Alþýðublaðið - 24.08.1990, Side 8
•••• ••••
• • •
•••• ••••
• • •
• • • • • •
NIKOSIU ! Hættuástandið í Persaflóanum hefur haft áhrif
á heimili um alian heim. Meira en tvær milljónir útlend-
inga eru innílokaðar á svæðinu og verðbréfahallir frá Tók-
íó til Wall Street titra og skjálfa.
NIKÓSÍU; Saddam Hus-
sein Iraksforseti var sýndur
í félagsskap breskra gísla í
sjónvarpinu í Baghdad í
gær. Nokkur börn voru á
meðal gíslanna.
BAHRAIN ; Liðhlaupar úr íraska hernum flýja frá Kúvæt
yfir til Saúdí-Arabíu á hverjum degi, að því er sendiherra
Saúdí-Arabíu í Bahrain sagði í gær.
NIKOSIU ; Rafsanjani, forseti írans, ítrekaði á fundi sínum
með utanríkisráðherra Kúvæts, Sabah al-Ahmed al-Sabah,
í Tehran beiðni sína til íraka um að draga her sinn til baka
frá Kúvæt.
SAN'A: Hussein Jórdaníukonungur er nú staddur í Ye-
men. Hann er nú á ferð um arabalönd til þess að freista
þess að finna lausn á ílóadeilunni og afstýra stríði.
SAMEINUÐU ÞJÓÐ-
UNUM: Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna hefur
samþykkt að heimila vald-
beitingu til að framfylgja
viðskiptabanninu á Irak en
bíður samþykkis ríkis-
stjórna stórveldanna fimm.
VIN-OPEC: Ráöherrar OPEC-ríkjanna áforma að hitt-
ast í Vín á sunnudaginn til þess að ræða hvort auka eigi ol-
íuframleiðslu til að koma í veg fyrir olískort vegna ástands-
ins við Persaflóa
ROM : Meira en 130 Vesturlandabúar fóru frá Kúvætborg
í mörgum langferöabílum og héldu áleiðis til Baghdad, að
sögn utanríkisráðherra ltalíu.
BONN: Helmut Kohl, kanslari V-Pýskalands, var sigur-
reifur í dag þegar austur-þýska þingiö ákvað aö Þýskaland
yrði sameinaö 3. október. Hann hefur lengi barist fyrir
sameininguni og fær nú alft hrósið.
BONN: Fjármálaráöherra V-Pýskalands, Theo Waigel,
flaug í gær til Moskvu til þess að semja við yfirvöld þar um
mikla fjárhagsaðstoð sem nota á til þess að flytja sovéskt
herlið frá Austur-Þýskalandi.
MOSKVU : Armenía hefur lýst yfir sjálfstæði frá Moskvu.
Pað áskilur sér rétt til að fá í sínar hendur stjórn á varnar-,
utanríkis-, og fjármálum landsins.
BUKAREST: í fyrsta skipti í langan tíma hunsuöu Rúm-
enar einn sinn helsta hátíðisdag undanfarin ár, 23. ágúst,
sem var notaður til að hylla fyrrverandi leiðtoga þeirra,
Ceausescu. Hátíðisdagurinn er tilkominn vegna upphafs
opinberrar andstöðu við nasismann í Þýskalandi.
LEIÐRETTING : í þriðjudagsblaðinu var sagt hér á síð-
unni að sovésku Scud-B eldflaugar Iraka drægju 2700 km.
Paö mun vera rangt. Nærri lagi er að þær dragi u.þ.b. 300
km.
ERLENDAR FRÉTTIR
Umsjón: Glumur Baldvinsson
• ••
•••••• ••••
•••• ••••
• • •
Hussein ræðir
við breska gisla
Bandarískir nyliöar pússa byssur sinar.
Saddam Hussein, íraks-
forseti, birtist í gær í sjón-
varpinu í Baghdad ásamt
hópi breskra gísla, þar af
nokkrum börnum.
