Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. sept. 1990 7 IPEMHAMN KASTOJP iRÁGOR. ^^£/AERNACJCEN Eitthvaö þessu líkt kemur hin nýja brú milli frændþjóðanna til með að líta út. Á kortinu má sjá hvar brúin liggur milli Malmö og Kaupmannahafnar. Brú yfir til nágrannanna í Danmörku veldur fiaðrafoki: Ekki mikil nýting Frá Þorláki Helgasyni, Alþýöublaðið, Stokk- hólmi. „Hittumst í lestinni,“ sagði Ingvar Carlsson, formaður flokks jafnaðarmanna, þegar hann hvatti þingfulltrúa tii að styðja tillögur flokksstjórnar um brú yfir Eyrarsund. Atti hann þar við lestarnar sem ganga munu yfir sundið til ná- grannaríkisins. Formaðurinn fékk sitt í gegn, en brúarmálið olli þó miklum deilum og tvístrar fylkingum jafnaðar- manna í Svíþjóð. Ýmsir eru líka á því að þó að takist að semja við Dani um brúna milli Malmö og Kaup- mannahafnar, muni farþegar ekki verða ýkja margir. í framtíðinni muni æ fleiri halda í austurveg, til Póllands og annarra landa í A-Evr- ópu. Ferjueigendur eru alls óhræddir og benda á áherslubreytingar sem eru að verða á ferðavenjum fólks. Við efnahagslegar breytingar í A- Evrópu muni ferjurnar ferja fólk frá Svíþjóð til Þýskalands og Póllands í stað Danmerkur, frá síminnkandi markaði á annan blómlegri. Pertti Paasio — utanríkis- ráöherra Finnlands: Umhverfis- sótlmáli er nauðsynlegur Frá Þorláki Helgasyni, Alþýðublaöið, Stokk- hólmi. PERTTI PAASIO, utanríkisrád- herra Finnlands, lagði til sl. mánudag á þingi sænskra jafn- aðarmanna að sérstakur samn- ingur yrði gerður, sem tæki þannig á umhverfismálum að sérhver þjóð yrði að veita upp- lýsingar til annars ríkis. Þetta þýðir í reynd að ríki skuld- bindi sig til að gera opinskátt hvern- ig hagar til með úrgang og hvers kyns mengun. Paasio sagði hér í Stokkhólmi að nauðsynlegt væri að auka skilning manna á meðal á um- hverfismálum og líkti hugsanlegum umhverfissáttmála við þá samninga sem eru í gildi á mannréttindasviði í Evrópu. • • A nœstu dögum ... ... mun fjölda íslendinga berast rautt umslag í pósti. Innihald þess markar þáttaskil í íslenskri tryggingasögu. Lí FTRYGGINGAIÉIAG ÍSLANDS HF MEÐ VATRYGGINGAFELAG ISLANOS HF AÐ BAKHJARLI ÁRMÚLA 3. SÍMI (0 SO 60, PðSTHÓLF 1400. 1 20 HÍYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.