Alþýðublaðið - 24.08.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 24.08.1990, Page 1
Aktu ekki út i óvissuno oktu ó Helgason hf. Sævarhofóa2 Simi 91-67 4000 126. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990 NÝR FLOKKUR HÚS- BREFA: Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráð- herra hefur gefið út reglu- gerð um nýjan flokk hús- bréfa. Samaniagt mun upp- hæð bréfanna vera 2,5 milljarðar króna. Vextir á þessum bréfum eru 5,75%. Nú munu þau bréf sem voru gefin út í fyrra vera nánast uppurin. Húsbréfin eru gefin út í þremur verðflokkum, 500 þúsund, 50 þúsund og 5 þúsund króna bréfum. Húsbréfakerfið hefur ekki leitt til hækkunar á fasteignaverði að sögn félagsmálaráðherra. FISKVINNSLA ÚR LANDI? Evrópubandalagið styrk- ir fiskvinnslu um jafnvirði 153 milljarða íslenskra króna á næstu þremur árum. Þeir sem hyggjast endurnýja vinnslu- kerfi sín fá allt að helming kostnaðar beint frá EB sem styrk. Þetta mun veikja mjög samkeppnisstöðu íslenskrar fiskvinnslu. BÚVÖRUSAMNING- UR FYRIR NÆSTU RÍKISSTJÓRN: Nokkrar deilur eru innan ríkisstjórn- arinnar um hvort núver- andi ríkisstjórn, sem hefur umboð sitt fram á næsta vor, skuli gera nýjan bú- vörusamning við bændur. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra telur það vel koma til greina og nafni hans Sigfússon landbúnað- arráðherra er talsmaður þess. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, tekur hins vegar slíkt ekki í mál. Hann telur siðlaust að binda þannig hendur nýrrar ríkisstjórnar enda liggi ekkert á þar sem núgildandi búvörusamningur gildi til ársins 1992. HÆKKUÐ LEIGA Á PRESTSETRUM END- URSK0ÐUÐ: Óli Þ. Guð- bjartsson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að end- urskoða þá ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins að hækka leigu á prestsetrum. Prestar hafa mótmælt hækkun leigunn- ar frá 1. ágúst og telja hana jafngildi allt að 19% kjara- rýrnunar. Þó er talið óvíst að hún verði felld öll niður. SVEITARSTJÓRAVANDIÁ PATRÓ: í gærkveldi var haldinn fundur í hreppsnefndinni á Patreksfirði. Eina mál- ið á dagskrá var ráðning sveitarstjóra. Alþýðuflokkurinn vann einn fulltrúa í hreppsnefnd í kosningunum í vor, á nú 3 af 7, og myndaði meirihlutasamstarf með Framsóknar- ílokki sem fékk 2 fulltrúa kjörna. Á síðasta kjörtímabili var við völd meirihluti Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks og sveitarstjóri Úlfar B. Thoroddsen sjálfstæðismaður. Nýr meirihluti vildi ráða nýjan sveitarstjóra og var fyrirhugað að það yrði Ólafur Árnfjörð, alþýðuflokksmaður. Einn hreppsnefndarmaður Alþýðuflokksins mun hins vegar vilja styðja Úlfar áfram og segist ekki styðja meirihluta sem stendur að ráðningu Olafs. Ekki hafði frést af úrslitum mála á fundinum þegar blaðið fór í prentun. LEIÐARINNIDAG í leiðara í dag er fjallað um stórkostlega styrki Evr- ópubandalagsins til fiskvinnslu, en á næstu árum munu fyrirtæki í einkaeign og opinber fyrirtæki fá allt að helming fjárfestingar sem styrki úr sjóðum EB. Evrópubandalagið ætlar að verja jafnvirði 153 milljarða íslenskra króna til að endurskipuleggja vinnsluna og sölukerfið. Bent er á að fiskvinnsla á ís- landi nýtur ekki beinna styrkja til fjárfestingar. Það sé því ekki furða þó að spurt sé hvort hætta sé á að fisk- vinnsla færist smám saman úr landi. Nebúkadnessar „Þessi maður á ekki í sér snefil af drengskap eins og dæmin sanna" segir Stefán Snævarr i blaðinu í dag og á þar við Saddam Hússein