Alþýðublaðið - 06.10.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.10.1990, Qupperneq 1
MÞYÐUBI Aktu ekki út i óvissuna aktu ó Ingvar Helgason hf. Sævarhofða 2 Simi 91-67 4000 151. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR ■■■■■■■■■■■■ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 FLÓTTI FRÁ AB: e™ eykst flótti fólks úr Alþýðu- bandalaginu. Nú síðast hef- ur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi Þjóðviljarit- stjóri og núverandi vara- borgarfulltrúi, tekið pok- ann sinn. I útvapinu í gær fór Össur hörðum orðum um Alþýðubandalagið og sagði það vera staðnaðan flokk og óstarfhæfan vegna ófriðar. Þá hefur Margrét S. Björnsdóttir, endurmennt- unarstjóri, einnig kvatt Alþýðubandalagið. HLUTABRÉF í EIMSKIP: Forkaupsréttur núverandi hluthafa í EIMSKIP vegna hlutafjárútboðs félagsins rann út í gær. Niðurstaða sölunnar mun liggja fyrir fljótlega eftir helgi. Sala hlutabréfa á almennum markaði mun hefjast á mánudaginn og verða þá seld hlutabréf í félaginu að nafn- virði rúmlega 41 milljón króna. Kaupendur eiga að skrá sig fyrir hlutafé. Að minnsta kosti helmingur bréfanna verður seldur í fjárhæðum að nafnvirði kr. 5.000—25.000 á geng- inu 5,6. Þeir sem óska eftir hlutabréfum umfram 25.000 og allt að einni milljón króna, geta gert tilboð í bréfin á gengi ekki lægra en 5,6. HAUKDAL KÆRÐUR: Enn hafa væringar blossað upp milli bændanna á Bergþórshvoli. Lögmaður séra Páls Pálssonar hefur kært Eggert Haukdal, al- þingismann, tii ríkissak- sóknara fyrir meiðyrði. Til- efnið mun vera ummæli um séra Pál sem Eggert við- hafði í dreifibréfi sem sent var til sveitunga þeirra tví- menninganna. Var klerkurinn borinn þeim sökum að hafa lagt hendur á barn eins kennara þar í sveit. Prestur krefst 600 þúsund króna bóta vegna þess arna samkvæmt því sem fram kom í útvarpsfréttum. LÆKKUN EN EKKI HÆKKUN: Rafmagnsveita Reykjavíkur mótmælir harðlega fullyrðingum tímarits Fé- lags íslenskra iðnrekenda þess efnis að raforkuverð hafi stórhækkað til iðnfyrirtækja. Rafmagnsveitan fullyrðir að þetta sé þveröfugt. Verðið hafi lækkað hjá flestum fyrir- tækjum um 1—12% að raungildi. KJÖR STUNDAKENNARA: Stjórn Kjararáðs stunda- kennara hvetur alla háskólamenn til að ganga ekki í störf þeirra stundakennara sem nú neita að gegna þessum störf- um vegna deilu um launakjör og samningsrétt. Ennfremur eru félagsmenn varaðir við að ráða sig í í tímabundnar stöður sem eru stofnaðar í þeim tilgangi að draga úr áhrif- um þessara aðgerða. Þá hvetur stjórnin samninganefnd ríkisins til að hefja nú þegar viðræður um kjör stunda- kennara. BAKKUS DEYÐIR: Á síðasta ári komu alls 95 dauðsföll til réttarefnafræðilegra rannsókna hjá Rannsóknarstofu Háskólans í lyfjafræði. Alls voru greind 25 efni í 99 tilvik- um alls. Etanól (áfengi) kom langoftast fyrir, eða 40 sinn- um, segir í frétt frá Afengisvarnarráði. Talið var að 13 af þessum dauðsföllum mætti rekja til banvænna eitrana. í níu (tæplega 70%) af þessum 13 dauðsföllum kom áfengi við sögu. LEIDARINN Í DAG Alþýðublaðið fjallar um hina sérstæðu starfsemi sem rekin er af Reiknistofunni hf. í Hafnarfirðien hún útbýr og gefur út svarta listann svonefnda. í leiðar- anum segir að alvarlegasti flötur þessa máls sé sú staðreynd að Reiknistofan hefur orðið uppvís að því að senda út rangar staðreyndir um einstaklinga. SJÁ LEIÐARA A BLS. 4: BÖÐLAR OG FÓRNAR- LÖMB SVARTA LISTANS. Efling atvinnulífs Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra samþykkti álykt- un þess efnis stórefld verði að- stoð við uppbyggingu fyrir- tækja í kjördæminu. - jPólitískir jhliöarvindar IÁImálið er á allra vörum eins og fyrri daginn. Endurskoðun- arákvæði í væntanlegum raf- orkusamningi