Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. sept. 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 Síminn er mesta töfratæki. Nú má öölast innri friö með því að hlusta á dagleg- an boðskap páfa gegnum simann. Páfa-linan Síminn er mesta þarfþing og ómissandi á þessari upplýsinga- öld sem nú er. Nú hefur alþjóð- legt fjarskiptafyrirtæki boðið upp á nýstárlega þjónustu sem gerir fólki kleift að hringja í sér- stakt símanúmer og fá þannig dagleg skilaboð frá Jóhannesi Páli II páfa. Hægt er að velja úr skilaboðum á ensku, spænsku eða ítölsku. Talsmaður fjarskiptafyrirtækisins segir að með þessu geti fólk fengið andlegan styrk og dýpkað andlegt líf sitt. Þegar hringt er í númerið heyrist fyrst einhver stutt orgelmúsík en síðan tekur páfinn við og talar í u.þ.b. 45 sekúndur. Astralir hafa þó kvartað yfir því að ekki heyrist vel á ensku línunni og mikið sé um truflanir. DAGFINNUR Óveltanlegar rikiseignir Það stendur skrifað helgum stöf- um, að maður eigi ekki að byggja hús sitt á sandi. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þeg- ar ég horfði á sjónvarpsfréttirnar og sá kirkjuna á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði á hliðinni eftir ofsarok næturinnar. Að vísu skilst mér að kirkjan hafi ekki verið byggð á sandi held- ur staðið að mestum hluta á tjökk- um sem sennilega voru ekki til þegar hin helgu orð um bygging- arlist til forna voru skráð. Þessi frétt leiddi hugann að bygg- ingarlist hins opinbera almennt. Sennilega er kirkjan á Kolfreyju- stað hrein undantekning hvað varðar byggingar kirkju og ríkis almennt. Enda stóð guðshúsið á tjökkum þegar fárviðrið geisaði og telst því ekki til dæmigerðrar byggingar í eigu hins opinbera. Kirkja og ríki ganga nefnilega ekki frá sínum byggingum á sandi, heldur á bjargi. Hallgrímskirkja er til að mynda ólíkleg til að leggjast á hliðina í ofstopaveðri. Ráðhúsið við Tjörnina mun heldur ekki láta undan þótt á móti blási. Að vísu má segja, að ráðhúsið sé ekki byggt á bjargi heldur einmitt á sandi og því kannski of snemmt að spá um hvort það sökkvi með manni og mús (starfsmönnum og borgarstjóra). Ráðhúsið tilheyrir heldur ekki ríki eða kirkju heldur borginni. Byggingar ríkisins eru ekki velt- anlegar. Þannig mun Seðlabank- inn standa á móti norðangarran- um um ótalda áratugi og aldir. Hið nýja Þjóðleikhús mun taka á móti hvaða veðri sem er. Arnarhvollinn lætur aldrei undan síga. Stjórnar- ráðið, sem er reyndar byggt sem tukthús, hefur svo þykka veggi að það þarf kjarnorkusprengju til að hagga því. Alþingishúsið er jafnrammgert. Byggðastofnun er byggð líkt og virki. Listasafn ríkisins er varið vind- um úr öllum áttum. Þjóðminjasafnið er að hrynja að innan en stenst tímans tönn að ut- an. Veislusalir ríkisins þola hvaða votviðri sem er. Innkaupastofnun ríkisins er eins og endurbættur miðaldakastali. Landsbanki ríkisins er hins veg- ar eins og miðaldabanki í Flórens þar sem öll bankarán voru óhugs- andi nema að innan. Sem sagt: Eignir kirkju og ríkis eru óveltanlegar. Nema ef svo illa skyldi vilja til, að þær stæðu um stundarsakir á tjökkum. Því ætti að umskrifa hin helgu orð: Þú skalt ekki byggja hús þitt á tjökkum. Lætur ekki scrnnf ærast Evrópubikarmeistararnir í Ju- ventus hafa tekið þá ákvörðun að hafa einungis tvo erlenda leikmenn innanborðs á þessu keppnistímabili. Reglur ítalska knattspyrnusambandsins leyfa þrjá erlenda leikmenn í hverju liði. Luca Di Montezemolo lét hafa eft- ir sér í íþróttablaðinu Corriere dello Sport að félagið hafi hætt við að kaupa ensku landsliðsmennina Des Walker og Paul Gascoigne. „Walker er of dýr. Nottingham Forest sagði okkur að hann væri ekki til sölu en við fengum upplýs- ingar éftir öðrum leiðum að hann væri falur fyrir 450 milljónir. Við hefðum getað keypt Gasco- igne en við höfum nóg af sókndjörf- um miðvallarleikmönnum nú þeg- ar.