Alþýðublaðið - 22.09.1990, Síða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Síða 6
6 ERLEND FRÉTTASKÝRING Laugardagur 22. sept. 1990 Breyttir tímar Lengsl af undanfarna fimm áratugi hafa illmenni og skúrkar rýnt á vegfarendur sem leið eiga fram hjá breiðum og fyrirferðarmiklum útsýnisgluggum barnabókasafnsins i miðborg Moskvu. Aðalfigúrur hrollvekjandi teiknimynda sem sýndar voru i Sov- éska sjónvarpinu voru blóði drifnir bandariskir ráðamenn með langa mjóa fingur og mittisbreiðir kapitalistar búnir rismiklum pipuhöttum. EFTIR: GLÚM BAIDVINSSON Samkvæmt gömlu hugmynda- fræðinni gátu ríki kapítalismans aldrei haft á réttu að standa nema með því að samsinna Sovétríkjun- um, „ríki verkamannanna.“ Sagan i nýju ijósi „Hinn nýi hugsunarháttur" við- urkenndi að hegðun Vesturlanda gagnvart leiðtogunum í Moskvu bæri að ráða heiminum, að hug- myndafræði kommúnista myndi að lokum sigra og komast á í öllum heiminum. Níkíta Khrústjov beindi orðum sínum til ríkja kapí- talista þegar hann sagði: „Við munum koma ykkur í gröfina." „Rauða hættan" á árunum 1918—19 og morðið á öllum með- limum keisarafjölskyldunnar — sem yfirvöld í Moskvu viðurkenna nú að hafi verið glæpur — mótaði ið til þess að harðlínumenn innan hersins og íhaldsamir stjórnmála- menn tækju völd í landinu og reyndu síðan að réttlæta aðgerðir sínar með því að endurvekja blekkingarnar um drauginn í vestri. Hins vegar virðast fáir stjórn- mála- og menntamenn trúa að slík bylting gæti tekist, jafnvel þótt af henni yrði. „Við gerum okkur nú grein fyrir að við beygðum inn Tilgangurinn var að kenna barnungum Moskvubúum hver óvinurinn væri alveg eins og ís- lenskum börnum er kennt að hræðast Grýlu og Leppalúða. Sov- ésk börn skulfu af hræðslu við þá skelfilegu mynd sem dregin var upp af stjórnmálamönnum í vestri — Ronald Reagan í gervi djöfuls- ins og járnfrúin Thatcher í líki hrínandi nornar. Þýskir hefndar- stefnumenn fengu sinn skammt — leiðtogar í Bonn búnir járnhjálm- um, hvattir af beinagrind Adólfs Hitlers til hefndar fyrir ófarirnar í seinni heimstyrjöldinni. Breytt mynd - ..........................■""" I dag eru skúrkaimyndirnar í gluggunum lífs og liðnir Sovét- menn á meðan bandarískir valda- menn og erlendir kapítalistar eru velkomnir gestir í landi, sem nú er að opnast upp á gátt. Kalda stríðið og merki þess eru horfin af sjónarsviðinu í Sovétríkj- unum, því var opinberlega lýsti yf- ir af Míkhaíl Gorbatsjov og George Bush á Möltufundinum í desemb- er sl. Með hruni Berlínarmúrsins og sameiningu þýsku ríkjanna, sem bandamenn úr seinni heimstyrj- öldinni lögðu blessun sína yfir í siðust viku, heyrir hin táknræna skipting austurs og vesturs sög- unni til. I fyrsta skipti á eftirstríðsárun- um eiga Sovétríkin og Bandaríkin sameiginlegan óvin, eins og nú er raunin í Persaflóadeilunni. Mikil- vægi þess að risaveldin tvö standa nú saman gegn Irak hefur ekki far- ið fram hjá fréttaskýrendum sov- éskra fjölmiðla, sem nú hafa frelsi til að setja á prent annað en það sem stjórnvöld í Kreml fyrirskipa. Stanislav Kondrashov, frétta- maður dagblaðs ríkisstjórnarinn- ar, Izvestia, segir að fyrir 5 árum hefði hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna í Persaflóa verið lýst sem árásargirni af sovéskum yfirvöldum sama hver tilgangur hennar hefði verið. Kollega Stan- islavs hjá vikublaðinu New Times segir: „Nú er sá kailaður árásarað- ili