Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 8
• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Franskir skriðdrekar á leið til Saúdi-Arabíu. NIKOSIU Saddam Hussein, forseti íraks, segir að írakar séu reiðubúnir til langvarandi stríðs gegn Bandaríkjunum komi til átaka við Persaflóa. „Gerist þess þörf, munum við berjast í þrjú, fjögur, fimm eða sex ár,“ sagði Saddam. Hann hefur látið taka upp myndband með ávarpi sínu til banda- rísku þjóðarinnar þar sem hann skýrir afstöðu sína í Persa- flóadeilunni. írakar hafa farið fram á það við Bandaríkja- menn að þeir sjónvarpi ávarpinu. SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM: Fastafulltrúar Öryggis- ráðsins samþykktu að banna flugumferð til íraks nema flugmenn heimiii skoðun á varningi sínum áður. Öryggis- ráðið í heild mun greiða atkvæði um loftbannið í dag. Fast- lega er gert ráð fyrir að það verði samþykkt. SAUDI-ARABIU ! Fyrsta sending v-þýskra ökutækja sem hafa búnað til að greina eiturefni kom til Saúdí-Arabíu í gær. Fulltrúar bandalags V-Evrópuríkja sem funda í París segja að herskipafloti Evrópumanna í Persaflóanum sé lítt varinn fyrir hugsanlegum sprengjuárásum Iraka nema stjórnun flotans verði samræmd. Fyrstu sveitir franskra fótgönguliða sigldu áleiðis til Saúdí-Arabíu í gær og munu verða tilbúnar til að taka sér stöðu fyrir 5.október, að sögn talsmanns franska hersins. KAIRO Heimildir úr varnamálaráðuneytinu segja að Eg- yptar íhugi að auka framlag sitt til f jölþjóðaherliðsins sem er Saúdí-Arabíu til varnar. Þeir hafa nú þegar 20.000 manns í herliðinu. DHAKA: Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins segir ólíklegt að Yasser Arafat leiðtogi PLO geti orðið sáttasemj- ari í Persaflóa-deilunni því að enginn muni treysta honum. BEIJING: Ólympíunefnd Asíu hefur ákveðið að meina írökum þátttöku í Asíuleikunum sem hefjast á morgun. JOHANNESARBORG: Lögreglan viðurkenndi í fyrsta skipti að hún væri að leita hvíts byssumanns vegna morðs eftir að deyjandi kona staðfesti að morðingi hennar hefði verið hvítur. Afríska þjóðarráðið sleit neyðarfundi eftir viðræður við keppinaut sinn, Inkatha-hreyfinguna, og vildi ekkert um það segja hvort það myndi halda áfram samningaviðræðum við ríkisstjórnina. Að sögn fjölmiðla í Suður-Afríku segir Nelson Mandela að Afríska þjóðarráðið muni ekki svara kalli félaga sinna um að grípa til vopna sér til varnar. Hins vegar mundi það leiða til stríðs ef stjórnin í Pretoríu misnotaði friðarvilja Þjóðarráðsins. MOSKVA : Háttsettur hershöfðingi í Moskvu ásakar rót- tæklinga að grafa undan ríkinu og skeyta ekki um viðvar- andi ógnun frá Vesturveldunum. AUSTUR-BERLIN: Austur-þýska þingið staðfesti sam- einingarsáttmála þýsku ríkjanna í gær þannig að ekkert er nú í veginum af hálfu Austur-Þjóðverja til að sameiningin geti orðið 3. október. Vestur-þýska þingið átti að staðfesta samninginn síðar í gær. Yfirmaður löggæslu í Vest- ur-Þýskalandi sendi út viðvörun þess efnis að ofstækis- menn sem vildu ekki sætta sig við sameininguna kynnu að veita stjórnmálamanni eða iðnjöfri banatilræði á næst- unni. AÞENU: Forseti Grikklands, Konstantín Karamanlís, sagði að það væri flekkun á Ólympíuleikunum og áliti æðstu stjórnar þeirra að Atlanta skyldi hafa verið falið að halda sumarleikana 1996 en ekki Aþenu. Hann tók undir með þeim sem hafa sagt að Alþjóðaólympíunefndin hafi látið gróðasjónarmið ráða. Á sama tíma stöðvuðust hjól at- vinnulífsins í Grikklandi vegna mótmæla gegn aðhaldsað- gerðum stjórnvalda. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Glúmur Baldvinsson Persaflóadeilan: Saddam reiðubúinn i langvarandi strið Saddam Hussein, forseti íraks, sagðist í gær vera reiðubúinn til að heyja margra ára stríð við Bandaríkin komi til átaka í Samningavidrœdur strídandi fylkinga í S-Afríku: Leita lausnar Pólitísku erkifjendurnir, liðsmenn Afríska þjóðar- ráðsins og frelsishreyfing- ar Inkhata, sem háð hafa stríð í bæjarhlutum svartra í Jóhannesarborg undanfarinn mánuð, áttu í gær viðræður um hvernig binda mætti enda á átökin, að sögn Nelsons Mandela, leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins. Þetta var sögulegur fundur og sá fyrsti á milli háttsettra liðsmanna hreyfinganna frá 1979. „Þetta voru vinalegar viðræður og báðir aðilar voru sammála um alvarleika málsins og sýndu vilja til að leysa það," sagði einn af með- limum Afríska þjóðarráðsins, Joel Netshitenze. f sameiginlegri yfirlýsingu fundarmanna sagði: „Við- ræðurnar voru tilraunalegs eðlis, þar sem báðir deiluaðil- ar leituðust við að skilja af- stöðu hvor annars og skýra sína eigin." 