Alþýðublaðið - 03.07.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1990, Blaðsíða 2
2 Fólk Benedikt Sveinsson tekur við Sjávaraf- urðadeiid Nú um mánaðamótin tók Benedikl Sueinsson, 38 ára og áður aðstoðar- framkvæmdastjóri, við framkvæmdastjórn Sjáv- arafurðadeildar Sam- bandsins. Tekur hann við starfi af Sigurði Markús- syni, sem kosinn var for- maður stjórnar Sam- bandsins fyrir skemmstu. Benedikt lauk prófi fisk- tæknis frá Fiskvinnslu- skólanum 1976, en á yngri árum var hann til sjós og á námsárum starf- aði hann sem verkstjóri í ýmsum frystihúsum. Til Sambandsins kom hann til starfa 1977 og starfaði frá 1980 hjá lceland Sea- food Ltd í London og framkvæmdastjóri þess fyrirtækis frá 1981 til 1986 þegar hann kom heim til íslands aftur. Kona Benedikts er 5/7 Haraldsdótlir og eiga þau tvö börn. Bjami feiixson taldi frammistöðu austur- ríska fótboltadómarans með fræga nafnið, Helmut Kohl, hina prýði- legustu á sunnudaginn og spurði félaga sinn Guð- mund Haraldsson, knatt- spyrnudómara sem sat við hlið honum, hvort það væri ekki rétt. Guð- mundur jánkaði því. Seinna um kvöldið kom svo Arnar Páll og lýsti næsta leik og ræddi nokk- uð um leikinn milli Þjóð- verja og Tékka fyrr um daginn og taldi Kohl þess- um flest til foráttu. Frétta- menn virðast ekki sam- mála um dómara þennan, en sannleikurinn er sá að hann hefur dæmt með eindæmum illa sem og margir aðrir. Magnús V. Pétursson, sá ágæti knatt- spyrnudómari sagði snemma í keppninni hér í blaðinu að hann vissi af mörgum betri dómurum i Eyjafirðinum einum sam- an! Það hefur komið í Ijós að þetta er rétt hjá Magn- úsi eins og við mátti bú- ast. Þriðjudagur 3. júlí 1990 BAK VIÐ FRÉTTIRNAR Það er einkennilegt með þennan fótbolta. Sérstaklega þegar heimsmeistarakeppnin er annars vegar. Ég sem var búinn að vera grautf úll yfir þvi að fú ekki s jónvarpsf réttirn- ar á réttum tima útaf fótboltafárinu er farinn að heimta fótbolta og aftur fótbolta. Skitt með fréttiraar. Sennilega er þetta lýsandi dæmi þess að menn geta geðbilast á miðjum aldri ef réttar aðstmður eru fyrir hendi. Ég er sem sagt að verða fótboltafikill þrátt fyrir að óg hafi öll skilyrði þess að geta fengið lög- gildingu sem fáviti á allt sem heitir iþróttir. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, jafnvel þó um sjúkdómssögu sé að rmða. EFTIR SÆMUND GUÐVINSSON Leikur á risaskjá Mín sjúkdómseinkenni komu fyrst í ljós ekki alls fyrir löngu þegar ég þáði boð kunningja míns um að horfa á beina útsendingu frá HM á risaskjá. Auðvitað tók ég boð- inu á fölskum forsendum. Vissi ekki einu sinni hvaða lið ættu að keppa og stóð ná- kvæmlega á sama hvort sigr- aði. Hins vegar lék mér for- vitni á að fylgjast með þeim geðsjúklingum sem lokuðu ' sig inni á sólbjörtum degi til að horfa á fótbolta og það á risaskjá. Þegar á staðinn kom var þar fyrir nokkur hópur manna og kannaðist ég þar við menn úr öllum stéttum og flokkum. Vart þarf að taka fram að engin kona var í hópnum. Svo er kveikt á risa- skjánum og leikurinn hefst. Allir virtust rólegir til að byrja með en ég beið þess að geðveikin færi að láta á sér bera og þurfti ekki að bíða mjög lengi. Eftir skamma stund fara menn að æsast upp. Fyrst stóðu nokkrir upp og hrópuðu: Við viljum ekki