Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 4
4 VIDHORF Föstudagur 21. sept. 1990 MÍYDUBIMD Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið BYLTING í HÚSNÆÐISMÁLUM Þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti félagsmálaráð- herra blasti við algjört öngþveiti í húsnæðismálum. Tíu þúsund manns stóðu í biðröð eftir gjafalánum, þar af stór hluti sem átti ágætishúsnæði en var á höttunum eftir niðurgreiddum lánum. Á þremur árum hefur núverandi félagsmálaráðherra tekist að smíða heilsteypt húsnæðislánakerfi sem býður upp á ýmsa vai- kosti eftir efnahag og ástæðum ólíkra fjölskyldugerða. Kaupleiguíbúðirnar eru ein merkasta nýjung húsnæðismála á íslandi frá því að Alþýðuflokkurinn kom á verkamannabústaða- kerfinu 1929. Önnur merk nýjung í fasteignaviðskiptum er hús- bréfakerfið sem hefurleystbiðraðakerfið af hólmi. Húsbréfakerf- iðgreiðirfyrirviðskiptum meðnotaðaríbúðir, léttir stífri greiðslu- kvöð af kaupendum fasteigna og tryggir öruggan hag seljenda. Viðskipti á fasteignamarkaði verða í húsbréfakerfinu einföld og örugg. Kerfið auðveldar eldri borgurum að losna við stórar og dýrar húseignir og nýtir því vel félagslega uppbyggingu í eldri hverfum fyrir barnafjölskyldur. Almenningur og ekki síst ungt fólk á nú val á milli leiguhúsnæðis, kaupleigu eða öruggrar fjár- mögnunar við kaup og sölu á eldri íbúðum. Auk þess hefur í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur sem félagsmálaráðherra verið gert sér- stakt átak til að greiða fyrir byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og húsnæðismál fatlaðra hafa verið stórbætt. Pað er mikilvægt að sá mikli árangur sem náðst hefur í húsnæð- ismálum íslendinga á þessu kjörtímabili haldist og eflist. Enn eru lausirendar í kerfinu og gamla húsnæðiskerfinu þarf að loka end- anlega. RADDIR „Halda menn virkilega að duglegir sveitarstjórnarmenn og talsmenn byggðalaga hefðu setið með hendur í skauti og beðið þess þegjandi að ríkisstjórnin háttvirt ákvæði stað fyrir álver?" spyr Guö- mundur Einarsson í grein sinni. Staðsetning áivers Það er verið að egna landshlut- um saman. Það er verið að hafa fólk að ginningarfíflum. Fullyrðingar eins og þessar hafa heyrst að undanförnu, þegar menn þykjast sja' hilla undir niður- stöðu í álverssamningum og þ.m.t. ákvörðun um staðsetningu. Hinni opinskáu umfjöllun um staðarvalsmálið hefur fylgt um- ræða um byggðaþróun á Islandi og kosti og lesti einstakra bygging- arstaða. Lagt hefur verið í tals- verðan kostnað af hálfu allra að- ila, Atlantsálsamsteypunnar, ríkis- stjórnar og heimaaðila. Gerðar hafa verið kannanir og skrifuð álit. Var þetta tómt sjónarspil og allt til einskis unnið? Það er fráleitt að halda slíku fram svo og öðrum þeim fullyrð- ingum, sem vikið er að í upphafi textans í dag. Gagnályktun er t.d. sú, að rétt hefði verið að hið alvitra mið- stjórnarvald í Reykjavík hefði átt að ákveða staðsetninguna og þá hefði engin þóst svikinn og deilur ekki sprottið vegna ákvörðunar- innar. Halda menn virkilega að dug- legir sveitarstjórnarmenn og tals- menn byggðarlaga hefðu setið með hendur í skauti og beðið þess þegjandi að ríkisstjórnin háttvirt ákvæði stað fyrir álver? Og halda menn í raun að ríkis- stjórninni hefði tekist að komast að niðurstöðu án dráttar og deilna? Það hefði verið ótrúleg niður- staða. Sannleikurinn er sá að um þetta mál hefur verið fjallað á þann eina hátt sem hæfir lýðræði og opnum stjórnarháttum. Heimamenn, sveitarstjórnar- menn og forystumenn í atvinnu- og félagsmálum hafa fengið fjöl- mörg tækifæri til að kynna byggð sína og sjónarmið. Hinum erlendu aðilum hafa gef- ist tækifæri til að kynnast af eigin raun með eigin augum og eyrum staðháttum, mönnum og málefn- um. Fulltrúar úr báðum örmum hinna lýðræðislega kjörnu fulltrúa okkar, þ.e. landsstjórnar- og sveit- arstjórparmanna, hafa þannig fjallað um málið. Það eru engin sannfærandi rök til um að fyrirfram ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í þessu máli hefði verið sæmandi nú á tímum. Og það er ekki til nein aðferð til ákvörðunar í svona stóru máli sem ekki vekur að lokum von- brigði. Til þess eru hagsmunirnir allt of stórir. Guðmundut Einarsson skrífar Ert þú hrœdd(ur) aö heyra þjóövegina? Guðbjörg Hjartardóttir, 26 ára málari: „Ég keyri ekki, en sem farþegi óttast ég ekki að keyra þjóðveg- ina." Guðmundur Guðjónsson, 36 ára hljóðtæknimaðu r: „Nei, ég geri það nú reyndar ekki. Maður er auðvitað mismun- andi meðvitaður um þær hættur sem því fylgir en ekki þannig að það fæli mann frá því." Ásgeir Pálsson, 22 ára nemi: „Nei, alls ekki. Það kemur ekki fyrir." Víglundur Víglundsson, 35 ára sjómaður: „Ég keyri lítið á þjóðvegunum þar sem ég er úr Vestmannaeyj- um, en ég verð að segja að ég ótt- ast það ekki. Ég hef reyndar ekki keyrt þjóðvegina lengi." Helgi Hallgrímsson, aðstoöar- vegamálastjóri: „Nei, ég get nu ekki sagt að ég sé hræddur að keyra þjóðvegina. Auðvitað kemur það fyrir að eitt- hvað óvænt kemur upp á en al- mennt séð er ég ekki hræddur." Raddir frá 18.9. eru endurbirtar uegna mistaka uiö myndaupprödun. Viökomandi eru bednir afsökunar á þessum mistökum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.