Alþýðublaðið - 22.09.1990, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Qupperneq 2
2 FRÉTTASKÝRING Laugardagur 22. sept. 1990 Fólk Gítarinn vinsæll í Kína Jósef Ka-Cheung Fung —- nafnid er ekki íslensku- legt — er íslenskur borg- ari og hefur starfað hér á landi að gítarkennslu og heldur endrum og eins tónleika sem vekja at- hygli. Um þessar mundir býr Jósef í Vínarborg. Hann var fyrir skömmu í Kína og hélt þar tónleika, sem Beijing Reuiew sem nýkomið er út, gefur mik- ið pláss. Jósef fær mikið hól og sagt að mikið hafi verið klappað fyrir leik hans, einkanlega fyrir The Love Romance. Jósef er fæddur í Hong Kong. Kínverjar hafa litið þekkt til gítarsins sem hljóðfær- is, en blaðið segir áhug- ann nú um stundir ótví- ræðan. Myndin sýnir Jós- ef á tónleikunum í Pek- ing. Ráðuneytisstjóri tveggja ráðuneyta Björn Fridfinnsson, ráðu- neytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu, hefur tekið að sér að veita forstöðu iðnaðarráðuneyti jafn- framt fyrrgreinda starf- inu. Páll Flygenring, ráðu- neytisstjóri iðnaðarráðu- neytis, fékk lausn frá störfum hjá forseta ís- lands frá og með 1. októ- ber nk. Björn Friðfinns- son mun taka við starfi í iðnaðarráðuneyti sama dag. Nýr iram- kvæmdastjóri Islenska dansflokksins Olöf Þórarinsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri íslenska dansflokksins til eins árs frá 1. sept. vegna fjarveru Salvarar Nordal. í ágúst s.l. lauk Olöf meistara- gráðu í stjórnsýslufræð- um (public administrati- on) á sviði stjórnunar op- inberra stofnana og stotn- ana sem ekki eru reknar í fjárgróðaskini (non profit) frá Washington háskóla í Seattle í Bandaríkjunum. í námi sínu innan þessa sviðs lagði Ólöf sérstaka áherslu á rekstur lista- stofnana. Lokaverkefni Ólafar er nú notað sem kennsluefni í stjórn lista- stofnana á meistarastigi við Washington háskóla. Verkefnið fjallar um hin- ar ýmsu hugsanlegu leið- ir innan þess opinbera jafnt sem einkageirans til fjármögnunar nýs hljóm- listarhúss fyrir Se- attle-borg. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um byggingarsjóðina: Hrunadcms gamla húsnæðiskerfisins Árið 1986 var komið á ffót nýju húsnæðis- kerfi sem var gert i samvinnu þáverandi ffé- iagsmálaráðherra, Alexanders Steffánsson- ar, þingmanns Framsóknarfflokksins, og verkalýðshreyfingarinnar undir forystu Ás- mundar Steffánssonar. Það kerffi hefur ekki gengið upp og það heffur verið ffyrirsjáanlegt um nokkurn tima að það gengi aldrei upp. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Það gefur augaleið að þeg- ar lánastofnun eins og Hús- næðisstofnun þarf að taka fé að láni á hærri vöxtum en það lánar til húsbyggjenda hlýtur allt að fara í steik. Að vísu var gert ráð fyrir að ríkis- sjóður fjármagnaði mismun- inn. Nú er hins vegar Ijóst að dæmið gengur ekki upp og að óbreyttu fer annað hvort Húsnæðisstofnun á hausinn eða hún setur ríkið á hausinn. Hvorugt getur talist góður kostur. Niðurgreiddir vextir ffyrir alla Sú reginskyssa var gerð þegar gamla húsnæðiskerfið frá árinu 1986 var komið á fót, að ráð var fyrir gert að allir húsnæðiskaupendur ættu kost á lánum með niður- greiddum vöxtum í gegnum Húsnæðisstofnun. Fólk, sem átti eign upp á 16 milljónir og var að minnka við sig og kaupa íbúð upp á ef til vil 6 milljónir, gat fengið niður- greidd lán frá húsnæðisstofn- un, þ.e. ríkinu. Ekki var tekið tillit til þess hvernig fólk var efnahagslega statt heldur skyldu allir njóta sömu rétt- inda. Það virðist stundum sem svo að menn haldi að velferð- arkerfið sé nokkurs konar millifærslukerfi. Þú leggur inn og átt þína úttekt. Auðvit- að er velferðarkerfið ekki þannig hugsað heldur á þann veg að komi eitthvað óvænt upp á hjá einstaklingi eða fjölskyldu sé hægt að mæta því með sameiginlegum sjóð- um. Það skýtur því skökku við þegar verkalýðsforystan er farin að gera kröfur fyrir þá sem betur mega sín, meðan f jöldi láglaunafólks berst fyrir því að tryggja sér og börnum sínum öruggt húsnæði. Kjarasamningarnir frá árinu 1986 fólu í sér þær helstar „kjarabætur" að bílverð lækkaði, og þeim mun meira sem þeir voru dýrari, og að allir skyldu fá niðurgreidda vexti á húsnæðislánum án til- lits til þarfar eða fjárhagslegr- ar afkomu. Tvískinnungur verkaiýðsfforkólffa Það sem vekur athygli varðandi húsnæðiskerfið nú er að verkalýðsforkólfarnir virðast leggja meira upp