Alþýðublaðið - 03.07.1990, Blaðsíða 4
4
VIDHORF
Þriðjudagur 3. júlí 1990
IHHBUBll
Ármúli 36 Sími 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Flákon Flákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Siguröur Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Oddi hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið
ÁBYRGÐ
Í ATVINNIIREKSTRI
I siöasta tölublaöi VR-blaösins er vakin athygli á aö mikið beri á því að fólki
sem er komið á miðjan aldur sé sagt upp störfum í kjölfar endurskipulagn-
ingar í fyrirtækjum og samruna þeirra. Því má bæta við að á undanförnum
árum hafa mörg fyrirtæki verið gerð upp eftir vonlausan rekstur. Rekstur
sem í fjölmörgum tilfellum hefur verið komið af stað af eintómri bjartsýni
eða fyrirhyggjuleysi og eftirlitsleysi þeirra aðila sem hafa greitt götu atvinnu-
rekenda án þess að þess hafi verið gætt að einhver von væri um að rekstur-
inn bæri sig. Eitt allra síðasta dæmið eru matvöruverslanir Grundarkjörs,
sem skutu upp kollinum eins og gorkúlur, fyrir tveimur árum, en reyndust
spilaborgir.
r
I góðærinu á árunum 1986—87 ætluðu margir að verða milljónamæringar
án mikilla tilþrifa. Mörgum tókst að koma ár sinni fyrir borð, án þess að hafa
haft minnstu hugmynd um hvert bæri að róa. Afleiðingarnar urðu gjaldþrot
og oft draga þessir aðilar fjöldann með sér í fallinu. Með gjaldþroti Grundar-
kjörsþúðanna misstu til dæmis hátt í tvö hundruð manns vinnuna fyrirvara-
laust.
r^að hlýtur eitthvað að vera að í lánamálum og fyrirgreiðslu, þegar mál
ganga eins langt og hér er lýst. Svo virðist sem aðhald sé ákaflega takmark-
að, og að Pétri og Páli sé leyft að hefja atvinnurekstur og hljóti ótæpilega fyr-
irgreiðslu fram í rauðan dauðann. Fyrr en varir eru skuldir komnar upp úr öllu,
og þegar endanlega er gert upp situr starfsfólk eftir og sér fram á að fá laun
greidd seint og um síðir eða að kröfur þess nái alls ekki fram að ganga.
r*að stangast verulega á að atvinnurekendur virðast eiga tiltölulega auð-
velt með að hefja rekstur án þess að þurfa að sýna fram á að þeir séu til þess
hæfir, og að starfsfólkið geti fyrirvaralaust fengið tilkynningu um að fyrir-
tækið hafi gefist upp. Hér er ekki verið að dæma atvinnurekendur sem stétt.
Ábyrgðin á ævintýralegum atvinnurekstri er vitaskuld allt eins þeirra sem
greiða götu ævintýramannanna. En þessu þurfa samtök atvinnurekenda að
gefa gaum. Og líka hinu sem VR-blaðið minnir á; fólk á miðjum aldri og eldra
á erfiðast uppdráttar á vinnumarkaði.
Gleðileg sjónarmið koma fram í viðtali við Óla K. Sigurðssonar forstjóra
sem birtist í Alþýðublaðinu á laugardag. Óli telur að ekki sé hægt að hugsa
sér betra starfsfólk en það sem sé komið á efri ár. Það búi yfir mikilli þekkingu
og sé mjög samviskusamt. „Ef þetta fólk vill fara í léttari störf, þá má það
færa sig um set í fyrirtækinu," segir Óli i Olís. Mættu fleiri fara að dæmi hans.
Stöð 2 hæti lent i erfiðleikum ef ekki verður af sameiningunni við Sýn hf.
Stöd 2 og Sýn:
Slitnar upp úr
sameiningunni?
Litlar sem engar horfur eru
nú taldar á því að nokkuð verði
úr sameiningu Stöðvar 2 og
Sýnar. Fari svo munu erfiðleik-
ar Stöðvar 2 fyrirsjáanlega
aukast því að Sýn á nú sýning-
arrétt á stórum hiuta af vinsæl-
asta efni stöðvarinnar. Sam-
kvæmt traustum heimildum
Alþýðublaðsins snýst ágrein-
ingurinn að hluta um persónur
og munu Sýnarmenn ekki taka
■ mál að Þorvarður Elíasson
verði sjónvarpsstjóri en þeim
mun einnig þykja erfitt að
starfa með Jóhanni Ólafssyni
og Jóni Ólafssyni.