“ Di Montezemolo, en hann settist í stjórn Juventus eftir að hann skipu- lagði HM á Italíu í sumar, sagði fé- lagið nú þegar hafa varið 530 millj- ónum í kaup á nýjum leikmönnum og framkvæmdastjórann Gigi Maifr- edi. Þrátt fyrir það hefur liðinu ekki gengið sem skyldi í fyrstu leikjum keppnistímabilsins. „Það er ekki hægt að breyta lið- inu í einu vetfangi og vinna alla leik- ina. Maifredi segir mér að liðið muni sýna sitt rétta andlit eftir mán- uð...En við erum ekki undir það bú- inn að vinna deildina. Ég spái því að við lendum í þriðja sæti á þessu keppnistímabili" sagði Di Monteze- molo. Sovéski andófsmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Alex- andr Solzhenítsyn treystir ekki kommúnistum. Ekki alls fyrir löngu bauð Mikhail Gorbatsjov honum að endurheimta rikisborgararétt sinn í Sovétríkjun- um, en hann var frá honum tekinn þegar hann var ákærður fyrir föður- landssvik árið 1974. Solzhenítsyn lifir rólegu lífi á heimili sínu í Vermont í Bandaríkj- Philadelphiu-hljómsveitin hef- ur ráðið þýska stjórnandann Wolfgang Sawallisch tónlistar- stjóra og mun hann taka við hljómsveitinni árið 1993. Wolfgang stjórnaði áður Bæ- versku ríkisóperunni í Munchen en mun láta af því starfi áður en hann flytur til Philadelphiu. Hann tekur við af Riccardo Muti en sá vill ekki unum og segist ails ekki viss um að boðið standi. Eiginkona hans greindi nýlega frá því í viðtali við fréttamann að sovéskir embættis- menn hefðu síðast haft samband við þau fyrir 16 árum. Ivan Sílajev, forsætisráðherra Rússlands, hefur opinberlega hvatt Solzhenitsyn til að endurheimta rík- isborgararétt sinn og boðið honum að heimsækja gömlu ættjörðina. endurnýja samning sinn við hljóm- sveitina en hann rennur út árið 1993. Muti hefur nóg á sinni könnu þar sem hann hefur um árabil verið tón- listarstjóri La Scala í Milanó. Muti var arftaki hins heimsþekkta stjórnanda Eugene Ormandy við hljómsveitina í Philadelphiu. Juventus hætt við að kaupa Walker eða Gascoigne Wolfgang Sawallisch ráðinn til Philadelphiu- hljómsveitarinnar DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Fjörkálfar 18.20 Hraðboðar 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Popp- korn 19.20 Leyniskjöl Piglets 19.50 Dick Tracy 20.00 Fréttir og veður 20.30 Norrænir djassdagar 21.10 Bergerac (1) 22.00 Ruddaleikur (Roll- erball) 00.10Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Túni og Tella 17.35 Skófólkið 17.40 Hetjur himin- geimsins 18.05 Henderson krakkarn- ir 18.30 Bylmingur 19.19 19.19 20.10 Kæri Jón 20.35 Ferðast um tímann 21.25 Maður lifandi 21.55 Svona er Elvis (This is Elvis) 23.30 í Ijósaskipt- unum 23.55 Sjónhverfingar og morð (Murder Smoke'n Shadows) 01.25 Hugarflug (Altered States) 03.00 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn:09.20 Morg- unleikfimi 09.30 Innlit 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytendahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Áferð 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýsingar 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissa gan: Ake eftir Wole Soyinka 14.00 Fréttir 14.03 Ljúflings- lög 15.00 Fréttir 15.03 í fréttum var þetta helst 16.00 Fréttir 16.03 Að ut- an 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregn- ir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Gamlar glæður 20.40 Til sjávar og sveita 21.30 Sumarsag- an: Hávarssaga ísfirðings 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veður- fregnir. Orð kvöldsins 22.30 Danslög 23.00 Kvöldgestir 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 H ádegisfréttir 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Söðlað um 20.30 Gullskífan 21.00 Á djasstónleikum 22.07 Nætursól 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 12.00 Harald- ur Gíslason 14.00 Snorri Sturluson 16.00 íþróttaf réttir 17.00 Síðdegisfréttir 17.15 Reykjavík síð- degis 18.30 Kvöjdstemmning í Reykjavík 22.00 Á næturvaktinni 03.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 11.00 Bjarni Haukur Þórsson 14.00 Björn Sigurðs- son og slúðrið 18.00 Darri Óla og linsubaunin 21.00 Arnar Albertsson á útopnu 03.00 Jóhannes B. Skúla- son. Aðalstöðin 07.00 í morgunkaffi 09.00 Morgun- verk Margrétar 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 16.30 Mál til meðferðar 18.30 Dalaprinsinn eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur 19.00 Við kvöldverðarborðið 22.00 Drauma- prinsinn 02.00 Næturtónar. Alexander Solzhenítsyn. KROSSCÁTAN □ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ■ 11 ■ 12 13 □ Lárétt: 1 skarpur, 5 hluti, 6 bók- stafur, 7 drap, 8 talið, 10 eins, 11 munda, 12 rándýr, 13 stikar. Lóðrétt: 1 ónot, 2 hætta, 3 bar- dagi, 4 hirðuleysingjar, 5 aula, 7 skynsamur, 9 stútar, 12 kúgun. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 ræsta, 5 eira, 6 iði, 7 að, 8 niðrun, 10 II, 11 ómi, 12 Ómar, 13 golan. Lóðrétt: 1 riðil, 2 ærið, 3 sa, 4 auðnir, 5 einlæg, 7 auman, 9 róma, 12 ól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.