Alþýðublaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 18. ágúst 1990 I kjölfar aukins frelsis í gjaldeyrisviöskiptum: Leið tH bættra lífskjara Langar þig að senda barninu þinu, sem dvelur er- lendis, peninga i afmælisgjöl? Eða viltu leggja pen- inga i fyrirtæki erlendis? Og varstu að hugsa um að fara á námskeið til útlanda i tengslum við vinnuna? I dag verðurðu að sækja um leyfi, ef þú vilt gleðja barnið þitt með meira en 15 þúsund krónum, og þó að það sé talið nauðsynlegt starfs þins vegna að þú endurmenntir þig, verðurðu að vera a.m.k. 6 mán- uði á námskeiði til þess að þú fáir gjaldeyri. Og ætl- irðu að kaupa hlut i fyrirtæki erlendis verðurðu að skrifa ,,Samstarfsnefnd um gjaldeyrismál" vænt bréf. Hún athugar síðan málið fyrir þig og leitar heimilda á æðri stöðum. Svona eru reglurnar i dag. En þær breytast 1 .september. TEXTI: ÞORLÁKUR HELGASON l’essar spurningar og fleiri vakna nú, þegar viðskiptaráö- herra hefur ákveöiö aö gefa gjald- eyrisviöskipti frjáls í áföngum, og stíga fyrstu skrefin í þá átt strax um næstu mánaðamót. Breyting- arnar sem nú eiga sér staö eru i fullu samræmi viö aukiö frelsi á ýmsum sviöum, sem hafa þegar oröið allt í kringum okkur og eru í takt viö annað sem stjórnvöld á Islandi hafa fært í frjálsræðisátt á allra siðustu mánuöum. Hvað breytist 1. september? 1) Hámarksupphæö gjaldeyris vegna ferðalaga verður hækkuö í 200 þúsund krónur og gjaldeyrir til aö brúa námskostnaö hækkar líka. Einnig veröur leyft aö veita yfirfærslu vegna námskeiöa eöa styttra náms. 2) Islendingar mega fjárfesta í erlendum fyrirtækjum fyrir 2,75 milljónir eða kaupa fasteignir í út- löndum. Sama gildir um fjárfest- ingar erlendra aöila hér og kaup á innlendum markaðsveröbréfum. 3) íslendingar niega kaupa er- lend verðbréf frá 15. des. nk. 4) Islendingar mega senda pen- inga (sem gjafir eða útborgaöan arð o.fl.) fyrir jafnviröi 200 þús- unda kröna án þess að þurfa aö leita sérstakrar heimildar fyrir því. Hámarksupphæöin er nú 15 þús- und krónur. 5) Auöveldara veröur aö eignast gjaldeyri til aö stofna heimili er- lendis. (1) Innlendum aöilum verður heimilt án innflutnings- eöa gjald- eyrisleyfa að kaupa hvers konar þjónustu af erlendum aðilum inn- an tilskildra marka. Þjónusta get- ur t.d. veriö kaup á tryggingum, aö flytja hagnaö af atvinnustarfsemi, feröakostnaöur, áskriftir, kaup á hljómplötum o.s.frv. 7) Islendingar geta opnaö bankareikninga erlendis og tekiö erlend lán. 8) Fyrirtæki geta greitt pantanir úr útlöndum fram í tímann. Smám saman veröur enn frekar slakað á hömlum. Þaö gerist í áföngum fram að 1. janúar 1993. Erlendir aðilar efla islenskan hag________________ Þegar hafa erlendir aðilar sýnt íslensku atvinnulífi áhuga. Eftir að erlendar fréttastofur sögöu frá breytingunum linnir ekki fyrir- spurnum til sumra sendiráöa hér á landi. Spurt er um möguleika á fjárfestingu í íslenskum fyrirtækj- um. Þegar Ármannsfell bauö út hlutabréf í vikunni fjárfesti erlend- ur aðili þegar á fyrsta degi. Hann vildi eignast hlut í arðbæru fyrir- tæki. Þess vegna valdi hann ís- land. Erlendir eignaraðilar gætu aukið velferð okkar. Fyrirtæki á ís- landi hafa kvartað mjög undan fjármagnsskorti. Með þátttöku er- lendra manna taka þeir á sig vissa hættu en íslensk fyrirtæki draga úr áhættunni sem er í dag. Munum við eyða______________ meiri gjaldeyri? Margir munu sjálfsagt leggjast gegn frjálsari viðskiptaháttum, af því aö þeir óttast að íslendingar flytji svo mikla peninga úr landi. í þessu tilliti megum við ekki gleyma einu: Hvernig er þetta í dag? Við kaupum bil til að ,,fjár- festa'. Þá eyðum viö miklum gjald- eyri. Við erum alltaf að „eyða" gjaldeyri. Ef Islendingar hins veg- ar eignast hlut í erlendum fyrir- tækjum eða kaupa erlend verö- bréf eins og nú reynist fært, flyst arður inn í landiö. Með öðrum orö- um viö fáum gjaldeyri