Alþýðublaðið - 22.09.1990, Side 9

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Side 9
Laugardagur 22. sept. 1990 9 Iþróftafélag í sviðsljósi Meistaraflokkur Hauka í knattspyrnu 1978. Þetta lið vann ser rett til að leika 11. deild eftir mikla baráttu og dugnað sem endaði með silfurverðlaununum. Hér taka strákarnir við verðlaununum sínum á Laugardalsvellinum. Talið frá vinstri: Ólafur Sigurgeirsson, Ólafur Jóhannesson, Axel Magnússon, Örn Bjarnason, Guðjón Sveinsson, Sigurður Aðalsteinsson, Guðmundur Sigmarsson, Árni Yngvi Her- mannsson, Úlfar Brynjarsson, Daníel Hálfdánarson, Björn Svavarsson, Lárus Jónsson, Vignir Þorláksson, Haukur Hauksson, Hannes Sig- marsson, Svavar Svavarsson, Ólafur Torfason, Þráinn Hauksson og Pétur Árnason, form. knattspyrnudeildar. Knattspyrnufélagið HAUKAR Stofnað: 12. apríl 1931 Formaður: Steinþór Einarsson íþróttagreinar á stefnuskrá: Knattspyrna, handknattleikur, körfuknattleikur, karate og skíðaíþróttir HAIIKAR traust félag i mikilli framför Á næsta vori, nánar tiltekið 12. apríl, eru liðin 60 ár siðan Knattspyrnufélagið Haukar i Hafnarfirði var stofnað, annað af stóru félögunum i Firðinum. Eins og með svo mörg íþrótta- eða knattspyrnufélög voru það 13 hafnfirskir drengir á fermingar- aldri, sem stofnuðu Hauka. Slíkar félagsstofnanir voru svo sem eng- in nýlunda á þeim tíma. Flestir hafa vafalaust álitið þessa félags- stofnun bólu, sem brátt myndi hjaðna, en það fór nú á annan veg. Trúlega hefur það gert gæfumun- inn, hvernig til þess var stofnað. KFUM og sr. Friðrik_________ voru með i ráðum____________ Stofnendurnir 13 voru allir starf- andi innan KFUM, en gæfa þeirra var að njóta forystu valinkunnra sæmdarmanna. Þar má nefna Jóel Ingvarsson, æskulýðsleiðtoga í KFUM, að ógleymdum höfuðleið- toga KFUM ogÍCá íslandi, sr. Frið- rik Friðrikssyni. Það var sr. Friðrik sem gaf félaginu nafnið Knatt- spyrnufélagið Haukar. Þessir mætu menn studdu hina ungu stofnendur fyrstu skrefin og lögðu sig fram um að vel tækist til. Ásvellir —__________________ framtiðarsvæði Haukq Eitt af fyrstu verkefnum félags- ins var að ræða vallarleysið og á fundi um það mál, sem haldinn var utandyra stakk einhver upp á því að fá leyfi bóndans á Hrauns- holti til að ryðja völl á mel í landar- eign hans og leyfið fékkst góðfús- lega. Ekki vantaði áhuga féiags- manna, sem fjölgaði stöðugt og það tókst að gera völlinn leikhæf- an á ótrúlega skömmum tíma. Þarna iðkuðu Haukar æfingar um nokkurn tíma, en þegar knatt- spyrnufélagið Þjálfi lognaðist út af fengu Haukar Hvaleyrarvöllinn til afnota og hafa enn. Félagið hefur ekki enn fengið nýtískulegt íþróttahús til æfinga í innanhúss- íþróttum, t.d. í handbolta, körfu- bolta o.fl. greinum. Notað hefur verið bráðabirgðahúsnæði við Flatahraun í allmörg ár, sem er ágætt svo langt sem það nær. Nú nýverið gerðist sá stórat- burður í sögu þessa félags, að því var úthlutað athafnasvæði í landi Ass, sem er austan við Keflavíkur- veginn. Þar eru nú þegar hafnar framkvæmdir við íþróttasvæði Hauka og fyrirhugað er að þar verði knattspyrnu-, körfubolta- og handknattleiksvellir ásamt íþróttahúsi og félagsmiðstöð. Svæðið er nefnt Asvellir. Ekki er að efa, að þar verði tekið til hend- inni. Framkvæmdir eru unnar í samráði við Hafnarfjarðarbæ, sem leggur fram 80% kostnaðar á inóti 20% frá Haukum. Margir góðir sigrar