af yfirvöldum í Moskvu sem áð- ur hefði hlotið fullan og óskoraðan stuðning þeirra." Jafnvel höfundar skopteikninga hafa lagað sig að nýju línunni. Á leiðtogafundinum í Helskinki, af- henti Gorbatsjov Bush teikningu, sem sýndi leiðtogana tvo í líki box- ara sem voru í þann mund að slá kalda stríðið í rot. Höfundur henn- ar, hinn aldni Mark Aldanov, var í mörg ár höfundur óbilgjörnustu and-vestrænu skopteikninganna í sovéskum fjölmiðlum. #>Nýr_________________________ hugsunarháttur"_______________ „Breytingunni verður komið á með nýjum hugsunarhætti," stað- hæfði Gorbatsjov eftir að hann komst til valda árið 1985. Stað- reyndin er þó sú að annars staðar í heiminum hafði vilji til bætts Reagan fékk hlýjar viðtökur í Moskvu f síðustu viku. í eina tið álitu Moskvubúar hann vera djöfulinn í mannsliki. sambands austur og vesturs farið vaxandi löngu fyrir valdatíð Gor- batsjovs. Þíða var í samskiptum risaveld- anna í byrjun 8.áratugarins, þá komust á góð samskipti milli Le- oníds Brézhnevs og Richards Nix- ons. En sovéskir hugmyndafræð- ingar, og Brézhnev sjálfur, héldu því stöðugt fram að ekki kæmi til greina að semja um grundvallarat- riði hugmyndafræðinnar og að slökunarstefnan „væri hin alþjóð- lega stéttarbarátta undir öðru nafni." Það var Gorbatsjov sem fyrstúr viðurkenndi að kannski hefðu yf\ irvöld í Moskvu ekki alltaf rétt fyr- ir sér. Hinn nýi hugsunarháttur fól í sér fráhvarf frá hugmyndum um stéttskiptingu í alþjóðasamskipt- um og einblíndi á almenn mann- leg gildi. væri háð hegðun þeirra sjálfra. Þegar saga samskipta Sovétríkj- anna við umheiminn var skoðuð í ljósi þessa, kom æ betur í ljós að hún þurfti endurskoðunnar við. /Sagnfræðingar í Moskvu viður- kenna nú fúslega að Kóreu-stríð- inu 1950—53, sem voru fyrstu meiriháttar átök kalda stríðsins, hafi ekki veriðTkomið af stað af S-Kóreumöíínum heldur nágrönn- um þeirrá í norðri, að undirlagi Jósefs Stalíns. „Þetta stríð var mik- ill áhættuleikur og glæpur," skrif- aði Sergei Volovets í blaðið Rodina í þessum mánuði. Þeirri skoðun vex einnig ásmeg- in meðal sovéskra sagnfræðinga að fjandskapur Vesturlanda gagn- vart Sovétríkjunum í kjölfar bylt- ingar bolsévíka 1917 hafi sprottið upp vegna yfirlýstrar sannfæring- ar Sovétmanna sjálfra um að þeim álit milljóna manna um gjörvallan heim á hinu nýja ríki og sjálfum kommúnismanum. „í 70 ár höfum við lifað í blekk- ingu,“ sagði rithöfundurinn Alex Adamovich, „. . . og nú hefur þessi blekkingarheimur hrunið eins og skitug og rotin föt.“ Kalda stríðið endurvakið?________________ Gæti kalda stríðið lifnað við? Vladímír Sokolov, einn af ritstjór- um vikublaðsins Literaturnaja Gazeta telur það ekki ólíklegt í grein sem hann skrifaði í þessum mánuði. Þar segir hann að hið hörmulega þjóðfélagsástand og harðræði sem nú ríkir í Sovétríkj- unum og fer síversnandi gæti orð- blindgötu árið 1917," segir sagn- fræðingurinn og fyrrverandi emb- ættismaður kommúnistaflokksins, Alexander Tsipko. „Við erum nú að snúa aftur á rétta braut.“ „Sovétríkin verða að snúa til nú- tímasiðmenningar . . . við höfum ekki um annað að velja", segir Fjo- dor Burlatsky, aðalritstjóri Liter- aturnaja Gazeta og fyrrum starfs- maður flokksins. Hann bætti við: „Fyrr eða seinna, verðum við að framkvæma allt það í okkar þjóð- félagi, sem mannkynið hefur full- komnað á 20. öldinni."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.