í staðinn. Við gætum sem sagt sparað með því að fjárfesta erlendis og mynd- um kannski draga úr „eyðslunni" í dag sem er fólgin í því að við kaup- um svo óskaplega margt „óþarft" úr útlöndum, en fyrir allt þaö þurf- um viö aö borga meö erlendum gjaldeyri. Meira frjálsræði þýðir hér sparnaöur. Þaö er staðreynd. Komið i veg fyrir að spáð verði i islensku krónuna Þaö er ekki undarlegt þó aö viö- skiptaráöherra kalli breytinguna núna róttækustu breytingu í gjald- eyrismálum í þrjá áratugi. Áriö 1960 afnám viöreisnarstjórnin aö stórum hluta gjaldeyrisleyfi vegna innflutnings og nú eru stigin fyrstu skrefin aö svo til algjöru frelsi í gjaldeyrisviöskiptum. I byrjun árs 1993 veröa engar hömlur lengur á fjármagni frá og til lslands. Átt er viö svokallaöar fjármagnshreyf- ingar til lengri tíma milli Islands og annarra ríkja. Kkki þykir ráölegt aö gefa fjár- magn „til skamms tíma" frjálst, því aö þá er talin hætta á aö stórir aöilar geti fariö aö spá í litlu krón- una okkar og þar meö væri voð- inn vís. Stórfyrirtæki meö marg- falda veltu íslenska þjóöarbúsins ráöa auövitaö yfir miklu meira fjármagni en viö gætum staöiö gegn, ef einhverjum dytti í hug aö reyna aö græöa meö því að hafa áhrif á gengi íslensku krónunnar (og þar með efnahagslíf á íslandi). Við ætlum engum að hugsa svona, en rétt er aö ríkisvaldið hafi fyrir- vara á. Erum við tilbúin____________ að breyta *il?______________ Fyrsta september opnast fyrstu hliðin. Þá slaknar á eftirliti meö gjaldeyri. Viö losnum síöan smám saman undan skammtakerfi og nefndaskoöunuin. Breytingarnar gerast í þrepum og það er meö vilja gert. Þaö er gert til þess aö koma í veg fyrir rót á íslenskum fjármagnsmarkaöi og gefa inn- lendum aðilum, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, aðlög- unartíma að gjörbreyttum að- stæðum. Þegar hefur veriö búiö í haginn. Verðlag er stöðugra um þessar en verið hefur um áratugi á Is- landi, og eftir samruna banka og tryggingafélaga eru íslenskar fjár- magnsstofnanir nú betur í stakk búnar en áöur aö glíma við harðn- andi samkeppni frá erlendum fjár- málastofnunum. Vaxandi sam- keppni á innlendum fjármagns- markaöi hefur og styrkt íslenska aðila. í kjölfar breytinganna er líklegt að samruni íslenskra fyrirtækja muni aukast, en það mun tíminn leiða í ljós. Þá er einnig búist viö aö íslenskir aðilar muni smám saman verða aö bjóða upp á svip- uö kjör og lánastofnanir og aðrir erlendir aöilar bjóða upp á þegar, og aö þeir verði aö laga sig að því fyrirkomulagi sem er í sambæri- legum erlendum fyrirtækjum eða stofnunum. Samruni þjóða Evr- ópu kallar væntanleg á samræm- ingu íslenskra reglna við erlenda staðla. Hagræöi af meira frelsi er aug- ljóst hvort sem litið er á málin frá sjónarhóli einstaklinga eða þjóð- félagsins í heild. Get ég losnað við biðraðir fyrir framan nefndir og ráö af því að ég ætla að senda barninu mínu peninga að gjöf? Get ég fengið hærri vexti af pen- ingunum ef ég legg þá inn á banka erlendis í staðinn fyrir að eiga þá á reikningum innanlands? Geta líf- eyrissjóðir mínir tryggt betur það fé sem þeir hafa til varðveislu og eiga að tryggja mér lífeyri þegar að því kemur að ég þarf á honum að halda? Og svona getum við haldið áfram að spyrja. •Biark ??• fanít/ tonki e//- QYllini yP’ mark lt. lira Austsch. ~°n- ncudo. 