er eldfimt efni. Hvað gera Danir? IFæreyingar sigruðu Austur- ríkismenn óvæut í Evrópuleik i knattspyrnu á dögunum. Fær- eyingar leika við Dani 10. okt- óber og það er slegist um mtða á leikinn. Bœjarsjúkrahús kostuö af ríkinu: Verða launin skorin niður? Um næstu áramót mun ríkið taka yf ir rekstur bæj- arsjúkrahúsa. Því hefur starfsfólki viðkomandi sjúkrahúsa verði sagt upp og þarf það að sækja um hjá nýjum vinnuveitenda, ríkinu, vilji það endur- ráðningu. Nokkuð ber á ótta um að slíkt muni hafa í för með sér launaskerð- ingu hjá mörgum sem vinna á spítölunum. Á aðalfundi Alþýðuflokks- félagsins á Akranesi var ályktað „að um forkastanleg vinnubrögð væri að ræða, þegar öllu starfsfólki Sjúkra- húss Akraness er sagt upp störfum, þó svo að um sé að ræða breytingar vegna nýrra laga." Óttast menn að þetta hafi töluverðar launalækkan- ir í för með sér fyrir það fólk sem nú vinnur undir samn- ingum Starfsmannafélags Akraness eða verkalýðsfé- lagsins hjá Sjúkrahúsinu. Sigurður Ólafsson fram- kvæmdastjóri spítalans sagði þessar uppsagnir ekki bundn- ar neitt sérstaklega við Akra- nes heldur væri það sama að ske um allt land. „Eftir því sem ég kemst næst, en get þó ekki svarað fyrir ríkið, þá sýnist mér að um launalækk- anir verði ekki að ræða fyrr en þá með næstu samning- um. Fólk á að halda sínum samningum segir í bréfi frá ráðuneytinu, og ekki verður um neinar breytingar að ræða hjá því fólki sem þegar er í vinnu," segir Sigurður. Starfsfólk á sjúkrahúsinu er alls um 240 manns og hefur því öllu verið sagt upp. Óski það eftir endurráðningu þarf það að óska eftir því fyrir 1. nóvember. Sigurður sagði ennfremur: „Staðreyndin er sú að starfsfólk hjá bæjar- sjúkrahúsum hafa náð betri samningum en fólkið í Reykjavík og það munar á sumum starfsgreinum tölu- vert miklu." Rannveig Edda Hálfdánar- dóttir sem starfar á Sjúkra- húsi Akraness sagði allt í óvissu með launakjör starfs- fólksins í framtíðinni. „Starfs- mannafélagi Akraneskaup- staðar hefur tekist að ná held- ur betri samningum en ríkis- starfsmönnum. Eg óttast að þessi breyting komi til með að skerða launin hjá okkur hér á spítalanum." Á það mun væntanlega ekki reyna fyrr en við fyrstu samninga ríkis- Meirihluti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn vís- aði frá tillögu sem Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, flutti fyrir hönd minnihlutans um að skip- aður yrði starfshópur til að endurmeta launakjör starfsfólks á dagvistar- heimilum borgarinnar. Af því tilefni lagði borgar- fulltrúar Nýs vettvangs fram eftirfarandi bókun: „Borgar- fulltrúar Nýs vettvangs harma það hrópandi vilja- leysi borgaryfirvalda sem fram kemur í afgreiðslu borg- arstjórnar á tillögu um endur- ins við það starfsfólk sem hingað til hefur samið við viðkomandi sveitarfélag. mat á launakjörum starfs- fólks dagvistarheimila. Á sama tíma og starfsmanna- skortur er tilfinnanlegt vandamál á dagvistarheimil- um borgarinnar, launakjör starfsfólks standast engan vegin samanburð við önnur sveitarfélög og launþegasam- tök í landinu reyna að knýja á um úrbætur — sér borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæð- isflokksins ekki ástæðu til úr- bóta í auðugusta sveitarfélagi landsins sem árlega telur sig hafa efni á að verja milljörð- um til ýmissa framkvæmda." Lítill fuglá gulrí grein Það haustar að og laufin falla af trjánum. En lítill fugl lætur það ekki á sig fá og syngur með sínu nefi i haustblíö- unni þó aðeins eitt laufblað sé eftir á trénu. A-mynd: E.O I. Laun á dagvistarheimilum í Rvík: Meirihlutinn gegn endurmati RITSTJÖRN 0 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 681866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.