Alþýðublaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. ágúst 1990 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN SOÐASKAPUR ! Einhverjir starfsmenn Kringlunnar og Húss verslunarinnar voru í gær og fyrradag aö kvarta yfir þessum auglýsingum sem límdar hafa verið upp á brúar- stöplinum við Miklubraut og Kringlusvæði. Þeir telja sóða- skapinn sem af þessum álímingum stafa einum um of. Þarna virðist líka ríkja stríð um auglýsingapláss. Einn aug- lýsandi kemur þá annar er búinn að líma — og límir yfir! Borgaryfirvöld sinntu ekki kvörtunum þessum. ÍSLENDINGUR LAMINN Í SVÍÞJOÐ: Fórir rudda- legir dyraverðir á skemmtistað í Trelleborg í Svíþjóö stór- slösuðu landa okkar sem þar var á ferð fyrir skemmstu. Margrét Jónsdóttir í sendiráði Islands í Stokkhólmi segir í sænsku blaði fyrir skemmstu að ekki hafi verið hægt að senda manninn heim til íslands, svo illa sem hann var far- inn. Maðurinn var í öndunarvél á sjúkrahúsi, annaö lungað fallið saman og fjögur rifbein brotin. Maðurinn mun vera kominn heim þegar þetta er ritað. Hann var vel tryggður, segir blaðið. Vitni voru að atburðinum og munu 'dyra- gæsluruddarnir í vanda staddir, svo og eigendur veitinga- hússins Kungsparken. AFLABANKINN KAUPIR ÞAÐ SEM SJÓMENN AÐURHENTU Nýjasti „bankinn" er Aflabankinn, starf- ræktur á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaöarins. I þennan banka mega sjómenn leggja upp allskonar „ódrætti", sem þeir áður fleygðu fyrir borð. Árangurinn eft- ir nær hálfs árs starf er sá að 50 tonn hafa safnast: 25 tonn af tindabikkju, 10 tonn af gulllaxi og annað eins og skráp- flúru og fleiri flatfiskum og 5 tonn af ýmsum tegundum fiska. Útlit er fyrir að tekist hafi að skapa markað fyrir laus- fryst tindabikkjubörð í Frakklandi. Skilaverð gæti orðið 110—120 krónur fyrir kílóið. HALLI, 14 ÁRA, HELDUR TÓNLEIKA: Hain Caut- hery heitir ungur maður, 14 ára fiðluleikari, sonur Bjarg- ar Árnadóttur Björnssonar, tónskálds og Andrew Cauthery óbóleikara við bresku þjóðaróperuna í London. Halli heldur tónleika á morgun kl. 16.30 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Halli hefur numið fiðluleik frá 5 ára aldri og nú síðustu 2 árin í Yehudi Menuhin-skólanum í London og er hann einn 48 nemenda skólans, en þeir koma víða að úr heiminum. í Hafnarborg munu tónleikagestir án efa skoða Sumarsýningu safnsins í Sverrissal. B0RGIN Á AFMÆLI í DAG: Afmæli Reykjavíkurborg- ar, 204 ára afmæli, verður haldið hátíðlegt í dag. Opnað verður þjónusturými fyrir aldraða á Dalbraut 18—20. Eftir hádegi er haldið upp á 30 ára afmæli Fæðingarheimilisins við Eiríksgötu með athöfn á túninu fyrir framan heimilið. Þá er ætlunin að afhjúpaö verði listaverk við Skúlagötu kl. 16 — Sólfar heitir verkið og er eftir Jón Gunnar Árnason heitinn. Kl. 17 eru veitt verðlaun fyrir fegurstu götu í Reykjavík og viðurkenningar fyrir fallegar lóðir og endur- bætur gamalla húsa. Tilkynfit verður um val borgarlista- manns og hvaða listamaður hlýtur 3 ára starfslaun Reykja- víkurborgar. ALBERT FASTAFULL- TRUI: Albert Guðmunds- son, sendiherra Islands í París, hefur verið skipaður fastafulltrúi íslands hjá Evr- ópuráðinu í Strassborg