Alþýðublaðið - 19.09.1990, Side 3

Alþýðublaðið - 19.09.1990, Side 3
Miðvikudagur 19. sept. 1990 INNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN SAMTÖKSEM MÆTTU VERA MINNI: Landssam- tök hjartasjúklinga voru stofnuö 1983 af 230 stofnfélögum — í dag eru félagar orðnir um 1700. Því miður verður það að segjast eins og er að þessi samtök mættu vera minni, hjartasjúkdómar ógna mjög lífi og tilveru allt of margra einstaklinga og fjölskyldna. Árlegur fjöldi hjartatilfella er talinn vera 400—500, — ástæða er því til að ætla að félaga- fjöldinn aukist enn að mun. Samtökin eru orðin það stór að talið er nauðsynlegt að skipta þeim upp í deildir eftir landssvæðum. Stofnfundir tveggja slíkra deilda voru haldnir um helgina, — í Reykjavík og á Akureyri. Fleiri munu fylgja á eftir. GÆSASKYTTUR FELLU A SJALFS SIN BRAGÐI: í blaðinu Feyki á Sauðárkróki er sögð skemmtileg saga af gæsaskyttum tveim. Sveipuðu skyttur þessar sig með hrosshúð til að komast nær fuglunum. Læddust kapparnir nú um í stóðhestahólfi innan í húðinni. En þá gerðist það óvænta. Graðfoli einn fékk ómælda ást á „yngismerinni" nýkomnu og tók nú að bera sig til við hana. Þarf ekki að orðlengja að skytturnar sáu sitt óvænna og áttu fótum fjör að launa. BIFREIÐASKOÐUN LÆKKI GJÖLDIN: Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur gert ályktanir þar sem mótmælt er hækkun á þjónustugjöldum bifreiða. Slík- ar hækkanir komi mjögilla við flestalla landsmenn og ekki síst almennt launafólk. Hækkun Bifreiðaskoðunar Islands sé ögrun við kjarasamningana frá 1. febrúar. Er skorað á stjórn Bifreiðaskoðunar að lækka umrætt gjald og gæta hófs við ákvörðun gjalda. Þá mótmælir Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna hækkun gjalds á bílastæðum hjá Reykjavík- urborg á sömu forsendum. STEFNUBREYTING EIMSKIPS: Skipstjórafélagið fagnar þeim ummælum Harðar Sigurgestssonar, for- stjóra Eimskips, að það sé stefna félagsins að manna skip í Islandssiglingum með íslendingum. Hér kveður við nýjan tón og geðfelldari en verið hefur í langan tíma, til dæmis frá Sambandi ísl. kaupskipaútgerða og stjórnarformanni Eimskips á síðasta aðalfundi félagsins, segir Heiðar B. Kristinsson, formaðurSkipstjórafélags íslands, um þetta. Hins vegar segir formaðurinn að félagið hafni alfarið hug- myndum um að fella niður skattgreiðslur áhafna kaup- skipa að danskri fyrirmynd, félagið telur að allir þjóðfé- lagsþegnar eigi að greiða skatta sína og skyldur til að halda uppi velferðarþjóðfélaginu sem ísland á að vera. NJÓSNARINN K0MINN AFTUR: Það er vissulega að gefnu tilefni að bókin Njósnarinn sem kom inn úr kuld- anum eftir John le Carré kemur nú út aftur. Kalda stríðinu er lokið. Almenna bókafélagið sendi bókina frá sér í gær. Bókin kom fyrst út hér á landi 1965, og á einum aldarfjórð- ungi er heimsmyndin gjörbreytt frá því sem lýst er í bók- inni. Engu að síður, frábær lesning um togstreitu og skærur stórveldanna meðan kalda stríðið var í hámarki. LAUNAVÍSITALAN ST0PP: Hagstofan hefur reiknað launavísitölu fyrir septembermánuð miðað við meðallaun í ágúst. Vísitalan reyndist óbreytt frá fyrra mánuði, 116,9 stig. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána er 2.560 stig í október 1990 — óbreytt frá fyrra mánuði. ÁHYGGJUR VEGNA LAUNADEILNA: „Nám við Háskólann getur lamast," segir Sigurjón Þorvaldur Árnason, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Ráðið hefur sent Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra bréf þar sem lýst er áhyggjum af því að stundakennsla skuli falla niður i einstökum námskeiðum líffræðiskorar vegna launadeilna. Hætta sé á að deilurnar muni ekki einskorð- ast lengi við líffræðiskor eina. Segir Stúdentaráð að það hafi góðar heimildir fyrir því að meirihluti verklegrar kennslu í lífeðlisfræði, líffræði, hjúkrunarfræði og í tann- lækningum sé í hættu. SIGRAÐI í ESJUÞ0L- GÖNGUNNI: Á mynd- inni má sjá sigurvegarann í Esjuþolgöngunni, sem fram fór um helgina, Sig- urgeir Svavarsson frá 01- afsfirði. Þrátt fyrir fremur svalt veður tóku 134 þátt í keppnini. Gengið var frá Mógilsá upp að fremstu vörðu á Þverfellshorni. Eðlilegur tími á þessari gönguleið mun vera um klukkutími — Sigurgeir var kominn upp á rétt tæpum 29 mínútum! Hann var þó í harðri keppni við Garðbæing nokkurn, Jóhann Ingi- bergsson, hálfri mínútu á