Alþýðublaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. sept. 1990 3 FRÉTTKR Í HNOTSKURN SEX KRÓNUR FYRIR UMBÚÐIR: Hagsýnir dósa- og umbúðasafnarar munu flykkjast í Endurvinnsluna með feng sinn þann 1. nóvember næstkomandi. Þá mun fyrir- tækið hækka skilagjaldið um 20% — úr 5 krónum í 6 krón- ur. — Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um safnun og endurvinnslu einnota umbúða og er þar gert ráð fyrir hækkun þessari. Neytendur munu hins vegar greiða 6 krónur fyrir umbúðirnar frá og með miðjum sept- ember. HVAMMSTANGI MISS- IRÞORÐ: Vinsæll sveitar- stjóri er á förum frá Hvammstanga. Þórður Skúlason, sem þar hefur lengi setið í starfi og notið almennra vinsælda, hverf- ur nú til Reykjavíkur, eins og margir vaskir lands- byggðarmenn hafa gert á umliðnum árum. Þórður tekur við starfi framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga. VIÐURKENNINGARSTOFNUN: Sífellt er unnið að aðlögun okkar hér á landi að þeirri þróun sem er að verða innan Evrópubandalagsins. Þar er lögð æ meiri áhersla á gæðastaðla, prófun og vottun til að tryggja að vörur upp- fylli þær kröfursem gerðar eru til þeirra. Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, undirritaði í gær samning við Lars Ett- arp, forstjóra sænsku viðurkenningarstofnunarinnar, um samstarf við uppbyggingu og rekstur slíkrar stofnunar hér á landi. Hér er einnig um að ræða lið í því að Island uppfylli ákvæði samkomulags EFTA-ríkjanna frá í júní 1988 um gagnkvæma viðurkenningu á niðurstöðum prófana og staðfestingum á samræmi. SUMARHÚS Á HJÓLUM: Vegalög segja að hámarks- breidd hjólhýsa sé 2,50 metrar. Skipulag ríkisins bendir á að á undanförnum árum hafi verið flutt inn sem hjólhýsi eða færanlegir sumarbústaðir, málmgrindahús sem eru 3 metrar á breidd og allt að 10 metra löng. Slik hús teljist ekki hjólhýsi, heldur verksmiðjuframleidd hús sem þarf að fara með samkvæmt byggingalögum. Ætli eigandi hjólhýs- is að láta það standa lengur en einn mánuð utan skipu- lagðra svæða þarf hann að sækja um leyf i byggingarnefnd- ar viðkomandi sveitarfélags. NATO-MAÐUR I HEIMSÓKN: Vigleik Eide hers- höfðingi, formaður hermálanefndar Atlantshafsbanda- lagsins, kemur í heimsókn til íslands í dag. Dvelur hann hér til 21. september ásamt eiginkonu sinni í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra. Munu þeir eiga viðræður saman, auk þess sem Eide heimsækir varn- arstöðina á Keflavíkurflugvelli og skoðar sig um á Þingvöll- um, að Gullfossi og við Geysi. ÆSKA ANOFBELDIS: Er ofbeldi að færast í vöxt í ís- lensku þjóðfélagi eða er það að taka á sig nýjar myndir? spyrja Samtök heilbrigðisstétta, sem nú ætla að gangast fyrir ráðstefnu um þessi málefni, sem ber yfirskriftina Æska án ofbeldis. Ráðstefnan verður haldin 5. október næstkomandi í Borgartúni 6 — skráning virka daga 25. sept. til 2. október milli 15—17 í símum 619570 og 624112. FLYTJA LIST UM LANDIÐ: Camerata heitir kammer- hljómsveit sem mun þreyta sína frumraun á laugardaginn kemur í Neskaupstað. Hér er um að ræða 21 hljóðfæraleik- ara úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Markmið sveitarinnar er meðal annars að flytja verk eftir íslensk tónskáld sem tengjast hinum ýmsu byggðarlögum. Sem dæmi má nefna að flutt verða verk eftir Inga T. Lárusson og Jón Þórar- insson á Egilsstöðum og í Neskaupstað og í næstu viku verk eftir Friðrik Bjarnason á tónleikum