Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 1
Aktu ekki út i óvissuno aktu ú SUBARU Ingvar Helgason hf. Sævarhofða 2 Simi 91-67 4000 TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 22. SEPT. 1990 Póstpoka stolið Póstpoki meo ábyrgðarsendingum frá Húsavík, sem lagði af stað 12. september og átti að berast póstútibúinu við Lóuhóla daginn eftir, er horfinn. Rannsóknarlögregla ríkisins er komin með málið í rannsókn, enda eru farnar að koma inn ávísanir úr ávísanahefti úr pokanum, sagðar upp á stórar upphæðir. I pokanum var talsvert um verðmæti. Fyrir utan heftið voru í pokanum skartgripir með meiru. Engin skýring er enn fundin á hvarfi pokans, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins hefur það tæplega verið á færi nema innanhússmanns hjá Pósti og síma að komast yfir innihald pokans. Það er sammerkt með þeim ávísunum sem farnar eru að streyma inn að þær eru allar stimplaðar með stimpli frá Tæknivali hf., allstóru tölvufyrirtæki í Reykjavík. Talið er að stimpli hafi verið stolið frá fyrirtækinu. Staðfesti for- stjóri Tæknivals hf., Rúnar Sigurðsson, að svo væri í gær- kvöldi. JÓN BALDVIN: STÖNDUM OG FÖLL- UM MEÐ ÁLMÁLINU: Á fundi i Verkalýðs- og stjórnmálanefnd Sam- bands ungra jafnaðar- manna í fyrrakvöld hafði Jón Baldvin Hannibals- son framsögu um efnið „Þátttaka Alþýðuflokksins í ríkisstjórn sl. 3 ár — stefnir í kosningar í haust?" Ræddi ráðherrann um baráttumál flokksins í ríkisstjórn á þessum tíma, fór yfir sviðið og fjall- aði um ástand og horfur. Sagði hann að Alþýðuflokkurinn mundi standa og falla með álmálinu, ríkisstjórnin gæti fall- ið á því máli. SAMEIGINLEG INNTÖKUBEIÐNI: Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins sagði eftir að- alfund samninganefndar EB og EFTA í gær að það hefði vissa kosti í för með sér ef Island, Noregur og Svíþjóð sæktu sameiginlega um aðild að Evrópubandalaginu. Auk- innar bjartsýni virðist gæta á þessum fundi samninga- nefndanna þótt engar meiriháttar ákvarðanir hafi verið teknar. STJÓRNARKREPPA í FÆREYJUM? Svo virðist sem ágreiningur sem upp er risinn vegna aukafjárveitinga geti leitt til stjórnarkreppu í Færeyjum. SVAVAR GUÐNASON í LISTASAFNI ÍS- LANDS: í dag kl. 15.00 mun forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, opna umfangsmikla yfirlitssýn- ingu á verkum Svavars Guðnasonar listmálara í Listasafni Islands. Hér er um merkan viðburð að ræða þar sem þetta er fyrsta yfirlitssýningin er spannar allan feril þessa merkasta frumkvöðuls hins svo- kalla módernisma á íslandi. Svavar er án efa einn þekktasti listamaður okkar íslendinga utan landsteinanna. LEBÐARINN i DAG Alþýðublaðið fjallar í leiðara dagsins um skýrslu Rík- isendurskoðunar um byggingarsjóðina sem stað- festir gjaldþrot gamla húsnæðiskerfisins frá 1986. „Nú ... hlýtur aðeins eitt verkefni að blasa við ríkis- stjórninni: að grafa líkið," segir í leiðara blaðsins. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: GJALDÞROT GAMLA HÚS- NÆÐISKERFISINS. 6-7 Þeirra Grýla og Leppalúði Sovésk börn óaði við fólki eins og Reagan og Thatcher, þau voru eins og Grýla og | Leppalúði íslenskra barna. Nú er öldin önnur, önnur og bjart- ari mynd er dregin upp af vest- rænum leiðtogum í Sovétríkj- unum- enda hefur kalda stríðið runnið sitt skeið. Hrunadans húsnæðiskerfis IVið tökum fyrir í fréttaskýr- ingu þann hrunadans sem nú er stiginn í húsnæðiskerfi landsmanna. Það kemur í Ijós að ýmsir verkalýðsforkólfar hafa sýnt ótrúlegan tvískinn- ung í málinu. Haukar í Hafnarfirði IHaukar í Hafnarfirði hafa um írabil verið með kraftmeiri þróttafélögum þessa lands. Drn Eiðsson kynnir Haukana í jlaðinu í dag. Fjármálaráðherra Svíþjóðar um vœntanlega samn- inga EFTA-EB í samtali við ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stórkostlegir möguleikar Frá Þorláki Helgasyni, Alþýöublaöiö, Stokkhólmi. Það er ekki á dagskrá að Svíar sæki um aðild að Evrópubandalaginu sagði Allan Larsson, fjármála- ráðherra Svíþjóðar í við- tali við ALÞÝÐUBLAÐIÐ í Stokkhólmi. Sænska stjórnin treystir á að samningar EFTA við EB verði mjög hagstæðir. „Samkomulag EB og EFTA mun skapa sænskum fyrir- tækjum stórkostlega mögu- leika," sagði Allan Larsson. Fjármálaráðherrann segir að með samningum EFTA og EB opnist evrópskur markað- ur og bjóðist þá sænskum út- flutningsfyrirtækjum sömu kjör og fyrirtæki innan EB búa við í dag. Larsson boðar launastöðvun í landinu til að ná niður verðbólgu og til þess að skapa sænskum fyrirtækj- um samkeppnisgrundvöll. Framleiðslukostnaður í Sví- þjóð hefur vaxið undanfarin 3 ár langt umfram það sem gerst hefur í samkeppni- slöndum Svía. Allan Larsson segist reiða sig á væntanlega samninga. „Það er því ekki á dagskrá að Svíar sæki um aðild að Evr- ópubandalaginu," sagði Lars- son í spjallinu við Alþýðu- blaðið. RITSTJORN & 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR 0 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.