Ing- ólf. Eitt augnablik hélt ég að það væri einhver Ingólfur í öðru hvoru liðinu. En þá voru þeir aö mótmæla því að lýs- ing íslenska sjónvarpsins væri sýnd. Heimtuðu júró- sport. Aðrir risu þá upp og sögðust vilja Ingólf áfram en svo fór að meirihlutinn vildi júró en ekki Ingólf og eftir það heyrðist ekki í Ingólfi. Þá hugsaði ég með mér að núna væri ballið að byrja og geðsjúklingarnir væru farnir að sýna sitt rétta andlit. Akvað að sitja áfram og sjá hverju fram yndi. Hvaða lið það voru sem kepptu á risaskjá man ég ekki í augnablikinu en held þó að annað hafi verið frá Spáni. Og ég fór að horfa á leikinn. Menn í kringum mig voru fljótt orðnir æstir. Hrópuðu upp og heimtuðu auka- spyrnu, gult spjald eða víti og höfðu uppi ýmsar athuga- semdir um einstaka leik- menn beggja liða. Leikurinn æsist___________ Til að byrja með hugsaði ég um það eitt að halda mínu sæti áður en ólætin byrjuðu. A tti ekki von á öðru en menn færu brátt að brjóta stóla og bekki, ef ekki hver annan. En svo fór ég að fylgjast betur með því sem fram fór á risa- skjánum og fann fljótt mér til skelfingar að ég hreifst meir og meir af leiknum. Fyrr en varði var ég líka farinn að hrópa á aukaspyrnu og víti. Gefa leikmönnum einkunnir og fara með stóryrði um þjálf- ara og þjóðir. Fótboltaveikin var að ná tökum á mér. Til að gera langa sögu stutta skal hér upplýst að mér tókst að ná athygli og virð- ingu viðstaddra, en að vísu fyrir einskæra tilviljun. Ein- hvern tímann í leiknum skeð- ur það, að varamaður er kall- aður inn á í öðru liðinu og heitir sá Múller, eða alla vega sagði enski þulurinn það nafn. Meðan Múller þessi er að skokka inn á völlinn er smáhljóð í kringum mig. Ég nota tækifærið og segi hárri röddu: Múller á eftir að gera út um leikinn. Menn litu á mig og hnussuðu við. Svo er ekkert með það, að Múiler skorar eina mark leiksins. Það er varia þörf á að taka fram, að þegar staðið var upp frá risaskjánum í leikslok var litið á mig með undrun og lotningu. Sjálfur fór ég stoltur heim og ákvað að þarna væri ég búinn að horfa á heims- meistarakeppnina. En stað- reyndin er sú að senniiega hef ég ofmetnast, eða tekið fótboltaveikina. Alla vega horfi ég nú á alla leiki sem sjónvarpið sýnir og treysti mér til að þekkja Maradona í sjón ef ég mætti honum í Austurstræti. En ekki get ég lokið þessari harmsögu án þess að geta þess að fleiri en ég hafa haft takmarkaðan skilning á fót- bolta. „Who is who?" Eitt sinn fyrir fjölda ára sóttu þeir Vilhjálmur Finsen, sendiherra, og Sveinn Björns- son, síðar forseti, kappleik á Englandi. Sátu í stúku og horfðu á tvö lið berjast. Þar kom að Sveinn tók á sig rögg og spyr næsta mann á kurt- eislegan og mildilegan hátt: ,,Who is who?“ Það er að segja; hvort lið er hvað. Bretinn sem varð fyrir spurningunni brást reiður við. Leit með fyrirlitningu á Svein og sagði . . ,,to hell" . . Og bætti svo við, að svona bjálfar ættu ekkert erindi á knattspyrnukeppni í Bret- landi. Þeir Sveinn og Vilhjálmur yfirgáfu stúkuna hið snar- asta. Sennilega verð ég bara sófasportisti áfram. Þó get ég lofað ykkur því að það verða Vestur-Þjóðverjar sem vinna heimsmeistarakeppnina í ár. En spyrjið mig ekki hvers vegna ég veit það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.