I samræðum sínum við gísl-
ana, sem fóru fram með að-
stoð túlks, sagði Saddam að
þeir væru ekki gíslar en sagð-
ist þó hefði viljað hitta þá
undir öðrum kringumstæð-
um. Hann skýrði innrás sína í
Kúvæt fyrir gíslunum með
þessum orðum: „Hvernig
myndi ykkur líða ef hluti Eng-
lands yrði tekinn burt frá
landi ykkar? Þætti ykkur jraö
ekki slæmt?" Móðir í hópi
gíslana spurði Saddam hvort
láta mætti son hennar lausan
svo hann gæti mætt í skóla í
næstu viku. Hún fékk þau
svör að sérfræðingar úr
Menntamálaráðuneyti hans
myndu hjálpa drengnum.
()nnur kona í hópnum fór
fram á að fá að senda fjöl-
skyldu sinni heima skilaboð
og féllst Hussein undir eins á
það.
Samræðurnar fóru fram í,
að því er virtist, litlu herbergi
þar sem Hussein sat á stól
með gíslana í sófum báðum
megin viö sig. Þetta mun vera
fyrsta sinn sern Hussein
kemur fram í sjónvarpinu eft-
ir innrásina í Kúvæt. „Væri ég
ekki svona upptekinn hefði
ég gjarnan viljað snæða með
ykkur hádegisverð," voru
lokaorð Saddams til gíslana.
Þrátt fyrir góðlátlegt bros
og örugga framkomu í sam-
ræðum sínum.í sjónvarpinu
við gíslana, virðist margt
benda til að örvæntingar sé
farið að gæta hjá íraksforseta.
Aðspurður um þetta sagðist
Bush Bandaríkjaforseti telja
að Saddam væri farinn að
finna fyrir því aö hann stæði
einn án bandamanna og því
væri hann orðinn örvænting-
arfullur. Bush hefur nú kallað
út varalið bandaríska hersins
en það hefur ekki verið kall-
aö út síðan í Víetnamstríðinu.
Fjöldi hermanna og vopna
streymir nú daglega til
Saúdí-Arabíu. Það renndi
stoðum undir grun Bush þeg-
ar Hussein hvatti Mubarak
Egyptalandsforseta í gær til
þess að styðja sig gegn kom
ungi Saúdi-Araba, Fahd. I
bréfi Saddams til Mubaraks,
sem lesið var í sjónvarpinu,
var Egyptalandsforseti hvatt-
ur til að ganga til liðs við ar-
aba í baráttunni gegn „trú-
leysingjum og siðspilltu fólki"
í Saúdí-Arabíu. Þar segir enn
fremur að írakar hafi undir
höndum hljóðsnældu sem
sanni að Fahd konungur sé í
samsæri gegn írösku þjóð-
inni.
Fyrr um daginn sakaði Ab-
dul-Rahim Kital, fulltrúi
íraskra stjórnvalda, erlenda
heri í Saúdí-Arabíu um að
vera vopnaðir kjarnorku-
vopnum og að ógna þannig
öryggi í þeim hcimshluta. Ki-
tal sagði margt benda til að
erlend herskip í Persaflóan-
um væru búin kjarnorku-
vopnum. Hann sagði íraka
fylgjandi því að svæðið yrði
gereyðingarvopnalaust og að
það mætti tryggja með al-
þjóðlegu eftirliti. Kital sagöi
veru erlendra herja í flóíinum
brjóta í bága við alþjóðalög.
NATO-ríki sem hafa sendi-
ráð í Kúvæt fiafa ákveðitÝ aö
hunsa skipanir íraka um áö
öllum sendiráðum beri að
loka fyrir næsta föstudag, aö
sögn háttsettra embættis-
manna Nato í gær. Banda-
ríska fréttastofan ABC segir
að Irakar hyggist umkringja
öll vestræn sendiráð í Kúvæt
og varna mönnum inn- og út-
göngu úr sendiráðunum frá
og með föstudagsmorgni.
Flestar þjóðir hafa ákveöiö
aö virða ekki skipanir íraka.