frá og með 1. ágúst, segir í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. LÁNSKJARAVÍSITALA HÆKKAR UM 0,24%: Lánskjaravísitala sem gildir fyrir september n.k. er 2932 stig, hefur hækkað um 0,24% frá mánuðinum á undan. Umreiknað til árshækkunar hefur breytingin orðiö þessi: Síðasta mánuð 2,9% — siðustu 3 mánuði 6,4% — síöustu 6 mánuði 6,3% og síðustu 12 mánuðina 13,5%. INNLENDAR FRÉTTIR KVÖTABRASK I Það hefur eitthvað borið á því að stærri útgerðarað- ilar hafi keypt nýja smá- báta sem eiga eftir að afla sér kvótaviðmiðunar og skipti á þeim og smábátum sem þegar hafa unnið sér inn kvótarétt. Á næsta ári geta útgerðaraðilar fært kvótann af gömlu trillun- um yfir á stærri skip sín en trillukarlinn með nýja trillu fer að vinna sér inn kvótarétt með veiðum næstu þrjú árin. Nú fyrir helgina voru síð- ustu forvöð að skrásetja nýja smábáta og fá þá skráða til að afla sér kvótaréttar. Afli þeirra þrjú næstu árin verður síðan notaður sem viðmiðun fyrir varanlegan kvóta þeirra. Um næstu áramót taka gildi lög sem skammta kvóta á smábáta eins og önn- ur fiskiskip. Með því hefur heldur betur hlaupið á snær- ið hjá sumum. Af þessu má ljóst vera að með úthlutun kvóta er verið að færa útgerðarmönnum, stórum og smáum, óhemju- verðmæti fyrir ekki neitt. Er frelsi til fiskveiða endanlega úr sögunni? Trillur undir 10 tonnum voru áður undanþegnar kvóta en með því að nú færist kvótaút- hlutun til þeirra eins og ann- arra skipa standa trillukarlar allt í einu uppi með nýfengin verömæti. Á sama hátt er girt fyrir að aðrir íslendingar geti sótt fisk í sjó nema að kaupa kvóta þeirra sem hafa fengið hann fyrir ekki neitt. Áætlað er að hér á landi séu um 1.000 trillur með um 36 þúsund tonna kvóta sam- tals. Margir trillukarlar eru með trilluna sína sem auka- getu eða jafnvel frístunda- sport meðan aðrir lifa alfarið af trilluútgerð. Ýmsir spá nú að stærri útgerðir muni kaupa upp um helming af kvóta smábátanna og þurfi þá að greiða fyrir það um 2,5 milljarða. ALGLEYMINGI Árni Gunnarsson alþingismadur vegna vanda Slippstödvarinnar: Þróunaraðstoð i skiptum fyrir veiðiheimildir Árni Gunnarsson, al- þingismaður og stjórnar- maður Slippstöðvarinnar á Akureyri, hefur varpað fram þeirri hugmynd að ríkið kaupi skip af Slipp- stöðinni og geri það síðan út sem skólaskip fyrir þró- unarlönd. Hann segir að- stoð Islendinga við þróun- arlöndin smánarlega litla. Með þessu mætti slá tvær flugur í einu höggi, styðja og styrkja fiskveiðar ríkja í Asíu og Afríku gegn veiðiheimildum og um leið kynna íslenskar vörur á sviði sjávarútvegs. Slippstöðin á Akureyri hef- ur átt við mikinn fjárhagsleg- an vanda að etja m.a. vegna að þess að þeir hafa smíðað skip sem ekki hefur tekist að selja. Nú hleður það upp á sig fjármagnskostnaði sem gerir þaö í raun enn dýrara. Árni Gunnarsson segir að fjár- magnskostnaður vegna skipsins á þess ári sé orðin um 15 milljónir, eða um 1,5 milljónir á mánuði. Fjármálaráðherra, Olafur Ragnar Grímsson, mætti á fund með stjórn Slippstöðvar- innar út af þessum málum í fyrradag. Þar lagði Árni Gunnarsson fram hugmynd sína um að ríkið keypti óselda skipið og notaði til þróunaraðstoðar við fátæk