í Hafnarfirði. Á lokatónleikum í Reykjavík 28;-september verður frumflutt nýtt tónverk eftir Ríkharð Örn Pálsson, tónlistargagn- rýnanda Alþýðublaðsins. Stjórnandi Camerata er Örn Óskarsson. HÚS Á HAGSTÆÐARA VERÐI: Söluverð húseigna í Reykjavík hefur lækkað frá því sem var þegar verð var hvað hæst. Fasteignamat gefur þær upplýsingar að fer- metrinn í íbúðarhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 14,8% frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra til fyrsta ársfjórðungs í ár. Á sama tíma hækkaði lánskjaravísitalan um 21.3%. Ut- borgunarhlutfallið hefur ennfremur farið lækkandi. Raun- verð íbúða hefur á þessu eins árs tímabili lækkað um 7,4%, segja þeir hjá Fasteignamatinu. INNLENDAR FRÉTTiR Skoöanakönnun um álver Ekki trúarbragaatriði hvar álverið verður Landsmenn eru margir hverjir tilbúnir að taka til- lit til aðstæðna vegna byggingar nýs álvers, svo sem mengunarhættu, hag- kvæmni og vilja Atlants- álshópsins. Standi valið um að reisa nýtt álver á Keilisnesi eða alls ekki, er 61 af hundraði, lands- byggðarmanna því fýlgjandi en aðeins um 21 af hundr- aði andvígur. Á landinu öllu vilja þrír af hverjum fjórum að það rísi á Keilis- nesi heldur en ekki. Samkvæmt niðurstöðum þjóðamálakönnunar Félags- vísindastofnunar þar sem könnuð var afstaða Islend- inga á aldrinum 18—75 ára til byggingar og staðsetningar nýs álvers eru 68% land- manna fylgjandi því að hér verði byggt nýtt álver en 18% því andvíg. Um 15% taka ekki afstöðu. í könnunin var einnig kannað hvort fólk væri tilbú- ið að breyta afstöðu sinni um staðsetningu álvers að gefum ákveðnum forsendum. Tals- verður hópur svarenda var tilbúinn að gera það. Af þeim sem afstöðu tóku um stað- setningu nýs álvers vildi 51% að nýtt álver risi á Keilisnesi, 26% vildu Dysnes og 23% Reyðarfjörð. Þannig fækkaði þeim sem vildu að nýtt álver risi á Keilisnesi úr 51% í 36% að því gefnu að álver úti á landi styrkti viðkomandi byggðarlög og drægi úr fólks- flutningum til höfuðborgar- svæðisins. Á sama hátt fjölgaði þeim úr 51% i 62% sem vildu reisa álver á Keilisnesi að því gefnu að það væri hagkvæmasti kosturinn. Hins vegar völdu 73% Keilisnesið að því til- skildu að sú staðsetning hefði minnst umhverfisspjöll í för með sér. Af þessu má ljóst vera að hjá stórum hópi landsmanna er það ekki trú- arbragðaatriði hvar væntan- legt álver verður reist. Þó voru 15% á móti staðsetn- ingu álvers á Keilisnesi, að því gefnu að annar staður kæmi ekki til greina að hálfu Atlantsálshópsins, en 74% vildu að álver risi þar, kæmi annar staður ekki til greina. í könnuninni kom fram að karlar eru mun hlynntari byggingu nýs álvers en konur. Þá eru hlutfallslega fleiri hlynntir álveri undir 55 ára aldri en þeir sem eldri eru. Andstaða við nýtt álver er mest meðal stuðningsmanna Kvennalistans (47%) en minnst meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks (7%) og Alþýðuflokks (13%). Reyknesingar eru hlynnt- astir að nýtt álvfer rísi á Keilis- nesi (71%), síðan Reykvíking- ar (62%) en einungis 27% landsbyggðarmanna völdu Keilisnesið. Hins vegar töldu 17% Reykvíkinga og Reyk- nesinga að álver ætti að rísa á Dysnesi en 42% landsbygg- armanna. Svipað er uppi á teningnum með Reyðarfjörð. Þá kemur fram að Keilisnesið á sér hlutfallslega flesta stuðningsmenn innan Al- þýðuflokksins (68%) og fæsta innan Alþýðubandalagsins (20%). Yfirlýsingarnar