Alþýðublaðið - 03.07.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. júlí 1990 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN STJÓRNARRÁÐSTYRKTiNefnd þingmanna á að yf- irfara og endursemja frumvarp til laga um Stjórnarráð ís- lands. Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að vinna þetta verk, þ.e. að fara ofan í frumvarp það sem lagt var fram á Alþingi á síðasta löggjafarþingi. Ahersla er lögð á að í frumvarpinu verði staða einstakra ráðuneyta og stjórn- arráðsins í heild styrkt í stjórnkerfinu með því að sameina ráðuneyti og fækka þeim. Ennfremur verði stuðlað að hag- ræðingu og sparnaði í stjórnsýslu ríkisins, meðal annars með því að færa til og sameina skyld verkefni ráðuneyta. í nefndinni sitja alþingismennirnir Páll Pétursson, sem er formaður, Eiður Guðnason, Margrét Frímannsdóttir, Guð- mundur Agústsson, Ólafur G. Einarsson, Birgir ísleiJur Gunnarsson og Danfríður Skarphéðinsdóttir. Nefndin á að skila af sér fyrir 20. október í haust. YFIRBORGARDÓMARI ODDAMAÐUR: Friðgeir Björnsson, yfirborgardómari, mun verða oddamaður í nefnd, sem fjármálaráðherra hefur óskað eftir að leysi úr ágreiningi embættis hans og Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna. í kjarasamningnum við BHMR er klásúla þar sem segir að rísi ágreiningur vegna samningins skuli honum vísað til slíkrar nefndar. Auk yfirborgardóm- ara munu BHMR og fjármálaráðherra skipa sitt hvorn full- trúann í nefndina. Páli Halldórssyni formanni BHMR var tilkynnt um þessa ósk fjármálaráðherra nú fyrir helgina og óskað eftir að stjórn BHMR skipi mann í nefndina. Einnig var óskað liðveislu yfirborgardómara. OGREIDD MAILAUN: Starfsfólk í bókhaldsdeild Arn- arflugs lagði niður störf í gær þegar í Ijós kom að maílaunin höfðu ekki verið greidd eins og lofað hafði verið. Einhver hluti launanna var þó greiddur í gær og þess var vænst að eftirstöðvarnar yrðu greiddar í dag og starfsfólkið muni þá mæta aftur til vinnu. BRAÐABIRGÐALOG: Forseti íslands hefur undirritað bráðabirgðalög um breytingu á nýsettum lögum um Ábyrgðadeild fiskeldislána. I þessum lögum eru gerðar tæknilegar leiðréttingar sem taldar eru nauðsynlegar til að starfsemi deildarinnar gangi eðlilega. Pegar Trygginga- sjóður fiskeldislána var stofnaður í byrjun árs 1989 var honum heimilt að taka á sig einfalda ábyrgð á lánum til fiskeldisfyrirtækja. í Ijós kom að bankar töldu slíka ábyrgð ekki nægja og var tilmælum beint til Framkvæmdasjóðs að taka að sér sjálfskuldarábyrgð ásamt þessari einföldu ábyrgð Tryggingasjóðs. í lögunum frá í vor var kveðið á um að þegar Ábyrgðadeildin tæki við að Tryggingasjóðnum mundu þessar ábyrgðir Framkvæmdasjóðs falla niður. Hinsvegar er ekki gerð grein fyrir því hvað um þessar ábyrgðir ætti að verðá að öðru leyti. Bráðabirgðalögin bæta því úr ágöllum sem urðu við lagasmíðina. RÚSÍNA í PYLSUENDANUM: Það er 0ft taiað um rú- sínuna í pylsuendanum. Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri fékk nýlega það verkefni að framleiða slíkar pylsur fyrir Hólmvíkinga, sem hyggjast bjóða gestum sínum þegar þeir halda upp á 100 ára afmæli sitt í lok þessa mánaðar. Búnar eru til pylsur með rúsínum — og pylsur með rækj- um! Óli Valdimarsson hjá KEA segir að starfsmenn Kjöt- iðnaðarstöðvarinnar hefðu efnt til grillveislu og prófað þessar nýju afurðir. ,,Þetta var afar góður matur og hentar vel á grill", segir Óli og segir trúlegt að KEA setji þessar pylsur á markaðinn eftir að Hólmvíkingar hafa riðið á vað- ið og snætt þessar pylsur — og drukkið ölið sem verður sérstaklega bruggað í tilefni afmælisins. ÁÆTLAÐ AÐ VEIÐA FLEIRI HREINDÝR EN NÚ ER GERT: Á aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands sem haldinn var nýlega var gerð samþykkt um að stuðla að frekari fækkun hreindýra en nú er gert. Einnig var lagl til að veiðileyfi yrðu gefin út á vissan fjölda hreina, kúa og kálfa en ekki einungis vissan fjölda dýra eins og nú er. LÖGGUDAGURÍHAUSTÁsgeir Pétursson bæjarfóg- eti í Kópavogi er formaður nefndar sem ætlar að halda sér- stakan Lögregludag 14. október í haust. Dagur þessi verð- ur haldinn um land allt og er markmiðið að kynna starf og hlutverk lögreglunnar og að vekja athygli á samstarfi lög- reglu og almennings með fyrirbyggjandi starf í huga. Ritari nefndarinnar er Ómar Smári Armannsson aðstoðarvarð- stjóri Reykjavíkurlögreglunnar og varabæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði. Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands, nýtur hér aðstoðar Halldórs Jónatanssonar við að leggja hornstein að Blönduvirkjun. Hornsleinn lagður að Blönduvirkjun Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands, lagði hornstein að Blönduvirkjun siðast lið- inn sunnudag. Áœtlaður kostnaður við virkj- unina er um 13 milljarðar króna. Athöf nin fór fram i stöðvarhúsi virkjunarinnar, um 200 m undir yfirborði jarðar. Athöfnin hófst með því að dr. Jóhannes Nordal, formað- ur stjórnar Landsvirkjunar, flutti ávarp. Að því loknu hélt Vigdís Finnbogadóttir ræðu þar sem hún benti meðal annars á þá staðreynd að við íslendingar værum svo lán- samir að eiga náttúruauð- lindir sem endurnýjuðust sjálfar að því tilskildu að þær væru nýttar af viti og af fram- sýni. Þvínæst lagði hún horn- steininn að virkjuninni. Að lokum flutti Halldó^ Jónat- ansson, forstjóri Landsvirkj- unar, ræðu þar sem hann lýsti framkvæmdunum og rakti sögu virkjunarinnar. I máli hans kom fram að fyrstu áætlanirnar um Blönduvirkjun voru birtar á árinu 1957 en fyrstu hug- myndirnar þar að lútandi voru til umræðu þegar árið 1949. Allt til ársins 1972 var ráðgert að virkja Blöndu og Vatnsdalsá saman en á árinu 1975 var horfið frá þeirri ráðagerð og athyglinni beint að Blöndu einni. Ef Blanda og Vatnsdalsá hefðu verið virkj- aðar saman hefði virkjuninni trúlega verið valinn staður í Vatnsdalnum. Rannsóknir á virkjunar- svæði Blöndu hófust árið 1949 en árið 1980 hófst verk- hönnun Blönduvirkjunnar. Blanda rennur um 125 km leið frá Hofsjökli til sjávar við Blönduós. Virkjun árinnar byggist á því að stífla hana á hálendinu og gera henni nýj- an farveg norður heiði, þar sem hægt er að fá mikið fall á stuttri leið, og leiða hana svo út i sinn upprunalega farveg á ný. Blanda er stífluð á há- lendinu með stíflu sem er um 800 m á lengd og 40 m á hæð en þeim möguleika er haldið opnum að stækka hana enn meira síðar. Við þetta mynd- ast stórt miðlunarlón sem verður um 39 km2 að stærð ef ekki verður af stækkun stífl- unnar en 56 km2 ef af henni verður. Ef svo færi yrði miðl- unarlónið eitt af stærstu stöðuvötnum landsins. Vatn- ið verður leitt úr inntakslóni um pípur að stjórnhúsi. Þar verður vatnið látið falla gegn- um pípur rúma 200 metra niður í jörðina að stöðvarhús- inu þar sem það verður látið knýja 3 hverfla. Eins og áður sagði er stöðvarhúsið neðan- jarðar, rúmlega 