íraks- forseta Þrjú berjast um formannssætið Rætt er við þau þrjú sem hafa formlega lýst því yfir að þau sækist eftir kjöri sem for- menn SUJ á þingi þess sem verður nú um helgina. Það eru þau Sigurður Pétursson, Margrét Haraldsdóttir og Jón Baldur Lorange. Bílafyrirtæki og Sigurjón Sighvats- son standa að baki ítalska verslunarfélagið heit- ir nýstofnað hlutafélag og hef- ur umboö fyrir Fíatbifreiðar. I frétt segir hverjir standa að hinu nýja fyrirtæki. Lœknar: MEÐ HEFTI A RÍKISSJÓÐ Læknir sem skrifar lyf- seðil er um Ieið að skrifa eins konar ávísun á ríkis- sjóð. Þegar læknirinn skrifar lyfseðil að þarf- lausu eða lætur sjúklingi í té dýrara lyf en þörf er á, kostar það ríkissjóð pen- inga að þarflausu. Lækn- arnir eru, öfugt við fjár- málaráðherra, ekki bundnir af fjárlögum þeg- ar þeir gefa út þessar Átti ad skila 160 millj- ónum í ríkiskassann: Hefur engu skilað Greiöslan ódagsett, segir talsmaður Pósts og síma Póstur og sími hafði ekki skilað neinum arði í ríkis- sjóð á miðju ári 1990. Arð- greiðslur á árinu eru áætl- aðar hálfur milljarður og þar af áttu ríkinu að hafa áskotnast 160 milljónir 30. júní sl. í skýrslu ríkisendurskoðun- ar um framkvæmd fjárlaga fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní árið 1990 segir að arð- greiðslur hafi orðið 37,1% lægri en áætlað var, þar af hjá Pósti og síma 160 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir enga peninga hafa bor- ist frá fyrirtækinu, en tals- maður Pósts og síma kveður upphæðina, sem samtals er áætluð 500 milljónir á árinu, hafa verið háða |íví hvort endar næðu saman. Allt útlit væri fyrir að það tækist, en greiðslurnar til rikissjóðs hafi ekki verið dagsettar sérstak- lega. Þess vegna hafi engar 160 milljónir skilað sér enn í ríkiskassann. „ávísanir". Lyfjaframleiðendur vita vel af þessari aðstöðu læknanna og eru ósparir á að bjóða læknum í „ráðstefnuferðir" til útlanda. Fjölmörg dæmi eru um að islenskir læknar nýti sér slík fríðindi. Því fylgir að vísu ekki nein opinber kvöð, en engu að síður álíta heimildarmenn Alþýðublaðs- ins að ráðstefnuferðalög af þessu tagi, skili lyfjafyrirtækj- unum hagnaði. Það er apótekurum að sjálf- sögðu hagstætt að hafa læknastofur í nágrenni við sig vegna þess að fólk leggur gjarna leið sína í næsta apó- tek til að leysa út lyfseðilinn sinn. Sumir apótekarar í Reykjavík hafa gripið til þess ráðs að leigja læknum hús- næði í næsta nágrenni við apótekið til að auka viöskipt- in. Einn þessara lyfsala viður- kennir að um helmingur lyf- seðla sem hann afgreiöir séu komnir frá leigjendum hans. Þaö virðist mega spara rík- inu umtalsvert fjármagn ef lyfseðlamálum væri komið í betra horf. Alþýðublaðið hef- ur skyggnst um á lyfjasviðinu og um það er fjallað í frétta- skýringu á bls. 2. „Viðhöfumveriðaðprófaallarmögulegartrjáogjurtategundir. Þaðereinmittþaðsem gerir garðinn svo fjölskrúðugan," sagði Unnur Hjaltadóttir eigandi fegursta garös Garðabæjar, að Mávanesi 15. Hún segir míkla vinnu liggja i garðinum, ekki siður hjá manni sínum Karli Frið- riki Schiöth, en það ber greinilega ávöxt í þessum 1700 fermetra garði sem hefur bæði gos- brunn og heitan pott. Fegursta gata Garðabæjar var valin Boöahlein, Hrísmóar 3 fallegasta fjölbýlishúsalóðin, fyrirtækið Gluggar og garðhús fékk viðurkenningu fyrir snyrtiiegan frá- gang. A-mynd-E.ÓI. RKTSTJÓRN 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR r 681866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.