennþá meira átak í þessum málum." Else Zimsen, lyfjataeknir á óræð- um aldri: „Nei, alveg örugglega ekki. Ég vinn í verslun og sé hvernig allt hækkar. Ég veit ekki hvað ríkis- stjórnin getur gert, en maður verður að trúa því að þeir séu að gera eitthvaö. Ég sé ekki að þetta verðlagseftirlit virki þar sem alltaf eru fundnar einhverjar ástæður fyrir hækkununum." Birgir Björn Sigurjónsson, hag- fræðingur BHMR: „Ég veit ekki hverju er hægt að svara til svona örstutt. Við búum í litlu hagkerfi þarsem er mikið um sveiflur sem ákvarðast mikið af ytri aðstæðum, því er erfitt aö kveða hann niður í eitt skipti fyrir öll. Þessi lága verðbólga núna sýn- ist mér að sé borin uppi af sam- drætti hjá launafólki, þar sem fara saman háir raunvextir en lágar rauntekjur. Það er því nokkurs konar dulin verðbólga. Þetta getur ekki staðist lengi þar sem launa- fólk hlýtur að krefjast kjarabóta innan tíðar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.