Alþýðublaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. sept. 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 Segja má að Sovétríkin séu óplægður akur hvað varðar auglýsinga- og sölu- mennsku og því verður ekki neitað að sá akur er stór. Auglýsingastór- veldi i Sovét Frönsk auglýsingastofa, versl- unarfyrirtæki og kvikmynda- framleiðandi hafa tekið höndum saman og stofnað stórt auglýs- ingafyrirtæki í Sovétríkjunum og hafa í hyggju að hjálpa vest- rænum fyrirtækjum að auglýsa sig á þessu stóra markaðssvæði. Fyrirtækið, sem heitir Interespac- es, opnaði skrifstofur í Frakklandi í apríl síðastliðnum en verið er að innrétta skrifstofur þess í Moskvu. Hinn sovéski armur fyrirtækisins heitir Interespaces USSR. Sovéska sjónvarps-, útvarps- og kvikmyndaráðuneytið á 49% í fyrir- tækinu. Emanuel de Poncins segir fyrir- tækið leggja megináherslu á sjón- varps- og útvarpsauglýsingar og býður viðskiptavinum sínum upp á bestu auglýsingastundirnar í sjón- varpsstöðvum í Moskvu og Lenín- grad. Interespaces segist geta náð aug- um og eyrum 97% þjóðarinnar með sjónvarpsauglýsingum en Sovét- menn nálgast nú 300 milljónir. DAGFINNUR Þgóðin og vilji þingmanna Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert skoðanakönnun sem sýnir, að hér um bil allir lands- menn vilja álver og langflestir að það rísi á Keilisnesi. Þetta kemur mér verulega á óvart eftir að hafa fylgst með umræðum stjórnmálamanna um álverið. I fyrsta lagi hefur stjórnarandstað- an alltaf verið á móti álveri. Sjálf- stæðismenn hafa sagt að þeir vilji álver út á land en að í sjálfu sér geti það risið hvar sem er. Hins vegar séu þeir á móti álveri sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir og vilja að stjórnin segi af sér og að þeir sjálfir sitji í ríkisstjórn svo að álverið geti risið almennilega. Með öðrum orðum að þjóðin vilji fyrst álver þegar Sjálfstæðisflokk- urinn sé í stjórn. Taismenn Kvennalistans hafa hins vegar alltaf sagt að þjóðin sé á móti álveri og það leki alls konar ojbjakk úr álverksmiðjum og miklu betra sé að reisa vetnisver. (Sennilega vegna þess að það iek- ur ekkert ullabjakk í vetnisver- um). Pingkonur Kvennalistans hafa verið mjög á móti allri stór- iðju og segja að þjóðin sé líka á móti stóriðjunni. Þess vegna kom það mönnum mjög í opna skjöldu, að yfirgnæfandi kjósenda Kvenna- listans vildi álver og það með hraði. Þarna er einhvað sam- bandsleysi við grasrótina. Hjörleifur og margir aðrir í Al- þýðubandalaginu hafa alltaf verið þeirrar skoðunar að þjóðin vildi ekkert álver og ef það risi engu að síður, þá vildu menn það helst út á land. Landbúnaðarráðherra flokksins hefur alltaf talið að þjóð- in verði að athuga málið í nokkur ljósár. Framsóknarmenn hafa alltaf ver- ið þeirrar skoðunar að öll þjóðin vildi álver út á land. Og að lands- byggðin væri hreyfanlegt hugtak. Framsóknarflokkurinn hefur ým- ist talið að þjóðin væri með álveri eða á móti. Það hefur farið eftir því hvaða þingmaður talaði í það skiptið. En nú er sem sagt ljóst, að allir þingmennirnir hafa alltaf haft rangt fyrir sér. Það er því borð- leggjandi að skoðanakönnunin meðal þjóðarinnar var gerð á vit- lausum stað. Auðvitað átti að taka skoðanakönnunina um afstöðu þjóðarinnar til nýs álvers meðal þingmanna en ekki meðal fólks úti í bæ. Mozart var ekki myrtur „Við erum fegnir að sjá hana fara" Breskur vísindamaður sem rannsakað hefur dauða Mozarts segir það af og frá að honum hafi verið byrlað eitur. Dr. Mary Wheater skrifað nýlega grein um þetta efni í tímarit konung- lega læknafélagsins og segir allar líkur benda til þess að tónskáldið Fær italska kónga- familian að snúa aftur? Victor Emmanuel IV rær nú að því öllum árum að fá leyfi til að flytjast með fjölskyldu sína og jarðneskar leifarföður síns, Um- bertos II., og afasíns og ömmu til Ítalíu. Það er hans æðsta ósk að þeim verði komið fyrir í Pantheon, og sú gamla bygging gerð að fjölskyldu- grafhýsi Savoy-ættarinnar. Til að svo megi verða þarf ítalska þingið að nema á brott stjórnar- skrárákvæði