Alþýðublaðið - 03.07.1990, Blaðsíða 8
•••• •••• •
• • • •
•••• •••• •
• • • •
• • • • • • •
••••••
• • • •
• • • •
• • • •
• ' •
• • • •
• •
AUSTUR-BERLIN: Um 28 þúsund verkamenn tóku sér
í gær stöðu fyrir framan 26 helstu verksmiðjur Aust-
ur-Þýskalands í þeim tilgangi að þrýsta á ráðamenn að setj-
ast niður til samninga um kaup og kjör.
NEW YORK: Imelda
Marcos, fyrrum forsetafrú
Filippseyja, var í gær sýkn-
uð af ákæru um að hafa
dregið sér fé. Það var alrík-
isdómstóllinn í New York
sem komst að þessari nið-
urstöðu eftir fimm daga
umhugsun. Þá var Adnan
Khashoggi sem sakaður
var um að hafa aðstoðaða
Marcos við svikin sýknað-
ur.
OSLO: Norsk stjórnvöld hótuðu á mánudag að þau
myndu setja lög til að binda enda á verkfall starfsmanna
á Norðursjó. Verkfallið hefur lamað olíuframleiðslu Norð-
manna að miklu leyti.
BEIJING : Fjöldi kínverskra her- og lögreglumanna hefur
bæst í raðir atvinnulausra Kínverja það sem af er árinu. Að
sögn The China Daily gengur her- og lögreglumönnunum,
sem eru um 30 þúsund, illa að verða sér út um vinnu vegna
þess að ríkisstofnanir hafa ekki fengið heimild til að ráða
fleiri til starfa og fyrirtæki á vegum hins opinbera geta það
ekki vegna slæms fjárhags.
PRISTINA, JÚGÓSLAVÍU: Þing Albana hefur lýst yfir
pólitísku sjálfstæöi frá Serbíu, stærsta lýðveldi Júgóslavíu.
Albanir segjast þó áfram vilja vera hluti af Júgóslavneska
sambandslýðveldinu.
GENF: Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að þær
muni að nýju hefjast handa við að miðla málum milli írana
og Iraka. Ástæðan er sögð merki um batnandi sambúð
þessara fornu fjenda að undanförnu.
JOHANNESARBORG: Tugir þúsunda blakkra Suð-
ur-Afríkubúa fóru í dags verkfall í gær til að mótmæla inn-
byrðis átökum blökkumanna sem eru sögð við að lama
baráttuna gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda.
N00RDWIJK, HOLLANDI: Norðmenn og íslending-
ar hafa lagt til að banni gegn hvalveiðum verði aflétt. Til-
lagan kom fram á fundi alþjóðahvalveiðiráðsins sem nú fer
fram í Hollandi. Ástæðuna segja þeir að hvalir séu ekki í
útrýmingarhættu og því óhætt að veiða þá í atvinnuskyni.
BÚKAREST: Stúdenta-
leiðtogar í Rúmeníu segja
að heimurinn sé að gleyma
því mikla harðræði sem
þarlend stjórnvöld beittu
stjórnarandstæðinga fyrir
rétt um mánuði síðan. Stúd-
entar segja leiðtoga stjórn-
arinnar ranglega herma að
allt sé með felldu innan-
lands.
MANILA : Filipþseyska leyniþjónustan hefur hafið leit að
starfsmanni bandarisku friðarsveitanna sem hefur verið í
haldi skæruliða kommúnista í 19 daga. Þá tilkynnti lög-
reglan um morð á Belganum Alexandre Reniers sem
stunginn var á hol óg hent út um glugga á íbúð sinni í Man-
ilu. Reniers er sjötti útlendingurinn sem myrtur hefur verið
á þennan hátt í höfuðborginni síðasta mánuðinn.