gefa skrýtna mynd af íslenskum ráðamönnum „Mér sýnist að þessi skoðanakönnun og það sem kemur út úr henni um viðhorf Islendinga sýni að þeir eru miklu skynsamari en þessir stjórnmálamenn í ríkisstjórninni halda,“ segir Friðrik Sophusson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi iðnaðarráðherra, um nið- urstöður skoðanakönnun- ar Félagsvísindastofnunar um álmálið. Þar kemur fram að þrír af hverjum fjórum Islendingum vilja að nýtt álver rísi á Keilis- nesi standi aðrir kostir ekki til boða. Friðrik segir það mjög eðlilega niðurstöðu ,,og kem- ur mér ekkert á óvart vegna þess að ég held að þjóðin skilji það að við verðum að breyta raforkunni, þessari auðlind okkar, í útflutnings- verðmæti og bæta þannig lífskjör okkar. Eg veit að flestir vilja auð- vitað, ef að samningar ganga á þá leið, koma slíkum stór- fyrirtækjum fyrir úti á lands- byggðinni. Það þarf þá að gerast með þeim hætti að báðir samningsaðilar uni við það." Þá sagði Friðrik að menn yrðu að átta sig á því, að það væri ekki nema nokkur hundruð manna hópur í Evr- ópu í þessum málm- og orku- krefjandi iðnaði sem tækju allar ákvarðanir sem máli skiptu. ,,Ég hef meiri áhyggj- ur af því að þessi hópur fái dá- lítið skrýtna mynd af íslensk- um ráðamönnum þegar verð- ur farið að þýða allar yfirlýs- ingar þeirra. Þá sér hann að Friðrik Sophusson. íslenskir ráðamenn hafa skoðanir sem ganga alveg þvert á þær skoðanir sem þeir hafa haft áður. Nýjustu dæmin eru auðvitað yfirlýs- ingar forsætisráðherra og 01- afs Ragnars sem mætti skilja á þann veg að þeir hefðu aldrei viljað annað en að ál- verið risi á Keilisnesi. Ég hef haldið því fram og ég veit að það er rétt að klukkan gengur á okkur ís- lendinga núna. Það var sam- ið um það að ganga frá öllum samningum í september og það er kominn botn í þau mál milli samningsaðila. Ríkis- stjórnin á nú leik og verður að fara að herða sig og svara. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að bæði Alþýðubandalag- ið og Framsóknarflokkurinn styðji þessa niðurstöðu. Ekki síst eftir að þessi skoðana- könnun liggur fyrir," sagði Friðrik Sophusson, fyrrver- andi iðnaðarráðherra, að lok- um. Fékk endurkjör Frá Porláki Helgasyni, Alþýdublaöiö, Stokkhólmi Ingvar Carlsson var í dag endurkjörinn formað- ur flokks sænskra jafnað- armanna til þriggja ára. Carlsson sagði er hann þakkaði fyrir sig að hann hefði ekki áhuga á því að stjórna í flokki sem aðeins hefði fylgi 35% kjósenda. Vísaði hann til skoðana- kannana hér í Svíþjóð, sem benda til þess að jafnaðar- menn myndu ekki halda velli og stjórna ef kosning- ar færu fram í dag. Miklar breytingar urðu í framkvæmdastjórn flokksins. Þrír af fimm stjórnarmönn- um sátu ekki í aðalstjórn áð- ur. Meðal þeirra sem taka sæti þar er Birgitta Dahl, um- hverfismálaráðherra, en hún hefur fylgt einarðri stefnu og vill m.a. að Svíar standi við orð sín og leggi kjarnorkuver niður. Á flokksþinginu átti Ingvar Carlsson verulega undir högg INGVAR CARLSSON formaður flokks jafnaðarmanna í Svíþjóð — átti undir högg að sækja vegna óhagstæðra skoðanakannana. Hann hlaut engu að síður endurkjör til 3 ára — A-mynd E.ÓI. að sækja. Fylgi jafnaðar- manna hefur verið dvínandi, skoðanakannanir segja að um ein milljón atkvæða hafi horfið frá flokknum. Þriðj- ungur stuðningsmanna flokksins sagðist vilja nýjan formann flokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.