hafa unnist Knattspyrnan er sú grein sem fé- lagið var stofnað um og þó að oft hafi náðst góður árangur í þeirri íþrótt innan Hauka hefur félaginu aldrei fallið í skaut sigur í 1. deild eða bikarmeistaratitill. Meistara- flokkur hefur oftast leikið í 2. deild með allgóðum árangri og einu sinni, 1979, lék liðið í 1. deild, en dvölin var alltof stutt. Sigur hefur unnist í Litlu bikarkeppninni og góðir sigrar í yngri flokkum, þó árangur hafi oft verið misjafn. Kannski er samheldnin og gott fé- lagslíf innan knattspyrnudeildar ein sterkasta hliðin, en slíkt er hverju íþróttafélagi brýn nauðsyn. HandknaHleikur i____________ Haukum nærri________________ jqfngamall félaginu Hin vinsæla íþrótt, handknatt- leikur er svo til jafngamall félag- inu en Haukar höfðu ekki náð eins árs aldri, þegar rætt var um að hefja æfingar í þeirri grein. Og það var ekki staðið við orðin tóm, æf- ingar hófust 1933 undir stjórn Óskars Evertssonar. Ekki er mögu- iegt að rekja sögu íþróttarinnar í þessu stutta yfirliti, en Islands- meistaratitlar ásamt bikarmeist- aratitlum hafa unnist. Haukar áttu mjög sterkt lið, bæði í karla og kvennaflokkum á fimmta áratugn- um svo og í lok þess áttunda og í byrjun þess níunda. Hæst ber sig- ur karlaflokksins 1943, er félagið varð íslandsmeistari og stúlkurnar hlutu titilinn bæði 1945 og 1946. — Karlaflokkurinn var Islands- meistari utanhúss 1978 og 1979 og bikarmeistari 1980. Haukar tóku þátt í Evrópubikarkeppninni árið eftir og voru slegnir út af vestur- þýsku meisturunum, Nettelstedt, sem síðar urðu Evrópumeistarar. Margir sigrar i_____________ körfuknattleik Körfuknattleikur komst á dag- skrá hjá Haukum fyrir um það bil tveimur áratugum. Uppbygging íþróttarinnar gekk vel hjá félaginu og margir snjallir menn lögðu þar hönd á plóginn. Margir sigrar hafa unnist í þessari grein, m.a. bæði Is- lands- og bikarmeistaratitlar. Eins og í öðrum deildum hjá þessu ágæta félagi hefur samheldnin og góður félagsandi ráðið ríkjum. Nýjar íþróttagreinar og björt framtið ..-------------------------- A þessu ári hafa tvær nýjar íþróttagreinar verið teknar á stefnuskrá félagsins, þ.e. karate og skíðaíþróttir. Ekki er að efa, að þar verður haldið vel á málum eins og í öðrum greinum félagsins. Fram- tíð Hauka er björt, handknatt- leiksmenn unnu sér rétt til að leika í 1. deild í sumar, knattspyrnu- menn urðu í 2. sæti í 3. deild og leika því í 2. deild að ári. Þá eru hafnar framkvæmdir við íþrótta- mannvirki félagsins við Ásvelli og ekki er að efa, að þar verður hald- ið vel á málum. Örn Eiðsson skrífar Bikarmeistarar Hauka. Efri röð frá vinstri: Sigurður Guðmundsson liðsstjóri, Viðar Símonarson þjálfari, Árni Hermannsson, Ingimar Haraldsson, Guðmundur Haraldsson, Þórir Gíslason, Sigurgeir Marteinsson, Júlíus Pálsson, Hörður Harðarson og Guðmundur Aðalsteinsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka. Fremri röð frá vinstri: Árni Sverrisson, Stefán Jónsson, Ólafur Guðjónsson, Andrés Kristjánsson með bikarinn, Gunnar Einarsson, Þorlákur Kjartansson og Gunnlaugur Gunnlaugsson. Meistaraflokkur Hauka á árunum 1939—41, Guðmundur Eyþórsson, Friðþjófur Sigurðsson, Jón Eg- ilsson, Lárus Bjarnason, Karl Auðunsson, Lárus Sigurðsson, Helgi Hóseason, Páll, Sævar Magnússon, Stefán Egilsson, Sigurbjörn Þórðarson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.