SIDON, LIBANON: Tveir menn, meðlimir i frelsisher
Múslima, PLA voru myrtir i gær. Morðin koma i kjölfar
aukinnar spennu milli frelsishers Múslima og Palestínu-
manna sem komið hefur verið fyrir í útjaðri borgarinnar
Sidon en borgin er á valdi PLA.
ERLENDAR FRÉTTIR
Umsjón: Laufey E. Löve
Flokksþing, Sovéska kommúnistaflokksins:
Gorbatsjov ávítar
harðlmumenit
(MOSKVA, Reuter, APN)
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, réðst gegn
harðlínumönnum í setn-
ingarræðu sem hann hélt
við upphaf fiokksþings
Sovéska kommúnista-
flokksins í gær. Forsetinn
sagði að við Sovétmönnum
horfðu verri tímar tækist
harðlínumönnum að koma
í veg fyrir að umbóta-
stefna hans næði fram að
ganga.
Gorbatsjov ásakaði harð-
línumenn um að reyna að
koma í veg fyrir að umbóta-
stefna hans, perestroika,
næði fram að ganga og sagði
þá vilja kenna henni um bágt
efnahagsástand landsins.
Forsetinn hafnaði þessari
gagnrýni alfarið þegar hann
ávarpaði þá 4700 fulltrúa
sem sæti eiga á flokksþing-
inu. ,
Gorbatsjov sagði að Sovét-
ríkin stefndu nú óðfluga í að
verða annars flokks veldi í al-
þjóðakerfinu. Sovéska þjóðin
á um tvennt að velja sagði
hann, annars vegar að ganga
til fulls inn í það tímabil breyt-
inga sem þegar er hafið eða
að velja þá leið sem andstæð-
ingar perestroikunnar kjósa
og muni óhjákvæmilega
leiða til verri tíma bæði fyrir
Sovétríkin og þegna þess.
Skömmu eftir að flokks-
Myntbandalag þýsku ríkjanna
Austur-Þjóðverjar
sýna hógværð
(AUSTUR-BERLÍN, Reuter)
Áustur-Þjóðverjar fóru
mun hægar í sakirnar en
búist hafði verið við þegar
verslanir voru opnaðar í
gærmorgun í fyrsta sinn
eftir að myntbandalag
ríkjanna gekk í gildi.
Margir lögðu þó leið sína í
verslanir sem buðu upp á
fjölskrúðugt vöruúrval.
ur-þýsk hlutabréf hækkuðu í
verði á mánudagsmorgun.
Sérfræðingar vöruðu þó við
of mikilli bjartsýni en töldu
ekki ástæðu til að ætla að
gildistaka vestur-þýska
marksins í Austur-Þýskalandi
myndi valda vestur-þýskum
efnahag vandkvæðum.
þingið hófst steig einn með-
limur íhaldsarms flokksins í
pontu og krafðist þess að for-
ysta flokksins segði þegar i
stað af sér. Búist er við mikl-
um átökum á þinginu milli
róttækra og harðlínumanna
og er jafnvel talin hætta á
klofningi innan hans. Róttæk-
ir umbótasinnar hafa lýst því
yfir að þeir muni segja sig úr
flokknum og stofna nýjan fá-
ist ekki samþykkt víðtæk
uppstokkun og umbætur á
flokknum og stefnu hans á
þessu þingi.
Þingið kemur til með að
standa í að minnsta kosti tíu
daga. Fyrir því liggja ýmis
málefni, m.a. ný stefnuskrár-
drög sem miðstjórn flokksins
samþykkti á fundi sínum á
föstudag. Drögin bera yfir-
skriftina „Fram til mannúð-
legs lýðsræðissósíalisma." Þá
verður á þinginu fjallað um
drög að nýjum flokkslögu.
Gorbatsjov hafnaði alfarið ásökunum harðlínumanna um að um-
bótastefnu forsetans væri um að kenna bágt efnahagsástand
landsins.
Leiötogafundur NATO
Tillögur um breytta
hernaðarstefnu
Bush hefur þegar kynnt tillögur sinar meðal leiðtoga þeirra 16
ríkja sem aðild eiga að NATO.