úr að halda í sín völd innan hús- næðiskerfisins en að leysa þau vandamál sem hvar- vetna við blasa í húsnæðis- málum. Þeir eru að vísu til- búnir að axla framkvæmdina en ekki að sama skapi ábyrgðina. Þeir vita sem er, að þeim verður ekki auðveld- lega velt úr sessi. Forseta ASÍ, Ásmundi Stef- ánssyni, dettur ekki í hug annað en að krefjast mark- aðsvaxta sem formaður stjórnar íslandsbanka, nú um 8%. En hverjir eiga að borga þá? Varla þó þeir sem eru inn- an vébanda ASÍ? Verkalýðs- hreyfingin, með Ásmund í broddi fylkingar, gerir þá eðlilegu kröfu að lífeyrir um- bjóðenda hennar sé ávaxtað- ur í samræmi við það sem gerist og gengur á hinum al- menna markaði. Á sama tíma og Ásmundur og co. vilja fá um það bil 6% ávöxtun fyrir lífeyrissjóði verkalýðshreyf- ingarinnar í gegnum hús- næðissjóðina krefjast þeir að ríkið láni öllum peninga með 4,5% vöxtum eða lægri vegna húsnæðiskaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðun- ar sýnir svo ekki verður um villst að það húsnæðiskerfi sem komið var á fót árið 1986 að undirlagi Alexanders Stef- ánssonar, þáverandi félags- málaráðherra, og Ásmundar Stefánssonar, þáverandi og núverandi forseta ASI, er hrunið. Því er eðlilegt að menn staldri við og spyrji sig hvert skal halda. Húsbréffakerffið en hvað svo? Húsbréfakerfið sem að hluta til hefur tekið gildi en nær þó ekki enn sem komið er til nýbygginga hefur reynst vel til þessa. Þrátt fyrir að ákveðinn tappi hafi myndast við afgreiðslu húsnæðisstofn- unar vegna mats á greiðslu- getu einstaklinga er væntan- lega aðeins um tímabundið ástand að ræða. Húsbréfa- kerfið samfara húsnæðisbót- um tekur mið af greiðslugetu húskaupenda en greiðir ekki vexti niður jafn fyrir alla. Það verður að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki ráða við að kaupa húsnæði á hinum almenna markaði ef menn eru á annað borð fylgj- andi því að almenningur eigi sitt húsnæði. Þá hafa orðið miklar breyt- ingar á félagslega íbúðakerf- inu á seinustu árum. Af gamla verkamannabústaða- kerfinu hefur tekið við kerfi sem tekur meira mið að að- stæðum fólks sem þarf hús- næði en getur illa farið beint inn á hinn almenna markað. Það liggur í augum uppi að ef ríkið er að greiða niður vexti Hverjir ætla og eiga að axla ábyrgð á húsnæðismálum landsmanna? Iinr /W fi V _■ ^J’JjLJ. Jb|,Þ 1 Pllr 1 / 4 til efnafólks verður svigrúm þess minna til að styðja við bakið á þeim efnaminni og ungu fólki með stóra fjöl- skyldu, sem er að baksa við að koma þaki yfir höfuðið. Svo virðist sem ýmsir verkalýðsforkólfar, af tilfinn- ingalegum ástæðum eða hagsmunalegum, vilji halda í það gamla fyrirkomulag sem verið hefur í húsnæðismálum hvort sem það hentar fólki eða ekki og hvað sem það kostar. Þeir gera kröfur en axla enga ábyrgð. Ákvarðanataka og ábyrgð_______________ Á síðasta Álþingi voru sam- þykkt lög sem kveða mun skýrar á um ábyrgð sveitarfé- laga í húsnæðismálum íbúa sinna en áður var. Það var gert að kröfu sveitarstjórnar- manna um að aímarka skyldi betur verksvið ríkis og sveit- arfélaga. Þeirra meginkrafa var sú að saman færi ábyrgð og ákvarðanataka. Eðlilega verða menn þreyttir á að bera ábyrgð á hlutum sem þeir hafa lítil eða engin áhrif á. í anda nýrra laga um verk- svið ríkis og sveitarfélaga var lögum um félagslega hús- næðiskerfið breytt. Nú er það ótvírætt að forsjá og ábyrgð félagslegra hús- næðismála er undir forræði sveitarstjórna þrátt fyrir að fjármögnun komi að mestu leyti í gegnum Húsnæðis- stofnun. Hins vegar skapar ríkið þann almenna ramma sem félagslega húsnæðiskerf- inu er búinn. Ásmundur; ásamt Alexand- er mikla úr Olafsvík, er helsti talsmaður þess að viðhalda húsnæðiskerfinu frá árinu 1986 og þeir eru í raun höf- undar þess. Hins vegar er sýnt að það gengur ekki upp. A meðan verkalýðsforkólfar og stjórnendur lífeyrissjóða verkamanna eru ekki tilbúnir að lána það fjármagn sem þeir hafa handa milli til fé- lagsmanna sinna á sambæri- legum kjörum og þeir krefj- ast fyrir félagsmenn sína í gegnum ríkið geta þeir ekki talist trúverðugir. Þeir heimta markaðsvexti fyrir sitt fé á sama tíma og þeir gagnrýna markaðsvexti sem okurkjör. Verkalýðsforkólfarnir þurfa því að gera upp við sig hvort þeir ætla að reka góðgerðar- starfsemi, og þá á eigin kostn- að, eða hvort þeir vilja láta aðra um það.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.