ríki. Árni telur að tilkostnað- ur við smíði skipsins sé orðin það mikill að ekki takist aö selja það á almennum mark- aði auk þess sem það hefur engan kvóta. Þá telur Árni að ríkið, sem er meirihlutaeigandi í Slipp- stöðinni, þurfi með einu eða öðru móti að aðstoða við að koma skipinu í verð. Hann bendir á að þróunaraðstoð ís- lendinga hefur verið í algjöru jlágmarki. Nú séu fjöldamarg- ar þjóðir að leita eftir veiði- heimildum í Asíu og Afríku. Þar sé víða að finna feikilega gjöful fiskimið og að íslend- ingar hafi nánast ekkert gert til að taka þátt í þeirri bar- áttu. „Mín hugmynd er sú að rík- issjóður kaupi skip af Slipp- Verðlagsyfirvöld sjá ekki ástæðu til þess að sól- arlandaferðir hækki í verði. Ferðaskrifstofurnar ætla sér að draga til baka 1% af þeim hækkunum sem hafa orðið á sólar- landaferðum en telja sig ekki geta tekið á sig allar þær kostnaðarhækkanir sem hafi skollið á ferða- skrifstofum að undan- förnu án þess að verð hækki. ASÍ skoraði í gær á ferða- skrifstofurnar að draga alla hækkunina til baka, en í sam- tali við Alþýðublaðið í gær sagði Andri Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Veraldar, að stöðinni, annað hvort það sem þegar er smíðað eða annað sem stöðin hefur þeg- ar keypt efni í. Það yrði þá smíðað sérstaklega sem skóla- og rannsóknarskip en myndi einnig nýtast sem markaðsetningarskip fyrir ís- lenskar íramleiðsluvörur á sviði sjávarútvegs. Þar á ég við veiðarfæri, ýmis tæki og tól sem hér eru smíðuð og lít- rætt væri um að mæta aukn- um kostnaði að undaförnu með því að ferðaskrifstofurn- ar tækju hluta af honum á sig. Hann bættist við kostnaðar- auka sem kom fram fyrr á ár- inu og þvi væri ekki um að ræða að ferðaskrifstofurnar tækju allan kostnaðaraukann nú á sig. „Það bjóst enginn við stríði við Persaflóa," segir Andri Ingólfsson. í bréfi Alþýðusambandsins, sem það sendi Félagi ís- lenskra ferðaskrifstofa i gær- morgun, segir að dregið hafi úr verðbólgu og gengið hald- ist stöðugt, en hvort tveggja hafi skapað fyrirtækjum til- efni til að lækka álagningu. ið hefur verið gert til að markaðssetja," sagði Árni í samtali við blaðið. „Með þessu móti," sagði Árni, „getum við aðstoðað fátækar þjóðir til að þróa sinn sjávarútveg gegn einhverjum veiðiheimildum og nýtt þannig betur allt of stóran fiskveiðiflota okkar íslend- inga." Talsmenn ferðaskrifstofanna skrifuðu síðan Alþýðusam- bandinu bréf síðdegis í gær þar sem þeir tíunduðu þann kostnað sem ferðaskrifstof- urnar hafa orðið fyrir á árinu, og þar er tekið fram að félag- ið hafi skorað á félagsmenn að lækka ferðir eins og kost- ur er. Örn Friðriksson, varafor- seti ASÍ, segist ekki sætta sig við afgreiðslu ferðaskrifstof- anna og segir að þær verði eins og önnur fyrirtæki að taka þátt í þeirri niðurfærslu- leið sem nú sé farin. „Við telj- um hækkunina sem ferða- skrifstofurnar hafa tekið ótímabæra," sagði Örn í við- tali við Alþýðublaðið í gær. ASÍog uerdlagsyfirvöld vilja að ferðaskrifstofur taki til baka 2,5% hækkun á sólarlandaferðum Ferðirnar munu lækka um 1 % Ferðaskrifstofur segjast ekki geta dregið alla hœkkun til baka

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.