Alþýðublaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. ágúst 1990
ÍÞRÓTTIR
5
Minning:
Aldis
Kristjánsdóttir
F. 14. september 1912
D. 9. ágúst 1990.
Aldís var eftirminnileg kona öll-
um sem henni kynntust. Hún var
fríö kona sýnum, svo að eftir var
tekið, hlý í viömóti, glaðvær og
eftir því vinsæl.
Ég veitti lienni fyrst eftirtekt á
fundum Alþýðuflokksfólks í
Reykjavík í kosningabaráttu fyrir
desemberkosningarnar 1979.
Þegar ég forvitnaðist um hagi
hennar og ættir kom á daginn að
hún var sunnlenskrar ættar, upp-
fóstruð á Eyrarbakka og vensiuð
frændfólki konu minnar, en móð-
urætt hennar er upprunnin af
sömu slóðum. Þess vegna er Aldís-
arnafnið að finna í báðum ættum.
Ég fann það fljótt að Aldís Krist-
jánsdóttir var að lífsskoðun jafn-
aðarmaður af hinum göfugasta
skóla. Nefnilega af þeim skóla sem
þykir sælla að gefa en heimta, og
stóð við þann stranga boðskap í
verki. Samúð hennar með þeim
sem voru hjálpar þurfi var djúp og
sterk. En hún var svo lífsreynd
kona að samúð hennar snerist
aldrei upp í tilfinningavellu. Hún
var sjálf nógu sterk til að sigrast á
mótlæti og erfiðleikum. Sá styrk-
ur gerði hana æðrulausa gagnvart
þeim erfiðleikum, sem bíða mann-
fólksins á lífsleiðinni, en ekki að-
gerðalausa, ef hún gat lagt fram
hjálparhönd. Og það var hlý hönd
og sterk, sem ekki lá á liði sínu.
Fjöldinn sem fylgdi henni hinzta
spölinn, þegar útför hennar var
gerð frá Fríkirkjunni föstudaginn
17. þ.m. var til vitnis um, hversu
margir töldu sig eiga henni gott
upp að unna.
Aðrir hafa í eftirmælum haldið
til haga þeim margvíslegu störf-
um, sem Aldís gegndi með sóma
fyrir Alþýðuflokkinn, verkalýðs-
og kvenréttindahreyfinguna. F.h.
Alþýðuflokksins vil ég að leiðar-
lokum þakka samfylgdina, fórn-
fýsina og liðveizluna við góðan
málstað.
Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins.
7. Reykjavikurmaraþon
fer fram á morgun
Reykjavíkur
Maraþon
19. ágúst 1990
Fyrsta Reykjavikurmaraþon fórfram siðla sumars
árið 1984 og hlaupið á morgun er því hið sjöunda i
röðinni. Þátttakan i fyrsta hlaupinu var alveg við-
unandi og hún hefur stöðugt vaxið og i fy rra tóku um
1200 manns þátt i hlaupinu, þar af fjölmargir út-
lendingar. Erfitt er að sjá hve margir þátttakendurn-
ir verða i hlaupinu nú, þar sem íslendingar eru oft að
tilkynna sig fram á siðustu stund, en allt bendir til
þess að um metþátttöku verði að ræða, allt að 1500
manns þar af 200—500 útlendingar.
Reykjavíkurmaraþon 1990 hefst
í Lækjargötu á morgun kl. 12 á há-
degi. Fólk er hvatt til að mæta í
miðbæinn og taka þátt í þessari
hátíð.
Afhending keppnisgagna fer
fram í dag frá kl. 11 til 18 á skrif-
stofu Úrvals/Útsýnar, Álfabakka
10. Rétt er að benda á framleiðslu-
vörukynningu íþróttafyrirtækj-
anna í salarkynnum Úrvals/Út-
sýnar. Pasta-kvöldverður verður
haldinn í Glym frá kl. 16—19 í dag,
þar sem SS vörumiðstöð Barilla
býður keppendum upp á pasta-
rétti.
Þá er loks að geta um kvöldverð,
þríréttaða máltíð á Hótel Borg
annað kvöld, en nún kostar 2300
krónur. Keppendum, 20 ára og
eldri er boðið á dansleik eftir kl.
22 og fylgir boðsmiði keppnis-
gögnum.
Betri, einfaldari og öruggari leið til ávöxtunar sparifjár er vand-
fundin Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggja góða
ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24
mánuði. Samt er innstæða
Kjörbókar alltaf laus.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
. ..kjörin leið til sparnaðar
er Kj örbók Landsbankans