7a- peseti f*P. yen [tektpund U.84S4 15.3521 10.8183 1.7651 43,7262 3l2415 35,3209 0,04929 Hvað breytist hjá Jóni og Cunnu? Um leið og gjaldeyrisvið- skipti verða frjálsari frá og með 1. september nk. opnast sömu leiðir fyrir alla. Vitað er að sumir Islendingar eiga nú bankareikninga erlendis og fyrirtæki ýmis njóta fyrir- greiðslu en önnur ekki. Nú breytist þetta. Fjölskylda Jóns og Gunnu þarf ekki að bíða eftir afgreiðslu á ýmsu eins og nú er. Dóttirin er við nám erlendis og hún fær gjöf frá pabba og mömmu án þess að það þurfi að legga það fyr- ir sérstaka nefnd í bankan- um. Fjölskyldan fer saman í feröa- lag og getur ferðast í friði án þess aö gjaldeyrisnefndin sé aö skipta sér að því. Dóttirin fór í nám er- lendis í fyrra og fjölskyldan stóð i ströngu við að öngla saman gjaldeyri af því aö hún varð aö greiða sérstaka tryggingu þegar hún tók herbergiö á leigu. Nú vita þau aö ekki veröur krafist sérstakrar umsóknar, ef þau vilja styrkja dótturina sérstaklega, ef hún stofnar heimili í útlöndum. Jón og Gunna hafa líka hugsaö sér að leita tilboða erlendis í trygginguna á bílnum og húsinu seinna meir. Þá hafa þau heyrt af því að vextir af innistæöum séu miklu fjölbreyttari í bönkunum úti. Til dæmis sé meira tillit tekiö til hversu lengi peningarnir liggja óhreyfðir á reikningi og ef Jón og Gunna taka lán er spurt hvort þau ætli aö kaupa hús fyrir peningana eða eyða þeim í bíla- kaup. Lánsvextir eru hærri ef þú sækir um „eyðslulán". Hvernig hagnast þjóðin í heiid? Enginn getur vitaskuld sagt með vissu fyrirfram hvað aukið frelsi þýðir endanlega. Þó eru fyrirmyndirnar fyrir augunum. Kíki Austur-Evrópu eru á barmi gjaldþrots. Þau hafa brynjaö sig og ekki leyft frjálsum markaði aö blómstra. Þar hefur ríkt skammtakerfi og ekki veriö séö fyrir endurnýjun véla eöa verk- færa. Viö skulum leyfa okkur aö spá svolítiö í hvaö gerast kann á ís- landi í kjölfar gjaldeyrisbreyting- anna hér á landi. í fyrsta lagi er öllum smám saman gert jafnhátt undir höfði. fcinnþá eiga sumir eignir í út- löndum, bankareikninga o.s.frv. þó aö það sé flest á skjön við ís- lenska löggjöf. Það er heimsku- legt að hafa lög sem almenning- ur reynir að brjóta vegna þess að þau eru vitlaus. Það er óheilbrigt að skammta fjármagn eins og nú er gert. Nefnd á ekki árið 1991) að skipta sér að því þó að ein- hver vilji gefa vini eða vanda- inanni smágjöf. í öðru lagi styrkist atvinnulíf íslendinga með erlendu fjár- magni. Það dregur úr spennu. Hagfræðilega inætti auðveld- lega færa rök fyrir því að það dragi úr verðhækkunum vegna þess að nú þurfa aðstandendur íslenskra fyrirtækja ekki í jafn- ríkum mæli að sækja á innlend- an lánamarkað (en það spennir vexti upp). Hér má einnig hugsa sér að er- lendir aöilar gengju fram hjá milliliðum á íslandi með beinni þátttöku og innflutningsverð lækkaöi þannig í áföngum. í þriðja lagi mun samkeppni fjármagnsstofnana á Islandi auk- ast. Hið sama mun einnig gilda um ýmsa þjónustu eins og trygg- ingar. íslendingum opnast milli- liðalausar leiðir til útlanda. Við getum tryggt beint í útlöndum smám saman og leitaö leiöa til að ávaxta sparifé okkar erlendis í bönkum, í fyrirtækjum eöa í verðbréfum. íslenskum fyrir- tækjum (og einstaklingum) veit- . ist aðgangur aö erlendum lán- um. Erlendis eru lán bæöi dýrari og ódýrari en á íslandi. Það þýð- ir að úr meiru verður að velja.. Einstaklingar munu ekki verða í biðröðum í erlendum bönkum, en vegna þess hversu fjármagn hefur verið til í ríkum mæli er- lendis, gætu einstaklingar átt greiðari aðgang að lánum en nú er hér á landi. Almennt má fullyrða að aukið frelsi hafi undantekningarlaust leitt til betri þjónustu og lægra verðs. Meö því aö breyta gjald- eyrisreglunum hér á landi til samræmis viö helstu viðskipta- lönd okkar, er einmitt verið aö tryggja samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja. Eins og nú er eru höft á Islandi meiri í gjald- eyrismálum og fyrirtæki hér hafa lakari möguleika til að fjár- magna starfsemi sína en keppi- nautar þeirra erlendis. í fjóröa lagi má telja til aö ávöxtun á fjármunum ýmissa sjóða mun veröa betur tryggð þegar gjaldeyrisbreytingarnar hafa gengið að fullu yfir árið 1993. íslenskir lífeyrissjóöir munu til dæmis betur geta tryggt ellilífeyri. þar sem kostir verða fleiri og þeir munu geta dregið úr þeirri áhættu sem nú er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.