Austur-Þjóðverjar hófu nýtt
tímabil í sögu þjóðarinnar
með því að standa í röðum
líkt og þeir hafa eytt miklu af
tíma sínum í til þessa. Raðir
höfðu myndast fyrir utan
margar verslanir í gærmorg-
un daginn eftir að mynt-
bandalag þýsku ríkjanna
tveggja gekk í gildi.
Mikið úrval vestrænna
matvæla og ýmiss konar
varnings var á boðstólum
verslana sem fyrri helgi voru
nánast tómar. Minna hafði þó
verið keypt en margir höfðu
búist við og svo viröist sem
Austur-Þjóðverjar ætli að
verða sparsamari á vest-
ur-þýsku mörkin en ráð hafði
verið gert fyrir.
Þessum fregnum var vel
tekið af vestur-þýskum efna-
hagssérfræðingum sem var-
að höfðu við aukinni verð-
bólgu í kjölfar þess kaupæðis
sem kynni að grípa um sig
meðal Austur-Þjóðverja við
myntbreytinguna.
Bæði þýska markið og vest-
(MOSKVA, Reuter) Stjórn-
völd í Sovétríkjunum hafa
aflétt öllum efnahags-
þvingunum gegn Litháum.
Ástæðan er ad sögn Ní-
kolajs Ryzhkovs, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna sú
ákvörðun þings Litháa um
að nema úr gildi sjálfstæð-
isyf irlýsinguna frá 11.
mars síðastliðnum.
(WASHINGTON, Reuter)
Bush, forseti Bandaríkj-
anna, hefur lagt til að 30
ára varnarstefnu Atlands-
hafsbandalagsins verði
breytt. Tillaga hans gerir
ráð fyrir að herir NATO
grípi ekki til notkunar
kjarnorkuvopna nema
sem síðasta úrræðis komi
til hernaðarlegra átaka.
Forsetinn greindi frá þess-
ari tiliögu í viðtali við
bandaríska dagblaðið
Washington Post.
Með þessari stefnubreyt-
ingu myndi NATO hverfa frá
þeirri stefnu sem kölluð hefur
verið sveigjanleg viðbrögð
og miðar að því að geta svar-
Að sögn yfirvalda í Litháen
tók olía að streyma til helstu
olíuvinnslustöðvar landsins
um helgina en allur olíuinn-
flutningur hefur legið niðri í
tvo mánuði. Nú hefur sovéski
forsætisráðherrann hins veg-
ar tilkynnt að öllum efna-
hagsþvingunum verði aflétt.
Mjög hefur þrengt að Lithá-
um síðan Sovétmenn tóku að
að hverri árás óvinarins með
eilítið öflugri árás en þeirri
beita þá efnahagsþvingun-
um. Það var síðan síðasta
föstudag að þing Litháa féllst
á að nema sjálfstæðisyfirlýs-
inguna úr gildi í 100 daga eft-
ir að samningaviðræður við
Sovétmenn hæfust gegn því
aö efnahagsþvingunum yrði
hætt.
sem beitt var. Að sögn Bush
hefur tillögunum þegar verið
komið á framfæri meðal leið-
toga þeirra 16 ríkja sem aðild
eiga aö NATO. Einnig er talið
líklegt að forsetinn leggi til að
dregnar verði til baka allar
fallbyssur hlaðnar kjarnaodd-
um frá Mið-Evrópu. Leiðtog-
arnir hittast í London að viku
þar sem þeir munu meðal
annars ræða þessar tillögur.
Talið er að tillagan þessi
beri vott um þá þverrandi
ógn sem Vestur-Evrópu stafar
af Varsjárbandalaginu. Þá er
búist við að breytingar verði
til þess að draga úr ótta Sovét-
manna við veru sameinaðs
Þýskalands í NATO.
Litháen
Efnahagsþvinganir úr gildi