Alþýðublaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 18. sept. 1990
Vinningstölur laugardaginn
15. sept. ‘90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.058.587
a nvsdMÍB <£.. 4af5%^« 4 89.431
3. 4af 5 97 6.361
4. 3af 5 3430 419
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.470.498 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Slys gera ekki
boð á undan sér!
yuj™
Iþróttahelgin
Fram hlaut íslands-
meistaratitilinn 1990
Baráttu- og sigurvilji 1. deild-
arliðs Fram í leiknum gegn
Valsmönnum á Laugardalsvelli
í laugardaginn verður lengi í
minnum hafður. — Eftir erfið-
an fyrri hálfleik, þar sem Vals-
menn höfðu yfir 2:0, komu
Framarar tvíef ldir til leiks eftir
hlé og börðust eins og ljón frá
fyrstu til síðustu mínútu. Þegar
töluvert var liðið á hálfleikinn
kom Ríkharður Daðason Fram
á blað með ágætu marki. Jöfn-
unarmarkið kom nokkru síðar
og þar var Steinar Friðgeirs-
son að verki og loks kom þriðja
markið 7 mínútum fyrir leiks-
lok og það skoraði Viðar Þor-
kelsson. Fram 3, Valur 2.
Stemmningin og andrúmsloftið
á Laugardalsvellinum var með
ólíkindum og flestir geta verið
sammála um það.að svona eiga úr-
slitaleikir að vera. Þó að leikirnir í
Eyjum og Vesturbænum hefðu
bein og óbein áhrif á endanleg úr-
slit, var þetta leikurinn, þar sem
úrslitin urðu. Til hamingju Fram-
arar!
Knattspyrnan
er á uppleið________________
Urslit annarra leikja urðu þessi í
1. deild: ÍBV-Stjarnan 4:3, KR-KA
2:0, Þór-Víkingur 4:1 og FH-ÍA 2:1.
Gott íslandsmót í 1. deild er á
enda. Það var skemmtilegt og um-
Framarar fagna Islandsmeistaratitli.
— A-mynd E.ÓI.
fram allt spennandi. Eins og gefur
að skilja voru leikir misjafnir, en í
heild sinni er augljóst, að knatt-'
spyrnan á Islandi er á uppleið. Sér-
staka athygli vekur frábær árang-'
ur nýliðanna í 1. deild, ÍBV og
Stjörnunnar.
Er gaeðamunur____________
knattspyrnunnar i________
I. eg 2. deild___________
að rninnka? _____________
Baráttan um annað sætið í 2.
deild, og þar með 1. deildarsæti að
ári, var spennandi á laugardag.
Víðir hafði sigrað með yfirburðum
í 2. deild, en slagurinn um hið eft-
irsótta sæti var á milli Breiðabliks
og Fylkis. Breiðablik hafði eins
stigs forskot og gulltryggði sér
sætið með sigri. Þegar leik Breiða-
bliks og Tindastóls lauk með jafn-
tefli, 1:1, átti Fylkir möguleika, en
félagið lék við Grindavík, sem
barðist fyrir sæti sínu í 2. deild.
Þeirri viðureigin lauk með sigri
Grindvíkinga, 2:0, sem héldu sætii
sínu í 2. deild og þar með féllu
Leiftur og KS í 3. deild en Leiftur
vann í innbyrðis leik þeirra 4:0.
Loks vann ÍR Selfoss, 5:1, og Víðir
og ÍBK gerðu jafntefli, 3:3.
RAÐAUGLÝSINGAR
Flokksstarfid
Frá skrifstofu Alþýðuflokksins
Miövikudaginn 19.
september veröur
Jóhanna Siguröar-
dóttir félagsmálaráð-
herra meö viötalstíma
frá kl. 16.00—18.00.
Opinn fundur
Verkalýðs- og stjórnmálanefnd SUJ boöar til opins
fundar.
Fundarefni:
Þátttaka Alþýðuflokksins í ríkisstjórn sl. 3 ár. Stjórn-
málaástandið — stefnir í kosningar í haust?
Fundartími:
Fimmtudagur 20. september kl. 20.15.
Framsögumaður:
Jón Baldvin Hannibalsson,formaöurAlþýðuflokks-
ins og utanríkisráðherra.
Fundarstaöur:
Félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10.
Allir áhugasemir jafnaðarmenn eru velkomnir.
Við stoppum ekki hér!
Félags- og stjórnmálanámskeið SUJ haldið
22.—23. og 29.—30 september í RÓSINNI,
félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10
kl. 13.00—17.00 alla dagana.
Dagskrá:
Laugardagur 22. september:
Iðnaðarþjóðfélagið, þróun samfélags og fjöl-
skyldu. Leiðbeinandi: Gísli Ágúst Gunnlaugsson
sagnfræðingur.
íslenskt þjóðfélag frá stöðnun til samtíðar.
Leiðbeinandi: Gísli Gunnarsson dósent.
Alþjóðleg verkalýðshreyfing og jafnaðarstefna
Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin á ís-
landi. Leiðbeinendur: Helgi Skúli Kjartansson
lektor, Sigurður Pétursson sagnfræðingur.
Sunnudagur 23. september:
Ritað mál — Greinaskrif. Leiðbeinandi: Pjetur
Hafstein Lárusson rithöfundur.
Blaðaútgáfa og fjölmiðlar. Leiðbeinandi: Ingólf-
ur Margeirsson ritstjóri.
Laugardagur 29. september:
Framsögn og ræðumennska. Leiðbeinandi: Gunn-
ar Eyjólfsson leikari.
Fundasköp og félagsstörf. Leiðbeinandi: Þráinn
Hallgrímsson, skrifstofustjóri ASÍ.
Sunnudagur 30. september:
Alþýðuflokkurinn — Skipulag og flokksstarf.
Leiðbeinandi: Guðmundur Einarsson, aðstoðar-
maður ráðherra.
Alþýðuflokkurinn — Stefna og framtíð. Leið-
beinandi: Guðmundur Árni Stefánsson bæjar-
stjóri.
Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um félags- og
stjórnmál.
Þátttaka tilkynnist í síma 29244 (Alþýðuflokkurinn)
og 13959 (Sigurður).
Þátttökugjald kr. 1.000,-
Samband ungra jafnaðarmanna.
Alþýðuflokksfélag
Garða- og Bessastaðahrepps
Áríðandi félagsfundur verður haldinn í félagsheim-
ilinu Goðatúni, miðvikudaginn 19. september kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á flokksþing.
2. Vetrarstarfið.
Stjórnin.
Málstofa um stjórnmál
Fundur í málstofu um stjórnmál í FUJ í Reykjavík
fimmtudaginn 20. september kl. 20.30 í RÓSINNI
Allir FUJ félagar hvattir til að mæta.
Fundarefni:
Tillögur fyrir flokksþing um stjórnmál.
Upplýsingar gefa Margrét Haraldsdóttir í síma
32753 og Björn Ágúst Jónsson í síma 673449.
FUJ í Reykjavík.