Alþýðublaðið - 24.08.1990, Side 2

Alþýðublaðið - 24.08.1990, Side 2
2 FRÉTTASK ÝRING Föstudagur 24. ágúst 1990 Fólk Ashkenazy hóiar að stíga aldrei fæii á sovéska grund Píanósnillingurinn Vlad- imir Ashkenazy sagði í viðtali við blaðið Die Welt nýlega að hann styddi eindregið sjálfstæði Eystrasaltsrikjanna. ,,Ef Gorbachev heldur áfram að koma fram við Eystra- saltsrikin eins og einvald- ur og viðurkennir ekki rétt þeirra til sjálfstæðis nú þegar, en ekki ein- hvern tíma í fjarlægri framtíð, þá mun ég aldrei heimsækja Sovétríkin aftur", er haft eftir lista- manninum. Ashkenazy sem á sínum tíma yfirgaf Sovétríkin vegna ofsókna KGB gerðist íslenskur rík- isborgari. Hann starfar nú sem hljómsveitarstjóri Filharmoníusveitar Lund- úna og Sinfóníuhljóm- sveitar Berlínarútvarps- ins. Jónas Ingimundarson á þriðjudags- iónleikum I listasafni Sigurjóns 01- afssonar á Laugarnes- tanga eru haldnir tónleik- ar á hverju þriðjudags- kvöldi og hafa þeir öðlast miklar vinsældir í röðum tónlistarvina. Á þriðju- daginn kemur mun Jónas Ingimundarson píanó- leikari leika verk eftir Chopin. Jónas er nýkom- inn frá Englandi þar sem hann hélt tónleika með Kristni Sigmundssyni á listahátið i Stratford upon Avon, fæðingarbæ Shakespeares. Tónleik- arnir í listasafninu hefjast kl. 20.30. Þarna er góð kaffistofa og verk Sigur- jóns að sjálfsögðu skoðuð í leiðinni. Bæjarstjórinn sendur i „útlegð" til Kýpur Það vakti athygli hversu rausnarlega sjálfstæðis- menn í Kópavogi komu fram við bæjarstjórann sinn nýja, Sigurd Geirdal. Fram hefur komið að hann fékk ein verka- mannalaun ofan á þau góðu laun sem bæjar- stjóri hafði fyrir. Auk þess byrjaði hann bæjarstjóra- feril sinn á því að fara i sumarfrí! Mjög óvenjuleg byrjun, — en heppileg. Sjálfstæðismenn gátu á meðan farið sínu fram í að skipuleggja störf sín í bænum. A meðan fékk bæjarstjórinn að sóla sig. Sumir Kópavogsbúar segja raunar að bæjar- stjórinn hafi í upphafi fer- ils síns verið sendur í eins- konar „útlegð". Lyfsedlaritstörf lœknœ Skrifa ávisanir á rikiskassann Læknar ganga með ávisanahefti á rikissjóð og eru óbundnir af f járlagaheimildum. í fjöldamörg- um tilvikum ofnota, eða jafnvel misnota, læknarn- ir þetta ávisanahefti. Hagnaðurinn af of- og mis- notkun heftisins, rennur þó ekki til læknanna sjálfra nema óbeint að hluta. Þeir sem hagnast eru lyfsalar og lyf jaframleiðendur, en báðir þessir að- ilar sýna læknum i mörgum tilvikum sérstaka vin- semd. Þessi lýsing er ófögur en þannig virðist engu að siður mega draga saman niðurstöður af athug- unum á lyf jamarkaðnum og viðtölum við fólk sem kunnugt er þessu kerfi. EFTIR: JÓN DANÍELSSON Á efri hæöinni í þessu húsi eru læknastofur. Á höf uðborgarsvæð- inu tíðkast að apótekarar innrétti húsnæði til að leigja læknum. Sjúklingar læknanna koma svo aö sjélfsögðu í viökomandi apó- tek með lyfseðla sína. Þannig fær apótekarinn „aukinn kvóta." Hér er beinlínis auglýst é skilti fyrir utan að læknastofur og apó- tek séu é sama stað. A-mynd: E.ÓI. Þaö virðist samdóma álit flestra sem velta fyrir sér sparnaðarleiðum ríkissjóðs í málinu að læknar séu of gjarnir á að skrifa út lyfseðla og að þeir velji oft dýrari teg- undir lyfja en nauðsyn krefur. Nánast hver einasti lyfseðill sem læknir skrifar kostar peninga sem greiðast úr sam- eiginlegum sjóðum lands- manna. Af fjöldamörgum lyfjum eru til margar tegund- ir sem kosta mismikið. Verð- munurinn getur verið marg- faldur. Þegar læknir skrifar lyfseðil og velur aðra tegund lyfs en þá ódýrustu, er hann í raun að valda ríkinu óþarfa kostnaði. Ofnotkun og misnotkun Ef við höldum okkur við ávísanaheftislíkinguna, þá má Ijóslega segja að í hvert sinn sem læknir skrifar ávís- un á dýrari tegund lyfs en þá ódýrustu, sé hann að misnota réttindi sín til að taka fé úr ríkissjóði. í hvert sinn sem læknir skrifar lyfseðil án þess að þörf sé til, má með sömu rökum segja að hann sé að of- nota þessi