Alþýðublaðið - 24.08.1990, Síða 5

Alþýðublaðið - 24.08.1990, Síða 5
Föstudagur 24. ágúst 1990 5 Þing Sambands ungra jafnadarmanna á Hótel Örk um helgina: ÞRJÚ BERJAST UM FORMANNSSÆTID Það má búast við að þing Sambands ungra jafnaðarmanna um helgina verði átakaþing. Þar eru þrjú í kjöri til formennsku, og þar verða rædd mörg stór mál sem nú brenna hvað heitast í þjóömálaumræðunni. Ljóst er að til félaga sem tengjast jafnaðarmennsku liggja nú stríðir straumar úr öllum áttum. A undanförnum vikum og mánuðum hefur félögum fjölgað mjög, og þá ekki síst meðal félaga yngri jafnaðarmanna. Þingið er því haldið á góðum tíma, þegar menn geta fagnað aukinni velgengni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræddi í gær við formannsframbjóðendurna þrjá og lagði fyrir þá fjórar spurningar. Viðtölin fara hér á eftir: Jón Baldur Lorange kennari Margrét Haraldsdóttir kennari Sigurður Pétursson sagnfræðingur: Viðfangsefnið að sameina alla unga jafnaðarmenn Mikilvægast að túlka skoðanir ungs fólks — það gerist aðeins með góðu skipulagi og samstöðu — Hvers vegna býður þú þig fram til formennsku í SUJ? „Ég hef starfað innan SUJ í nokkur ár, bæði setið í stjórn FUJ í Reykjavík og Kópavogi, ásamt því að hafa starfað sem framkvæmdastjóri Alþýðufiokksins. Þannig tel ég mig hafa þá reynslu og þá þekkingu á starfsemi sambandsins og flokksins sem til þarf til að byggja upp traustvekjandi og öfl- ugt SUJ. Nú bíð ég fram starfskrafta mína í þágu SUJ og mun leggja mitt af mörkum til að bregðast ekki félögum mínum innan SUJ.“ — Hver eru og verða helstu viðfangsefni SUJ? „Viðfangsefni SUJ hefur verið og verður að sameina unga jafnaðarmenn um allt land undir merkjum Alþýðuflokksins — eina íslenska jafnaðarmannaflokksins. Það gerist aðeins með góðu skipulagi og samstöðu þeirra sem innan sam- bandsins starfa. Okkar hlutverk er að halda uppi merki jafn- aðarstefnunnar, jafnt í ræðu sem riti, sem víðast og oftast." — Eiga ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna rétt á sér? Ef svo er hvert er þá hlutverk þeirra? „Ungliðasamtök flokkanna eiga fullan rétt á sér en þau verða hins vegar að sanna tilverurétt sinn með öflugu og já- kvæðu starfi. Róttæk stefna og nýstárleg vinnubrögð hafa löngum gert SUJ umdeilt innan flokksins en það sýnir aðeins að það hefur verið líf í sambandinu. Að mínu áliti er hlutverk sambandsins m.a: Að vera sameiginlegur vettvangur ungra jafnaðarmanna um allt land fyrir umræður og rökræður um stjórnmál og þjóðfélagsmál. Að vera uppspretta nýrra og rótækra áherslna í stjórnmál- um. Að tryggja ungu fólki áhrif og aðstöðu innan Alþýðu- flokksins jafnframt því að hvetja og styrkja ungt fólk til pólit- ískra starfa. Og síðast en ekki síst, að vera hollur og þroskandi félags- skapur fyrir ungt fólk. — Ef þú verður kjörinn formaður SUJ, hvaða málefn- um munt þú einkum beita þér fyrir persónulega? „Þýðingarmesta skrefið til að byggja upp öflugt SUJ er að auka skipulag þess og samheldni SUJ-ara. Við höfum hæfi- leikaríkt fólk innan okkar raða — en þurfum að stilla betur saman strengina. Húsnæðismál sambandsins þarf jafnframt að leysa til frambúðar, hvað varðar skrifstofu- og fundaraðstöðu. Þegar þetta hefur tekist verðum við að hefja landvinninga og stofna ný félög á landsbyggðinni með öllu því áhugasama fólki sem þar er að finna. Eins þurfum við að laða að nýtt fólk í þau félög sem fyrir hendi eru. Markmið okkar hlýtur að vera að auka áhrif SUJ innan flokksins og þjóðfélagsins og með því móti efla Alþýðuflokkinn. Hvað snertir stjórnmálalegu hliðina verðum við að efla og breikka umræðuna um þjóðfélagsmál innan SUJ og ég nefni hér sérstaklega umhverfismál. Atak í þeim málum þarf að koma til ef komandi kynslóðir eiga að fá að njóta sömu lífs- gæða og við gerum kröfu til.“ Var bóndi í sjö ár — og starfar nú sem menntaskólakennari — Hvers vegna býður þú þig fram tii formennsku í SUJ? „Ég hef áhuga á því að starfa að uppbyggingu ungliða- hreyfingarinnar og ég tel að hæfileikar mínir nýtist best þar. F.g er með BA-próf í stjórnmálafræði, starfa sem mennta- skólakennari, hef reynslu úr atvinnulífinu, var m.a. bóndi í 7 ár, og hef trú á möguleikum ungs fólks til að hafa áhrif ef rétt er staðið að málum." — Hver eru og verða helstu viðfangsefni SUJ? „Það sem er brýnast er að virkja ungt fólk til starfa fyrir Alþýðuflokkinn. Það fer fyrst og fremst innan FUJ-félaga á hinum ýmsu stöðum á landinu. SUJ á hins vegar að halda ut- an um ungliðahreyfinguna, aðstoða ungt fólk við að stofna og endurreisa félög, skipuleggja útgáfu- og fræðslustarf- semi, stuðla að málefnavinnu og tengja ungliðahreyfinguna við forystu flokksins. Ef ungliðahreyfingin á að hafa áhrif á stefnu flokksins og starfsemi, þá verður hún aö hafa málsvara sem getur fylgt málefnum hennar eftir.