Meðan ekkert skýrist um sam-
einingarmálin halda Sýnarmenn
sínu striki og sendibúnaður nýju
sjónvarpsstöðvarinnar mun þegar
kominn í skip ásamt þeim loftnet-
um sem til stendur að setja upp.
Auk þess hefur Sýn þegar keypt
inn þrjú þúsund klukkustundir af
efni til sýningar.
Svo virðist sem Sýn hf. standi
með pálmann í höndunum ef til
þess kemur að stöðvarnar tvær
lendi í samkeppni sín á milli. Sýn
hefur þegar klófest sýningarrétt á
fjöldamörgum þáttum sem sýndir
hafa verið á Stöð 2 og mun þar í
mörgum tilvikum um að ræða það
efni sem notið hefur mestra vin-
sælda.
Um sjónvarpsmál á fslandi er
fjallað í nýjasta tölublaði aiþjóð-
lega sjónvarpstimaritsins TBI
(Television Business Internation-
al). Þar eru m.a. raktir efnahags-
örðugleikar Stöðvar 2 og skýrt frá
væntanlegum sjónvarpssending-
um Sýnar hf. í greininni er fullyrt
að Sýn hafi náð til sin sýningar-
réttinum á stórum hluta af besta
sjónvarpsefni Stöðvar 2.
Viðræðum um sameiningu
stöðvanna tveggja hefur ekki ver-
ið slitið en líkur á samkomulegi
hafa síður en svo aukist að undan-
förnu. Viðræður munu aö mestu
liggja niðri þessa dagana vegna
sumarleyfisfjarvista helstu samn-
ingamanna. Verði ekki af samein-
ingu blasir afruglaravandamál við
Sýnarmönnum en samkvæmt
heimildum Alþýðublaðsins mun
enn haldið opnum möguleikanum
fyrir samkomulagi um sameigin-
legt afruglarakerfi stöðvana.
RADDIR
Hvaöa liö á HM hefur veriö í uppáhaldi hjá þér?
Ragnhildur Eiríksdóttir, 21 árs
nemi:
Ég hef eiginlega ekkert' fylgst
með HM, en Kamerún hefur verið
i uppáhaldi. Af þeim liðum sem
eftir eru held ég að Vestur-Þjóð-
verjar vinni þetta örugglega.
Arnar Þór Guðjónsson, 19 ára
nemi:
Uppáhaldsliðið mitt hefur verið
Kamerún. Annars held ég núna
með ítölum og vona að þeir vinni
Vestur-Þjóðverja í úrslitaleiknum.
Kristín Björnsdóttir:
Ég hef fylgst með öllum leikjun-
um en ég get ekki sagt hvaða lið er
í uppáhaldi. En ég þoli ekki Maradona
sem er alltaf á hausnum, hann
er alveg agalegur. En mér finnast
íslensku þulirnir mjög góðir, bæði
Sólnes og þessi dökkhærði. Mað-
ur getur ekki farið frá fyrr en leikur-
inn er búinn. Bjarni Fel er líka
ágætur.
Svanhildur Olafsdóttir, 24 ára að-
stoðarmaður tannlæknis:
Ég hef voðalega lítið fylgst með
þessu en Kamerún hefur nú samt
verið uppáhaldsliðið mitt. Ég held
nú ekki með neinu af þeim liðum
sem eftir eru í keppninni en ég á
von á því á Vestur-Þjóðverjar vinni
þetta.
Ingi Björn Albertsson, 37 ára
þjálfari meistaraflokks Vals i
knattspyrnu karla:
Brasilía hefur alltaf verið í uppá-
haldi hjá mér og er það ennþá, en
af þeim liðum sem eftir eru er það
Ítalía.
Úrslitaleikurinn verður væntan-
lega á milli ítala og V-Þjóðverja og
ég vonast eftir sigri ítala, mér er al-
veg sama hvernig.