sömu réttindi. Við- mælendur mínir eru reyndar flestir á einu máli um að hvort tveggja sé algengt. Læknar eiga sér þó máls- bætur í ýmsum tilvikum. Þegar spurt er um þetta eru algengustu svörin á þá leið að sjúklingarnir vilji fá „sitt" lyf og engar refjar og að sjúk- lingar ætlist til þess af lækn- inum að hann láti þá hafa lyf. Þetta er sagt setja vissa pressu á læknana. Lyfjafræð- ingur, sem ég ræddi við og verður að teljast vel heima í þessum efnum, segir að í ýmsum tilvikum sé hugsan- legt að t.d. mismundandi uppleysanleiki lyfja geti gert það að verkum að notandinn finni mismun á lyfjategund- um, þótt enginn munur sé á áhrifum lyfsins á sjúkdóm- inn. Slíkar ástæður eiga vafa- laust þátt í þeim aukakostn- aði sem árlega leggst á ríkið. Engu að síður er það mjög misjafnt hversu mikið læknar skrifa af lyfseölum. Það er al- þekkt að sumir læknar eru öðrum ógjarnari til að lækna með lyfjum og sumir læknar skrifa lyfseðla á stærri skammta en aðrir. Þetta síð- asta getur reyndar í sumum tilvikum verið peningaspar- andi vegna magnafsláttar. Dýr læknir Fyrir tveim til þrem árum var gerð skyndikönnun á lyf- seðlaritstörfum lækna. I kjöl- farið var a.m.k. þeim lækni sem drýgstur var við þessi rit- störf sent bréf frá opinberum aðilum, þar sem óskað var skýringa á því að hann hefði á tveggja vikna tímabili skrif- að lyfseðla á lyf sem samtals kostuðu um eina milljón króna. Á núgildandi verðlagi gæti þetta svarað til þess að þessi eini læknir skrifaði út lyfseðla fyrir nálægt tveim og hálfri milljón á mánuði, eða um 30 milljónir á ári. Stærsti hlutinn af þessum peningum er tekinn úr ríkissjóði, gegn- um Tryggingastofnun. Svör munu ekki hafa borist frá lækninum, en hann starf- ar áfram og ef marka má þau viðurnefni sem honum hafa verið gefin af alþýðu manna, virðist ekki hafa dregið úr af- köstum hans í lyfjagjöf. Þess má geta að önnur könnun sem gerð var nokkru síðar en sú sem getið er um hér að framan, gaf sömu niðurstöð- ur. Heilbrigðisyfirvöldum blöskrar að sjálfsögðu kostn- aðurinn sem lyfjaát íslend- inga hefur í för með sér. Á æðstu stöðum hafa menn rætt vandamálið fram og aft- ur, en ekki hafa þær aðgerðir sem fram að þessu hefur ver- ið gripið til, skilað þeim ár- angri sem stefnt er að. Bestukaupalyf____________ Listi yfir svonefnd „bestu- kaupalyf" var gefinn út í vet- ur en tiltölulega lítill hluti lækna virðist nota hann að nokkru marki, a.m.k. enn sem komið er. Á þessum lista eru tilgreindar ódýrustu teg- undir lyfja, sem í eru ná- kvæmlega sömu efni og í sömu hlutföllum. Til að hvetja til notkunar þessa lista er fólki veittur 200 króna af- sláttur í lyfjaverslun ef lækn- irinn hefur valið lyf af listan- um. Þá borgar sjúklingurinn 550 krónur í stað 750 króna. Þetta dugar þó ekki til. Að- eins sárafáir læknar nota list- ann. Þetta bendir út af fyrir sig til að 200 krónurnar séu ekki næg upphæð til að fólk láti sig þær einhverju skipta. Sú ástæða, sem gjarna er gef- in upp af hálfu lækna, að sjúklingar sjálfir krefjist þess að fá „sitt" lyf, stenst ekki nema í vissum tilvikum. Miklu trúlegra að læknar hafi einfaldlega ekki fyrir því að fletta því upp hvað sé ódýrast í hverju tilviki, eins og einn viðmælenda minna sagði. Óbein mútuboð En það er fleira sem kemur til. Obein mútuboð af hálfu lyfjaframleiðenda eru vel- þekkt. Erlend stórfyrirtæki í lyfjaframleiðslu, hafa iðulega boðið íslenskum læknum á „ráðstefnur" erlendis. I slík- um tilvikum greiðir lyfjafyrir- tækið bæði ferðir og uppi- hald. „Ráðstefnan" gengur síðan einkum út á kynningu á framleiðslu fyrirtækisins. Dæmi mun um að sænskt fyrirtæki hafi boðið íslensk- um læknum til Ítalíu á þenn- an hátt. Einn viðmælenda minna orðaði það svo að það væri kannski ekki óeðliiegt þótt menn hylltust til að gjalda slíka greiða með því að ráðleggja sjúklingum sínum lyf frá þessum framleiðend- um. íslenskir lyfsalar þykja hafa góðar tekjur og eru jafnan með