200 metra undir yfirborði. Þar eru vél- arnar þrjár staðsettar en hver þeirra er 50 MW og verður Blönduvirkjun því alls 150 MW. Orkugeta virkjunarinn- ar verður 610 GWst á ári mið- að við minna miðlunarlónið en 720 GWst á ári miðað við það stærra. Frá vélunum rennur vatnið út í árfarveg- inn um frárennslisgöng. Inn að stöðvarhúsinu liggja rúm- Áður óþekktur vírus, BHMR-vírusinn, olli út- breiddum veikindum með- al BHMR-fólks í gær. Á fjöl- mörgum opinberum stofn- unum lá vinna að mestu eða öllu niðri í gær vegna veikinda starfsmanna. Ól- afur Karvel Pálsson, for- maður aðgerðanefndar BHMR, sagðist í samtali við Álþýðubiaðið í gær ekki vita nákvæmlega hversu langan tíma það tæki fólk að yfirvinna vírusinn en kvaðst þó fremur eiga von á að flest- ir myndu mæta til vinnu í lega 800 m löng göng sem eru um 25 m2 í þversniði. Fjölmargir innlendir verk- takar lögðu hönd á plóginn við framkvæmdina en helstu vertakar við vél- og rafbúnað Blönduvirkjunar eru Sumit- omo Corporation í Japan sem leggur til hverfla og rafala ásamt stjórnbúnaði. Jafn- framt byggingu Blönduvirkj- unar verður lögð 132 kV há- spennulína frá virkjuninni að byggðalínunni og er áætlað að því verki verði lokið á næsta ári. Áætlaður stofnkostnaður Blönduvirkjunar er áætlaður vera tæpir 13 milljarðar króna en hann hefur að hluta verið fjármagnaður með eig- in fé Landsvirkjunar en þó að mestu leyti með lánsfé. Fram- kvæmdirnar við virkjunina verða í hámarki nú í sumar en þar starfa nú um 400 manns. Þá eru með taldir með þeir starfsmenn Lands- virkjunar sem hafa með höndum umsjón og eftirlit með framkvæmdunum. dag. Umsamdar launaflokka- hækkanir sem áttu að koma til framkvæmda um þessi mánaðamót voru ekki greiddar og því telja BHMR-félagar að um sé að ræða samningsrof af hálfu ríkisins. Á næstunni verða trúlega myndaðar aðgerða- nefndir á vinnustöðum. Ólaf- ur Karvel sagði einnig að menn væru nú að velta fyrir sér rétti starfsmanna til að leggja niður vinnu þegar kjarasamningar væru brotnir og vísaði í því sambandi til Með Blönduvirkjun er stig- ið stórt skref í atvinnu- og iðn- aðarsögu landsins. Blöndu- virkjun verður stærsta neð- anjarðarvirkjunin hér á landi og fyrsta stórvirkjunin norð- an heiða. Mikilli þekkingu og reynslu hefur verið aflað við þetta stórvirki sem vafalaust mun nýtast þjóðinni í framtíð- inni. Sem dæmi má nefna að það hve vel hefur til tekist með jarðgangagerð á virkj- unarsvæðinu hefur endur- vakið trú íslenskra verkfræð- inga á slíkum framkvæmdum hér á landi. Jón Sigurðson iðnaðarráð- herra hélt ræðu í matarboði sem Landsvirkjun hélt í til- efni dagsins. Þar sagði hann að lífið væri Blanda . .. , blanda af draumi og veru- leika. Það má til sanns vegar færa og stórframkvæmdir sem þessar sýna að hægt er að breyta því, sem við fyrstu sýn virðist draumur, í veruleika ef rétt er á málum haldið. lögfræðilegrar álitsgerðar frá árinu 1984. Veikindin í gær bitnuðu mest á vinnustöðum náttúru- fræðinga. Á Veðurstofunni, Hafrannsóknastofnun og Orkustofnun voru t.d. nánast engir náttúrufræðingar við störf. Veðurspár voru þannig ekki gefnar út en öryggis hins vegar gætt þannig að t.d. hefði verið varað við óveðri. Á sjúkrahúsum gekk starfið hins vegar sinn vanagang og BHMR-vírusinn virtist ekki hafa áhrif á heilsufar starfs- fólks þar. ,,Mannskœd farsótt:“ BHMR-virusinn olli lasleika

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.