Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 7
Miövikudagur 30. maí 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 DAGFINNUR Sjö jafnaðarmannaflokkar mínus einn Föðurleg áminning Reagans til sölu. Metverð fyrír sendibréf Reagans Búist er við að fjögurra síðna handskrifað bréf Ronald Reag- ans til dóttur sinnar Patty verði selt fyrir metverð í New York. Seljandinn vill ekki láta nafns síns getið en umboðsaðili hans gerir ráð fyrir að fá milli 2,4 til 2,7 milljónir ísl.kr. fyrir bréfið. Bréf þetta er svarbréf Reagans við bréfi dóttur hans þar sem hún sagðist hafa stolist til að reykja í skólanum en hlotið refs- ingu fyrir, eftir að hafa gefið sig fram sjálfviljug. Bréf Reagans er föðurleg áminning um að hún hafi gert rétt með því að gefa sig fram. Þegar bréfið er skrifað er Patty 14 ára en Reagan fylkis- stjóri Kaiiforníu. Patty hefur ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um söluna en sumir telja hana vera í fjárhagserfiöleik- um eftir að hafa staðið í skilnaöi ný- lega. Hæsta verð sem nokkru sinni hef- ur veriö gefið fyrir bréf núlifandi manns er bréf frá Ronald Reagan þar sem hann lýsir aðdáun sinni á söngvaranum Frank Sinatra, en það var selt fyrir um 750.000 ísl.kr. Verðbólgu- draugurínn hrellir glæpamenn í Japan Verðbólgudraugurinn hefur löng- um hrellt margan manninn og nú mega japanskir glæpamenn fara að endurskoða kostnaðarliðina í bók- haldi sínu. Þannig er nefnilega mál með vexti aö sektir fyrir ólögleg at- hæfi hafa ekki hækkað neitt frá ár- inu 1972 í Japan. Nú sjá japanskir embættismenn að þetta gengur ekki lengur og hafa ákve(Siö að hækka syndagjöldin um 250%. Pess má geta aö verö neysluvara í Japan hefur nærri þrefaldast á þessum IX árum. Skjaldbökurnar friðaðar Carlos Salinas de Gortari, forseti Mexíkó, hefur haft í mörgu að snú- ast i embætti sínu. Nú nýveriö lýsti hann yfir banni á veiði sæskjald- baka við Mexíkóstrendur þar sem a.m.k. tvær þær tegundir sem hing- að til hafa verið veiddar eru í útrým- ingarhættu. Við strendur Mexíkó eru aöal varpstöðvar (en sæskjald- bökur verpa eggjum) sex þeirra sjö tegunda sæskjaldbaka sem til eru í heiminum. Talið er að tvær þessara tegunda sem þar verpa séu í útrým- ingarhættu vegna ofveiði. Góð- kunningjar okkar Islendinga í Greenpeaee samtökunum segja að á síöasta ári hafi um 70 þús. sæ- skjaldbökur veriö veiddar í Mexíkó þrátt fyrir að lögbundinn hafi veriö kvóti upp á 20 þús. dýr. Kínverjar gáfu 1200 reiðhjól Yang Shangkun, forseti Al- þýðulýðveldisins Kína, afhenti starfsbróður sínum í Argentínu, Carlosi Menem, 1200 reiðhjól að Kínverjar eiga ógrynnin öll af reiðhjólum og hafa nú gefið Argentínumönnum ein 1200 stk. 39. Lárétt: 1 mont, 5 bilun, 6 skolla, 7 þyngd, 8 líka, 10 hreyfing, 11 þjóta, 12 vitskertar, 13 veiðir. Lóðrett: 1 glennt, 2 karlmanns- nafn, 3 einnig, 4 klyfjar, 5 glund- roði, 7 seðlar, 9 kyrrð, 12 lindi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 þroar, 5 þvöl, 5 jag, 7 SK, 8 örninn, 10 sa, 11 lúa, 12 æl- ir, 13 arðan. Lóðrett: 1 þvara, 2 rögn, 3 ól, 4 raknar, 5 þjösna, 7 snúin, 9 illa, 12 æð. Eg er ánægöur meö þróun Al- þýöubandalagsins. Um tíma var ég farinn að halda aö viö værum að fá einn jafnaðar- mannaflokkinn í viðbót. Kins og metin vita eru sjö jafnaö- armahnaflokkar á íslandi. Það er náttúrlega liinn hefðbundni Al- þýðuflokkur sem hefur verið jafn- aðarmannaflokkur frá því hann var stofnaður. Svo er þaö stærsti jafnaðarmannaflokkurinn, Sjálí- stæðisflokkurinn, en þar eru að sögn allir kratar nema Hannes Hólmsteinn sem er háskólamaöur sem lifir á happdrættistekjum. Svo er það Framsóknarflokkur- inn sem er jafnaöarmannaflokkur samvinnumanna og bænda. Þá er þaö Kvennalistinn sem er jafnað- arkvennaflokkur. Flokkur manns- ins er að sjálfsögöu einnig jafnað- armannaflokkur húmanista og fagurkera og Græningjar eru jafn- aðarmannaflokkur umhverfis- sinna. Borgaraflokkurinn er borg- arlegt jafnaðarmannaathvarf brotthlaupinna jafnaöarmanna úr Sjálfstæöisflokknum. Og loks er það Alþýöubandalag- ið sem áður var kommaflokkur en hefur undir forystu Olafs Ragnars orðið ofstækissinnaður jafnaðar- mamiaflokkur miöjumanna. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar er ljóst, aö þetta er aö breytast. Al- þýðubandalagið er á góðri leið að svæla burt alla jafnaðarmenn úr Alþýðubandalaginu. Fyrst var söfnuður Ólafs Ragnars rekinn á dyr og er nú staddur á einhverju nýju fíæðiskeri. Formaðurinn er hins vegar í miðri úlfahjörðinni, landsfundur framundan síöar á ár- inu og Ólafur Ragnar spyr eins og hinir grísirnir: Fr líf eftir jólin? Svavar foringi Gestsson heldur nú brennisteinsræður meö nýjan formannsglampa í augum. Svavar boöar uppgjör og auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, atkvæði fyrir at- kvæöi. Senn munu aöeins rétttrú- aöir rýmast fyrir i dúfnakofa jjjóð- garðssósíalista, Alþýðubandalag- inu. Þá veröur alla vega einum jafn- aðarmannaflokknum færra. gjöf en Yang er nú á ferð um Suð- ur-Ameríku. Það fylgdi gjöfinni sú ósk að Argentínumenn tækju til endurskoðunar 300 milljón dollara skuld Kínverja (u.þ.b. 18 milljarðar ísl.kr.) við Argentínu. Menem tók vel ■ þessa bón og sagði að fljótlega yrðu þessi mál endurskoðuð. „Við megum ekki gleyma mikilvægi Kínverja. Þeir eru rúmlega milljarður að höfðatölu þ.a. þar i landi er fyrir- taks markaður fyrir þær mat- vörur sem við framleiðum“, sagði Eduardo Menem sem er þingmaður og bróðir forsetans. Argentínumenn hafa lýst yfir áhuga á aö selja Kínverjum hveiti, kjöt og ull en Kínverjar vilja selja Argentínumönnum kol. Um 30 meðlimir í mannréttinda- hreyfingunni Amnesty Internation- al héldu uppi mótmælum við hótel þaö sem kínverska sendinefndin gisti í til að mótmæla ofbeldisverk- unum á Torgi hins himneska friöar í fyrra. Kröfðust mótmælendurnir þess að fá upplýsingar um örlög þeirra þúsunda manna sem teknir voru til fanga. I yfirlýsingu sem sam- tökin gáfu frá sér segir m.a: „Næstum ár er liðið siðan moröin í Beijing áttu sér stað og enn hafa ekki neinar fréttir borist um afdrif þeirra sem teknir voru fastir. Margir þeirra voru handteknir fyrir það eitt að krefjast réttar síns á friðsaman hátt." Yang Shangkun hefur lýst því yfir að þeir sem voru teknir fastir í óeirðunum í fyrra hafi nýlega verið leystir úr haldi eftir að hafa iðrast gjörða sinna. Einn með kaffinu — Læknir, ég tala við sjálfan mig í sífellu. — Það er ekki nema von að þú sért þreytulegur! KROSSGÁTA N □ 1 2 3 n 4 5 □ 6 ■ ■ 8 9 10 ■ 11 ■ Í2 i 13 □ DAGSKRAIN Sjónvarpið 17.50 Síðasta risaeðlan 18.20 Þvottabirnirniria50Táknmálsfréttir 18.55 Úrskurður kviðdóms 19.20 Umboðsmaðurinn 19.50 Abbott og Costello 20.00 Fréttir og veður 20.30 Grænir fingur 20.45 Dagur jarðar 22.25 Ísland/Albanía 23.00 Ellefu- fréttir 23.10 Ísland/Albanía. Framh. 00.00 Dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Santa Barbara 17.30 Fimm fé- lagar 17.55 Albert feiti 18.15 Fríða og dýriö 19.19 19.19 20.30 Af bæ i borg 21.00 Okkar maður 21.15 Háskóli is- lands 21.45 Bjargvætturinn 22.35 Michael Aspel 23.15 Eftirför. Strang- lega bönnuð börnum 00.25 Dag- skrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatiminn: Dagfinnur dýralæknir 09.20 Trimm og teygjur með Halldóru Björnsdóttur 09.30 Landpósturinn — Frá Norðurlandi 10.00 Fréttir 10.03 Neytendapunktar 10.10 Veðurfregnir 10.30 Úr bóka- skápnum 11.00 Fréttir 11.03 Sam- hljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.15 Daglegt mál 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: Persónur og leik- endur 14.00 Fréttir 14.03 Harmon- ikkuþáttur 15.00 Fréttir 15.03 Sam- antekt um vaxtabrodd i islenskum ullariðnaði 15.45 Neytendapunktar 16.00 Fréttir 1&03 Áð utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist eftir Ludwig van Beethoven 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Ævintýri — Þetta vil ég heyra 20.15 Samtimatónlist 21.00 íslenskir einsöngvarar 21.30 Útvarpssagan: Skáldalíf i Reykjavik 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orö kvöldsins 22.30 Skáldskapur, sannleikur, siðfræði 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morgunfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Gagn og gaman 12.00 Fréttayf- irlit 12.20 Hádegisfréttir 14.03 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðar- sálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.00 íþróttarásin 22.07 Landið og miðin 23.10 Fyrirmyndarfólk 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Hallgrímur Thorsteinsson 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Már Björnsson 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Valdís Gunnarsdóttir 15.00 Ágúst Héðinsson 17.00 Kvöldfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson 02.00 Freymóður T. Sig- urösson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Snorri Sturluson 13.00 Kristófer Helgason 17.00 Á bakinu með Bjarna 19.00 Darri Ólason 22.00 Ólöf Marin Úlf- arsdóttir 24.00 Björn Sigurðsson og næturvaktin. Aðalstöðin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn timi til 13.00 Með bros á vör 16.00 I dag i kvöld 20.00 Með suðrænum blæ 22.00 Nýöldin 24.00 Á nótum vináttunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.