“ — Eiga ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna rétt á sér? Ef svo er hvert er þá hlutverk þeirra? „Ungliðahreyfingar eiga ekki aðeins rétt á sér, þær eru nauðsynlegur partur af heilbrigðum flokki. Þar á sér stað hin pólitíska nýliðun og þar er sá vettvangur þar sem ungt fólk fær tækifæri til að láta til sín taka og koma málum sínum á framfæri. Hlutverk ungliðahreyfingarinnar á einnig að vera jarðveg- ur fyrir frumlegar hugmyndir, vera það afl sem stýrir flokkn- um áfram til framtíðar og vera aðhald að forystunni." — Ef þú verður kjörin formaður SUJ, hvaða máiefn- um munt þú einkum beita þér fyrir persónulega? „Fyrst vil ég taka það fram að formaður SUJ á að mínu áliti að vera spegill fyrir skoðanir félaga sinna, þ.e. þeirra sem hann er fulltrúi fyrir. Persónulegar skoðanir formanns eru því ekkert mikilvægari en annarra félaga í ungliðahreyfing- unni. Ég hef mestan áhuga á að beita mér fyrir breyttri stefnu í landbúaðarmálum og nýjum áherslum í fjölskyldupólitík. I landbúnaðarmálum er orðin brýn nauðsyn að endurskipu- leggja kerfið frá grunni. Það er ekki lengur hægt að plástra kerfið sem fyrir er, því það byggir á úreltum forsendum og er því handónýtt. Menn verða að fara að horfast i augu við staðreyndir og takast á við vandamálin. í fjölskyldupólitík vantar nýjar áherslur sem taka mið af breyttu fjölskyldumunstri, ekki síst þegar haft er í huga, að annað hvert hjónaband á íslendi endar með skilnaði og oft- ast eru þá börn í spilinu. Svo hef ég áhuga á menntamálum, sjávarútvegsmálum og húsnæðismálum. Reyndar hef ég almennt áhuga á öllu sem viðkemur stjórnmálum en það yrði of langt mál að fara út í það allt nú.“ — finna þeim farveg og koma þeim é framfæri — Hvers vegna býður þú þig fram til formennsku í SUJ? „Vegna brennandi áhuga á stjórnmálum og verkalýðsmál- um ásamt draumnum um stóra og sterka jafnaðarmanna- flokkinn. Markmiðið er að Alþýðuflokkurinn verði það afl. Ég hef tekið virkan þátt i félagsstarfi innan Háskólans og víðar. Ég er því tilbúinn að til að taka að mér þau verkefni sem félagar mínir í SUJ treysta mér fyrir. Það er brýn þörf á að efla starf Sambands ungra jafnaðarmanna þannig að það verði samtök ungs fólks alls staðar að á landinu sem að- hyllast réttlæti og jöfnuð í samfélaginu." — Hver eru og verða helstu viðfangsefni SUJ? „Fræðsla, umræður, áróður. Þessi þrjú orð lýsa því sem ég sé sem helstu viðfangsefni SUJ. Það er að standa fyrir nám- skeiðum, blaðaskrifum og slíku, auk þess að fjalla um sögu og stefnu jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar í gegnum tíðina. Þannig styrkjum við innviði hreyfingarinnar. Þá er mikilvægt að SUJ veröi leiöandi í umræðunni um ný og gömul stefnumið samtakanna. Þar verði farvegur nýrra og ferskra hugmynda. Loks þarf að koma stefnu og mark- miðum ungra jafnaðarmanna á framfæri við allt ungt fólk með blaðaútgáfu og eftir öðrum leiðum. Allt þetta þrennt þarf að fara saman.“ — Eiga ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna rétt á sér? Ef svo er, hvert er þá hlutverk þeirra? „Það fer fyrst og fremst eftir störfum ungs fólks hversu mikil áhrif það hefur innan hvers flokks. Með kraftmiklu og lifandi starfi á vegum SUJ og FUJ-félaganna um landið allt munum við ná eyrum fólks, innan og utan flokks, og þannig styrkja stöðu ungra jafnaöarmanna. Mikilvægasta hlutverk samtakanna hlýtur að vera að túlka skoðanir ungs fólks, finna þeim farveg og koma þeim á framfæri. Þannig eiga þau fullan rétt á sér. Með öflugu starfi innan Sambands ungra jafnaðarmanna leggjum við grunninn að sterkari Alþýðuflokki í framtíðinni." — Ef þú verdur kjörinn formaður SUJ, hvaða málefn- um munt þú einkum beita þér fyrir persónuiega? „Ég mun fyrst og fremst beita mér fyrir því að efla og styrkja samtökin. Til þess þarf samhenta forystu. Með þeim starfsháttum sem ég hef þegar lýst og með opinni umræðu getum við gert Samband ungra jafnaðarmanna að öflugu sambandi ungs fólks sem fylgir hugmyndafræði Alþýðu- flokksins. Ég vii stefna að því að allt frjálslynt og vinstrisinn- að ungt fólk sameinist í samtökum jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.