Þeir 90 Svíar og 24 Finnar
sem fluttir voru til landa-
mæra Tyrklands á miðviku-
dag hafa enn ekki fengiö aö
fara yfir landamærin. Hins
vegar leyfðu írakar þúsund
Pakistönum ásamt 300 Rúm-
enum og 21 Svisslendingi aö
fara yfir um í gær. Tyrkir ótt-
ast nú mikinn flóttamanna-
straum yfir landamæri sín
þar sem Jórdanir hafa nú lok-
að landamærum sínum við
írak.
Þýskaland eitt
ríki 3. október
Þýsku ríkin í austri og
vestri renna saman i eitt
þann 3,október nk. Dag-
setningin var samþykkt í
austur-þýska þinginu í
gærmorgun eftir mara-
þonfundasetu.
Austur-Þýskaland mun
hætta að vera til aðeins fjór-
um dögum fyrir 41. afmælis-
dag sinn en það var stofnaö
7.október 1949. Dagsetning
sameiningarinnar er alfariö í
höndum Austur-Þjóðverja og
þurfa þeir ekki að fá sam-
þykki stjórnvalda í Bonn fyrir
henni.
Með sameiningu ríkjanna
verður Helmut Kohl kanslari
alls Þýskalands þar til þing-
kosningar fara fram í öllu
landinu í desember nk.
Dagsetning sameinigarinn-
ar var samþykkt á aust-
ur-þýska þinginu með 294
atvkæöum gegn 62 og 7 sátu
hjá. Tvo þriöju hluta atkvæöa
þurfti til þess að tillagan yrði
samþykkt.
Það var Lothar de Maiziére,
forsætisráðherra Aust-
ur-Þýskalands, sem kallaði
þingheim saman til að láta á
það reyna hvort samstaða
næðist og lagöi með því líf
vejkrar rikisstjórnar sinnar
að veði. Útkoman er talinn
sigur fyrir Maiziére. Flokkur
hans, Kristilegir demókratar,
hefur verið upp á kant við
Jafnaðarmannaflokkinn und-
anfarnar tvær vikur, en þessir
flokkar berjast um stuðning
almennings fyrir þýsku kosn-
ingarnar í desember nk. Jafn-
aðarmenn gengu út úr ríkis-
stjórninni sl. sunnudag eftir
að Maiziere rak tvo ráöherra
þeirra úr ríkisstjórninni. Með
málamiðluninni í gær er
harðri og langri baráttu þess-
ara tveggja flokka um máliö
lokið. Hins vegar eru þeir
sammála um sjálfa samein-
inguna.
Vestur-þýsk stjórnvöld hafa
fagnað ákvörðuninni og segj-
ast fegin því aö átökum um
dagsetninguna sé nú loksins
lokið.
Leiötogi vestur-þýska Jafn-
Breskir hermenn í
Persaflóanum þurfa að
sætta sig við það harðræði
að hafast við í eyðimörk-
inni án birgða af blöðum
sem innihalda myndir af
léttklæddum stúlkum.
Breska varnamálaráðu-
neytið segir að slík blöð muni
ekki fylgja þeim dagblöðum
og tímaritum sem send verða.
bresku dátunum í múslíma-
ríkinu Saúdí-Arabíu.
„Við vitum að hermennirn-
ir hafa gaman af þessum^
aðarmannaflokksins, Oskar
Lafontaine, sagði að nú
þyrftu menn að taka saman
höndum til að halda ástand-
inu í Austur-Þýskalandi stöö-
ugu og að rétta við efnahag
landsins.
myndum og ég er viss um aö
þeirra verður saknaö . . . en
við verðum að forðast að
móðga Saúdí-Araba," sagöi
talsmaður Varnamálaráðu-
neytisins.
Mest selda blað Bretlands,
The Sun, kvartaði yfir þessu
banni í eintaki blaðsins í gær
með þeim orðum að hinir
hugrökku bresku dátar yrðu
að þola að vera án uppá-
haldsstúlkunnar sinnar til aö
raska ekki ró teprulegra
Saúdí-Araba.
Breskir dátar
undir heraga