eftir sigurvegaranum. Þriðji varð Halldór Matthíasson, höfuðborgarbúi, á rétt rúm- um 30 mínútum. Góð verðlaun voru í boði, — Sigurgeir fékk Apple Mackintosh SE-tölvu, Jóhann Goldstar sjón- varpstæki og Halldór Goldstar ferðatæki. Hvaleyri hf. til sölu? „Við höfum verið að skoða, hvort það eru ein- hverjir möguleikar á ákveðnum breytingum þarna,“ sagði Þorsteinn Már Balvinsson, Sam- herjamaður á Akureyri, aðspurður um hvort Samherji hygðist selja sinn hlut í Hvaleyri hf. í Hafnarfirði, áður Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar. „Það er bara á skoðunar- stigi,“ sagði Þorsteinn. Alþýðublaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyr- ir því að þreifingar um sölu Hvaleyrar hafi átt sér stað. Hvaleyrin gerir nú út einn togara, Víði. „íslensk fiskvinnsla get- ur ekki þolað þetta mark- aðsverð sem er á íslensku fiskmörkuðunum," segir Þorsteinn Már. „Menn eru aðallega að klóra augun hver úr öðrum.“ Togari Hvaleyrar hefur lagt upp á fiskmarkaði og því hefur frystihúsið þurft að kaupa allt sitt hráefni á markaði. Þorsteinn sagði að það væri töluverður munur á fiskverði á Akur- eyri og á fiskmörkuðunum fyrir sunnan. Það verð sem væri nú greitt fyrir fisk á mörkuðunum gengi ekki upp til lengdar. Þá sagði Þorsteinn: „Það er búið að vera mín per- sónulega skoðun lengi að fiskvinnslufyrirtæki á ís- landi almennt verði að stækka til að ná fram við- bótarhagræðingu og meiri stöðugleika. Eg held að það sé slagur sem við verðum að taka og stjórnvöld verða að pína menn út í. Hætta að hlaupa alltaf undir bagga með þeim verst settu og pína menn frekar í ákveðn- ar hagræðingar. Það hefur ekki verið gert. Nú tala menn um það að endilega þurfi að fara að gerast eitt- hvað en það er svolítið blóðugt að sjá það eftir að búið er að verja mörgum milljörðum í svokallaða fjárhagslega endurskipu- lagningu án þess komi fram önnur endurskipulagning." íslenskir aöalverktakar sf. högnudust vel á síöasta ári Stefán Friðfinnsson ráðinn forstjóri * — Thor O. Thors stjórnarformadur fyrirtœkisins Stefán Friðfinnsson rekstrarhagfræðingur, að- stoðarmaður utanríkis- ráðherra, var í gærdag ráðinn forstjóri Islenskra aðaiverktaka sf. Á stjórn- arfundi fyrirtækisins í gær óskaði Thor Ó. Thors, sem verið hefur forstjóri fyrirtækisins frá upphafi, eftir að láta af því starfi. Ákvað stjórnin þá að ráða Stefán til starfans. Mun hann gegna starfi for- stjóra ásamt Gunnari Þ. Gunnarssyni, núverandi forstjóra. Á aðalfundi íslenskra verk- taka sf. kom fram mjög góð staða fyrirtækisins í hví- vetna. Heildarvelta var 3.160 milljónir króna og hagnaður fyrir skatta varð 297 milljónir króna. í samræmi við samkomu- lag um útborganir og breyt- ingar á eignarhlutum sem af því leiða, hafa eignaraðilar endurskoðað félagssamning og hefur hann verið staðfest- ur, segir í fréttatilkynningu frá íslenskum aðalverktökum sf. í gær, en fréttatilkynning- ar frá fyrirtækinu hafa til Stefán Friðfinnsson, hinn nýi forstjóri íslenskra aðalverk- taka sf. þessa ekki margar borist fjöl- miðlum. Samkvæmt þessu tilnefnir utanríkisráðherra 3 menní stjórn, Reginn hf. einn og Sameinaðir verktakar tvo menn. Tilnefnt hefur verið í stjórn, sem verður þannig skipuð: Thor Ó. Thors, stjórnarfor- maður, Ragnar Halldórsson, trésmíðameistari, Jón Sveins- son, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, Halldór H. Jóns- son, arkitekt, Ingólfur Finn- bogason, húsasmíðameistari, Guðjón B. Ólafsson, forstjóri. Volvo hyggst halda út i sjónvarpsrekstur Frá Þorlííki Helgasyni, blaöamanni Alþýöublaösins, Stohkbóbni Per Gyllenhammar, forstjóri VOLVO , er kominn á fullt skrið við að undirbúa Stöð 3, sjón- varpsstöð með auglýs- ingum. Eftir óvænta samþykkt flokksþings sænskra jafnaðarmanna í gær um að leyfa skuli auglýsingar í sjónvarpi hafa hjólin byrjað að snúast. Talað er um að sjónvarpið verði ekki í Stokkhólmi og þá koma Maimö og Gautaborg helst til greina. Ef Volvo slær til, mun fyr- irtækið leggja fram áhættu- fjármagn, fyrirtækið stend- ur vel og á í digra sjóði að sækja. Stöð 4 sem hóf send- ingar hér í Svíþjóð með tak- mörkuðum glæsibrag fær heldur betur hnífinn í bakið ef stórfyrirtæki á borð við Volvo hellir sér út á fjöl- miðlamarkaðinn. Er því’ spáð að þar verði myndar- lega að hlutum staðið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.