sem banna meðlimum ættarinnar að stíga fæti á ítalska grund. Breskur visindamaöur telur af og frá aö Mozart hafi verið myrtur með eitri. Líklegast er talið að hann hafi dáið úr lifrarsjúkdómi. hafi dáið úr lifrarsjúkdómi. Mozart lést árið 1791, þá 35 ára að aldri, en fljótlega eftir lát hans komst af stað kvittur um að hann hefði verið myrtur með eitri. Mozart var sjálfur þess fullviss að sér hefði verið byrlað eitrið Aqua Toffana en það inniheldur aðallega arsenik og blý. Þegar tónskáldið Antonio Salieri, sem var keppinautur og öfundar- maður Mozarts, var orðinn elliær játaði hann á sig verknaðinn, en dró þann framburð til baka nokkru síð- Hótelstjórinn áHyde Park hót- elinu í London varð gladur við þegar Madonna fór af hóteli hans ásamt lífvörðum sínum. „Við erum fegnir að sjá hana fara“, sagði hana Ástæðan fyrir fögnuði hótelstjórans var ein- faldlega sú að viðskiptin við hót- el hans lömuðust meira og minna meðan stjarnan dvaldi hjá honum. Götur í næsta nágrenni yfirfyllst- ust af fólki sem vildi reyna að berja Madonnu augum, umferðin komst ekki spönn frá rassi. Sjálf var Madonna fegin að sleppa frá Bretlandi, henni fannst lætin út af sér keyra um þverbak, en var ánægð með tónleikahaldið, hún hafði fyllt Wembley-leikvanginn af fólki. Það er meiraen bestu fótbolta- lið geta gert. KROSSGATAN DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Syrpan 18.20 Ávaldi vímuefna 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær 19.20 Hver á að ráða? 19.50 Dick Tracy 20.00 Fréttir og veður 20.30 Allt í hers höndum 21.00 Nýjasta tækni og vísindi 21.30 Sam- sæmi. Lokaþáttur 22.25 Snati (The Ray Bradbury Theater: The Emiss- ary) 23.00 Ellefufréttir 23.10 Á lang- ferðaleiðum (6) 24.10 Dagskrálok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Trýni og Gosi 17.40 Einherjinn 18.05 Fimm félagar 18.30 Á dagskrá 18.40 Eðaltónar 19.19 19.19 20.10 Neyðarlínan 21.00 Ungir eldhugar 21.45 Hunter 22.35 í hnotskurn 23.05 Hver er næstur (Last Embrace) 00.45 Dagskrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn 09.20 Morg- unleikfimi 9.30 Landpósturinn 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytenda- hornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð 11.00 Fréttir 11.03 Sam- hljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: Ake eftir Wole Soyinka 14.00 Fréttir 14.03 Eft- irlætislögin 15.00 Fréttir 15.03 Basil fursti 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fágæti 21.00 Inn- lit 21.30 Sumarsagan: Hávarssaga Isfirðings 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.30 Leikrit vikunnar: Frænka Frankensteins eftir Allan Rune Pett- erson 23.15 Djassþáttur 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregn- ir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit 12.20 Hádegisfréttir 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Lausa rásin 20.30 Gullskífan 21.30 Kvöldtónar 22.07 Landið og miðin 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Iþrótta- fréttir 12.00 Hádegisfréttir 14.00 Snorri Sturluson 17.00Síðdegisfrétt- ir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Ág- úst Héðinsson 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 14.00 Kristófer Helgason 18.00 Darri Ólason 20.00 Listapoppið 22.00 Arnar Albertsson 02.00 Næturvakt. Aðalstöðin 07.00 I morgunkaffi 09.00 Morgun- verk Margrétar 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 16.30 Mál til meðferðar 18.30 Dalaprinsinn 20.00 Sveitalíf 22.00 Þriðja kryddið á þriðjudagskvöldi 24.00 Næturtónar. □ 1 2 3 4 5 ■ 6 □ 7 8 9 10 ■ 11 ■ 12 13 □ Lárétt: 1 hreinsa, 5 hlífa, 6 hreyfist, 7 til, 8 lítilsvirðing, 10 eins, 11 hljómi, 12 karlmannsnafn, 13 blærinn. Lóðrétt: 1 flokk, 2 fasið, 3 átt, 4 eyðimerkur, 5 hreinskilin, 7 vesal- an, 9 lofa, 12 fæddi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 kækur, 5 form, 6 áli, 7 ey, 8tangir, 10ær, 11 ami, 12ætur, 13 tærar. Lóðrétt: 1 kolar, 2 ærin, 3 km, 4 reyrir, 5 fátækt, 7 eimur, 9 gata, 12 ær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.