760 manns hafa fallið í bar- dögum hinna stríðandi fylk- inga undanfarnar sex vikur. Mandela hefur sakað leið- toga Inkatha, Mangosuthu Buthelezi, um að hafa átt upptökin að átökunum og fyrir að reyna skjóta sér leið inn í samningaviðræður Afr- íska þjóðarráðsins og ríkis stjórnar hvítra um afnám að skilnaðarstefnunnar. Persaflóa. Yfirlýsing Sadd- ams kom í kjölfar hótana George Bush Bandaríkja- forseta um að hann væri tilbúinn til að taka upp hertar aðgerðir dygði við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna ekki til að hrekja Iraka á brott frá Kúvæt. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu féllu í verði í gær í kjölfar yfirlýsinga leiðtog- anna og hefur verð þeirra ekki verið lægra við lokun markaðar á þessu ári. í viðræðum við fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, Bulent Ecevit, sagði Saddam að írakar hefðu háð átta ára stríð við írani og að þeir væru reiðubúnir í langvarandi stríð við Bandaríkin gerðist þess þörf. Yfirvöld í Baghdad hafa farið fram á það við Banda- ríkin að myndbandi með skilaboðum frá Saddam Hus- sein til bandarísku þjóðarinn- ar verði sjónvarpað þar í landi. Beiðnin kemur í kjölfar sýningar á myndbandi með ávarpi Bush til írösku þjóðar- innar sl. helgi. Fastafulltrúar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sam- þykktu í gær flugbann á írak. Þeir vilja banna alla flugum- ferð til Iraks og Kúvæts nema flugmenn fallist á að vélarnar séu skoðaðar fyrst utan land- anna. Einungis á eftir að fá staðfestingu ríkisstjórna fastafulltrúanna til að loft- bannið taki gildi. Til að fram- fylgja banninu verður heimilt að neita flugmönnum um þjónustu á jörðu niðri en ekki að skjóta flugvélar niður. Skjóta má aðvörunarskotum fáist samþykki herflugstjórn- ar landsins sem flogið er yfir fyrir því. LOFTFERÐABANN SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA f*, * ‘ JW*' li JllMÉálfea mmé’ m&mm- Iran Kúvæt * að leyfa f lutnlnga af mannúoar ástæðum n Flugvélar sem efcki heímila skoðun verða övíptar tryggíngu og íendingarrétti í öörum lön< lliliill o Herffugvélar geta flogið til móts við brotlegar ó flugvéiar en hafa ekki leyií tii aö skjóta á þær 4 Fiugher lands $em flogíð er yíír * til aio skjóta aðvorunarskotum getur veitt leyf lillllllll Greenpeace-samtökin: Mótmæla kiarnorku- sprengingum Sovétmanna Greenpeace-samtökin tilkynntu í gær að þau hefðu sent seglskipið M.V. Greenpeace til Novaja Zemlja eyja í Brentshafi til að mótmæla áætlunum Sovétmanna um að taka upp að nýju kjarnorku- sprengingar í tilrauna- skyni á norðurskauts- svæðinu. Aðalsprengjutilraunasvæði Sovétmanna hefur undanfar- ið verið í Kazakhstan en í kjölfar mótmæla almennings hefur tilraunum verið hætt þar og ákveðið að hefja til- raunir á svæðinu í kringum Novaja Zemla eyjar. Á árun- um 1958—63 voru þessar eyj- ar aðaltilraunasvæði Sovét- manna. Skip Greenpeace-manna hélt úr höfn í Tromsö í Noregi og mun á leið sinni eiga við- komu í Múrmansk, Arkhang- elsk og Vajgatsj eyjum til að mótmæla kjarnorkuspreng- ingum Sovétmanna neðan- sjávar og til að rannsaka um- hverfisspjöll af völdum þeirra. „Sovétmenn ætla að auka tilraunir með kjarnorku- sprengingar neðansjávar þrátt fyrir mótmæli nágranna þeirra í Skandinavíu og hættu á aukinni mengun af völdum geislavirks úrgangsefnis á svæðinu," sagði talsmaður Greenpeace-samtakanna, Steve Shallhorn. „Vilji Sovét- menn að viljayfirlýsingar þeirra um frið og afvopnun séu teknar alvarlega, verða þeir að hætta öllum tilraun- um með kjarnorkuvopn," bætti hann við. í dag eru tilraunir með kjarnavopn stundaðar af Frökkum, Bretum, Banda- ríkjamönnum, Kínverjum og Sovétmönnum. í janúar á næsta ári er fyrirhugað að halda ráðstefnu 116 ríkja í New York til að ræða hvort ekki beri að leggja alhliða bann við öllum kjarnorku- sprengingum í tilraunaskyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.