hæstu gjaldendum. Það hve hátt þeir komast á skatt- skránni, er að vísu vegna þess að þeir komast ekki hjá því að reka fyrirtæki sín í eig- in nafni. Engu að síður er það staðreynd að lyfsölurnar bera sig ágætlega. Lœknar i leigu hjá apótekurum_______________ Á Reykjavíkursvæðinu eru alls um 20 apótek og nokkur samkeppni ríkir milli þeirra. Allnokkrir lyfsalar hafa grip- ið til þess ráðs að innrétta læknastofur í næsta nágrenni apóteksins og leigja þar læknum. Hér verður ekkert fullyrt um það hversu há eða lág leigan er í þessum tilvik- um, en því hefur verið haldið fram að hún sé a.m.k. í sum- um tilvikum mjög lág. Lyfsali sem ég ræddi við, viður- kenndi að um helmingur lyf- seðla sem afgreiddir væru í apóteki hans kæmu frá leigj- endum hans. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins hafa þónokkur apótek í Reykjavík leigt lækn- um húsnæði undir læknastof- ur. Læknastofur á efri hæð í sama húsi og Apótek Austur- bæjar, eru dæmi um þetta. Lyfjabúðin Iðunn við Lauga- veg er annað dæmi. Þar er um að ræða læknastofur handan götunnar og einnig í húsi við hliðina. Vesturbæjar- apótek var einnig nefnt í þessu sambandi. Þar er Læknastöð Vesturbæjar rek- in í sama húsi og apótekið. Til viðbótar má svo nefna Kringluna þar sem eigandi Ingólfsapóteks lét innrétta læknastofur á þriðju hæð. „Aukinn kvóti" Það þarf auðvitað ekki að draga í efa að lyfsalinn sjái sér hagkvæmt að hafa lækna- stofu í næsta nágrenni við sig. Einn heimildarmanna minna sagði að þessu mætti líkja við „aukinn kvóta" í samkeppn- inni milli apótekanna. Hins vegar erum við komin út á nokkuð hálli ís ef t.d. ætti að halda því fram að læknarnir sem gerast leigjendur apó- tekara, skrifi út meira af lyf- seðlum eða vísi fremur á dýr- ari lyf, vegna þess að leigusali þeirra rekur apótek. Þennan möguleika er þó að sjálf- sögðu ekki hægt að afskrifa með öllu nema málið væri at- hugað sérstaklega. Oneitan- lega væri gaman að sjá niður- stöður úr slíkri rannsókn. Það er reyndar alls ekki nýtt fyrirbrigði að læknastof- ur séu reknar í nágrenni við apótek. Sjálfir segja lyfsalar að ekki sé síður hagræði að því fyrir sjúklinga að stutt sé á milli læknis og apóteks. Sparsamari læknar á landsbyggóinni___________ Því hefur verið haldið fram að lyfjakostnaður Trygginga- stofnunar hafi hækkað veru- lega á undanförnum árum. Lyfsali sem ég ræddi við, mót- mælti þessu hástöfum og kvað auðvelt að sýna fram á að þessi kostnaður hefði fremur lækkað að raungildi, einmitt vegna þess að læknar notfærðu sér ódýrari lyfin í vaxandi mæli. Svo virðist raunar sem þetta gildi fremur úti á landi en í Reykjavík. Hér, eins og á svo mörgum öðrum sviðum, virðast menn á höfuðborgar- svæðinu siður horfa í pening- ana. A.m.k. mun algengara að lyfsalar á landsbyggðinni kvarti undan lakari afkomu frá því að listinn yfir bestu- kaupalyf kom til sögunnar. Hve mikid er hægt að spara? Þegar þessi listi var á sínum tíma settur í umferð, gerðu menn sér vonir um að hann kynni að spara um 100 millj- ónir króna á ári. Sú tala er þó miðuð við það sem kalla mætti „raunhæfar forsend- ur.“ En hversu stórar fjárhæð- ir myndu sparast ef læknar hættu nú skyndilega að skrifa lyfseðla þegar þeirra er ekki bein þörf og tækju upp á því að vísa einungis á ódýrustu lyf? Við þessari spurningu virðist að svo stöddu ekki vera til neitt svar. Trúlegt er hins vegar að hér sé um að ræða a.m.k. einhver hundruð milljóna. Heildarkostnaður ríkisins vegna lyfja verður trúlega upp undir fimm millj- arðar á þessu ári. Heilbrigðisgeirinn er stór og kostnaðarsamur hluti af ís- lenska ríkiskerfinu. Lyfja- kostnaðurinn mun ekki vera nema sem svarar eipum tutt- ugasta hluta af þessum kostn- aði. Sé ástandið í öðrum hlut- um heilbrigðisgeirans eitt- hvað í líkingu við ástandið í lyfjamálum, er kannski hægt nurla saman þónokkrum krónum með sparnaðarað- gerðum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.